Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 25 Dramatískur óperufarsi Marta G. Halldórsdóttir og Ragnar Davíðsson sem Christine og Raonl. Leiklist Susanna Svavarsdóttir Leikfélag Akureyrar Óperudraugurinn Ken Hill byggði á skáldsögu Gaston Leroux Höfundar tónlistar: Bizet, Bo- ito, Donizetti, Gounod, Mozart, Offenbach, Verdi og Weber Þýðing: Böðvar Guðmundsson Leiksljóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir Leikmynd og búningar: Sigur- jón Jóhannsson Tónlistarstjóri: Gerrit Schuil Tölvufærsla og prentun radd- skrár: Jón Hlöðver Askelsson Lýsing: Ingvar Björnsson Hún er óneitanlega dálítið sér- stök, sýning Leikfélags Akur- eyrar á Óperudraugnum. Hand- ritið er óvenjulegt, því þetta er í.rauninni gamanleikur með ar- íum úr háalvarlegum og drama- tískum óperum og sagan hefst á því að nýr óperustjóri, Richard, kemur að Parísaróperunni til að stýra henni. Hann er alls fáfróð- ur um þessa listgrein og lætur þau orð falla, að eitt sé að stjórna óperuhúsi, annað sé að þurfa að horfa á sýningarnar. Richard er ekki fyrr kominn í húsið en honum fara að berast skilaboð frá óperudraugnum — og fyrirmæli. En Richard, sem fram að þessu hefur fengist við að stjórna járnbrautarfélagi á Norðurlandi, er ekki trúaður á draugagang. Hann ansar þessu ekki. En því lengur sem Richard þráast við, því voveiflegri verða atburðir í óperuhúsinu. Dívan þeirra missir röddina, menn fara að detta dauðir niður. Eins konar slysasótt brýst út í byggingunni. Æ, æ. Inn í allt saman fléttast ástar- saga. Sonur Richards, Raoul, er ástfanginn í ungri og laglegri söngkonu, Christine, en draugsi er það líka og upphefjast nú slagsmálin um hug og hönd stúlkunnar. Svo er alltaf verið að reyna að flytja óperuna Faust, sem endurspeglar þá atburði sem eiga sér stað í húsinu; hið góða og hið illa takast á um sál ungr- ar, saklausrar stúlku. Sýningin berst nánast frá ijáfri hússins og niður í stöðu- vatn sem er undir þriðja kjallara þess og sjónhverfingar draugsins verða æ magnaðri. Listamenn hússins verða hræddari með hveiju augnabliki sem líður og gátan virðist torráðnari eftir því sem nær dregur lokum eða allt þar til annar sjónhverfingameist- ari, Persinn, mætir tii leiks. Sýninguna, sem úr þessum efniviði hefur verið unnin, mætti kalla óperufarsa, því hún er í nettum ýkjustíl hvað leik varðar. Það er að segja stundum. Það má segja að leikararnir í sýning- unni séu að leika farsa, en söngv- ararnir drama. Það er margt fyndið í textanum, en gallinn á verkinu finnst mér vera þær óperuaríur sem því hafa verið valdar. Þær eru einfaldlega ekki nógu lýrískar og grípandi. Annar galli er, að á köflum er verkið dálítið langdregið. Stór hópur leikara og söngv- ara tekur þátt í sýningunni og hefur henni verið vel fyrir komið á þessu litla sviði, bæði hvað varðar leikstjórn og leikmynd. Þráinn Karlsson leikur óperu- stjórann, Richard, af skemmti- legri nákvæmni og munar litið um að stela senunni með svip- brigðunum einum. Aðstoðar- mann hans, Rémy, leikur Dofri Hermannsson, ballerínuna Jam- mes leikur Rósa Guðný Þórsdótt- ir. Bæði hlutverkin eru fremur einhæf en þau Dofri og Rósa Guðný sköpuðu skemmtilegar og lifandi týpur. Það sama má segja um Sigurveigu Jónsdóttur, sem leikur Debienne, konu sem virð- ist inngróin í óperuhúsið og Gest E. Jónsson sem leikur persneska galdramanninn. Sunna Borg leikur raddlausu dívuna La Charlotte, skemmtilegt hlutverk, en mér fannst Sunna fara dálítið yfir strikið í túlkun á því. Aðal- steinn Bergdal leikur ýmis hlut- verk og öll eins — svakalega róbúst og talar í tenór. Nokkur minni hlutverk eru í höndum Ingibjargar Grétu Gísladóttur og Sigurþórs Alberts Heimissonar; hlutverk sem gefa leikara enga sérstaka möguleika en voru van- salaust unnin. Af söngvurunum í sýningunni mæðir mest á Mörtu G. Halldórs- dóttur, sem fer með hlutverk Christine. Marta hefur faliega rödd og hefði verið gaman að heyra hana syngja skemmtilegri aríur en eru í verkinu. Leikur hennar er líka þokkalegur. Berg- þór Palsson syngur hlutverk sjálfs Operudraugsins og fannst mér hann njóta sín best í Söng tónlistarengilsins, aríu úr Perluköfurunum eftir Bizet. Aðr- ir söngvarar í sýningunni eru Ragnar Davíðsson, Már Magnús- son og Ágústa Sigrún Ágústs- dóttir. Tónlistin var vel leikin undir stjórn Gerrits Schuil og er píanó- leikur hans virkileg skrautfjöður í sýningunni. Hin síbreytilega leikmynd er líka mjög vel gerð og gefur sýningunni sérstæðan blæ, þannig að manni finnst maður vera kominn í leikhús frá síðustu aldamótum. Enda á leik- urinn að gerast árið 1900. Þess- um stíl er vel fylgt eftir í búning- um og heildarsvipur sýningar- innar er nýstárlega gamaldags fyrir augað. Lýsingin er líka vel unnin. Leikstjórnin er góð — þó best í mannmörgum atriðum, sem eru hröð og þar sem gamanleikurinn er í fyrirrúmi. Dramatísku atrið- in eru síðri og í þeim dettur sýn- ingin dálítið niður. Ég held hrein- lega að söngvararnir séu ekki nógu sterkir leikarar til að halda athyglinni á milli þess sem fjörið ríkir. Ég verð að segja eins og er að ég hef mjög þlendnar tilfinn- ingar gagnvart Óperudraugnum. Verkið er að hálfu skemmtilegt, að hálfu óskemmtilegt. Lista- mennirnir í sýningunni eru mis- góðir, bæði sem leikarar og söngvarar og heildarsvipur leiks- ins verður nokkuð sundurlaus. Sumarfargjöld SAS til Norðurlanda 15. aprll - 30. september 26.900 27.900 30.900 31.900 Kaupmannahöfn Stokkhólmur Stavanger Helsinki Osló Gautaborg Bergen Malmö Norrköping WUMF | ,ÁÍÉÍÍ|lf ®Íf jmm Jönköpíng Kalmar Váxjö Vásterás Örebro Sumaráætlun SAS 27. mars - 30. september. Frá íslandi þriöjudaga, föstudaga og sunnudaga kl. 16:20. Frá Kaupmannahöfn þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga kl. 14:30. Rjúgöu meö SAS og skelltu þér í sólina og sumariö. Frá Kaupmannahöfn er þægilegt tengiflug til borga um öll Norðurlöndin. Haföu samband við söluskrifstofu SAS eöa ferðaskrifstofuna þlna. Sölutímabil fargjaldanna nær til 30. apríl. Bókunarfyrlrvari 21 dagur. Lágmarksdvöl 7 dagar, hámarksdvöl 1 mánuður. Börn og unglingar frá 2ja til 12 ára fá 33% afslátt. íslenskur flugvallarskattur 1.340 kr., danskur 720 kr., norskur 600 kr. og sænskur 130 kr. SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 62 22 11 YDDA F42.67 / SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.