Morgunblaðið - 27.03.1994, Page 34

Morgunblaðið - 27.03.1994, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 Álagrandi 8 - opið hús 4ra-5 herb. 110 fm íbúð á efstu hæð til hægri í nýlegu fjölbýlishúsi. Vandaðar innréttingar. Tvennar svalir. Gott útsýni. Til sýnis f dag, sunnudag, kl. 13-19, og mánudag kl. 20.00-22.00. (íb. 4-4, Halldór/Dagný.) Verð 9,5 millj. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, s. 19540og 19191. r Rauðihjalli 1 - Opið hús Fallegt 209 fm endaraðhús á tveimur hæðum með rúm- góðum innbyggðum bílskúr. Húsið er að mestu leyti allt endurnýjað m. glæsilegri nýrri innréttingu. Nýtt vandað baðherbergi. Áhvílandi hagstæð lán ca 7 millj. Verð 13,8 milij. Húsið verður til sýnis í dag, sunnu- dag, milli kl. 13 og 16. Gimíi, fasteignasala, sími 25099. - FASTEIGN ER FRAMTID S~'\ FASTEIGNA *.k.» MIÐLUN SVERPIR KRíSTjANSSON ÍOGCIL WR FASWCHASALI^O^Jp1^ CÍMI CQ 77 CQ SUDURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVIK, FAX 68 7072 °° '' °° Veitingahús í sjávarþorpi á Snæfellsnesi Til sölu veitingahús á einum ferðamannastaðnum á Snæfellsnesi. Mjög gott útlit fyrir næsta sumar. Um er að ræða hvort sem er sölu á nýrri fullbúinni fasteign með öllum búnaði eða búnaður og rekstur sér. Hugsan- leg sameign getur komið til greina. Einnig getur komið til greina að leigja mjög traustum aðila reksturinn. Nánari uppl. aðeins á skrifstofunni, Sverrir eða Pálmi. Bláu húsin í Fenunum Til sölu ca 80 fm mjög gott pláss á 3. hæð. Húsnæðið er tilb. undir málningu, einn salur. Húsnæðið er laust nú þegar. Nánari uppl. aðeins á skrifstofunni, Sverrir eða Pálmi. Skútuvogur - nýbygging Til sölu nýbygging ca 900 fm grfl. með möguleika á millilofti. Húsnæðið er á einum besta stað í Skútuvogin- um á horni Skeiðarvogs. Teikningar á skrifstofunni. Nánari uppl. aðeins á skrifstofunni, Sverrir eða Pálmi. Skrífstofan er lokuð í dag Ath. sýningarsalur er opinn ídag milli ki. 13 og 16 FASTEIGNA & SKIPASALA BÆJARHRAUNI 22 HAFNARFIRÐI* SÍMI 65 45 11 Mosfellsdalur - einbýli Nýkomið í einkasölu 132 fm einbýli á einni hæð auk 105 fm bílskúrs (hesthús/atvinnuhúsnæði), á þessum eftirsótta stað, örstutt frá borginni. Tilvalið m.a. fyrir náttúruunnendur og útivistarfólk. Verð 10,5 millj. Langamýri Gb. - 3ja - m/bflskúr í einkasölu glæsileg 85 fm endaíbúð á 1. hæð með sérsuðurgarði og verönd. Sérþvottah. og sérinngangur. Parket. Vandaðar innréttingar. 24 fm bílskúr. Suðurmýri - Seltjarnarn. - sérh. í einkasölu glæsileg ca 100 fm neðri sérhæð í tvíbýli. 2-3 svefnherb. 4ra herb. á teikningu. Frábær staðsetn. við þjónustumiðstöð. Áhv. húsnlán til 40 ára ca 5 millj. Verð 8,9 millj. Lambastekkur - einbýli - Rvík Nýkomið í einkasölu á þessum vinsæla stað, mjög fal- leg og vel umgengið einlyft 165 fm einb. auk 30 fm bílskúrs. Nýtt þak, eldhús og gler. Arin. Parket og flís- ar. Frábær staðsetn. í botnlanga. Verð 14,5 millj. Eskihlfð - 3ja - Rvík Nýkomin í einkasölu, falleg og björt 70 fm endaíb., vel skipulögð á 3. hæð í nýviðgerðu fjölbýli. Nýtt eldhús, gler, rafm. ofl. Verð 6,3 millj. Um 200 kennarar orðnir meðlimir í Fleti, félagi stærðfræðikennara, eftir eins árs starf Leita nýrra leiða til að efla stærðfræðikennslu AUKIN tækni hefur haft veruleg áhrif á stærðfræðikennslu og rann- sóknum á stærðfræði hefur fleygt fram á síðustu tveimur áratugum, að sögn Onnu Kristjánsdóttur, prófessors í stærðfræði og formanns Flatar, félags stærðfræðikennara. Umræða um stærðfræðikennslu hefur aukist talsvert hér á landi undanfarið ár, sérstaklega fyrir tiistuðlan félagsins, sem nýlega varð eins árs. Helstu markmið þess eru að efla stærðfræðinám og -kennslu, að vera vettvangur um- ræðna fyrir stærðfræðikennara og veita þeim stuðning. A vegum þess er verið að leita nýrra leiða til að tengja stærðfræðikennslu við umhverfi nemenda með því að nota til dæmis barnabækur og fjölmiðla og hvetja kennara til að auka fjölbreytni í heimaverkefnum. Anna segir að meðal annars sé verið að vinna að fjórum verkefnum innan Flatar _sem tengist þessum markmiðum. í fyrsta lagi sé verið að leita að góðum heimaviðfangs- efnum sem kennarar hafa notað með nemendum sínum með það fyrir augum að sýna hvernig megi nýta betur tækifæri utan skólastofu og bæta heimavinnuna. Lengst af hafi nemendur bara verið sendir heim með dæmi til æfinga en margt fleira þurfi að æfa en að leysa dæmi án samhengis. Annar hópur stærðfræðikennara er að skoða barnabækur til að sýna hvernig megi nota þær sem upp- sprettu verkefna til að nota við kennsluna. Anna segir að þar séu margir möguleikar. „Söguhetjur þessara bóka lifa lífinu og í öllu venjulegu lífi koma fyrir tölur, form og fleira stærðfræðilegt sem vert er að skoða,“ segir hún. Þriðja verkefnið snýr að því að kanna hvernig hægt sé að tengja efni, sem birtist i fjölmiðlum, nám- inu. Markmiðið er að gera nemend- ur læsa á stærðfræðiefni sem þar birtist. Anna gerði t.d. í fyrra sam- anburð á Morgunblaðinu frá árinu 1933, 1963 og 1993. „Árið 1933 er tiltölulega lítið efni sem gefur tilefni til stærðfræðilegra athug- ana,“ segir hún, „árið 1963 er tals- vert meira, en árið 1993 er slík gnægð að það má segja að ákveðið læsi þurfi til þess að taka afstöðu til efnisins og til þess að átta sig á því hvað er verið að segja.“ Fjórði hópurinn mun athuga hvernig nemendur vinna viðfangs- efni sem þeir hafa ekki beinlínis lært aðferð við að leysa. Þeir glíma við svokallaðar þrautalausnir sem líkjast meira lífinu sjálfu, þar sem fólk fær sjaldnast uppsett dæmi heldur þarf að átta sig á umhverfi sínu og geta skilið og rökstutt nið- urstöður sínar. Vasareiknar og tölvur vannýtt Anna segir að þrautalausnir skipti meira máli nú en áður, m.a. vegna þess að tæknin opni fleiri möguleika en áður, hlutirnir gerist hraðar og það skipti máli að sú kunnátta sem fólk búi yfir styrki það. í að taka á nýjum og ólíkum viðfangsefnum. Til dæmis skipti máli í atvinnulífinu að fólk sé opið fyrir nýjum möguleikum og getur íhugað þá gaumgæfilega til að þróa ný atvinnutækifæri. Þennan þátt væri hægt að rækta í ýmsum náms- greinum, ekki síst í stærðfræði. „En þvi miður,“ segir Anna, „eru vasareiknar og tölvur ekki notaðar nógu markvisst til náms í íslenskum skólum.“ Ein ástæðan er sú að möguleikar á endurmenntun kenn- ara eru takmarkaðir, því hátt í 2.500 manns kenndu stærðfræði á öllum skólstigum að sögn Önnu og erfítt væri að ná til þeirra allra. Önnur ástæða er að of lítil umræða er um breytingar á því hvernig við reiknum. Hún tekur sem dæmi að víða hafí börn aðgang að öflugum tölvu- búnaði þar sem til dæmis er að finna töflureikni. Þeir bjóði upp á mikla möguleika til að átta sig á stærð- fræðilegu samhengi, en séu of lítið notaðir til slíks. Þess vegna þurfí skólarnir að koma meira inn í þessa mynd til að kenna og nota forritin í námi. „Þetta er ekki eitthvað sem kennarar stökkva út í án þess að læra til verka,“ segir hún. „Það þarf að efla endurhienntun á þessu sviði allverulega." Kennarar eru þó byijaðir að nota það afl sem felst í tölvunum. „Og þótt ennþá sé algengt að í skólunum séu eingöngu sérstakar tölvustofur er maður farinn að sjá þess fleiri merki að tölvurnar eru notaðar eins og eðlilegur búnaður í námi,“ segir hún. „Það má sjá góð dæmi um þetta í einstökum skólum, og þeim fer fjölgandi.“ Tvennt ýtti undir stofnun samtakanna Ofangreind mál eru meðal verk- efna Flatar, segir Anna, en það var einkum tvennt sem ýtti undir stofn- un samtakanna fyrir ári. Tækniþró- un síðustu áratuga hefur haft veru- leg áhrif á líf fólks. Til dæmis fer þeim nemendum sem hafa séð for- eldra sína reikna á blaði fækkandi og fleiri sjá foreldra sína reikna á vasareikna en á blað. Það gefur til kynna að tæknin hefur haft mikil áhrif á líf foreldranna. Við því verð- ur skólinn að bregðast og að vinna skynsamlega með notkun vasa- reikna og tölva í þessu samhengi. „Það er allt eins hægt að leggja áherslu á skilning og hugarreikning með því að nota vasareikna en það þarf kunnáttu í slíkri kennslu," seg- ir Anna. Einnig hafði það áhrif að á und- anförnum 20 árum hefur rannsókn- um á stærðfræðinámi fleygt mjög fram, miklu meira væri skrifað um þær. Mikið væri hægt að læra af þessum rannsóknum og þurft hefði vettvang fyrir þá umræðu hér á landi. Umræðan hefur meðal annars farið fram í tímariti félagsins, Flat- armálum, þar sem er að finna grein- ar bæði frá kennurum hér á landi um ýmislegt sem þeir eru að reyna í sinni kennslu, það vegið og metið og reynt að læra af því, og einnig þýddar erlendar greinar og frásagn- ir af ýmsu sem gerist erlendis. LEKUR? Þegar þakrenna eða niðurfall frýs og stíflast kemst vatnið ekki rétta leið. Rafhitastrengur getur verið lausnin. Sigurplast hf., Völuteigi 3, Mosfellsbæ, sími 91-668300. AKSTUR OG SIGLING Brottför 30. maí frá Keflavík til Luxemborgar, þar sem fararstjóri tekur viö hópnum og verður fariö um Pýskaland, Sviss, Ítalíu, Austurríki, Danmörku og Noreg. Siglt verður frá Bergen þann 14. júni og komið til (slands þann 16. júní. Verð: 139.500,- krónur á mann. Innifalið í verði: Flug, akstur með hópbifreið samkvæmt leiðarlýsingu, gisting i tveggja manna herbergjum með baði, morgunverður og kvöldverður. Sigling með NORRÆNU í fjögurra manna káetum með baðherbergi, íslensk fararstjórn og flugvallarskattur. Ekki innifalið: Fæði á ferjunni NORRÆNU. Ferðaskrifstofa GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, sími 683222 Alls eru nú 200 manns félagar í Fleti, en félagið er ekki deildar- skipt. Anna segir að það skipti máli að framhaldsskólakennarar og unglingakennarar tali saman frekar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.