Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 6
6 FRETTIR/INIULENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 Arni Sigfússon borgarstjóri um Húsatryggingar Reykjavíkur Yerið að meta kosti og galla breytíngar á fyrirkomulaginu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill að fyrirtækið starfi áfram ÁRNI Sigfússon borgarstjóri segir að með tilliti til hagsmuna borg- arbúa sé verið að meta kosti þess og galla að breyta fyrirkomulagi Húsatrygginga Reykjavíkur. Þá segir hann að til athugunar sé að þrengja hlutverk Húsatrygginga til samræmis við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóraefni R-listans, segir að Húsatryggingar Reykjavíkur eigi að starfa áfram. Þeim sem vildu tryggja annars staðar ætti hins vegar að vera það heimilt ef þeir gætu sýnt frain á að eignin væri tryggð hjá öðru tryggingafélagi. Árni Sigfússon sagði í samtali við Morgunblaðið að málefni Húsa- trygginga Reykjavíkur hefðu verið í skoðun undanfarið ár, og væri þá bæði verið að meta kosti þess og galla að gera á fyrirkomulaginu miklar breytingar. „Málið hefur verið í skoðun með tilliti til þess hvað breytingar þýði í kostnaði fyrir íbúana. Það liggja enn ekki fyrir nákvæmar niðurstöð- ur þeirrar skoðunar, og hver endan- leg ákvörðun um framtíð Húsa- trygginga Reykjavíkur verður bíður því þeirra niðurstaðna," sagði Árni. Hann sagði að eins og skipulag Húsatrygginga Reykjavíkur væri nú samræmdist það ekki EES- samningnum, en það kynni hins vegar að gera það ef hlutverk Húsa- trygginga yrði þrengt, og verið væri að skoða hvernig og hvort ástæða væri til að fara í slíkar breytingar. Hægt verði að segja sig undan tryggingu „Mín skoðun er sú að það eigi ekki að leggja niður Húsatrygging- ar Reykjavíkur," sagði Ingibjörg Sólrún. „Á síðasta þingi var geit ráð fyrir að þær yrðu aflagðar eftir tiltekinn tíma og það átti að gerast í samræmi við kröfur EES. Mín skoðun er sú að ekki þurfi að af- leggja Húsatryggingar Reykjavíkur vegna þeirra reglna. Það fékkst reyndar sérstök undanþága fyrir Húsatryggingar Reykjavíkur í samningnum um EES fyrir húsa- tryggingar vegna þess að sambæri- leg tryggingastarfsemi er starfandi. í ýmsum aðildarlöndum ESB. Þann- ig að við erum ekki ein á báti. Þar að auki væri nægjanlegt, ef menn vildu endilega auka þetta svokall- aða frelsi í vátryggingamálum, að breyta Húsatryggingum Reykjavík- ur þannig að einstaklingar, sem vilja tryggja annars staðar, geti sagt sig undan tryggingu hjá Húsa- tryggingum Reykjavíkur," sagði hún. TUkynnt um þrjú innbrot BROTIST var inn í fjölbýl- ishús við Frakkastíg snemma í gærmorgun, laugardag, og var farið inn í 13 geymslur og ýms- um hlutum stolið. Einnig var brotist inn í veit- ingastað á Klapparstíg á laug- ardagsmorguninn og höfðu þjófarnir á brott með sér pen- inga, tóbak og áfengi. Þá barst lögreglunni tilkynning á í gærmorgun um innbrot í íbúðarhús í Mosfellsbæ en þar hafði verið stolið hljómflutn- ingstækjum og geisladiskum. Lögreglunni hafði ekki tekist að hafa upp á þjófunum í gær. Nefnd fjalli um verndun íslenska fjárhundsins Formaður landbúnaðar- nefndar er einn á móti FORMAÐUR landbúnaðarnefndar Alþingis stendur ekki að áliti meirihluta nefndarinnar um að samþykkja eigi tillögu frá Guðna Ágústssyni þingmanni Framsóknarflokks um að skipa nefnd til að fjalla um aðgerðir til að vernda íslenska fjárhundinn. Allir nefndarmenn nema Egill Jónsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, mæla með því að tillagan verði samþykkt, þar á meðal tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks og full- trúi Alþýðuflokksins í nefndinni. í nefndarálitinu er lögð áhersla á að nefndin sem skipuð verði hafi í störfum sínum náið samráð við Búnaðarfélag íslands og Hunda- ræktarfélag íslands. Tveir nefndarmanna skrifa undir álitið með fyrirvara, sem, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, mun einkum snúa að þeirri spurningu hvort verið sé að taka fram fyrir hend- urnar á Búnaðarfélaginu. * Ogrynni af bókum Morgunblaðið/Þorkell Á BÓKAMARKAÐI Félags íslenskra bókaútgefenda er að finna 10 þúsund titla. Á myndinni sjást f.v. Benedikt Kristjánsson, Vilborg Harðardóttir og Jóhann Páll Valdimarsson, formaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda. Lífleg byijun á bókamarkaði BÓKAMARKAÐUR Félags íslenskra bókaútgefenda, seni hafinn er í Mjódd í Reykjavík, byrjaði með talsverðri söluaukningu frá fyrra ári að sögn Benedikts Kristjánssonar. Uum 10 þúsund titlar eru í boði. Verð er svipað og í fyrra og meira framboð er á gömlum bókum en áður. Eins og í fyrra skipuleggur Félag íslenskra bókaútgefenda markaðinn sjálft. Benedikt segir að titlum í ár hafí fjölgað úr átta þúsund í 10 þús- und og þessi aukning sé merki um að nú virðist ríkja meiri samstaða meðal .bókaútgefenda um að láta bækur á markaðinn. Hann segir að helstu breytinguna frá í fyrra vera að hlutfall gamalla bóka hafi aukist, en aðsókn í fyrra hafí sýnt að verulegur áhugi sé á þeim. Meðal þeirra sé að finna hand- innbundnar og sjaldgæfar bækur, en elsta bókin á markaðinum var gefin út árið 1877. Nýjustu bækurnar þriggja ára Líkt og í fyrra eru nýjustu bæk- urnar frá 1991. Þá var ákveðið að selja ekki nýrri bækur en tveggja ára en nú séu þær nýjustu þriggja ára. Er stefnt að því í framtíðinni að svo verði áfram. Benedikt segir að þrátt fyrir þetta hafí framboð titla aukist, útgefendur hafi greinilega tínt fleiri titla úr hillum sínum. Sama verð er á bókunum og í fyrra, þrátt fyrir að virðisaukaskatt- ur hafi verið lagður á þær í júlí á síðasta ári, segir Benedikt. Markaðurinn er til húsa á annarri hæð í Þönglabakka 1 í Mjóddinni. Á meðan á honum stendur verður efnt til uppboðs á fágætum bókum auk þess sem boðið er upp á leikkrók fyrir börn. Hann verðu opinn frá kl. 10-19 daglega til 10. apríl. Vetrargarður í tívolíhúsi Á ÞESSARI skissu eru hugmyndir að vetrargarði útfærðar lauslega. í þessari útfærslu er gert ráð fyrir miklum gróðri, íþróttavöllum fyrir tennis, blak, badminton og körfubolta með áhorfendabekkjum í kringum stærsta völlinn, hálfhringlaga sviði, hlaupabraut, trampólíni, glímuvelli, búningsklefum, veit- ingasölu og fleira. Rétt er að taka fram að þetta eru frumhugmyndir og ekki endanleg teikning. Hveragerðisbær kaupir tívolí af Búnaðarbanka SAMNINGAR náðust í fyrradag milli Hveragerðisbæjar og Bún- aðarbankans um kaup bæjarins á tívolíhúsinu svokallaða og lóð: inni sem það stendur á. Kaupverðið er rúmar 13 milljónir. í kaupsamningi er kveðið á um að afhending verði eins fljótt og hægt er og að við afhendingu verði búið að rýma það, en ein- hver leik- eða tívolítæki eru enn í húsinu. Bæjarstjórn Hveragerðis hefur haft ýmsar hugmyndir um nýtingu hússins eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Hugmynd um vetrargarð þar sem hægt væri að stunda íþróttir með allri fjöl- skyldunni hefur orðið ofan á og er bæjarfélagið í samvinnu við ýmsa aðila um útfærslu og fjár- mögnun hennar. Að sögn Hallgríms Guðmunds- sonar, bæjarstjóra í Hveragerði, mun bærinn eiga húsið áfram og hafa umsjón með því að móta reksturinn og hafa forgöngu um að mynda rekstrarfélag á grund- velii þeirra hugmynda sem nú liggja fyrir. Hann sagði að bærinn myndi sækja um framlag úr At- vinnuleysistryggingasjóði til að hrinda einhveijum þáttum verk- efnisins af stað. Hallgrímur sagðist gera ráð fyrir að fyrstu framkvæmdir myndu ganga hratt fyrir sig og ef það gengi eftir að húsið fengist afhent upp úr miðjum apríl þá yrði stefnt að því að opna það fyrir Hvergerðingum í maí eða júní. í húsinu á að vera mikill gróður og það á bera þess glögg merki að það stendur í gróðursælum bæ. Þar á að vera aðstaða til ýmiss konar íþróttaiðkunar og segir Hallgrímur að þar verði haldin ýmis námskeið í heilsueflingu. Til stendur að einangra eitt liorn hússins og þar á m.a. að vera búningsaðstaða, leikfimisalur og veitingasala. Hallgrímur segir að 1 húsið eigi að geta komið hópar og einstakl- ingar og ekki síst fjölskyldufólk. Þá væri m.a. hægt að samræma æfingar keppnisliða og samveru með fjölskyldu þannig að keppnis- lið geti verið í æfingabúðum og fjölskyldur liðsmanna geti verið á staðnum og nýtt sér aðstöðuna einnig. -----♦ ♦ ♦---- Rannsóknarstofa mjólkuriðnaðarins Flutiiiiig-iir út á landið í UNDIRBÚNINGI er flutningur Rannsóknarstofu mjólkuriðnað- arins annaðhvort til Akureyrar eða í Borgarnes, en rannsóknar- stofan hefur nú aðsetur í húsi gömlu mjólkurstöðvarinnar við Laugaveg. Að sögn Sævars Magnússonar, framkvæmdastjóra rannsóknar- stofunnar, var samþykkt á aðal- fundi hennar nýlega að flytja starf- semina til Akureyrar eða í Borgar- nes, en hann sagði að það myndi skýrast á næstu vikum hvor staðurinn yrði fyrir valinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.