Morgunblaðið - 27.03.1994, Side 11

Morgunblaðið - 27.03.1994, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 11 Styrkir vegna landbúnaðar millj. ECU NOREGUR: 1995 1996 1997 1998 ALLS Aðlögunarstyrkur 46 0 0 0 46 Verðjöfnunarstyrkir 155 128 52 26 361 ALLS 201 128 52 26 407 ÞJÓÐ: 1995 1996 1997 1998 ALLS Aðlögunarstyrkur 285 0 0 0 285 Verðjöfnunarstyrkir 203 432 76 31 742 ALLS 488 432 76 31 1027 NLAND: 1995 1996 1997 1998 ALLS Aðlögunarstyrkur 280 0 0 0 280 Verðjöfnunarstyrkir 196 163 65 33 457 ALLS 476 163 65 33 737 Margbrotið styrkjakerfi EVRÓPUSAMBANDIÐ veitir upphafsstyrki til Iandbúnaðar og síðan árleg framlög til að laga verð afurða að verðlagi innan ESB. styrkja vegna staðsetningar í norðri geta einnig hlotið ríkisstyrki til við- bótar því sem kemur úr sjóðum ESB og er samkvæmt ríkjandi landbúnað- arstefnu sambandsins. Styrkir mega þó ekki vera umfram það styrkjastig sem nú gildir. Um 85% norskra og finnskra bú- jarða verða styrkhæfar sakir harð- býlis og um helmingur sænskra jarða. Þessa styrki er hægt að veita hvort sem er á grundvelli stærðar jarða, eða fjölda húsdýra og greiðir ESB fjórðung en ríkissjóður viðkom- andi lands 75%. Harðbýlisstyrkir mega ekki raska samkeppnisstöðu og munu ekki miðast við framtíðar- uppbyggingu heldur verður lögð til grundvallar stærð ræktarlands, fjöldi húsdýra eða framleiðsla fyrri ára. Til að auðvelda aðlögun Finnlands og Noregs að landbúnaðarstefnu ESB verða bæði löndin styrkhæf fyrir norðurhjarastyrki, bæði ríkis- styrki og stuðning frá ESB. Stuðningur sem ekki samræmist hinni sameiginlegu landbúnaðar- stefnu ESB verður lagður af á næstu fimm árum. Styrkjakerfi Iandbúnað- arstefnunnar vegna akuryrkju mið- ast við flatarmál akra. Finnar eiga um 1,6 milljónir hektara akra, Svíar 1,8 milljónir hektara og Norðmenn tæplega 0,4 milljónir hektara akra. ESB greiðir styrki til að gera land- búnað vistvænan, viðkomandi land leggur sömu upphæð á móti. Þannig verður veitt árlega 135 milljónum ECU (1 ECU er 82,40 krónur) til finnsks landbúnaðar í þessu skyni, 55 milljón ECU til norsks landbúnað- ar og 165 milljón ECU til þess sænska. Utanríkis- og öryggismál Sem kunnugt er hafa Svíar og Finnar fylgt yfirlýstri hlutleysis- stefnu en Norðmenn verið aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Við inn- gönguna í ESB munu þjóðirnar ger- ast aðilar að utanríkis- og öryggis- málastefnu Evrópusambandsins. Norski utanríkisráðherrann, Björn Tore Godal, benti á að loknum samn- ingaviðræðum Norðmanna, að smá- ríki græddu mest á því samstarfi i utanríkis- og öryggismálum sem skuldbindi bæði litlar og stórar þjóð- ir. Sömuleiðis kæmi það harðast nið- ur á smáríkjum ef öryggis og varnar- má! yrðu einkamál hvers ríkis. Land- fræðileg staðsetning Noregs væri enn sem fyrr hernaðarlega mikilvæg. Með aðild að ESB og þátttöku í utan- ríkis- og öryggismálastefnu sam- bandsins væri tryggt að ástandið milli Noregs og Rússlands yrði hluti af afstöðunni milii Rússlands og sam- einaðrar Evrópu, en ekki milli stór- veldis og smáríkis. Þannig kæmi aðildin að ESB til viðbótar, en ekki í staðinn fyrir, aðildina að Atlants- hafsbandalaginu. Samkvæmt Mastrichtsamkomu- laginu mun ESB móta sameiginlega varnarstefnu sem í framtíðinni kann að leiða til sameiginlegs varnarliðs. Þetta á að endurskoða 1996. Bent hefur verið á að ef Evrópusambandið hyggst koma sér upp her þá mun það væntanlega auka útgjöld aðildar- landanna til varnarmála allverulega. Umhverfismál í samningunum var tekið tillit til ólíkra umhverfisþátta og samið um mismunandi vernd hinna ýmsu þátta lífríkis og náttúru eftir aðstæðum í hveiju landi. Til dæmis eru ólík ákvæði um fuglavernd og veiðar, eftir því hvert landið er. Norðmenn geta því áfram nýtt ýmis hefðbundin náttúruhlunnindi svo sem með fugla- véiðum og eggjatínslu. Norski við- skiptaráðherrann lýsti ánægju sinni með umhverfismálalið samningsins og sagði samningsuppkastið gera ráð fyrir að Norðmenn fengju áfram gert harðar kröfur á þessu sviði, einnig í þeim tilvikum sem Norðmenn gera meiri kröfur en reglur ESB kveða á um. Norðmenn munu laga sig að þeím sviðum þar sem ESB gerir harðari kröfur en þeir nú. Ólík- ar reglur hafa gilt um endurvinnslu og förgun hættulegra efna, þær verða nú samræmdar reglum ESB. Orkumál ESB er aðalmarkaður Norðmanna fyrir olíu og gas. Norðmenn halda fullum yfirráðum yfir olíu- og gas- lindum sínum. Þeir ráða vinnslu- hraða, skattlagningu og ráða þátt- töku ríkisins í olíuvinnslunni. Finn- land fékk eins árs aðlögunarfrest til að koma sér upp þeim lágmarksolíu- birgðum sem krafíst er af aðildarríkj- um. Þá voru gerðar samþykktir varð- andi rekstur kjarnorkuvera að hann lyti Euratom - sáttmálanum um hagnýtingu kjarnorku. Sjávarútvegur Talsvert hefur verið fjallað um fiskveiðisamninga Norðmanna við ESB og þykir ekki ástæða til að tí- unda þá hér. Tollur fellur niður af sjávarafurðum til ESB - landa frá fyrsta degi aðildar og benda norskir talsmenn inngöngu í ESB á það sem mikilvæga röksemd fyrir því að Norðmenn eigi að ganga í samband- ið. Finnar og Svíar munu fá aðgang að fiskimiðum með svipuðum hætti og kveðið er á um í aðgöngusamning- um Spánar og Portúgals. Þessi sér- stöku ákvæði falla úr gildi um leið og fyrirkomulag Spánar og Portúg- als verður lagað að hinu almenna fyrirkomulagi ESB. Ákvörðun léyfilegrar heildarveiði og kvóta aðildarríkja, bæði nýrra og gamalla, tekur mið af því jafnvægi sem nkir þegar samningar voru gerð- ir. Á þeirn grunni verður deilt út veiðiheimildum og teknar til viðmið- unar veiðar á áiunum 1989 til 1993. Varðandi Svíþjóð verður einnig tekið tillit til samninga milli Svíþjóðar og EB 1978 varðandi Skagerrak og Kattegat og ríkjandi samkomulagi um Eystrasalt. BAÐSLOPPAR fyrir stráka og stelpur. Verð frá kr. 2.600,- ÖLL HELSTU GREIÐSLUKJÖR: VISA WBKKBm malAin Glæsilegur PACINO sófi og svefnsófi á ótrúlega lágu verði! Á stóru myndinni má sjá PACINO sófann (svefnsófa), vandaðan koparlampa og þægilega púða. Verð: Pacino-sófinn kr. 39.900,- stgr. Pacino-svefnsófinn kr. 51.900,- stgr. Koparlampinn á tilboði kr. 6.895,- stgr. Púðar frá kr. 1.450,-. Í3, - SV: habitat VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ! OPIÐ VIRKA DAGA 10.00 - 18.00 OG LAUGARDAGA 10.00 - 14.00 LAUGAVEGI 13 - SÍIVll (91) 625870 Tilboð á TOTI leirlampa á kr. 5.565,- Nýtt greiðslukortatímabil er hafið! ESB bannar síldveiðar til annars en manneldis. í samningunum var veittur þriggja ára aðlögunartími og vegna veiða í bræðslu. Finnar munu halda óbreyttum síldarkvóta í Eyst- rasalti og fá þeir og Svíar að veiða síld í Eystrasalti, til annars en mann- eldis, um þriggja ára skeið, verða veiðarnar þá endurskoðaðar. Að sama tíma liðnum verða brislings- veiðar Svía einnig endurskoðaðar. Svíar verða að láta af að selja niður- soðinn brisling sem sardínur og finna framleiðslunni annað nafn. Norðurlöndin leggja af mörkum Framlög aðildarríkjanna til ESB byggjast á fjórum liðum, til dæmis má taka Svía. Af söluskatti rennur 1,4% til ESB. Allar tollatekjur sem innheimtar eru við ytri tollmörk Evr- ópusambandsins, það er vegna inn- flutnings frá löndum utan ESB, fara til Brussel. Tollar af landbúnaðarvör- um sem fluttar eru frá þriðja landi og gjald af offramleiðslu landbúnað- arafurða rennur í sjóði ESB. Einnig er greitt ákveðið hlutfall af þjóðar- framleiðslu til ESB. Tekjur af virðisaukaskatti nema umTielmingi af tekjum ESB, en toll- ar og gjald af landbúnaðarfram- leiðslu annars vegar og þjóðarfram- leiðslugjaldið hins vegar nema hvort sínum fjórðungnum af tekjum. Endurgreiðslur ESB til aðildar- landanna eru einkum í formi styrkja til landbúnaðar og byggðastyrkja, framlaga til rannsókna og atvinnu- uppbyggingar. Framlög til ESB skerða tekjur ríkissjóðanna og þeir fá ekki endurgreiðslurnar heldur renna þær fyrst og fremst til bænda, atvinnulífsins og rannsóknastofnana. Reiknað er með að þegar dæmið verður gert upp leggi Norðurlöndin þijú meiri fjánnuni til ESB en þau þiggja. Ekki er að marka framlögin fyrstu árin meðan verið er að greiða „inntökugjaldið". Frá 1997 er þannig talið að Svíar leggi árlega milli 6 og 7 milljarða sænskra króna til ESB, (um 55 til 65 milljarða ísl. króna). AFRICA og CAMP leikstjóra- stólarnir eru komnir aftur! Africa kr. 3.400,- og Camp kr. 2.600,- MYNDA- RAMMAR utan um fermingar- myndirnar. habitat HtlSGÖON EINGÖNOU ÚR RÆKTUDUM SKÓQI! RÚMTEPPI í fjölmörgum litum og stærðum. Verð frá kr. 2.900,- SÆNGURVERASETT og SÆNGUR í miklu úrvali. HABITAT ÍSLANP - ENGLAND - FRAKKl AND SPÁNN - HOLLAND - BELCÍÍA - MARTINIQUE - SINGAPORE - BANDARÍKIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.