Morgunblaðið - 14.01.1994, Síða 34

Morgunblaðið - 14.01.1994, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994 félk í fréttum Reuter Sophia Loren ásamt Mary og Sonny Bono eftir að Sophia hafði ver- ið heiðruð í Palm Springs. Þess má geta að fyrrverandi eiginkona Sonnys er söngkonan Cher. STJÖRNUR Sophia Loren heiðruð Leikkonan Sophia Loren var heiðruð 9. janúar sl. fyrir af- reksverk sín á hvíta tjaldinu á al- þjóðlegri kvikmyndahátíð, sem haldin var í Palm Springs. Ekki er annað að sjá en leikkonan haldi sér ákaflega vel, komin á sjötugsaldur. Engar frekari fregnir eru af eigin- manni Sophiu, Carlo Ponti, en sagt var frá því hér í blaðinu fyrir skömmu, að hann væri með krabba- mein í blöðruhálskirtli. VITNALEIÐSLUR Drengurinn segir Jack- son hafa tælt sig Poppstjarnan Michael Jackson notfærði sér m.a. hryllings- myndina The Exorcist í fyrra til að hræða 13 ára gamlan dreng og tæla hann til að deila með sér rúmi. Þetta kemur fram í vitnisburði drengsins sem gerður var opinber á mánudag vegna málshöfðunar hans gegn Jackson. Jackson hefur vísað sakargiftum á bug. Drengurinn segist geta sann- að má sitt með því að lýsa sköpu- lagi söngvarans í smáatriðum. Fyr- ir skömmu varð Jackson að sætta sig að líkami hans, þ. á m. kynfær- in, væru mynduð í bak og fyrir til að hægt væri að ganga úr skugga um að drengurinn segði sannleik- ann. Ekki kom fram hvort myndirn- ar yrðu notaðar. Drengurinn, sem ekki er nafn- greindur vegna ungs aldurs, segir að afbrotin hafi flest verið framin á búgarði Jacksons í Kaliforníu, Néverianá en fyrgt haf: söngvar- inn leitað á sig á hótelherbergi í Las Vegas. Upphaflega hafi hann látið duga að faðma sig og þeir hafi farið saman í bað en síðar hafi bæst við kossar og loks annað kynferðislegt athæfi. Krafist er hárra skaðabóta af Jackson en eignir hans munu vera metnar á um 230 milljónir dollara eða rúm- lega 16.000 milljónir króna. LEIKARAR Leikarinn er listmálari Hollenska leikaranum Jeroen Krabbé — sem íslendingar sáu síðast í kvikmyndinni Flótta- manninum — er fleira til lista lagt en að leika. Hann er einnig listmál- ari eins og reyndar faðir hans og afi. Enda segist hann vera vandlát- ur á hlutverk, því hann taki ekki hvað sem er fram yfir málaralist- ina. Fyrir . skömmu hélt hann fyrstu málverkasýningu sína utan Hollands og varð Listhús Francis Kyle í London fyrir valinu. Jeroen samþykkti þó fyrir nokkru að ieika stórt hlutverk í bandarísku myndinni „King of the TISKUSYNING „Ljóskurnar“ í Hreiðrinu Veitingastaðurinn Hreiðrið í Borgamesi hefur í vetur stað- ið fyrir ýmsum uppákomum fyrir gesti sína. Nýverið var boðið upp á sýningu á kvenundirfatnaði sem fýrirtækið Style sf. í Borgarnesi flytur inn beint frá Spáni. Eru vör- urnar ekki seldar í verslunum held- ur beint til einstaklinga. Það voru nokkrar konur í Borgarnesi sem tóku sig saman og stofnuðu sýning- arhópinn „Ljóskurnar" í tilefni dagsins. Sýndu þær fatnaðinn við góðar undirtektir gestanna. Hollenski leikarinn Jeroen Krabbé. Hill“ sem Steven Sonderbergh leikstýrir, en sá leikstýrði á sínum tíma myndinni „Sex, lies and vide- otapes“. í „King of the Hill“ leikur Jeroen föður 13 ára drengs, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni. Jeroen segir að Flóttamaðurinn og nýja kvikmyndin séu mjög ólík- ar, svo og aðstæður allar. Nægir peningar hafi verið til að setja í Flóttamanninn og því hafi verið um endalausar breytingar að ræða á upptökutímanum. Hins vegar framleiði Sonderbergh myndir með litlum tilkostnaði, hann klippi þær sjálfur, enda verði þær per- sónulegri fyrir vikið. Morgunblaðið/Theodór Ein af „ljóskunum“ Halldóra Friðjónsdóttir, sýnir undirfatnað. Guðrún Ilildur Jóhannsdóttir innan um gestina í Hreiðrinu. Michael Jack- son neitar öll- um sakargift- um. Sean Lennon hefur verið nefndur sem „einn af drengjum“ Jacksons. Starfsfólk Jacksons segir að þrátt fyrir að Sean hafi gist þar hefði hann aldrei sofið í sama herbergi og Jackson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.