Morgunblaðið - 27.03.1994, Side 17

Morgunblaðið - 27.03.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 17 'sm Quality Mln s Wear Quality Men's Wear íflestum bestu herrafatadeildum landsins. —þegar verð oggceði sameinast A '’j.'lftin- '. "... 4 'vr > i* k ÍSÍlfii.h i jtf ♦it'&'W.Íi itíti Kvft S \WteA\ 1\ i i'Ví vlí ' \> \\ » v rf i 'i i ^ \«-h » > *• J » Lti n 5j»' *•„ t.uL Hrafnkell leiðír listann Eskifirði. HRAFNKELL A. Jónsson, for- maður Verkalýðsfélagsins Ar- vakurs, er efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins Eskifirði við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Skipan fjögurra efstu sæta listans er í samræmi við niðurstöðu prófkjörs flokksins á dögunum. Andrés Elísson, rafíðnfræðing- ur, skipar annað sæti listans, Skúli Sigurðsson verkstjóri það þriðja og Friðrik Þoi’valdsson kennari það fjórða. í prófkjörinu varð Katrín Gísladóttir í fimmta sæti, en hún gaf ekki kost á sér á list- ann og við það færðust næstu menn upp. Listinn er að öðru leyti þannig skipaður: Árni Helgason forstöðu- maður er í 5. sæti, Benedikt Jó- hannsson yfirverkstjóri í 6. sæti, Jóna Ingvarsdóttir húsmóðir í 7. sæti, Elínborg Þorvaldsdóttir skrifstofumaður í 8. sæti, Erna Nielsen kaupmaður í 9. sæti, Haukur Jónsson verkstjóri í 10. sæti, Pétur H. Georgsson verslun- armaður í 11. sæti, Berglind Ing- varsdóttir nemi í 12. sæti, Hansína Halldórsdóttir starfsstúlka í 13. sæti og Guðmundur Auðbjörnsson málarameistari í 14. sæti. Benedikt. -----» ♦ ♦------ ■ UPPLÝSINGA- ogmenning- armiðstöð nýbúa að Faxafeni 12 bíður alla velkomna mánudag- inn 28. mars kl. 17-19 og 20-22. Þetta mánudagskvöld verða máluð 1000 egg. Þessi eggjamálun er lið- ur í undirbúningi fyrir eggjaleit í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 2. apríl nk. Það er félag nýrra íslendinga (SONI), Upplýsinga- og menningarmiðstöð nýbúa ásamt Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum sem standa að þessum páskaleik. ■ FRÆÐSL UKVÖLD á vegum Iljónaklúbbs Laugarneskirkju verður haldið mánudaginn 28. mars í Laugarnesskólanum. Grétar Sigurbergsson, geðlæknir fjallar um efnið: Geðræn vandamál í hjónabandi. Gefínn verður kostur á fyrirspurnum. Boðið verður upp á kaffiveitingar en klúbbfélagar koma sjálfir með kaffibrauðið. I fótspor Krists í Háteigskirkju Óþarfi að sækja ....yfir lækinn EFNT verður til dagskrár í Háteigskirkju mánudags-, þriðjudags- og miðvikudags- kvöld í dymbilviku um efni tengt föstunni. Mánudagskvöldið 28. mars, kl. 20.30, verður fjallað um viðhorf kristinnar trúar til þjáningarinnar í lífi annarra. Ræðumenn verða dr. Sigurbjörn Einarsson biskup og sr. Sigurður Pálsson, fram- kvæmdastjóri Hins íslenska biblíu- félags. Þriðjudagskvöldið 29. mars, kl. 20.30, verður fjallað um Hallgrím Pétursson og Passíusálmana. Ræðumaður verður Margrét Egg- ertsdóttir cand.mag. og lesari Þor- leifur Hauksson cand. mag. Miðvikudagskvöldið 30. mars, kl. 20.30 verður efnið Ný íslensk trúarljóð, í umsjón dr. Njarðar P. Njarðvík prófessors. Á kirkjukvöldunum verður flutt tónlist úr sálumessum eftir G. Verdi og A. Lloyd-Webber, úr messu eftir Duruflé, Ave Verum Corpus eftir Mozart, úr óratoríu eftir Saint Saéns, úr Passíusálm- um og forleikir eftir J.S. Bach. Flytjendur verða Ari Lárusson, 12 ára sópran, Þórunn Guðmunds- dóttir, sópran, Þuríður Baxter, mezzósópran og Sigurður Sigur- jónsson, baritón, ásamt kór Há- teigskirkju. Vera Gulazsiova, org- anisti Óháða safnaðarins leikur á orgel og sembal ásamt Pavel Manasek, organista Háteigs- kirkju, sem stjórnar flutningi tón- listarinnar. Fólk er hvatt til að gefa sér tíma í kyrruviku og hugleiða innihald og þýðingu píslarsögunnar og boð- Úr Morgunblaðinu Sumar Melkavörur eru ódýrari hérlendis Sænski MELKA-herrafatnaður hefur verið á markaði hér í ald- arfjórðung og í verðkönnun sem Magnús Erlendsson, umboðs- maður Melka lét gera nýlega á sams konar vörum þess hér, í Kaupmannahöfn, Amsterdam og London kom i ljós að verð var í öllum tilfellum lægst hér. í Dar.mörku var verð athugað í Magasin de Nord. Úlpa af tegund 220 kostaði 1.299 DKR eða 13.670 þar. Hjá Hagkaup í Kringl- unni kostar sama úlpa 11.895 kr. og munar 1.775 kr. Melka-peysa, tegund 600, kostaði í Selfridges við Oxfordstræti í London 59,95 pund eða 6.365 kr. Sama peysa kostar hér 5.400 kr. Melka-skyrt- ur kostuðu að jafnaðarverði 109,40 gyllini í Byerkorf í Amster- dam eða 4.100 kr. Hérer jafnaðar- verð á MELKA-skyrtum 3.800 kr. Ástæðan mun vera að merkja- vara erlendis er oft og einatt með mun hærri álagningu en hér og gilti það um fleiri merki en Melka. Ódýrari á íslandi í verðkönnun sem gerð var í Englandi, Danmörku og Hollandi kom í ljós að vandaði vinsæli Melka herrafatnaðurinn er í öllum tilfellum ódýrari í verslunum hérlendis. Dr. Sigurbjörn Einarsson skapar föstunnar og ganga með mönnum kynslóðanna og sam- tíðarinnar í fótspor Krists. STYRKilR TIL TÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður Lindar hf. um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á næsta skólaári, 1994-95. Einn styrkur verður veittur að upphæð kr. 500.000 Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 27. maí nk. til forráðamanns sjóðsins, „ , , _ Erlendar Einarssonar, Selvogsgrunni 27, 104 Reykjavík. Tónlistarfólk, sem hyggur á nám í Frakklandi, kemur að öðru jöfnu frekar til greina, en slíkt er þó ekki skilyrði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.