Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
B 15
sjálfsagt hefur Mrs. Doubtfíre verið
talin heldur léttvæg, það skyggir þó
ekki á stórkostlega frammistöðu eins
langbesta gamanleikara okkar tíma.
1. Anthony Hopkins
2. Daniel Day Lewis
3. Tom Hanks
Bcsli kvcnleikari í aóalhlutvcrki
Hér stendur slagurinn á milli
tveggja afburðaleikara. Hinnar virtu
Emmu Thompson í Dreggjum dags-
ins og Holly Hunter, sem bar Píanó-
ið uppi. í mínum huga kemur engin
önnur en Hunter til greina. Hún get-
ur ekki notað tungutakið sér til fram-
dráttar í hlutverki hinnar sorgbitnu
konu sem neitar að tala í Píanóinu.
Svo frammistaða hennar er enn stór-
kostlegri fyrir bragðið. Hún lét þögn-
ina tala, gnæfði yfir myndina og gaf
henni reisn. Emma Thompson er
frægari og virtari og stendur sig
eftirminnilega í Dreggjum dagsins,
en hverfur þar örlítið í skuggann af
stórleik Hopkins og hlutverk hennar
ekki jafn burðarmikið. Og aðeins tvö
ár síðan hún fékk Óskarinn fyrir
Hávarðsenda. Þar var hún í farar-
broddi. Þá er Angela Bassett ótalin,
en hún fór óaðfinnanlega með há-
dramatískt hlutverk söngkonunnar
hressu, Tinu Turner, í Tinu. Sú mynd,
þó góð sé, er ekki í alveg sama
gæðaflokki og Píanóið, að maður
tali ekki um Dreggjar dagsins, en
það er eins gott að afskrifa hana
ekki alveg.
Six Degrees of Seperation og
Shadowlands eru veigaminni myndir,
því ókunnari akademíumeðlimum
sem öðrum. Þær Stockard Channing
og Debra Winger, miklar ágætisleik-
konur báðar tvær, eiga því hverfandi
möguleika í ár.
1. Holly Hunter
2. Emma Thompson
3. Angela Bassett
Bcsti karllcikari í aukahlutverki
í þessum flokki getur svo sann-
arlega allt gerst, fjórir af fimm koma
sterklega til greina. Hér saknar mað-
ur engu að síður Seans Penns sem
stóð sig frábærlega vel sem kókfíkill-
inn, lögfræðingur A1 Pacino, í Carlit-
o’s Way og Bens Kingsleys í Lista
Schindlers. En myndin hans Spiel-
bergs á sinn fulltrúa hér, sem og í
flestum öðrum flokkum í ár. Sá er
Bretinn Ralph Fiennes, kunnur sviðs-
leikari í heimalandinu og sýnir mögn-
uð tilþrif sem Amon Goeth, SS-for-
inginn illi, í afar neikvæðu hlutverki
sem að öllu jöfnu er ekki í náðinni
hjá akademíunni. Óskadrengurinn
hennar í ár er að öllum líkindum
Tommy Lee Jones og hann á ekkert
nema gott skilið fyrir reffilega túlkun
sína á lögregluforingjanum í Flótta-
manninum. Og Jones er virtur og
vinsæll fyrir vestan í dag. Engu að
síður er sú skoðun ríkjandi á þessum
bæ að Pete Postlethwaite standi sig
best í þessum hópi. Það er aðdáunar-
vert að sjá virðinguna og reisnina
sem hann glæðir hlutverk föðurins í
/ nafni föðurins, á hverju sem geng-
ur í lífi þessa lánlausa manns. Þá
er kameljónsins Johns Malkovich enn
ógetið, en þessi hæfíleikaríki leikari
sýndi á sér margar hliðar í myndinni
I skotlínunni, með góð gervi sér til
fulltingis. En myndin sú var frum-
sýnd i sumar og því farið að fenna
yfir afrek Malkovich. Hann á þó engu
að síður sína möguleika, en það verð-
ur tæpast sagt um Leonardo
DiCaprio sem hlaut þó mjög góða
dóma fyrir þátt sinn í Hvað nagar
Gilbert Grape?.
1. Pete Postlethwaite
2. Tommy Lee Jones
3. Ralph Fiennes
Bcsti kvcnlcikari í aukahlutvcrki
Hollt er að hafa í huga hvernig
úrslitin fóru í þessum flokki í fyrra
(og það á svo sannarlega við um alla
flokkana ef útí þá sálma er farið).
Þá skaut ung og óþekkt gamanleik-
kona, Marisa Tomei, hinum virtu og
góðkunnu Susan Sarandon, Judy
Davis, Joan Plowright og Vanessu
Redgrave, ref fyrir rass og gekk af
hólmi með sigurinn. Rosie Perez er
á svipuðum slóðum og Tsomei í fyrra.
BESTI LEIKSTJORIARSINS
Robert Jone
Altmon Compion
Short Cuts Pianóið
James
Ivory
Dreggjar
dagsins
Jim
Sheridon
/ nafni
föðurins
Steven
Spielberg
Listi
Schindlers
tilnefninéar 1994
BESTA MYND ARSINS
Dreggjar dagsins (The Remains of the Day)
FlóHamaðurinn (The Fugitive)
í nafni föóurins (In iheName of theFather)
Listi Sdiindlers (Schindlers list)
Píanóió (The Piano)
BESTIKVENLEIKARI í ADALHLUTVERKI
Angela
Bossett
Tina
Stockard
Channing
Six Degrees
of Seperation
Holly
Hunter
Pianóiö
Emma
Thompson
Dreggjar
dagsins
Debra
Winger
Shadow-
lands
BESTIKVENLEIKARIIAUKAHLUTVERKI
Holly Hunter - Fyrirtœkið
Anna Paquin - Píanóið
Rosie Perex - Óttalaus '
Winona Ryder - Öld saklevsisins
Emma Thompson - / nafnifööurins
BESTA FRUMSAMDA HANDRITIÐ
Jane Campion - Pianóið
Nora Ephron, David S. Ward, Jeffarch - Svefnlaus
í Seattle
Jeff Moguire - Ískotlínunni
Ron Nyswaner - Philadelphia
Gary Ross - Dave
BESTA HANDRITIÐ
BYGGTÁÁÐUR BIRTUEFNI
Jay Cocks, Martin Scorsese - Öld sakleysisins
Terry George, Jim Sheridan - ínafni foðitrins
Ruth Prower Jhabvala - Dreggjar dagsins
Willian Nicholson - Shadowlands
Listi Schindlers - Steven Zai/lian
BESTIKLIPPARINN
Dennis Virkler, David Finfer, Dean Goodhill, Don
Brochu, Richard Nord, Dov Hoenig - Flóttamaður-
inn
Anne V. Coates - í eldlinunni
Gerry Hambling - / nafnifoðurins
Veroniko Jenet - Pianóið
Michael Kahn - Listi Schindlers
BESTILISTRÆNI STJORNANDINN
Ken Adams, Marvin March - Addamsfjölskyldu-
gildin
Luciona Arright, lan WhiHaker - Dreggjar dagsins
Allan Starski, Ewa Braun - Listi Schindlers
Ben Van Os, Jan Roeles - Orlando
Danta FerreHi, Robert J. Franco - Öld sakleysisins
BESTA ERLENDA MYND ARSINS
Belle epoque Spánn
Brúðkaupsveislan Taiwan.
Far vel frillan mín HongKong
Hedd wyn. Bretland
llmurinn af grænum papæja Vietnam
BESTI KARLLEIKARI í AÐALHLUTVERKI
Daniel
Day-Lewis
/ nafni
föðurins
Laurence
Fishburne
Tina
Tom
Hanks
Phila-
delphia
Anthony
Hopkins
Dreggjar
dagsins
Liam
Neeson
Listi
Schindlers
BESTI KARLLEIKARIIAUKAHLUTVERKI
Leonardo Dicaprio - Hvað angrar Gilbert Grape
Ralph Fiennes - Listi Schindlers
Tommy Lee Jones - Flóttamaðurinn
John Malkovich - feldlinunni
Pete Postlethwaite - fnafni föðurins
BESTA FRUMSAMDA TÓNLISTIN
Elmer Bernstein - Öld sakleysisins
Dave Grusin - Fyrirtœkið
James Newton Howard - Flóttamaðurinn
Richord Robbins - Dreggjar dagsins
John Williams - Listi Schindlers
BESTI KVIKMYNDATÖKUSTJÓRINN
Gu Chongwei - Far velfrillan min
Michael Chapman - Flóttamaðurinn
Stuart Dryburgh - Pianóið
Conrad L. Hall - Leitin að Bobby Fischer
Janusz Kaminski - Listi Schindlers
BESTA BÚNINGAHÖNNUNIN
Jenny Beaven, John Bright - Dreggjar dagsins
Anna Biedrzycka-Sheppard - Listi Scltindlers
Sandy Powell - Orlando
Jonet PaHerson - Pianóið
Gabriella Pescucci - Öld sakleysisins
TILNEFNINGAR Á MYND
Listi Schindlers 12
Dreggjar dagsins 8
Pianóið 8
FlóHamaðurinn 7
Í nafni föðurins 7
Philodelphio 5
Öld sakleysisins 5
A ystu nöf, Clrff hanger 3
í skotlínunni 3
Júragarðurinn, Jurassic Pnrk 3
Far vel frillan mín 2
Orlando 2
ÓHalaus 2
Shadowlands 2
Six Degrees of Seperation 2
Svefnlaus í SeaHle 2
Tina 2
Hún hlaut mikið lof fyrir leik sinn í
Óttalaus, sem er ein örfárra til-
nefndra mynda sem ekki er komin
til landsins. Hún er því óséð og
ungfrú Perez, sem stóð sig með prýði
í Hvítir geta ekki troðið, til alls vís.
Tilnefning Emmu Thompson kemur
á óvart. Hún er vissulega vammlaus
sem veijandinn í í nafni föðurins en
>að er ekki kröfuhart hlutverk. Sama
máli gegnir um hina níu ára gömlu
Önnu Paquin í Píanóinu og Holly
Hunter í Fyrirtækinu. Svo böndin
berast að Winonu Ryder, sem er fín-
leg og brothætt í Öld sakleysisins.
Ryder er, ásamt Juliettu Lewis og "
örfáum öðrum, í hópi langbestu leik-
kvenna Hollywood af ungu kynslóð-
inni.
1. Winona Ryder
2. Enitna Thompson
Bcsta frumsamda handritið
Ekki lagast það. Öll eru þessi
hartdrit ágæt útaf fyrir sig en ekkert
)eirra framúrskarandi. Með því að
beita útilokunaraðferðinni ætla ég
að strika strax út Dave, Philadelphiu
og í skotlínunni. Halla mér þess í
stað að Píanóinu og Svefnlaus í Se-
attle og spái Píanóinu naumum sigri.
1. Jane Campion/Píanóið
2. Nora Ephron/Svefnlaus í Seattle
Bcsta handritið byggt á áður birtu clni
Hér kljást fjórir, snjallir handrits-
höfundar um sigurinn. Þau Jim
Sheridan, Steven Zaillian og Ruth
Prawer Jhabvala fyrir / nafni föð-
urins, Lista Schindlers og Dreggjar
dagsins. Og þá er ógetið þeirra Mart-
ins Scorseses og Jay Cocks sem gera
afar góða hluti í kvikmyndagerð
skáldsögu Edith Wharton, Öld sak-
leysisins.
Ef ég hitti naglann á höfuðið ætti
akademían að senda mér svosem eins
og einn Óskar, takk fyrir. Hér getur
verðlaunasópskenningin spilaða inní,
en ég tek allshugar ofan fyrir frú
Jhabvala. Þó hún hafi handijatlað
verðlaunin síðast í fyrra og sé hér
eina ferðina enn að kafa í bók-
menntaverk, þá gerir hún það af
slíkri snilld og smekkvísi að ég set
Zaillian í annað sætið. Scorsese og
Cock ekki langt undan. Skil William
Nicholson (Shadowlands) eftir úti í
kuldanum.
1. Ruth Prawer Jhabvala/Dreggjar
dagsins
2. Steven Zaillian/Listi Schindlers
3. Martin Scorsese ogJay Cocks/ÖId
sakleysisins
4. Jim Sheridan og Terry George/I
nafni föðurins
Bcsti kvikmvndatökustjórinn
Hér fer einvalalið, sem annars
staðar. Fyrst skal frægan telja Mich-
ael Chapman, sem vísast verður get-
ið sem „íslandsvinar" um ókomna
framtíð — ef Saga Kjartans verður
að veruleika! Chapman hefur verið,
ásamt keppinaut sínum í ár, Corad
L. Hall, í fylkingarbijósti tökusnill-
inga vestan hafs um langt skeið.
Janusz Kaminski er hins vegar lítt
þekktur líkt og Stuart Dryburgh.
Hin undurfagra taka og lýsing Gu
Changwei í Far vel frillan mín, á litla
möguleika í orrustunni við hákarl-
ana. Hér er mjótt á mununum sem
annars staðar en það má mikið vera
ef Kaminski hinn pólski hrósar ekki
sigri. Kvikmyndatöku Conrads Hall
er viðbrugðið, hinir afturámóti færri
sem þekkja til myndarinnar Leitin
að Bobby Fischer, sem kolféll og dó
drottni sínum á örfáum vikum. Slíkar
myndir hafa aldrei þótt vænlegar til
vinnings.
1. Janusz Kaminski/Listi Schindlers
2. Michael Chapman/Flóttamað-
urinn
3. Conrad L. Hall/Leitin að Bobby
Fischer
Þá eru allir helstu flokkamir upp-
taldir en ekki kæmi á óvart þó Listi
Schindlers hirði að auki Óskarsverð-
launin fyrir bestu búningana, listræna
stjómun og tónlistina. Verðlaun fyrir
besta lagið fellur { hlut Philadelphiu
en Mrs. Doubtfire fyrir förðun, Á
ystu nöf, fyrir sjónrænar brellur
(a.m.k. ærði hún eftirminnilega upp
lofthræðslu undirritaðs). Og þá er að
þrauka framá þriðjudaginn.