Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 Pólveijum opnast áður óþekktir möguleikar MEÐ samkomulagi við lána- drottna sína 10. mars sl., við Lund- únaklúbbinn svonefnda, opnaðist Pólverjum að nýju aðgangur að alþjóðlegum peningamarkaði. Með því hefur verið rutt úr vegi helstu hugsanlegu hindruninni fyrir aukinni hagsæld í Póllandi, stærsta hagkerfi Mið-Evrópu og ríki sem er einkar vel í sveit sett varðandi viðskipti bæði til austurs og vesturs. Er jafnvel talið að samningarnir eigi eftir að marka vatnaskil í efnahagslegu tiiliti þar sem þeir eru taldir kunna að leiða til mikils uppgangs í landinu, ekki síst vegna mjög vaxandi áhuga vestrænna fjárfesta á að ávaxta fé sitt í Evrópu austanverðri. Pólveijar skulduðu bönkum sem aðild eiga að Lundúnaklúbbnum 13,2 milljarða dollara, jafnvirði 950 millj- arða króna. Með samkomulaginu við bankana tókst þeim hins vegar að fá 42,5% skuldanna felldar niður. Því sem eftir stendur var skuld- breytt og fá Pólverjar 30 ár til að borga eftirstöðvamar upp. Forsenda fyrir samkomulaginu var að pólska þingið hafði skömmu áður samþykkt ný fjárlög sem einkennast af spam- aði í opinberum rekstri og aðhaldi á sviði ríkisútgjalda. Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn (IMF) átti hlut að máli og lagði blessun sína yfir fjárlögin. Að þeim samþykktum gat sjóðurinn látið verða af seinni hluta 50% niður- fellingar skulda Pólveija við erlend ríki, Parísarklúbbinn svonefnda, sem samkomulag náðist um í apríl 1991. Þessar skuldið hljóðuðu upp á 33 milljarða dollara, jafnvirði 2.376 milljarða króna. Nýtt samgöngukerfi til að endurnýja undirstöður efnahagslífsins Ágæti samkomulags Pólveija við lánadrottna sína, Lundúna- og París- arklúbbana, liggur í þeim möguleik- um sem þessi áfangi opnar Pólveijum til þess að fjármagna nýtt sam- göngukerfi sem er forsenda þess að varanlegur hagvöxtur geti orðið að veruleika í landinu. í undirbúningi er gerð hraðbrauta- kerfis frá austri til vesturs og norðri til suðurs í Póllandi. Jafnframt verða endurnýjaðar járnbrautalínur sem liggja um landið frá austri til vest- urs og tengja Berlín og Moskvu. Sömuleiðis verður úreltu fjarskipta- kerfí landsins umbylt svo það geti mætt kröfum tímans. Flugfélagið Lot hefur þegar orðið sér úti um vestrænar farþegaþotur í stað úr sér genginna sovéskra flugvéla. Það er hvorki á færi pólska ríkisins eða þarlendra banka, sem flestir hveijir gangast um þessar mundir undir endurfjár- mögnun og jafnvel samruna, að íjármagna þessi við- fangsefni, hvorki eitt þeirra sér eða öll saman. Og það eru fleiri verkefni sem bíða Pólveija. í frumvinnslu og þungaiðnaði er notast við úreltan tækjabúnað. Gífurlegra fjárfestinga er þörf til þess að færa kola- og stál- vinnsluna og ann- an þungaiðnað nær nútímanum, bæði til þess að draga úr mengun og til þess að fyr- irtæki, sem áður bjuggu við mið- stýringarhagkerfi frá tímum komm- únista, geti aðlagast markaðsbúskap með eðlilegum hætti. Áætlað er að 3,5 milljarða dollara þurfi til að íjármagna smíði 700 kíló- metra langrar gasleiðslu sem ætlun- in er að verði hluti af afkastamikilli leiðslu sem fyrirhugað er að leggja frá Jamalskaga á norðurströnd Sí- beríu til Þýskalands og annarra ESB- ríkja. Líklegt þykir að fyrirtæki sem fjárfesta í viðeigandi framleiðslu- starfsemi í Póllandi njóti forgangs þegar ráðist verður í framkvæmdir við framangreind verkefni. Stjórn- völd hafa til að mynda sett það sem skilyrði fyrir aðild að endurnýjun ijarskiptakerfisins að viðkomandi aðilar hafi fjárfest í skyldri starfsemi í landinu. Snara skrifræðisins Erlendar Ijárfestingar í Póllandi í fyrra námu 600 milljónum dollara eða talsvert minna en í grannríkjun- um. Ekki hefur slæmri skuldastöðu verið einni um að kenna. Skrifræði hefur staðið í vegi fyrir íjárfestingum og kæft marga tilraunina, að sögn vestrænna bankamanna. Legið hefur í loftinu að erlendir fjárfestar myndu streyma til Póllands og nú þykja lík- ur á flæði erlends ijármagns þangað hafa stóraukist. Þó fjárfestingabylgjan sem búist hefur verið við hafi enn ekki skollið á hefur mikill þróttur verið í pólsku efnahagslífi síðustu misseri. Hag- vöxtur nam 4% í fyrra og gert er ráð fyrir 5% aukningu landsfram- leiðslunnar á þessu ári. Markaðsbú- skapur sem hafinn var í landinu, fyrst gömlu kommúnistaríkjanna í Áustur-Evrópu, í janúar 1990 er far- inn að skila árangri. Pólland er fyrst gömlu austantjaldsríkjanna til að rísa úr rústum þess hagkerfis sem hrundi af alvöru eftir fall Berlínarm- úrsins. Breytingarnar sem átt hafa sér stað hafa að sjálfsögðu verið sárs- aukafullar, a.m.k. þegar til skamms tíma er litið. Opinberar niðurgreiðsl- ur til atvinnustarfsemi hafa verið afnumdar, gjaldmiðillinn zloty er orðinn gjaldgengur á alþjóðamarkaði og því mun verðminni en á tímum opinbers falsgengis og viðskipti við austantjaldsríkin hrundu við dauða Comecon, viðskiptabandalags kommúnistaríkj anna. BAKSVIÐ Eftir Ágúst Ásgeirsson auglýsingor Til sölu vinsaelu, þýsku bréfin Joker 88. Upplýsingar í síma 91-75883. Aðstoða við f rágang og sendingu. Til styrktar starfi Gunnars Guðlaugssonar, Hjallavegi 33, Reykjavík Hópur fólks sem notið hefur hjálpar Gunnars Guðlaugssonar vill vekja athygli á að hafin er fjársöfnun tii styrktar starfi hans, svo að honum sé gert kleift að starfa áfram hér á landi. Þeir sem vilja leggja þessu málefni lið er góðfúslega bent á reikning nr. 110630, bankanr. 0301, Búnaðarbanka íslands, Austur- stræti 5, Reykjavík. I.O.O.F. 10 = 1743288 = Dn. □ HELGAFELL 5994032819 VI 2 □ MÍMIR 5994032819 I 1 Frl. □ GIMLI 5994032819 III = 1 I.O.O.F. 3 = 1743288 = SP. Ungt fólk með hlutverk SgTgS YWAM - ísland Samkoma í Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20.30. Halldóra Ólafs- dóttir prédikar. „Þar sem andi drottins er, þar er frelsi". Allir hjartanlega velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Barnablessun og niðurdýfingar- skírn. Fíladelffukórinn syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Barnagæsla og barnasamkoma á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Ferðir Ferðafélags íslands um helgina: Sunnudaginn 27. mars verða þessar ferðir: 1. Kl. 10.30: Bláfjöll—Kleifar- vatn, skfðaganga. Gönguleiðin frá Bláfjöllum að Kleifarvatni hallar til suðurs. Gangan tekur um 5 klst. og er kjörin æfing fyrir skíðaferðir F.í. um páskana. 2. Kl. 13.00: Langahlíð-Vatns- skarð, skfðaganga. Ekið um Blá- fjallaveg vestari og gengið með- fram Lönguhlíð í Vatnsskarð. Verð kr. 1.100,- 3. Kl. 13.00 Stórstraumsfjöru- ferð í Straumsvík. Þægileg ferð fyrir fólk á öllum aldri. Straums- vík er rétt sunnan við Hafnar- fjörð, einkar sérstæð náttúru- með slnu fjölbreytta lífi. Verð kr. 800. Brottför í ferðirnar frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag fslands. VEGURINN Vsgf y Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Fjölskyldusamvera kl. 11.00. Eitthvað við allra hæfi. Almenn samkoma kl. 20.00. Allir velkomnir. Munið biblíulestur sr. Halldórs S. Gröndal miðvikudag kl. 18.00. Þeir eru öllum opnir. „Þegar þér leitið mín af öiiu hjarta, vil ég láta yður finna mig - segir Drottinn - “ Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 l dag kl. 11.00 Helgunarsam- koma með ungbarnablessun. Kapt. Anna María og Harold Reinholdtsen syngja og tala. Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma. Kapt. Anna María og Harold Reinholtdsen syngja og tala. Major Daníel Óskarsson stjórnar. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16. Fjöl- breyttur söngur. Barnagæsla. Samhjáiparvinir vitna um reynslu sína af trú og kórinn tekur lagið. Kaffi að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. Dagskrá Samhjálpar um páskana verður • sem hér segir: Föstudagurinn lagi: Almenn samkoma kl. 16.00. Laugardagur 2. aprfl: Opið hús kl. 14-17. Páskadagur: Hátíðarsamkoma kl. 16.00. Sjá nánar auglýst á skírdag. Samhjálp. Orð lífsins, Grensásvegi8 Almenn samkoma og sunnu- dagaskóli kl. 11.00. Sten Nilsson prédikar. Allir hjartanlega vel- komnir! Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 16.30. Atulóirfcfeú 2 . Kóptn'oaur Almenn samkoma í dag kl. 16.30. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Mánudagur 28. mars kl. 20.30: Félagsfundur í Mörkinni 6 (risi) Skipulagsmál Fjallabakssvæðisins Gísli Gíslason, landslagsarki- tekt, kynnir stefnumörkun í byggingar- og skipulagsmálum Fjallabaksvæðisins 1993-2003. Áhugavert efni fyrir allt ferða- fólk. Frjálsar umræður að erindi loknu. Heitt á könnunni. Ferðafélag íslands. SÍK, KFUM/KFUK, KSH Háaleitisbraut 58-60. Pálmasunnudagur Samkoma í Kristniboðssalnum í kvöld kl. 20.00. Helgi Elíasson hefur upphafsorð en prédikun heldur Hrönn Sigurðardótir. Nýr framkmvæmdastjóri KFUM og KFUK boðinn velkominn til starfa. Þú ert hjartanlega velkomin(n) á samkomuna. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Páskaferðir Ferðafélagsins: 1. 30/3-4/4 kl. 9.00: Kjölur, skföagönguferð. Gengið á milli sæluhúsa á Kili og lýkur ferðinni á 6. degi í Haukadal. 2. 31/3-4/4 kl. 9.00: Land- mannalaugar, skfðagönguferö, fimm eða þrír dagar. Ekið að Sigöldu og gengið þaðan á skíð- um í Laugar. Jeppar flytja farang- ur. Samhliða þessari ferð er einnig gönguferð á skfðum um „Laugaveginn". FÍmm daga ferð - aðeins 10 komast með. 3. 31/3-4/4 kl. 9.00: Miklafell- Síðujökull-Lakagfgar í sam- vinnu við heimamenn á Klaustri. Á skíðum að Miklafelli, Síðujökli og Lakagígum. Gist í skála og séð verður um flutning á far- angri á milli skála. 4. 31/3-2/4 (3 dagar): Snæ- fellsnes-Snæfellsjökull. Geng- ið á Snæfellsjökul, 7-8 klst. ganga, einnig verða skoðunar- ferðir á láglendi. Gist á Lýsuhóli í Staðársveit. 5. 2/4-4/4 kl. 9.00: Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Tilvalin fjölskylduferð. Göngu- ferðir um Mörkina. Nánari upplýsingar og farmiða- sala á skrifst. í Mörkinni 6. Ferðafélag íslands. UTIVIST Hallveigarstíg l • simi 614330 Dagsferð sunnud. 27. mars Kl. 10.30: Afmælisganga á Keili. Tunglskinsganga 28. mars Kl. 20.00: Kjalarnestangi. Rómantfsk ganga á fullu tungli. Kveikt verður fjörubál. Verð kr. 700/800. Dagsferð á skfrdag 31. mars Kl. 10.30 Selvogur-Þorlákshöfn. Skemmtileg ganga með strönd- inni, um 18 km löng. Dagsferð föstudaginn langa Kl. 10.30 söguferð f Reykholt. Brottför í dagsferðirnarer frá BSÍ, bensínsölu, frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Miðar við rútu. Lengri ferðir um páskana 31. mars-4. apríl: Sigalda-Landmannalaugar- Básar. Skíðagönguferð, örfá sæti laus. Esjufjöll. Skíðagönguferð, full- bókað er í ferðina. 1.-3. aprfl: Básar við Þórsmörk. Gönguferðir fyrir alla fjölskyld- una. Nánari uppl. og miðasala á skrif- stofu Útivistar. Útivist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.