Morgunblaðið - 27.03.1994, Síða 29

Morgunblaðið - 27.03.1994, Síða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 næddi oft um hann. En framhjá honum var ekki litið. Alfred Jolson biskup var óvenju gáfaður maður. Hann var fljótur að skilja. Hugsun hans var mjög skýr og honum var auðvelt að orða hugsanir sínar. Hann var hámennt- aður jesúíti ekki einungis í guð- fræði, heldur í heimspeki, félagsvís- indum, hagfræði og bókmenntum. Trúmaður mikill og svo gagntekinn af trú sinni, að hún mótaði allt hans líf, öll orð hans og gerðir. Trúin bjó með honum og mótaði tilfinningalíf hans, afstöðu hans. Þaðan kom gleðin, alvaran og hinn djúpstæði skiiningur á lífi mann- anna. Hann hafði fríðan og heiðan svip, en var fullkomlega laus við alla hátíðlega tilgerð eða hálfvelgju. Alltaf Jitríkur og skemmtilegur. Gat verið skapheitur, hressilegur og fyrirferðarmikill ef menn vilja orða það svo, en einstaklega hlýr og gjöf- ull. í fáum orðum sagt: með gull- hjarta. Lát hans var sviplegt og skelfi- lega ótímabært. Af hjartans þakk- læti kveð ég góðan vin og sendi vandamönnum öllum djúpar samúð- arkveðjur. Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Carítas. Margar ólíkar tilfinningar bærast í bijósti okkar vinanna er við kveðj- um Alfred Jolson. Tengsl vina og fjölskyldu eru öll af sömu rót runn- in. Þörfinni fyrir að vera öðrum til gagns og gleði, og þá um leið að njóta þess sem sönn vinátta felur í sér. Það er erfið tilhugsun að eiga ekki eftir að hitta biskup Jolson aftur í þessu lífi. En um það er ekki spurt þegar reyna skal mann- eskjurnar til fullnustu. 011 erum við fædd í þennan heim til þess að hverfa úr honum að lok- um. í þeim sem tekur við er ekki síður þörf góðra manna. Gott var til þess að vita að eiga slíkan vin sem Jolson var. Samskiptum okkar í þessu lífi er lokið og minning um mikihæfan og tryggan mann lifir. Nú hefur hann yfirgefið þennan heim og eftir lifir minning í hjörtum allra sem honum kynntust. Margt væri hægt að tíunda um persónuleika Jolsons en stutt símtal sem annar undirritaðra átti við hann 16. mars síðastliðinn segir meira en mörg orð. Það fyrsta sem Jolson spurði um hvar hvernig vinir og fjölskylda hefðu það. Lokabón hans var að koma skilaboðum til kaþólskra og lúterskra bræðra sinna að biðja fyrir sér. Við kveðjum Alfred Jolson með hans eigin orðum sem hann sagði yfir fermingarböm- um fyrir nokkrum árum: „Við skul- um vera sterkir fylgismenn Guðs í samfélaginu vegna þess að Kristur er samfélag okkar nú og um alla tíð.“ Guð blessi minningu Alfreds Jol- sons. Ari Gísli Bragason, Sigurður Arnarson. Alfred Jolson biskup stendur í nuga okkar sem óvenju andríkur boðberi kristindómsins. Páll postuli talar um óðinn til kærleikans í Korintubréfi 1:13 með þessum orð- um sem gjarnan er vitnað í: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Alfred Jolson var hjartahlýr, umhyggjusamur, víðsýnn, vitur og skopskyn hans létti margt sinnið. Bæði í störfum sínum við Dóm- kirkju Krists konungs og annars staðar varð Alfred Jolson biskup mikilvægur þeim sem honum kynntust, jafnt kaþólskum sem mótmælendum. Hin samkirkjulega hugsjón breyttist að hans frumkvæði að lif- andi veruleika í guðsþjónustum í Skálholtskirkju og í Reykjavík. Alfred biskup talaði oft um að hann liti á sig sem íslending. Föður- afi hans, Guðmundur Hjaltason, kom frá Nauteyri við ísafjörð. Hann átti rætur sínar á íslandi. Þess vegna óskaði hann eftir að hvíla í íslenskri mold. Alfred biskup ávann sér vináttu okkar og aðdáun. Hinn skyndilegi dauðdagi hans er okkur mikið áfall og við söknum hans sárt. En hann verður okkur nálægur, því hann hefur dýpkað trú okkar á ódauð- leika sálarinnar og eilíft líf. Rakel og Esbjörn Rosenblad. Ég og eiginkona mín Lynn kynnt- umst Alfred Jolson biskupi fyrst árið 1988. Síðan hefur hann nánast verið eins og afí barna okkar. Einn- ig kynntumst við móður hans, Just- ine Jolson, er hún dvaldist langdvöl- um hjá honum í Biskupshúsinu í Landakoti. Umhyggjan sem hann sýndi henni í veikindum hennar verður okkur ávallt minnisstæð. Þannig kom hann reyndar fram við alla, ríka sem fátæka, og eignaðist persónulega vini út um allan heim. Justine sagði okkur að hún hefði grátið allan daginn þegar hann fór að heiman til náms hjá Jesúítaregl- unni aðeins sautján ára gamall. Þaðan lá leiðin til fjölda háskóla og síðan helgaði hann kaþólsku kirkjunni líf sitt. Jolson biskup stundaði kennslu víða um heim, þar til hann var vígður biskup kaþ- ólskra á íslandi árið 1987. Þótt hann væri af íslenskum ættum, varð hann sem útlendingur að byija á því að læra íslensku frá grunni og kynnast landi og þjóð. Gerði hann sér því vel grein fyrir erfiðleikum margra útlendinga sem sest hafa hér að. Ævinlega var hann tilbúinn að hjálpa slíku fólki. Hann byijaði daginn snemma, vann að úrlausn ýmissa mála er snertu kaþólsku kirkjuna og bréfa- skriftum við vinafólk í mörgum löndum. Yfír daginn var hann svo á stöðugum þeytingi um bæinn, milli þess sem fólk kom í Biskups- stofu að ræða við hann. Hann leit oft inn til okkar á dag- inn. Stundum birtist hann um átta- leytið að morgni eftir að hafa verið á fótum í marga klukkutíma. Hann þáði kaffsopa og var síðan þotinn. Mér fannst hann helst líkjast nokk- urs konar íslenskum stormsveip, alveg óstöðvandi. Seinna um daginn birtist' hann svo allt í einu og var þá búinn að keyra son okkar heim úr skóla. Gervihnattamóttaka var sameig- inlegt áhugamál okkar. Það var skemmtilegt að heyra hann ræða nýjustu atburði í stjómmálum á íslandi og erlendis. Ekki hikaði hann við að segja það sem honum fannst að betur mætti fara í ís- lensku þjóðfélagi. Svo var hann rokinn. Islenskukennarinn var að bíða eftir honum eða þá að hann þurfti að vera við messu. Svo um kvöldið ar hann allt í einu kominn aftur. Hann ætlaði aðeins að kíkja á sjónvarpið áður en hann var hlaupinn eitthvað annað. Hann var þá yfirleitt orðinn svo þreyttur að hann sofnaði um leið og hann sett- ist niður, en vaknaði um leið og honum var réttur kaffibolli. Hann settist síðan niður með níu ára syni okkar og hjálpaði honum með heimavinnuna. Starfið kallaði þótt klukkan væri farin að nálgast mið- nætti og hann var á bak og burt. Ávallt var hann til reiðu að rétta fólki hjálparhönd. Ég vissi reyndar ekki alltaf hvernig ætti að bregðast við allri þessari hjálpsemi. Samvinna kirkjudeilda var hon- um mikið áhugamál og eignaðist hann fjölmarga vini innan lúthersku kirkjunnar. Þegar hann fór í löng ferðalög á vegum kaþólsku kirkj- unnar, þá sáum við hann ekki í margar vikur. Það var alltaf ein- kennilegt þegar hann var í burtu. Það myndaðist nokkurs konar tómarúm. Maður var svo vanur að sjá hann koma þrammandi heim til okkar á öllum mögulegum og ómögulegum tímum. Hann var samt alltaf nálægur á þessum ferð- um sínum. Hann sendi símbréf til að láta vita af sér, sendi kort og hringdi. Annan mars lagði hann upp í ferð til Bandaríkjanna. Tveimur vikum seinna fréttum við að hann hefði veikst hjá vinafólki í Pittsburg í Pennsylvaníu. Hann var iagður inn á sjúkrahús. Hann hringdi og var bjartsýnn að þetta myndi lagast. Hann gerði samt allar ráðstafanir. Hann vildi láta jarða sig við hlið móður sinnar í grafreitnum við Landakotskirkju. Honum versnaði og var hann skorinn upp. Læknarn- ir voru bjartsýnir og töldu að Jolson biskup myndi ná sér að fullu. Hann talaði við eiginkonu mína og börn í síma. Uppskurðurinn hafði gengið vel. Hann myndi ná sér að fullu og hann væri væntanlegur til íslands innan nokkurra vikna. Fyrir okkur voru þetta gleðifegnir. Hvernig gat annað verið. Hann var kraftmikill eins og virkt eldfjall. En skyndilega var ferðinni lokið. Að kvöldi næsta dags kom óvænt frétt í útvarpinu. Heilsu biskupsins hafði skyndilega hrakað og hann var látinn. Okkur og mörgum öðr- um, sem hafði hlotnast sú gæfa að kynnast þessum sérstaka manni, var brugðið. Síminn var þagnaður, símbréfsvélin stóð og beið, ekki var lengur von á biskupnum þramm- andi heim til okkar. Okkur var hugsað til systur hans, Mary, barna hennar og annarra ættingja í Bandríkjunum og hinna fjölmörgu vina hans út um allan heim. okkur var hugsað til kaþólska safnaðarins, presta og nunna, sem höfðu notið leiðsagnar hans. Söknuður okkar og allra sem kynntust honum er mikill. Kannski er það tóm eigingirni. Við höfum notið samvista hans svo lengi. Jol- son biskup var líkast til kallaður til nýrra starfa. Nýtt ferðalag var fraumundan. Hann mátti ekki slá slöku við. Við fylgjum honum í huganum á þessu ferðalagi hans og hann mun aldrei hverfa úr hug- skotssjónum okkar. Megi Guð varð- veita hann. Vilhjálmur Knudsen. Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. Aldrei hvarflaði það að mér að þegar við Alfreð biskup kvöddum hvor annan fyrr í þessum mánuði værum við að kveðjast í síðasta sinn. Hann stendur mér enn þarna ijóslifandi fyrir hugskotssjónum þar sem hann stóð við dyrnar hjá sér, glaðbeittur og fullur tilhlökkunar á leiðinni til Bandaríkjanna, með far- angurinn sinn og faðmaði mig að sér. Ég þekkti Alfreð biskup ekki lengi i dögum, mánuðum eða árum talið. Reyndar aðeins eitt ár og rúmlega það. En þó að kynni okkar hafi verið stutt voru þau bæði mik- il og djúp. Við hittumst hvern ein- asta dag og þegar annar hvor okk- ar var erlendis voru bréfaskiptin dagleg. Ég held að það lýsi vel hvílíkur maður Alfreð Jolson var, að þrátt fyrir að kynni okkar hafi verið svo stutt sem raun bar vitni og að ég hafi áður misst vini og ættingja er mér voru kærir þá hef ég aldrei fundið þvílíka sorg né upplifað þvílíkan missi sem nú. Hann gaf mér svo mikið og reynd- ist mér í alla staði svo vel að það er einna líkast sem ég hafi ekki eingöngu misst besta vin minn held- ur einnig föður. Guðfaðir minn var hann vissulega en það er ekki það sem ég á við þegar ég segi að hann hafí verið mér sem faðir. Hann kom alltaf fram við mig eins og eigin son; hann var alltaf til staðar ef eitthvað bjátaði á, sama hversu önnum kafinn hann var — ég var alltaf velkominn hvernig sem stóð á — hann lét sér alltaf annt um mig og umhugað um velferð mína. Já, nokkrum dögum eftir að hann hafði fengið hjartaáfall og var á leiðinni í aðgerð skrifaði hann mér heillar síðu bréf þar sem hann bað mig að biðja fyrir sér og vera stöð- ugur í voninni, auk þess sem hann bað mig fyrir kveðju til fjölskyldu minnar og vina. Bréfsefnið var læknisskýrsla og rithöndin bar þess glögg merki að hann var mjög Páskatilboó 25% afsláttur af öllum fatnaði í 3 daga KflZfllí Grænatúni 1, Kópavogi, sími 43799 •BOSCH BOSCH BOSCH BOSCH BOSCH BOSCH BOSCH BOSCH ft BOSCH rafgeymar rokeypjltse VERÐ ÁÐUR VERÐ NÚ l2V-44Ah*2IOA S.748 5.065 12V • 60Ah • 70A 6.S33 5.748 !2V»70Ah«3ISA 7.765 6.835 BRÆÐURNIR ORMSSOMHF Lágmúla 9, Sími 38825 •BOSCH BOSCH BOSCH BOSCH BOSCH BOSCH BOSCH BOSCH • SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.