Morgunblaðið - 20.03.1994, Síða 2

Morgunblaðið - 20.03.1994, Síða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 19" ÍtflllSlÍÍ-fHffiJ ÍP'ÍÍV.' Sendiherrafrú Sunanl Rey-Coquais biöur eftir gestum sínum viö eitt af sínum uppdekk- uöu veisluboröum i franska sendiráöinu i Reykjavik. Það kemur svolítið á óvart þegar Madame Rey-Coquais segir mér um þetta í upphafi spjalls okkar að þegar hún 25 ára gömul giftist frönskum diplómata, þá sagði hún meðvitað skilið í sjö ár við sitt fyrra líf, fjölskyldu, land, trú og siði til að geta gengið inn í og rækt eins vel og hún vildi sitt nýja hlutverk í lífínu. Ákvað að ekkert þýddi ann- að. Þau giftu sig í kaþólskri kirkju í París og hún tók þar upp nám í frönsku, franskri matargerð, og lærði og tileinkaði sér franska siði og háttu þar til það var henni rót- gróið. Foreldrar hennar voru ekkert ánægðir, enda kom hún ekki í heim- sókn til þeirra á meðan. Hún ætlaði að rækja sitt hlutverk fullkomlega sem fulltrúi Frakka og að sjö árum liðnum tók hún aftur upp samband- ið við fjölskvldu sína og var einmitt nú janúarmánuð í heimsókn heima í Bangkok. Það varð ekkert mál að taka aftur upp fjölskyldutengslin, segir hún. Skildi viö uppruna sinn i sjö ór Áður en þau giftu sig á sjöunda áratugnum var heilmikið vandamál fyrir Frakka í utanríkisþjónustunni að kvænast útlendum konum. Það var yflrleitt ekki leyft. Francois Ray-Coquais var þá annar sendi- ráðsritari í franska sendiráðinu í Bangkok. „Við vorum því í erfiðri stöðu. En úr því leystist því maður- inn minn þekkti franskan sendi- herra í Pakistan, sem hafði verið með De Gaulles í stríðinu, leitaði til hans og sagði að ef hann fengi ekki að ganga að eiga þessa konu, þá mundi hann segja starfi sínu lausu og fara í blaðamennsku. Sendiherrann gekk í málið og sjálf- ur De Gaulles gaf leyfið. Hún tekur fram að nú sé þetta ekki eins strangt í utanríkisþjónustunni. Eftir það kom upp mál, þar sem utanrík- isþjónustumanni var bannað að kvænast rúmenskri stúlku og málið fór fyrir Conseil d’Etat (ríkisráðið), sem afturkallaði bannið. Síðan hafa viðhorfin verið að breytast. Þá skildi ég við fjölskyldu mína og ættland í sjö ár,“ útskýrir hún. „Mér fannst að ef ég ryfi ekki alger- lega sambandið, mundi ég ekki læra nægilega vel að lifa frönsku lífi, ala bömin mín upp í kaþólsku eins og ég hafði heitið þegar við giftum okkur að kaþólskum sið og halda franskt hús. Fjölskylda mannsins míns, sem er strangkaþólsk, tók mér vel. Ég held að án þessa hefði mér ekki tekist þetta. Og í rauninni reyndist mér þetta ekkert erfitt,“ segir hún. Ekki einu sinni að skipta um trú? Hún kveðst ekkert endilega hafa þurft að gera það sjálf, svo lengi sem bömin fjögur væru alin upp í kaþólsku. Hún var búddatrúar eins og 90% Taílendinga og þau trúarbrögð séu fremur heimspeki en óbifanleg trú. Sunant var ekki nema 25 ára gömul þegar þessi tímamót urðu í lífi hennar og mig langar til að fá ofurlítið skýrari mynd af þessari ákveðnu ungu konu. Hún kveðst hafa fengið strangt uppeldi heima í Taílandi. „Þegar ég hafði lokið námi heima í bænum okkar, sem er inni í landi mitt á milli Bangkok og Chaing Mai, vildu foreldrar mín- ir að ég færi til Bangkok í háskóla- nám í viðskiptafræði, hjúkrun eða einhveiju slíku. Ég fór og skrifaði mig svo inn í listaskólann Beaux Arts. Ég hafði alltaf haft gaman af að mála og fór að læra það og hliðargreinar í arkitektúr. Sagði foreldrum mínum að ég hefði ekki fengið inngöngu í þessar völdu deildir þeirra. 23ja ára gömul hafði ég lokið náminu og var farin að kenna.“ Þá gripu örlögin í taumana. „Já, það var skrýtið hvernig það bar til. Ég fór að hitta prófessorinn minn í myndhöggvaradeild. Þá var Francois Rey-Coquais þar staddur. Prófessorinn sagði að þessi franski maður vildi læra að móta og hvort ég vildi leiðbeina honum og hjálpa honum til að finna sér stað í saln- um. Tveim mánuðum síðar var ég heima hjá foreldrum mínum og fór að hitta franskan trúboða í bænum. Ég hafði, verið S frönskunámi hjá honum. Hann kvaðst eiga von á gestum, þremur karlmönnum og tveimur konum frá franska sendi- ráðinu í Bangkok. Hvort ég vildi ekki koma og hjálpa honum að sýna þeim bæinn? Og annar sendiráðsrit- arinn var einn þessara gesta. Upp úr því fórum við að hittast. En það skrýtna er að allt frá bamæsku hafði mig dreymt um að fara til Frakklands og vera í París. Og móðir hans hefur sagt mér að allt frá 12 ára aldri hafi hann þegar hann var að skoða myndir frá fjar- lægum löndum í öðrum heimsálfum alltaf stöðvast við löndin í Suðaust- ur-Asíu. Sagt að í þessum löndum vildi hann búa. Og í 'námi valdi hann sér einmitt til undirbúnings sínu starfi þá sérgrein sem lýtur að stjómunarstörfum erlendis. Þetta voru eins og fyrirboðar." Fyrstu árin bjuggu þau hjónin í París og hún kvaðst hafa verið önn- um kafin við að halda heimili og ala upp börnin fjögur. Elsti sonurinn er arkitekt, dóttirin er í utanrík- isþjónustunni, annar sonur í heim- speki og tungumálum í Lissabon og sá yngsti lögfræðingur í fram- haldsnámi í alþjóðalögum. Svo þau eru vítt og breitt um heiminn, önn- um kafin á framabrautinni. Sjálf hafa þau hjónin búið í mörgum lönd- um og ýmsum heimsálfum, þangað sem störf Francois Rey-Coquais hafa borið þau. Vora um hríð í Pakistan, í Tansaníu, Gíneu, Alsír, í París í sjö ár og svo aftur eriendis, í Brasilíu í hálft fjórða ár, sem hún segir að sé yndislegt land. Til ís- lands komu þau frá París, þar sem hann hafði verið framkvæmdastjóri Samskiptadeilar utanríkisráðuneyt- isins. En hvemig leist henni á að fara til íslands? Það hljóta að vera viðbrigði frá þeim hlýju löndum sem hún á að venjast. Hún segir að það hafi borið nokkuð brátt að. Þau áttu að fara annað, til hlýrra lands, og hún var farin að pakka. En þá kom maður hennar heim með þau tíðindi að það yrði ísland. Hann hafði komið hingað í fylgd með Mitterrand forseta og sagði að þetta væri fallegt land, gott og rólegt. Þau fengju gott gamalt hús. Þetta yrði allt í lagi. Mitl aó aólagast „Við voram auðvitað reiðubúin, í utanríkisþjónustunni segir maður ekki nei. Það er innifalið í því starfi,“ segir hún. Og hún segir það ekkert skjall að sér líði hér ljóm- andi vel. Ekki svo ákaflega mikið að gera. En rólegt, fallegt og gott líf. Raunar sé í Reykjavík mikið framboð af góðum tónleikum, sem hún sækir mikið, „enda er tónlistin mitt líf,“ eins og hún segir. Sendi- herrann kveður hún duglegri við að sækja opnanir myndlistarsýn- inga. Sem ungur maður fékkst hann við höggmyndalist, hélt sýningar og seldi verk sin. Hann segir henni svo gjarnan ef hann sér góða mynd- listarsýningu og þá fer hún af stað til að sjá hana með honum eða ein. „Ég er ein af þeim sem á ákaflega gott með að vera ein með sýálfri mér án þess að það sé nokkurt mál.“ Það hlýtur að koma sér vel í þessu starfi að hafa svona góða aðlögunarhæfni. Hún tekur undir það. „Ég tek allt og öllum eins og þeir era. Enda lít ég svo á að ég sé ferðalangur með viðdvöl í 3-4 ár á hverjum stað og það er mitt að aðlagast því sem fyrir er.“ Dæmi um að þessi lífsspeki er ekki bara orðin tóm er að þegar hún um dag- inn frétti hvemig Islendingar héldu upp á bolludag og sprengidag, tók hún sig til, fékk uppskrift og bak- aði rjómabollur með kaffinu handa þeim og daginn eftir keypti hún saltkjöt og meira að segja gular baunir og spurði kjötkaupmanninn hvernig hún ætti að bera sig til við að elda þetta. Máltió meó gestum er hátiá Ég spyr hana að því hvers konar mat hún bjóði sjálf gestum sínum upp á, þegar hún býður til veislu. „Álltaf franskan,“ svarar hún um hæl. „Maðurinn minn er fulltrúi Frakklands og þeir'sem boðnir era til sendiherra Frakka vænta þess að fá góðan mat og góð vín. Eiga að fá það. Ég vil standa mína plikt. Kemur þó fyrir að ég elda taímat fyrir sérstaka vini, annars alltaf franskt." Allan mat handa gestum sínum matreiðir hún sjálf. „Sjáðu til, að hafa fólk í kringum mig og sitja til borðs með þeim er hátíð hjá mér. Mér þykir skemmtilegt að hafa gesti. Þ\n' legg ég mig fram og geri þetta því allt sjálf, brýt ser- véttumar, elda, legg á borðið og þvæ skaftpottana,“ segir sendiherr- afrúin og hlær. En mér leiðist að vaska upp. Hún segir að þetta sé sér engin ánauð. Sumar sendiráðskonur kvarti undan því, telji sig menntaðar til annarra starfa, sem þær vilja vera í. Ekki hún. Hún kveðst njóta þess að undirbúa móttöku gesta. Þegar hún segir að það sé samvinnuverk- efni þeirra hjónanna, hvái ég og vil fá að vita hvort sendiherrann taki sjálfur til hendi. Ekki við uppvaskið Þá sklldi ég vlð fjll- skyldu mína og ælt- land f sjö ár,“ ntskýr- Ir hún. „Mér fannst að el ég ryfi ekki algeilega sambandið, mundi ég ekki læra nægilega vel aé lila lienskn líli, ala ðörnin mín ngp í kaþólsku eins ng ég ðafði ðeit- ið ðegai við giltum nkkui að kaðólskum sið og balda lianskt ðús. Fjölskylda manns- ins míns, sem ei strangkaððlsk, tnk mér vel. Ég ðeld að án ðessa ðelði mér ekki tekist ðetta. Ðg í lann- inni leyndist mér tetta ekkeit editr segii ðún. eða eldamennskuna. En það gengur þannig til að hann kemur heim og talar um að bjóða 10—12 manns til miðdags ákveðinn dag. Segir henni hvaða fólk þetta sé og þau ræða hverjum skuli bjóða. Síðan hugsar hún málið og kemur með uppást- ungu um matseðilinn og annað, sem hann fellst á eða ekki. Og þá er farið að undirbúa veisluna í smáatr- iðum. Sumum þykir slíkt of mikil vinna, en það finnst henni aldrei. Maður gæti haldið þegar svo mik- ið er í lagt að þá sé hún búin að fá nóg af matseld og framreiðslu að slíkum opinberam veislum loknum. En þótt hún stöku sinnum taki þátt í öðrum kvennaklúbbum þá þyki henni skemmtilegastur litli sælkera- klúbburinn sem í era nokkrar kon- ur, flestar úr sendiráðunum. Þær bjóða hver annarri í mat og velja nokkra rétti til að kynna. Svo hitt- ast þær kl. 10 að morgni heima hjá einni og fara í eldhúsið, þar sem þær fá að kynnast því hvemig þessi rétt- urinn eða hinn er búinn til og fram- reiddur. Síðan setjast þær til borðs um hádegið. Við sitjum þarna í stofunni i franska sendiráðsbústaðnum í Þing- holtunum, sem keyptur var fýrir franska ræðismanninn fyrir fyrri heimsstyrjöldina, eftir að Brilloun konsúll hætti og hélt eftir húsinu sínu í Höfða. Æ síðan hefur þetta verið aðsetur fultrúa Frakka á Is- landi, sem nú era ambassadorar síns lands. Fyrir fáum áram var þetta fallega gamla timburhús gert upp og sendur til verksins frá utan- ríkisráðuneytinu arkitekt frá París. Sú tók þá stefnu að velja bjarta liti á veggi og húsgögn, appelsínugult og grænt, í stað daufra pastellita eins og venjan er í slíkum húsum. Taldi betur fara á því í grámanum í skammdeginu á íslandi. Og tilver- an verður raunveralega bjartari þarna þegar vetrarveður geisa úti fyrir, og hleður snjó í garðinn. Víðs vegar um þessar stílhreinu stofur má þó á borðum sjá persónulega muni sendiherrahjónanna sem setja þeirra svip á heimilið. Frúin segist nú gera það í hófí, því ekki sé ætl- ast til þess að tilfallandi sendiherrar hafi afskipti af tilhögun í frönskum sendiráðum, sem sé unnin af þar til skipuðu fagfólki. Þarna má þó sjá taíilenskan spegil í gylltu stat- ivi, sem í sínum heimkynnum á að krjúpa fyrir framan á gólfi. Og á borði eru þessir fallegur handunnu símunstruðu taílensku silfurmunir, sem stundum prýða borðið í kvöld- verðarveislunum. M.a. handskornir silfurbikarar liggjandi við hvem disk með handbróderaðum servétt- um. Ég get ekki stillt mig um að spyrja til hvers þeir séu notaðir í Taílandi. Hún útskýrir að þetta séu gamlir gripir, sem notaðir hafí ver- ið undir sérstakt rautt betellauf sem Taílendingar tyggi. Það er gaman að sjá hvemig menningarstraumar renna saman, alfranskt sendiráðs- heimili með ofurlitlu taílensku ívafi og út um gluggann blasir við Tjörn- in með íslenskum fuglum, börnum og Ráðhúsinu. Sendiherrafrúin Sunant Rey- Coquais segir að það hafi aldrei truflað sig að aðlagast nýju um- hverfí eða að hún tapi sinni þjóðar- vitund. „Ég fór ekki að heiman af því að ég væri að flýja einhverja erfíðleika eins og flóttafólkið. Ég á þar mína íjölskyldu þegar ég vil. Þegar ég kem þangað heimsæki ég menningararfinn og þjóðarverð- mætin og er stoít af því að vera af þjóð sem á þessa menningu. En ég er alfarið frönsk og tek af heilum hug þátt í líflnu í Frakklandi og frönskum lífsháttum. Er stolt af að tilheyra þeirri menningarþjóð." Fríum sínum eyða frönsku sendi- herrahjónin í Frakklandi. Hún var þar í vetur og þangað ætla þau um páskana. Skammt frá Lyon eiga þau 350 ára gamalt hús, byggt 1630. Þetta er fjölskylduhús sem erfst hefur í kvenlegg, en tengdamóðir hennar gaf þeim hjónum það. Þar er yndislegt að vera, segir hún, og hlakkar til þess að hlynna að gróðr- inum í garðinum nú um páskana meðan við hér á íslandi verðum lík- lega að renna okkur á skíðum í snjónum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.