Morgunblaðið - 14.01.1994, Page 42

Morgunblaðið - 14.01.1994, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994 RALL / PARIS—DAKAR Mitsubishi hætti í miðri keppni MITSUBISHI, sigurvegari tveggja síðustu Paris-Dakar ralla, hefur hætt keppni. For- svarsmenn liðsins eru með þessu að mótmæla fram- komu mótshaldara á mánu- daginn. Keppendur áttu að aka um 630 kílómetra leið í eyðimerkum Máritaníu og var þetta 13. leggur keppninnar. Aðeins tveir bílar af gerðinni Mitsubishi Pajero luku við leiðina og tók það ökumennina 30 klukkustundir í stað átta eins og gert hafði verið ráð fyrir. Þeg- ar þeir óku í mark seint á mánu- dagskvöld var þeim sagt að hætt hafi verið við þessa sérleið þar sem skilyrðin hefðu verið svo slæm að ekki hefði þótt ráðlegt að láta menn ljúka leiðinni. Keppninni hafði verið hætt eftir 264 kíló- metra og keppendum snúið við, en einhverra hluta vegna hafði ekki náðst í Mitsubishi bílana tvo. OV0J4FNANLEG UTSALA A NYJUM VÖRUMU TWJTt SIÐAR ULPUR GORFTtX GÖNGUSKÓR BARNA KULDASKÓR (loðfóðroðir) JOGGINGGALLAR BARNASKÍÐAGAIiAR SUNDBOUR og EROBIKFATNAÐUR GOLFKYLFUR, KERRUR og POKAR ÁÐUR: NÚ: 11.500 5.900 15.900 6.900 5.590 1.490 8.990 3.900 7.200 3.900 40%-60% gfsláttur 40%-60% afsláttur 70% staðgreiðsluafsláttur af öllum öðrum vörum í versluninni. Nýjum vörum bætt við daglega. Missið ekki af einni bestu útsólu vetrarins! TT U BOLTAMAÐURINN Laugavegi 23 • sími 15599 KORFUKNATTLEIKUR Hugmyndir að breytingum á fyrirkomuiagi úrvalsdeildar Liðum Ijölgað og tímabilið lengt MIKILL hugur er í forystu- mönnum körfuknattleiksmála hér á landi enda ærin ástæða til; mikill uppgangur körfu- knattleiksins á undanförnum árum hlýtur að fylla menn eld- móði. Kynntar hafa verið hug- myndir, sem lagðar verða fyrir næsta ársþing, um breytt fyrir- komulag í úrvalsdeildinni þar sem leikið yrði í fjórum riðlum og leikir deildarmnar yrðu 36 í stað 26 núna. Rétt er að ítreka strax að hér er aðeins um hugmyndir að ræða en á formannafundi KKÍ á dögunum kom fram mikill stuðning- ur við þessar hugmyndir og búist er við að þær verði samþykktar á ársþinginu í maí. Samkvæmt hug- myndinni verður úrvalsdeildinni skipt upp í tvær deildir og í hvorri deild verða tveir fjögurra liða riðl- ar. í vesturdeild yrði Vesturlands- riðill og Höfuðborgarriðill en í Aust- urdeildinni, Austurlandsriðill og Reykjanessriðill. Innan hvers riðils verður leikinn fjórföld umferð og hvert lið leikur síðan heima og að heiman við öll önnur lið hinna riðlanna. Þannig leikur hvert félag 36 leiki. Til að koma öllum þessum leikjum fyrir er fyrirhugað að heíja keppnina strax í september. Urslitakeppnin verður keppni átta liða, fjögurra stigahæstuliðanna úr hvorri deild og verður leikið innan deildar þar til sigurvegarar deildanna, deildar- meistarar, mætast í úrslitum. Eins og sjá má er þetta ekki ósvipað fyrirkomulag og í NBA- deildinni bandarísku og til stendur að lið falli ekki úr úrvalsdeild heeld- ur verði ákveðið hvaða lið leiki þar, eins og í NBA. Þetta er þó engin trygging fyrir því að lið verði í úr- Úrvalsdeitd KK11998 Hugmynd að deildarskiptingu VESTURDEILD AUSTURDEILD Isafjörður^, ^ v | Stykkis- hólmur VESTURLAND ísafjöröur Snæfell, Stykkishólmi Skallagrimur, Borgarnesi ^ ÍA, Akranesi Akranes HÖFUÐBORGARSVÆÐI Breiðablik Sandgerði Haukar f * Sauðár- KR Valur Grindavik v\/ í Akureyri N-, A-, S-LAND Tindastóll, Sauðárkróki Þór, Akureyri Höttur, Egilsstöðum Selfoss EgilsstaðiiJ L Keflavik Njarðvik REYKJANES ÍBK, Keflavík UMFN, Njarðvík Selfoss UMFG, Grindavík Reynir, Sandgerði valsdeild ef þau á annað borð eru komin þangað. Breytingin á að hejast strax næsta keppnistímabil með því að ijölga um tvö lið í úrvalsdeild og sama verður gert 1996 og svo aftur 1998. Samfara þessu á að ijölga liðum í 1. deild og árið 1998 er gert ráð fyrir að þar leiki 14 liðp í 2-4 riðlum. Árið 2001 sjá menn úrvalsdeildina fyrir sér sem 20 liða deild í fjórum 5 liða riðlum og 1. deildina með 16 liðum. Með þessum breytingin er ætlun- in að fjölga spennandi og mikilvæg- um leikjum í deildinni, stækka úrsli- takeppnina auk þess að byggja upp íþróttina úti á landsbyggðinni. Reynslan hefur sýnt að flestir áhorfendur koma á svokallaða „Derby-leiki“ þegar nágrannalið eigast við og svo auðvitað á úrslita- keppnina. Með breytingunum fjölg- ar slíkum leikjum. Sjötla tap Bost- on í röð heima Boston Celtics jafnaði eigið met aðfararnótt fimmtudagsins, met sem leikmenn höfðu eflaust engan áhuga á að jafna. Fyrir 35 árum tapaði liðið sex heimaleikjum í röð og það hefur ekki gerst síðan — þar til nú að Houston Rockets sigraði 84:94 í Boston Garden. Þetta er í fyrsta sinn í 15 leikjum sem Rockets sigrar á hinu fræga parketgólfi í Boston Garden en þar vann liðið síðast árið 1981. Hakeem Olajuwon gerði 37 stig fyrir Houston og átti mikinn þátt í að Boston tapaði tólfta leik sínum af síðustu fjórtán. Mario Elis gerði 16 stig og Otis Thorpe 13. Hjá heimamönnum var Dee Brown stigahæstur með 16 stig og þeir Sherman Douglas og Rick Fox gerðu 15 stig hvor. Atlanta vann meistara Chicago 92:81 í toppslag miðriðilsins. Dom- inique Wilkins var stigahæstur „Haukanna“ með 19 stig og Kevin Willis gerði 17. Chicago hafði unnið KNATTSPYRNA Atlanta í síðustu sex leikjum lið- anna en nú vann Atlanta og er á toppnum. Cleveland gerði góða ferð til Or- lando og Gerald Wilkins gerði 38 stig er liðið vann Magic 109:118. Brad Daugherty gerði 25 stig fyrir gestina en nýliðinn Anfernee Hardaway var stigahæstur Orlando með 25 stig. Shaquille O’Neal gerði 22 stig og tók níu fráköst. Dallas tapaði 16. heimaleiknum í röð og jafnaði þar með met NBA- liða í að tapa á heimavelli. Orlando tapaði 14 síðustu heimaleikjum sín- um 1989/90 og síðan tveimur fyrstu á næsta tímabili. Reggie Miller gerði 29 stig í Indi- ana og þar af 15 úr jafn mörgum vítaskotum. Derrick McKey náði ekki þreföldu tvennunni eftirsóttu, en það munaði litlu. Hann gerði 15 stig tók 10 fráköst og átti 9 stoð- sendingar. LA Clippers tapaði sjöunda leikn- um í röð og nú gegn 76ers. Spennandi úrslKaleikur? Dregið var í undanúrslit- enska deildarbikarsins í gær. Notthingham Forest eða Tranmere leika við Aston Villa og í hinum leiknum mætir Manchester United eða Portsmouth liði Sheffieid Wednesday. Það má því gera ráð fyrir spennandi úrslitaleik að þessu sinni. Fyrri leikina á að leika 13. eða 16. febrúar en síðari leikina 23. eða 27. febrúar. UTGAFA r< INIýtt tímarit: Heilsa & Sport Nýtt tímarit, Heilsa & Sport, hefur hafið göngu sína. í fréttatil- kynningu segir: „Markmið blaðsins er að bera á borð upplýsingar og fræðslu um þolfimi, líkamsrækt og næringu sem og annan fróðleik og skemmtiefni. Markhópur blaðsins er því nokkuð stór þar sem gífurleg vakning hefur orðið í áhuga á lfk- amsrækt og þolfimi hér á landi.“ í fyrsta tölublaðinu er t.d. fjallað um þolfimi, styrktarþjálfun, næringu, litið er inn í World Class æfinga- stöðina, viðtal er við ungfrú ísland, Svölu Arnardóttur, og tískuþáttur með Magnúsi Scheving, íslands- meistara í þolfimi og Magnúsi L. Sveinssyni, forseta borgarstjórnar. Einnig er ijallað um læknavísindi nútímans, í blaðinu er „kynrænn þáttur sem fjallar um samskipti kynjana" og fleira. „Heilsu & Sport verður dreift um allt land í 4.000 eintökum til að byija með. Gefin^erða út 8 blöð á ári og mun blaðið byggjast á áskrift og lausasölu. Starfsmenn eru ljórir við blaðið, fyrir utan ýmsa rithöf- unda sem einnig koma við sögu. Einar Guðmann er ritstjóri, Sigurð- ur Gestsson, aðstoðarritstjóri, Kjartan Þorbjömsson (Golli) ljós- myndari og Magnús Már Þorvalds- son er auglýsingastjóri," segir í til- kynningunni. Utgefendur eru þeir Einar og Sigurður. í kvöld | Handknattleikur 2. deiid karla: Keflavík: ÍBK- Grótta.... ....20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.