Morgunblaðið - 20.03.1994, Page 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
+
Valdimar og
Guðni á hryggn-
um varhugaverða
í um 5100 metra
hæð.
Suðurhlíð McKinley-fjalls.
í lokaá-
fanganum í
um 5700
metra hæð.
Efstu búðir
sjást íbaksýn.
eftir Voldimar Harðarson
FJALLAMENNSKA hefur á undanförnum árum
og áratugum verið í miklum vexti hér á landi.
Æ meira hefur borið á því að íslenskir fjalla-
menn leiti út fyrir landsteinana að verkefnum.
Síðastliðið vor héldu fjórir félagar úr Hjálpar-
sveit skáta í Kópavogi til Alaska með það fyrir
augum að klífa hæsta fjall N-Ameríku, Mt.
McKinley, sem indíánar kalla Denali (Hinn mikli),
6194 metra hátt. Leiðangursmenn voru þeir
Guðni Bridde, Kristján H. Birgisson, Jón Haukur
Steingrímsson og Valdimar Harðarson, sem er
greinarhöfundur og fer frásögn Hans af síðari
hluta fjallgöngunnar hér á eftir.
ið vorum komnir upp í 4200 metra eða í „Medical
Bacecamp" eins og þessi staður er oft kallaður.
Það hafði tekið okkur viku að komast þangað úr
aðalbúðum sem eru í um 2000 metra hæð. Hækkunin sam-
svarar því hæð Hvannadalshnjúks, hæsta fjalls íslands.
Til þessa hafði ferðin gengið betur en við höfðum þorað
að vona. Sá tími sem talað er um að þessi hluti leiðarinnar
taki er 8 til 12 dagar. Við vorum hálfnaðir á toppinn.
Þar sem hæðin var farin að segja til sín ákváðum við
að taka nokkra hvíldardaga þarna, bæði til að aðlagast
hæðinni og til að safna kröftum fyrir seinni hluta fjall-
göngunnar.
Daginn eftir urðum við vitni að atburði sem mun seint
iíða okkur úr minni. Þá, um klukkan 5 um morguninn,
urðum við varir við mikla flugumferð ofarlega í fjallinu.
Þegar við litum út úr tjöldunum sáum við þyrlu fljúga í
burtu með mann hangandi niður úr sér. Seinna var okkur
sagt að það hefði orðið slys um nóttina. Þeir höfðu náð
tindinum fyrr um daginn. I um 6000 metra hæð skrikaði
einum fótur og hrapaði hann um 1000 metra og lést. Síð-
ar um daginn sátum við og sleiktum sólskinið, eins og all-
ir hinir sem þama voru staddir. Sáum við þá hvar nokkrir
menn voru að koma niður leið, sem er aðeins sunnar en
leiðin sem við ætluðum. Þegar þeir nálguðust áttuðum við
okkur á því að þetta voru félagar hins látna. Það var eins
og kólnaði og ský drægi fyrir sólu. Allir þögðu og fylgd-
ust með þegar þeir gengu þungum skrefum framhjá tjöldun-
um. Þetta var eins og áminning til okkar um að á stað sem
þessum getur skrefið yfir móðuna miklu verið mun styttra
en mann grunar og að aldrei sé of varlega farið.
Ekki til setunnar boóió
Tveimur dögum seinna vorum við svo aftur farnir að
puða. Þennan dag var ætlunin að fara með hluta af birgðun-
um alveg upp í efstu búðir, en þær eru í um 5200 metra
hæð, og koma svo aftur niður í 4200 metra og sofa þar.
I leiðinni ætluðum við að skoða aðstæður í búðum sem eru
skammt fyrir neðan efstu búðirnar. Þær eru staðsettar á
mjóum, plásslitlum hrygg sem er ekki draumastaðurinn í
miklum vindi. Þess vegna höfðum ákveðið fyrirfram að
sofa ekki þar.
Það tók okkur um 6 klukkustundir að fara upp og niður
aftur þessa 1000 metra og var nánast allur máttur úr
okkur þegar við skriðum inn í tjöldin þarna um kvöldið.
Lokaófanginn
Um klukkan 9.30 morguninn eftir lögðum við svo í hann.
Framundan áttum við 900 metra hækkun og nokkura kíló-
metra þramm. Veðrið var ágætt. Dálítið hvasst og um 25
gráðu frost. Daginn áður hafði enginn komist á toppinn
vegna veðurs og spáin fyrir næstu daga var einföld, storm-
ur. Það var því nú eða aldrei. Af þeim 13 íslendingum, sem
reynt höfðu við fjallið í 5 leiðangrum, höfðu aðeins 4 náð
toppnum og aðeins einu sinni höfðu tveir íslendingar stað-
ið þar samtímis. Þeir eru einnig félagar í Hjálparsveit skáta
Kópavogi.
Eftir um 2 klukkustundir vorum við komnir í um 5800
metra hæð. Þar skildum við eftir allt sem við mögulega
gátum til þess að létta okkur og borðuðum eins og við
höfðum lyst á. Samanstóð sú máltíð af um það bil einu
Mars súkkulaði á mann. Síðan héldum við áfram.
Eftir því sem tíminn leið fór ég að átta mig á því að
þessi tindur, þessi eini fermetri á allri jörðinni, sem var
FMJEGM
GERIH
FiliH
Vegna þess hversu erfitt þetta hafði verið ákváðum við
að sofa út ddginn eftir og fara svo seinnipartinn upp í
búðirnar á hryggnum og eyða einni nótt þar, þrátt fyrir
fyrri áform okkar.
Þegar við komum þangað voru þar fyrir allmörg tjöld.
Vegna þess hversu brattinn þarna er mikill er nauðsynlegt
að moka stall, einskonar svalir, fyrir tjöldin og er það
ærin vinna, sérstaklega í þessari hæð. Brugðum við því á
það ráð að moka stall sem nægði til að við gætum legið
þar fjórir og sofið undir berum himni. Þarna lögðumst við
svo um kvöldið og horfðum á sólina hverfa bak við fjöllin,
með um 1000 metra fall við tærnar á okkur. Það er óhætt
að segja að það hafi verið tekið eftir okkur. Þarna um
nóttina fór hitinn niður í um -30 gráður en þykkir dúnpok-
arnir gerðu það að verkum að við urðum ekki varir við
kuldann,
Við fórum snemma á fætur morguninn eftir. Dagleiðin
sem við áttum fyrir höndum var sú stysta í ferðinni, að-
eins um 200 metra hækkun. Frá búðunum fórum við upp
eftir hryggnum, sem þær standa á, og er hann á köflum
allhrikalegur. Beggja vegna er um 1000 metra fall niður
í sprunginn jökul og er brattinn það mikill að litlar líkur eru
á að maður nái að stöðva sig ef maður fellur. Tók það
okkur um 2 klukkustundir að komast upp í efstu búðir og
að tjalda.
Við vorum búnir að vera 12 daga á leiðinni og áttum
um 900 metra ófarna á toppinn. Leiðin sem við höfðum
kosið að fara er kölluð West Buttress og er hún sú fjölfarn-
asta á ijallið. Hún er um 52 kílómetrar fram og til baka og
er hækkunin um 4200 metrar. Vegna þess hversu norðar-
lega fjallið stendur er loftþynningin meiri en á jafn háu
Ijalli nær miðbaug, t.d. í Himalaya. Var hæðin því farin
að hafa mikil áhrif á líkamlega getu okkar og krafta.
+