Alþýðublaðið - 22.11.1920, Page 1

Alþýðublaðið - 22.11.1920, Page 1
O-efið dt af Alþýðaðokknum. 1920 Mánudaginn 22. nóvember. Hin deyjandi börn Þýzkalands, Eftir prófessor R. Woltereck. Nýafstaðin rannsókn lækna á tieilbrigðisástandinu í hinum stærri borgum Þýzkalands leiddi það f Ijós, að heilsufar skólabarna er svo hræðiiegt, að það skelfir jafn- vel þá, sem bezt þektu hungurs- neyð Mið Evrópu. Alþjóðanefndir hafa, ein eftir aðra, nú um langan tíma skýrt frá því, að börn Mið- Evrópu þjáðust af hungri, væru skinin beinin, veikburða og blóð- lítil, og að tæringarsjúkdómar breiddust stöðugt út. En enginn hafði fyr að fullu gert sér grein fyrir því, hversu mjög útbreiddur iþessi sjúkdómur er. Ástandið er þannig, að í Leipzlg þjást nú 8 þús. börn af tæringu, f Hamborg $3 þús. og í Berlín yfir 30 þús. í raun og veru geysar tæringar- drepsótt meða! barnanna og ógnar ungu kynslóðinni í Mið Evrópu með fullkominni eyðileggingu — •ógnar með eyðiieggingu þeim> aem áttu að „byggja upp“ hið nýja og hjálpa mönnunum til að gleyma hinni hræðilegustu eyði- leggingu sem nokkru sinni hefir orðið hlutskifd mannkynsins. Allar tilraunir til að útrýma þessum sjúkdómi hafa, enn sem komið er reynst árangurslitlar. Og orsökin er sú, að núverandi ástand er miklu verra en í stríðslokin. Skortur á mat, sápu, eldsneyti og klæðn&ði, mjólk og fituefnum hefir dyggilega undirbúið jarðveginn. Nú eru öll börn í Þýskalandi og Austurríki svo móttækileg fyrir tœringarbakteríuna sem þau geta orðið og verða því auðveld bráð hennar. Svo margir sýkjast, að eigi er um einaagrun að ræða. Sjúkdómurinn breiðist út með hverjum degi, hverri klukkustund. Fyrir 10 sjúklinga í dag verða 100 næsta ár. Unglingar deyja í stór- hópum — tœringardauösýöllin hafa ýjórfaldast. Af þeim börnum, sem nú eru sýkt, munu mörg lifa um nokkurn tíma. Þau sýkja umhverfi sitt og verða þjóðum Evrópu að byrði. Það bætist við örkumlaliópinn á sama tíma og heiminum er slfk þörf á hraustum verkamönnum. Meðal stúdenta geisar tæringin einnig í stórum stíl. Þeir eru half- dauðir af hungri, því foreldrar þeirra, sem íátæktin hefir heimsótt, geta ekki veitt þeim styrk. Von- leysið hefir lagst yfir þá eins og svart ský. Þeir vifca að þeir eru ekki lengur færir um að berjast lífsbaráttunni. Þeir búast við því að deyja áður en þeir verði hálf- fertugir. Þeir verða annaðhvort ákafir byltingamenn eða harðsnún- ir afturhaldsmenn, með hugacn fullan af hatri og hefnd. Ef þeim yrði hjálpað, mundu þeir verða forherjar frjálslyndrar hugsjóna- stefnu, svo sem stúdentarnir 1848. Læknastéttin er nær aflvana. Spítalar og heilsuhæli eru meir en fullskipuð, og fátæktin er of mikil til þess, að þeim verði séð fyrir nægilegu eldsneyti og mat. Engu að síður hefir mikið verið gert til þess, að berjast gegn hungursneyð inni, bæði af hinu opinbera, af innlendum og erlendum hjálpar- nefndum og öðrum mannúðarfélög- um, svo sem Rauða krossinum o. s frv. 10 berklahæli hafa t. d. verið reist í Sviss fyrir þýzk börn og mörgum þús. þýzkra og aust- urrískra barna hefir verið boðið til svissneskra tjölskyldna, og páfinn og ríki, svo sem Bandaríkin, Bret- land, Holland og Norðurlönd, hafá á ýmsan hátt veitt börnum Míð- veldanna mikla hjálp. En þetta ait er aðeins öriítið brot af því sem þarf að gera. Frjáls bjálparstarfsemi ein getur eklci bætt úr ástandinu. Sú eina hjálp, sem kemur að verulegum 269 tölubl. notum, eru nægilegar birgðir mat- ar og hráefna, og lánstraust. Og þetta verður ekki veitt með öðru móti en samvinnu allra menningar- þjóðanna. En hjálþarinnar er þörj þegar í stað. Því lengur sem vér bíðum, þvf meiri verða erfiðleikarnir. Þá verður MiðEvrópa gróðrarstöð sýkingar, miðstöð berklaveikinnar, og gjörsamleg eyðilegging hennar, efnislegt og andlegt hrun hennar, mun kasta skugga sínum yfir alla Evrópu, yflr allan hinn mentaða heim. Hið hrjáða svæði er rúið öllum Iffsþægindum; það er engu líkara en að miljónir engispretta hafi vaðið yfir landið og etið ait. Vinnan, verzlunin og iðnaðurinn verður eigi reistur við, Jyr en séð er fyrir mat, hráejnum og lánstrausti. Komandi vetur mun hafa í för með sér takmakalausar þjáningar og aimenn upplausn og stjórnleysi getur leitt af því á hverri stundu. Hver áhrif mundi það hafa á hinar þjóðir Evrópu? Eru það, þó að eins sé litið á það fjárhagslega, hagsmunir Ev- rópu, að Þýzkaland og Aust- urríki fyllsit hugsunum örvæntinga, og dauðaí [Grein þessi er þýdd úr hinu ágæta enska riti Foreign Aýfairs. Höf. hennar Richard Woltereck, prófessor í líffræði við háskólann í Leipzig. Síðan 1917 hefir hann gefið sig allan við að koma skipu- lagi á hjálparstarfsemi fyrir veilr og matarvana börn. Hefir hann int geysimikið starf af hendi og því manna kunnastur þessum efnum.] - X Botnrörpnngavair Njörður og Þórólfur komu á iaugardaginn frá Englandi og Skallsgrímur og Þor- steinn Iogólfsson í nótt. Leifur Hepni kom af veiðum í morgun..

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.