Morgunblaðið - 25.03.1994, Qupperneq 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994
VALHÚS
FASTEIGNASALA
REYKJAVÍKURVEGI 62
S:65TI22
Sjá einnig auglýsingu okkar
í nýja fasteignablaðinu
Einbýli - raðhús
IMORÐURBRAUT - EINB.
Vorum að fá nýbyggt einb. á tveimur hæð-
um. Húsið er ekki fullfrág. Góð áhv. lán.
HÁIHVAMMUR
EINB./TVÍB.
Vorum að fá í einkasölu mjög vandað og
vel staðsett hús á tveimur hæðum. Á neðri
hæð er 2ja herb. íb. ásamt bílsk. Á efri hæð
eru 4 herb., stofur, borðst., eldhús o.fl.
Nánari uppl. á skrifst.
FURUBERG - EINB.
6-7 herb. 222 fm einb. á einni hæð, þmt.
bílskúr. Fullbúin eign. Góð staðsetn.
UÓSABERG - LAUST
Vorum að fá parh. á tveimur hæðum ásamt
ínnb. bflsk. nú innr. íb. og bflsk. á götuhæð
og 2íb. m. sérinng. á jarðh. Byggsj. 4,8 millj.
SYNISHORN VR SOLVSKRÁ. Við auglýsum aðeins litinn hluta þeirra eigna sema söluskra okkar eru.
Komið og takið söluskrá a skrifstofu eða við sendum söluskra 1 posti eða a faxi.
Skiptimöguleikar í boði á öllum stœrðum eigna.
AUSTURGATA - EINB.
Vorum að fá snoturt eldra einb. ásamt bílsk.
á góðum stað í miðb.
HRAUNTUNGA - EINB.
6 herb. einb. á einni hæð ásamt bílsk. Skipti
æskil. á 4ra herb. íb.
KLAUSTURHVAMMUR
M/SÉRÍB. Á JARÐH.
Gott endaraðh. á þremur hæðum. Skipti
mögul. á ódýrari eign.
REYKJAVÍKURV. - EINB.
Mikið endurn. 115 fm einb., kj., hæð og ris.
SUÐURGATA - EINB.
Nýl. 112 fm einb. á tveimur hæðum. Góð
staðs.
4ra-6 herb.
BREIÐVANGUR - SÉRH.
Vorum að fá í einkasölu 4ra-5 herb. 125 fm
neðri hæð í tvíb. ásamt bflsk. Gullfalleg eign
á góðum stað.
LAUFVANGUR - 4RA-5
Góð 4ra-5 herb. 110 fm íb. Góðar innr. Flís-
ar og parket. Áhv. byggsj.
LINDARHVAMMUR
- M. BfLSK.
4ra herb. miðhæð i þríb. Bilsk. Vel
staðsett elgn vlð lokaða götu. Skíptl
mögul. á ódýrarí íbúð. Verð 7,9 millj.
HJALLABRAUT - SKIPTI
5 herb. íb. á efstu hæð í góðu fjölb. Skipti
æskil. á 3ja herb. íb.
FLÚÐASE GULLFAl zL - 4RA - .LEG ÍBÚÐ
Mjög góð og 4ra herb. á þi nikíð endurn. 114,5fm fðju lisfcð. Nýmél., nýtt
Húslð er nýk kj. Stórt stæði ætt utan. Aukaherb. í ibflsk.Verð8,4 millj.
LAUFVANGUR - 4RA-5 H.
Eigum mjög góöar 4ra-5 herb. íb. á 2. og
3. hæð.
BREIÐVANGUR
SÉRH.
Vorum að fá góða neðri sérh. í tvib.
Góð óhv. lán. Skípti æskll. á 4ra herb.
í norðurbæ.
BREIÐVANGUR 4RA-5
VESTAN GÖTU
Gullfalleg 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð í vinsælu
fjölb. Góð áhv. lán.
3ja herb.
KALDAKINN - HF. - LAUS
Vorum að fá mjög góða 3ja herb. íb. á jarðh.
Áhv. góð lán. Verð 6,4 millj.
FANNBORG - KÓP.
3ja herb. 83 fm íb. á 1. hæð. Sérinng. Góð-
ur staður í húsinu. Laus fljótl.
HJALLABRAUT - 3JA
3ja-4ra herb. íb. á 1. hæð. Húsið er nýkl.
að utan á varanl. hátt. Gott innra skipul.
Nýslípað parket. Yfirb. svalir. Eignin er laus
nú þegar.
LAUFVANGUR - 3JA
Góð 3ja herb. ib. á 2. hæð í góðu
fjölb á vínsælum stað Skiptí mögul
á ód. eign eða taka bil uppi.
ÖLDUSLÓÐ - 3JA HB.
Vorum'að fá 3ja herb. ósamþ. íb. á jarðh.
Gott verð.
MIÐVANGUR - LAUS
3ja herb- endaíb, á 7. hæð í lyftuh.
Verð 6,1 millj.
HRAUNKAMBUR
Góð 3ja herb. íb. á jarðh. í tvíb. Sérinng.
Áhv. byggsj. 3,4 millj. Verð 6,3 millj.
HRINGBRAUT - HF.
Góð 3ja herb. íb. á neðri hæð í tvíb. Mikið
endurn. eign.
LANGAFIT - GBÆ
Góð 3ja herb. 72 fm íb. á jarðh. í tvíb. ásamt
bílskplötu. Verð 5,6 millj.
SLÉTTAHRAUN - SKIPTI
3ja herb. 93 fm íb. á 3. hæð. Æskileg skipti
á 2ja herb. íb. við Álfaskeið eða nágr.
2ja herb.
STAÐARHVAMMUR - 2JA-
3JA
Glæsil. íb. á 2. hæð ásamt rúmg. bílsk. í
þessu vinsæla húsi. Góð lán. Laus fljótl.
NORÐURBRAUT - 2JA
Mjög rúmgóð 2ja herb. risíb. Nýtt parket.
Nýtt gler. Ahv. húsnmálaián. Verð 4,5 millj.
FLÉTTURIMI - 2JA
Vorum að fá 2ja herb. 78 fm íb. á 2. hæð.
Fullb. eign í nýju fjölb.
BÆJARHOLT
Ný og fullb. 2ja herb. 66 fm íb. á 1. hæð.
Afh. fullb. í mai nk.
MIÐVANGUR - M/LYFTU
Vorum að fá fallega 2ja herb. íb. á 5. hæð
í lyftuh. Gott útsýni. Suöursv.
ENGIHJALLI - 2JA HERB.
Góð 54 fm íb. á jarðh. í litlu fjölb. Áhy. 3,1
millj. hagst. lán. Verð 4,8 millj. Ákv. sala.
MIÐVANGUR - 2JA
Vorum að fá góða 2ja herb. ib. á 3. hæð í
lyftuh. Svalainng. Suðursv. Húsvörður. Verð
5,4 millj.
I byggingu
FURUHLÍÐ - RAÐH
Eigum til afh. nú þegar raðhús á einni hæð
ásamt bílskúr á fokheldisstigi. Teikn. á
skrifst.
FURUHLÍÐ - RAÐH.
Vönduð raöh. á 2 hæðum, nýkomin í sölu.
Áhugaverð og falleg hús. Teikn. á skrifst.
Gjörið svo vel að líta inn!
jm Sveinn Sigurjónsson sölustj.
é/F" Valgeir Kristinsson hrl.
Smiðjan
Hvar stóó hús?
EHTT HÚS rifið eða fjarlægt á annan hátt. Skiptir það máli? Tíminn
líður hratt og börnin okkar spyrja sennilega ekki „Hvar var
Hallærisplanið?“. Það hefur ekkert gildi. Hví skyldu þau spyrja
um það? Voru þau e.t.v. að lesa gamalt Ijóð um Reykjavík, kannske
sögu frá Reykjavík? Ein spurning kann að leiða af annarri. Hvar
stóð Hótel ísland? Hvar stóð söluturn Skalla, á hvaða svæði? Var
þar eitthvert „plan“?
að var í febrúarmánuði 19^92.
Ég átti leið yfir bílastæðih á
gömlu Hótel íslands lóðinni, þurfti
að taka fáeinar myndir af húsum
til þess að nota í smiðjugreinar
Morgunblaðsins.
Nú skoða ég
myndimar tveim-
ur ámm síðar og
sjá, breyting hef-
ur orðið. Austur-
strætið nær ekki
lengur alla
leið...!
Tómas Guð-
mundsson orti fallega um Austur-
stræti:
„Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn.
Af bemskuglöðum hlátri strætið ómar,
þvi vorið kemur sunnan yfir sæinn.
Sjá, sóiskinið á gangstéttunum ljómar.
Og daprar sálir söngvar vorsins yngja.
Og svo er mikill ljóssins undrakraftur
að jafnvel gamlir símastaurar syngja
í sólskininu og verða grænir aftur.
Og þúsund hjörtu grípur gömul kæti.
Og gömul hjörtu þrá á ný og sakna.
Ó, bemsku vorrar athvarf, Austurstræti
hve endurminningamar hjá þér vakna.
Rúm smiðjugreinar leyfir mér
ekki að rekja allt þetta kvæði.
Gott væri ef það mætti birtast í
blaðinu á rýmri stað. Það speglar
mannlífíð í „miðbæ“ Reykjavíkur
frá árunum 1930 og frameftir öld-
inni, eins og það kom hollum
mannvini fyrir sjónir. Tómas yrkir
um æsku þess tíma. Fólkið sem
nú er sem óðast að hverfa.
Þú ert enn á æskuskeiði
Eitt erindið hefst á þessa leið:
„Strætið mitt! Þú ert enn á
æskuskeiði.“ Það eru sönn orð því
að þegar þetta var kveðið, var
Austurstræti á bernskuskeiði. Nú,
árið 1994 mætti í raun og veru
líkja því við nýfermdan ungling,
ungling sem er óöruggur, veit
ekki hvernig á að bera hendumar,
eða fæturna af því að útlimir eru
svo langir. Það er einhverskonar
ofvöxtur í þessari byggð.
Hið fagra samræmi
bernskunnar er löngu horfíð.
Austurstrætið þarf að fá að vaxa
betur. Menn hafa rætt nokkuð um
„Gamla miðbæinn“ og hafa jafnvel
sagt hann vera dauðan bæ . Fólk
kemur ekki niður í Austurstræti á
kvöldin eins og áður. Ég hefi gefíð
þessu gaum í vetur og fannst mér
athyglisvert að fylgjast með
umferð gangandi fólks á
jólaföstunni. Ekki vantaði lífíð á
Laugaveginum á kvöldin. Þar var
mikill straumur fólks, bæði niður
Laugaveginn og uppeftir. Auðséð
var að fólk verslaði töluvert í
mörgum verslunum. Þá var einnig
áberandi hve margt fólk var þar
á ferli, sennilega til þess að skoða
í verslanagluggana og til þess að
leita að fallegum vörum. Þessi
mikla umferð gangandi
vegfarenda náði eftir endilöngum
Laugaveginum og niður að
Ingólfsstræti. Við þau gatnamót
fækkaði gangandi vegfarendum,
umferðin náði þó nokkuð niður
eftir Bankastrætinu en í
Austurstrætinu var fátt fólk á
ferli. Mér sýnist að þarna þurfi
að gera Austurstræti og
Laugaveginn aftur sem samfeldar
verslanagötur. Fjölga þarf
verslunum til mikilla muna. Þar
þurfa að vera fallegar verslanir
sem laða fólk að. Verslanir með
fallegum og listrænum
útstillingum, bæði í gluggum og
innanhúss. Þar þurfa að koma
verslanir á mörgum hæðum. Mætti
t.d. taka til fyrirmyndar verslanir
í Kaupmannahöfn sem eru á
mörgum hæðum.
Ég tel að í bili a.m.k. séu of
margir veitingastaðir í „Gamla
miðbænum". Fólk þarf að eiga
þangað annað erindi á kvöldin en
að borða. Það þarf að geta notið
þess að ganga þar um stéttir til
þess að skoða fallega muni og til
þess að leiðast hönd í hönd og
láta sig dreyma.
Tíminn og sagan
Tíminn hraðar sér hjá, áður en
við er litið hefur hús eða gata, eða
hvað annað sem tilheyrði lífí okkar
í gær, horfið og heyrir nú sögunni
til. Þannig hafa þau smátt og
eftir Bjatna
Ólaisson
Glæsilegar verslanir, á tveimur
eða fleiri hæðum, mundu laða
fólk til að ganga eftir
Austurstræti.
Frá „Hótel íslands" lóðinni í febrúar 1992. Hús Bifreiðastöðvar
Steindórs til vinstri og lengst til hægri söluturn Skalla.
Margir áttu erindi á torgið. Nú hefur úr- og silfursmiðurinn ákveðið
að flytja verslun sína, sökum þess hve fáir eiga leið hér um.
smátt horfíð sum litlu og vinalegu
húsin er stóðu við gangstéttir
Austurstrætis þegar Tómas orti
kvæðið um æskuna og Austur-
stræti. Hið sama er að segja um
hús sem sjást á meðfylgjandi
myndum. Ekki eru þó liðin nema
rétt tvö ár síðan þessar myndir
voru teknar. Bifreiðastöð Stein-
dórs Einarssonar var eitt sinn stór-
veldi í samgöngumálum landsins.
Hún stóð á horni Hafnarstrætis
og Aðalstrætis en hús nr. 1 við
Austurstræti sneri vesturhlið að
Aðalstræti, einnar hæðar verslun-
ar hús, sést ekki. Sum húsin muna
margir ennþá.
Umhverfí okkar lýtur því lög-
máli að breytast. Austurstrætið
hefur verið stytt í annan endann.
Nú hefur verið unnið að gerð Ing-
ólfstorgs. Ætlunin trúi ég að hafi
verið að laða fólk niður í gamla
miðbæinn. Ég er smeykur um að
það beri ekki þann árangur. Við
skulum gera okkur grein fyrir
hvað muni laða fólk að. Tómas
Guðmundsson kvað ljóð sín um
mannlífið. Um stúlkumar í bænum
og piltana sem buðu þeim í bíó.
Um fólkið sem gekk um Austur-
stræti.
Ég held satt að segja að gamli
miðbærinn þurfí aftur að fá hlý-
legra yfirbragð. Svipmót sem bros-
ir mót fólki og býður alla vel-
komna í bæinn. Það var svo í
gamla daga að fáir áttu bíla. Þá
gekk unga fólkið „rúntinn“ á
kvöldin. Ungu stúlkurnar leiddust
þrjár,. fjórar, jafnvel fimm í breið-
fylkingu. Piltarnir voru venjulega
færri saman, tveir til þrír. Á fögr-
um vor- og sumarkvöldum safnað-
ist ungt fólk þarna og var genginn
hringur eftir hring. Lækjargötu,
Skólabrú, Kirkjustræti, Aðalstræti
og Austurstræti.
Skipulag fyrir fólk í stað bíla
Gönguleið umhverfis Tjörnina
hefur verið löguð mikið og er nú
aðlaðandi og falleg. Sama gegnir
um Austurvöll. Grasflatir, blóm
og trjágróður laðar fólk að allan
daginn, þegar þurrt er veður. Ég
legg til að reynt verði aftur að
glæða Lækjartorg, Austurstræti
og Ingólfstorg lífi og hlýlegu útliti
með viðeigandi gróðurvinjum.
Steinlögð torg og götur eru ekki
hið eina sem gefa fagurt útlit.
Gerum svæðið vinalegt og
aðlaðandi. Það er góð gönguleið á
milli Ingólfstorgs og Hlemms. Við
þá leið má bæta göngu umhverfís
Austurvöll, Ijörnina og um
Hljómskálagarðinn. Ég nefndi hér
að framan að fleiri verslanir þurfi
að koma í miðbæinn og þær þurfa
að vera fallegar og bjóða fallegar
vörutegundir. Margir kjósa fremur
að fara í Kringluna eða í
stórmarkaði. En þeir sem kjósa
að ganga um götur og skoða í
verslanaglugga, þurfa að fá að
ganga fallega og aðlaðandi
verslunargötu, niður allan
Laugaveg og Austurstræti. Ég tel
stefnu kaupmannasamtaka ranga
ef þeir vilja endilega að
viðskiptavinirnir komi akandi að
dyrum verslana þeirra. Áhugi
fólks á útivist og göngum hefur
vaxið mikið á síðustu árum.
Umhverfið þarf að vera aðlaðandi
og gott væri ef fleiri verslanir
hefðu skyggni yfir gluggunum.
Þá gætu gangandi vegfarendur
staidrað við glugga þeirra þótt
rigni.