Morgunblaðið - 27.03.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.03.1994, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 Borís Jeltsínoceros Heimur stjórn- máladýranna TÍMARITIÐ Colors, sera gefið er út af Benetton-fyrirtækinu ítalska, hefur oft valdið hneykslan. Er þess skemmst að minnast að í fyrra var Elísabet Breta- drottning með aðstoð tölvutækni gerð að svertingja og söngvarinn Mich- ael Jackson var gerður hvítur. I nýjasta hefti Col- ors er tölvutækn- in notuð til að breyta ýmsum þekktum þjóðar- leiðtogum í dýra- líki. Þannig eru þau Margaret Thatcher og Ron- ald Reagan gerð að risaeðlunum Thatchersaurus og Ron- ald Reagansaurus. Borís Jeltsín er breytt í nashyrninginn Borís Jeltsínoceros og Bill Clinton Bandaríkjaforseta í flóðhest- inn Bill Clintopopamus. Algeng veikindi frískra Þjóðverja ÞÝSKA dagblaðið Bild greindi frá því á föstudag að blaðamanni þess hefði tekist að fá fimm lækna til að skrifa upp á samtals 41 veikindadag, þrátt fyrir að hann hafi tjáð þeim að ekkert amaði að honum. Að sögn blaðamannsins sáu læknarnir ekkert athugavert við það að skrifa veikindavottorð handa honum þrátt fyrir að hann lýsti því yfir að hann vildi bara fá smá frí úr vinnunni. Þökk- uðu meira að segja sumir læknarnir honum fyrir að vera svona hreinskilinn og vonuðust til að hann hefði það gott í fríinu. Þýskir atvinnurekendur hafa árum saman kvartað yfir fjölda veikinda- daga starfsmanna sinna. Mest eru veik- indin á föstudögum og mánudögum. Telja sérfræðingar að allt að 900 þúsund fullfrískir Þjóðverjar taki sér veikindafrí á hveijum degi. Spillir aukið hreinlæti heilsu? BRESKIR vísindamenn segja hugsanlegt að aukið hreinlæti á Vesturlöndum á undanförnum áratugum sé skýringin á aukinni útbreiðslu ákveðinna sjúkdóma, s.s. Chrohn’s-veiki og þarmabólgum. Byggja þeir á niðurstöðum könnunar, sem unnin var við Salisbury-spítalann í suðurhluta Englands og greina frá nið- urstöðum sínum í nýjasta hefti læknarits- ins Lancet. Segja þeir litla skammta af bakteríum og veirum hafa svipuð áhrif á fólk og mótefnasprautur er setji ónæmiskerfi likamans í gang. Almennur þrifnaður og hreinlæti á heimilum hafi aftur á móti stóraukist á síðustu fimmtíu árum og þar með dregið úr snertingu manna við bakteríur. 72. tbl. 82. árg. SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS Óvissa um úrslit eftir ó- vægua kosningabaráttu Róm. Reuter. ÍTALSKIR kjósendur fengu sólarhrings hvíld frá kosningabaráttunni í gær til að gera endanlega upp hug sinn fyrir þingkosningarnar, sem fram fara í dag, sunnu- dag og á mánudag. Er kosningaáróður bannaður daginn fyrir kjördag á Italíu, en kosningabaráttan er talin hafa verið sú óvægnasta í marga áratugi. Þetta eru fyrstu kosningarnar, sem haldnar eru samkvæmt nýrri kosningalöggjöf, og að mati flestra þær mikilvægustu, sem haldnar hafa verið í landinu í 45 ár. Fjölmörg spillingarmál á undanförnum árum og uppljóstranir um tengsl stjórnmálamanna við inafíuna hafa gert það að verkum að nær allir þeir flokkar og sljórnmálamenn, sem áber- andi hafa verið á síðustu árum, eru nú horfnir af sjónarsviðinu. Engin reynsla er af nýja kosningakerfinu og því hefur verið mjög erfitt að spá fyrir um úrslit. í stað hlutfallskosningakerfis er nú kosið samkvæmt kerfi sem byggist fyrst og fremst á einmenningskjördæmum. Millj- ónir kjósenda áttu samkvæmt skoðana- könnunum enn eftir að gera upp hug sinn fyrir helgi, en almennt er talið að hægri- bandalag Silvios Berlusconis muni vinna nauman sigur á framboði vinstrimanna, sem Achille Occhetto, fyrrum leiðtogi ítalska kommúnistaflokksins, er í forystu fyrir. Það er þó ekki heldur talið óhugsandi að engin ein fylking nái meirihluta á þingi að loknum kosningum. Ef svo færi óttast menn að næsta ríkisstjórn Ítalíu, sem yrði sú 53. frá því síðari heimsstytjöldinni lauk, verði ekki langlíf. Þeir Berlusconi og Occhetto héldu síð- ustu kosningafundi sína á föstudagskvöld og ávörpuðu kjósendur í sjónvarpi. Auðjöf- urinn Berlusconi, sem hóf afskipti af stjórn- málum fyrir tveimur mánuðum til að koma í veg fyrir að vinstriflokkarnir næðu völdum í landinu, sagði að þetta væru mikilvæg- ustu kosningarnar, sem haldnar hefðu verið frá 1948 er kommúnistar biðu ósigur. „Við ítalir stöndum nú á vegamótum rétt eins og árið 1948. Kjósendur verða að velja á milli frelsis og ánauðar, velmegunar og örbirgðar," sagði Berlusconi í ávarpi á sjón- varpsstöðinni Retequattro, sem er í hans eigu. Occhetto sagði aftur á móti í ávarpi í ríkissjónvarpinu að ítalir óttuðust að missa ýmis grundvallarréttindi sín, réttinn til vinnu, öryggis og samstöðu. í ræðu í borg- inni Flórens hvatti hann einnig erlenda fjár- festa til að styðja ítali ef vinstrimenn ynnu sigur. Sjá einnig bls. 12. Morgunblaðið/RAX HUNDUR VIÐ STÝRIÐ Þingkosningarnar á Ítalíu sagðar þær mikilvægustu frá 1948 > NNGKOSNINGARNAR Á ITALÍU /12 ÞAÐ STEFNŒ 20 í BARDAGA SVAR VIÐ KALLI TÍMANS 18 DAGUR í DRAUMASMIÐJUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.