Morgunblaðið - 20.03.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
B 27
Nokkrir farþeganna um borð í Gullfossi við brottför frá íslandi.
SÍMTALID...
ER VIÐ HILDIGUNNIÓLAFSDÓTTUR AFBROTAFRÆÐING
Hvað erARA?
601713
Hildigunnur.
— Góðan dag. Ég heiti Páll Þór-
hallsson blaðamaður á Morgun-
blaðinu. Hvað er ÁRA?
Það er skammstöfun fyrir
Áhugahóp um refsistefnur og af-
brotafræði. Hópurinn var stofnaður
2. desember síðastliðinn og er
markmiðið að auka áhuga á og
koma af stað meiri umræðu um
refsipólitík, viðurlagaúrræði og af-
brotafræði. Þetta er faghópur sem
er öllum opinn og á að vera vett-
vangur fyrir að ræða þessi efni. I
framkvæmdanefnd eru auk mín
Hansína B. Einarsdóttir, sem einn-
ig er afbrotafræðingur, og Ragn-
heiður Bragadóttir lögfræðingur
og lektor.
— Hvað hefur hópurinn gert til
þessa?
Við höfum haldið tvo fundi. Á
þeim fyrri flutti Jón Friðrik Sig-
urðsson, sálfræðingur hjá Fang-
elsismálastofnun, fyrirlestur sem
hét: „Hvers vegna játar fólk afbrot
við yfirheyrslur hjá lögreglu?“ Kom
fram hjá honum að það er algeng-
ara að grunaðir játi hér en í Eng-
iandi til dæmis. Ein helsta ástæðan
er sú að sakborningur telur að lög-
reglan hafi það mikið af sönnunar-
gögnum að það sé tilgangslaust
annað en að játa. Þetta skýrist af
því að við búum í litlu og fámennu
þjóðfélagi hér
þannig að lögreglu-
vinna er væntan-
lega auðveldari.
Svo vorum við með
ráðstefnu í vikunni
um hræðslu við af-
brot, brotaþola og
forvarnir.
— Ber stofnun
þessa hóps vott um
að mönnum finnist
umræða um þessi
efni hafa verið of
litil?
Hún ber kannski
helst vott um að áherslan í umræð-
unni sé ekki eins æskileg og hún
gæti verið. Hér eins og kannski
víðar vill fólk yfirleitt þyngja refs-
ingar þegar það er spurt að óathug-
uðu máli. En þegar farið er að
fylgja því betur eftir áttar fólk sig
oft á því að það vinnst ekkert með
því að herða refsingar annað en
það að hefndinni er fullnægt. Að
minnsta kosti eru engar rannsókn-
ir til sem mæla með hertum refsing-
um. Einnig hafa íslendingar verið
seinir að taka upp nýjar refsileiðir.
Samfélagsþjónusta er til dæmis alls
staðar orðin töluvert umfangsmikil
en hefur ekki enn verið innleidd hér
á landi. Svokölluð ágreiningsráð
hafa einnig víða borið árangur. Þau
eru vettvangur fyrir brotamann og
brotaþola að sættast. Brotaþolinn
fær þá eitthvað út úr afgreiðslunni.
— Henta slíkar sáttanefndir fyrir
öll afbrot?
Það virðist vera mjög breytilegt
eftir löndum hvaða mál eru valin
til þess að fara fyrir slík ráð. Minni-
háttar líkamsmeiðingar henta
ágætlega, en líklega væri erfitt að
koma því við þegar um efnahags-
brot er að ræða, eins og þegar fyrir-
tæki eða stofnun er völd að brotinu
eða brotaþolinn er samfélagið í
heild.
— Hvað með nauðgunarmál?
Þau gætu alveg
komið til greina
ekki síst vegna þess
að í litlu samfélagi
eins og á íslandi
eru ætíð líkur á að
fómarlamb hitti af-
brotamanninn aft-
ur. Það getur verið
sársaukafullt og þá
gæti verið ákjósan-
legt að þau hefðu
gert upp sakimar
með öðmm hætti
en nú er.
FRÉTTA-
LJÓS ÚR
FORTÍÐ
r
Island danskt
jarlsdæmi
Dr. Knud Berlin,
sérfræðingur Dana í íslenskum
stjórnmálum uppúr síðustu
aldamótum, ritaði árið 1910
grein í eitt af dönsku
tímaritunum sem hann nefndi:
Framtíðarstaða vor gagnvart
íslandi, og leggur þar til að
ísland verði gert að dönsku
jarlsdæmi. ísafold birti
laugardaginn 2. apríl 1910
útdrátt úr þessari grein „Með
því að dr. Berlin, í Dana hóp,
mun talinn spámaður mikill í
þessum greinum", eins og segir
í formála að grein dr. Berlin í
ísafold.
Igrein sinni getur dr. Berlin þess
að íslendingar hafi sett sér
hátt mark: fullvalda konungsríki,
en heldur því fram að í raun réttri
muni kjör Islands, undir jarli, gerð-
um út af dönsku krúnunni, bæði
frjálslegri og öruggari en þau, er
í vændum væru, ef ísland gerðist
sérstakt konungsríki eða lýðveldi -
Hinn 11. júlí tók til starfa „Gasstöð Reykjavíkur". Gasstöðin stend-
ur við Rauðarárlæk. — Carl Francke frá Bremen hefur samkv. samn-
ingi við bæjarstjórn Reykjavíkur byggt gasstöðina og komið gasæð-
unum fyrir í götum bæjarins.
á kafi í flokkadráttum.
ísafold getur þess jafnframt að
dr. Berlin ætlist auðvitað til að
jarlinn verði Dani og stöðu íslands,
sem „hluta Danaveldis", verði ekki
rift að neinu leyti. Dr. Berlin bend-
ir á í grein sinni, að jarlsstjórn eða
landstjórafyrirkomulag sé gömul
Bæjarsamfélag er að vaxa upp. Krakkar á Vesturgötunni í Reykja-
vík (Útg. Thomsens Magasin).
myndinni 1907 af því að hann hafi
þá búist við, að íslendingar myndu
láta sér lynda status quo með smá-
vegis formbreytingum. En eins og
sakir standi nú, álíti hann að
ástæða sé til að koma hreyfíngu á
jarlsfyrirkomulag, ef íslendingar
óski j)ess.
í Isafold 7. maí 1910 segir frá
því að félagið Landvörn hafi á fundi
skömmu áður rætt um stjórnarfyr-
irkomulag hér á landi með land-
stjórn eða jarli. Jón Þorkelsson dr.
phil. og Þorsteinn Erlingson skáld
tóku þar til máls og leiddu báðir
mörg rök að því að slíkt stjórnar-
fyrirkomulag með dönskum jarli,
sem ekki bæri ábyrgð fyrir neinu
valdi innanlands, heldur fyrir kon-
ungi einum, og sérstaklega mundi
ætlað að reka hér erindi Dana og
gæta hagsmuna þeirra á landi hér,
„væri, eftir því sem nú væri komið
stjórnarfari voru, afar viðsjárvert
á marga vegu“. Loks var þess get-
ið, að jarlsfyrirkomulaginu hefði
enginn á fundinum lagt liðsyrði.
_J----------------------------------
íslensk hugmynd, runnin frá sjálf-
um Jóni Sigurðssyni og margsam-
þykkt af alþingi í frumvarpsformi,
og fer allhörðum orðum um nær-
sýni Dana, er þeir neituðu sam-
þykkt þess. Dr. Berlin klykkir út
með því að lýsa því yfir, að hann
hafi sjálfur ritað á móti jarlshug-
Golfvörur til
fermingargjafa
Góð unglingasett:
(1 tré, 3 jám, pútter og poki) £;
Howson kr. 10.900
Tom Walker kr. 13.900
Góð byrjendasett:
(2 tré, 5 járn, pútter og poki)
Verðfrákr. 16.300
Góð merki og mikið úrval.
Sendum í póstkröfu um
land allt
Póstverslun fyrir golf
Sími/fax. 98-33363
í Kaupmannahöfn
F/EST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI