Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 AKSTURSIÞROTTIR / FORMULA 1 KAPPAKSTUR Sirkusinn aftur við rásmarkið SIRKUSINN fer af stað í dag, sunnudag. Hvaða sirkus? Jú, sá dýrasti og tækni- væddasti, Formula 1 kappakstursheimur- inn í öllu sfnu veldi. Þetta er samansafn af keppendum og keppnisliðum, sem ferðast milli sautján landa á hverju keppn- istímabili, með fagurskreytta og tækni- vædda vélfáka. Leikurinn snýst um að ná árangri og hver keppni dregur að sér 200 milljónir áhorfenda f sjónvarpi, þannig að það eru miklir peningar f auglýsingum kringum þennan sirkus, sem margir vilja svo kalla, þó trúðar, börn og dýr séu ekki í aðalhlutverki. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Nýji Wiiliams Renault Ayrton Senna hefur reynst hraðskreiður á æfingum, þrátt fyrir að flókinn tækjabúnaður frá fyrra ári sé nú bannaður. Williams bíllinn náði 320 km hraða á Estroil kappakstursbrautinni þegar Senna fór prufuhringi á honum. Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar Heimsmeistaratitill ökumanna og bílahönnuða er í húfi ár hvert og hundruð milljóna í verð- launafé, og enn hærri fjárhæðir í auglýsingafé til handa keppnisliðun- um. Vegna reglu- breytinga er búist við jafnari keppni en síðustu ár, þar sem ríkustu liðin gátu beitt aliskyns framúrstefnu- tækni um borð í bílum sínum. Ferr- ari, Williams og McLaren notuðu öll flókin tölvukerfi til að stýra út- búnaði bílanna á margan hátt á meðan þeir voru á ferð, fjöðrun, dempurum, virkni vélar og fleiri þáttum, þannig að ökumaður þurfti lítið annað að gera en stýra bílnum af kostgæfni. Þessi tölvubúnaður hefur nú verið bannaður, þannig að uppstilling bílsins fyrir keppni er orðin lykilatriði til að ná árangri. Því er mikilvægt fyrir liðin að hafa reynda ökumenn um borð, sem hafa vit á því hvernig á að stilla fjöðrun, bremsur, vindskeiðina, og afstöðu þeirra þátta sem ráða aksturseigin- leikum bílanna dagana þijá, sem liðin fá fyrir keppni til undirbúnings á hverri braut. 6 sekúndur að skipta Það er ekki aðeins að flókin tækni hefur verið bönnuð, heldur mega liðin nú bæta eldsneyti á bílana hvenær sem er i keppni, sem ekki hefur mátt í mörg ár. Af þeim sök- um þurftu liðin að hanna vélar sem skiluðu góðri nýtingu eldsneytis miðað við 300 lítra tank. Nú geta liðin notað aflmeiri vélar og bensín- þyrstari, en tapa aftur á móti tíma í hvert skipti sem keppnisbíll þarf að koma inn á viðgerðasvæðið til —óið bæta eldsneyti á tankinn. Um leið og slíkt er gert, skipta liðin um dekkin fjögur. Líklegt er að þetta tvennt taki um 10 sekúndur, en rúmar 6 sekúndur tekur að skipta um dekkin íjögur. Áfylling elds- neytis þykir nokkuð áhættusöm og var af þeim sökum bönnuð fyrir nokkrum árum, en er nú leyfð aftur til að skapa spennu fyrir áhorfend- ur, eins og reglubreytingarnar varð- andi tæknibúnaðinn aflagða. Áhorfendur á hverri keppni eru um tvö hundruð þúsund, eftir því hvar keppnin fer fram. Á Silver- stóne í Englandi kostar aðgöngu- miði að helstu svæðunum um tíu þúsund krónur, en hægt er að kaupa miða á áhorfendapalla við brautina, í stúku við rásmarkið, inn á við- gerðasvæðið og að tjaldabaki, sem eru dýrustu svæðin og takmörkuð við ákveðna daga. Að tjaldabaki þyrpast áhorfendur að stjörnunum sírium, en vinsælustu kapparnir í dag eru Ayrton Senna, Michael Schumacher og Damon Hill. Bret- inn Nigel Mansell var sannkölluð stjarna í sínu heimalandi, en keppir nú í Indy kappakstri í Bandaríkjun- um, þar sem hann varð meistari í fýrra á fyrsta ári, heimamönnum til sárrar gremju. Mikill metingur er á milli aðstandenda Formula 1 og Indy kappaksturs, en síðar- nefndu greininni hefur vaxið fiskur um hrygg, ekki síst með tilkomu Mansells auk annarra fyrrum Form- ula 1 ökumanna. í breska kapp- akstrinum í fyrra minnkaði áhorf- endasókn um 30%, þar sem Mans- ell var ekki á meðal keppenda. Hill hefur tekið við hlutverki Mansells sem breska stjarnan, en hann ók Williams í fyrra og varð þriðji til heimsmeistara, á eftir Prost og Senna. Óþekkt Senna ekki lengur liðin Þetta þríeyki ásamt öðrum topp- ökumönnum frá síðasta ári munu þó þurfa að hafa sig alla við, því bílarnir eru orðnir jafnari og fátæk- ari liðin hugsa gott til glóðarinnar. Frakkinn Alain Prost varð heims- meistari í fyrra á Williams, en ákvað að draga sig í hlé. Williams réð því Senna til sín fyrir metfé, talað er um meira en 20 milljóna dollara árslaun auk auglýsingasamninga. Hjá Ferrari ráða Jean Alesi og Gerhard Berger ríkjum, en fyrir- tækið ítalska hefur smíðað glænýj- an bíl undir stjórn hönnuðarins John Barnard, sem meðal annars hefur unnið fyrir McLaren. Þjóðveijinn Schumacher er á sínu þriðja ári í Formula 1 kappakstri og brosmildi hans og jákvæðni hefur unnið hon- um fylgi um allan heim. Fyrir utan það að aka snilldarlega oft og tíðum er hann fulltrúi heilbrigðrar og já- kvæðrar hugsunar, auglýsir ósjald- an einhveijar heilsuvörur í sjónvarpi og er vinsæll sem slíkur. Misjafnt orð fer af mönnum og Senna er kannski hvað umtalaðastur fyrir að vera oft eins og snúið roð í hunds- kjaft, þykir stundum láta eins og prímadonna. Það getur verið erfiður titill að bera að vera talinn fljótasti öku- maður heims, eins og honum hefur verið hampað síðustu ár. Senna og Prost hafa eldað grátt silfur saman síðustu ár, ekið hvorn annan útúr brautum til að ná settu marki og hafa látið ófögur orð falla hvor um annan. í nýju keppnisliði er þó lík- legt að hann láti prúðmannlega, auglýsendur keppnisliðsins krefjast þess einfaldlega að hann sýni lit á brautinni og í orði. í fyrra voru þrímenningarnir Senna, Prost og Hill nær einráðir á kappakstursbrautunum, en hætt er við þvi að reglubreytingamar muni valda breytingu á því. Æfing- ar keppnisliða í mars á brautum víðsvegar í Evrópu sönnuðu það að bilið milli ríkari liðanna og þeirra efnaminni hefur snarminnkað, sem gleður vafalaust áhugamenn um Formula 1 kappakstur mikið. Fyrsta keppnin er í dag í Brasilíu og verður fróðlegt að sjá hvort sig- urvegarar síðasta árs verða að láta í minni pokann fyrir minni spá- mönnum, hvort bylting verður eður éi. Formula 1 heiminn vantar víta- mínsprautu. Menn telja að hún sé nú tilbúin og reglurnar nýju hristi upp í keppendum sem keppnisliðum í mótum ársins. Helstu keppendur í Formula 1: Rásnúmer: 0 Damon Hill, Englandi, ................Williams/Renault 1 Ayrton Senna, Brasilíu, ................Williams/Renault 4 Mark Blundell, Englandi, Tyrell/Yamaha 5 Michael Schumacher, Þýskal., ..................Benetton/Ford 6 JJ Letho, Finnlandi, Benetton/Ford 7 Mika Hakkinen, Finnlandi, McLaren/Peugeot 11 Johnny Herbert, Englandi, Lotus/Honda 12 Pedro Lamy Lotus, Portúgal, Honda 14 Rubens Barichello, Brasilíu, Jordan/Hart 15 Eddie Irvine, Englandi, .....................Jordan/Hart 25 Eric Bernard, Frakklandi, ..................Ligier/Renault 27 Jean Alesi, Frakklandi, Ferrari 28 Gerhard Berger, Austurríki, Ferrari 29 Karl Wendlinger, Austurríki, Sauber/Mercedes 30 Karl-Heinz Frentzen, Þýskal., ............... Sauber/Mercedes ttCIMW Bk Það er ekki mikið pláss fyrir Senna í keppnisbílnum. Taka verður stýrið úr bílnum á meðan hann kemur sér fyrir ofan í ökumannsklefanum. Þannig fer Formula 1 fram Fjórum dögum fyrir hveija keppni mæta liðin á kappaksturs- brautina, sem keppt er á. Hvert lið hefur marga flutningabíla til að flytja keppnisbíla og tækjabúnað milli staða. í flutningabílunum eru fullkomin verkstæði og varahlutir til taks. Tvo fyrstu dagana nota Iiðin til að stilla bílunum upp fyrir viðkom- andi braut. Velja réttu gír- og drif- hlutföll, stilla vindskeiðar bílanna að framan og aftan, stilla vélarnar miðað við loftslagið og prófa virkni dekkjanna miðað við hitastig braut- arinnar. Good Year sér flestum lið- um fyrir dekkjum og er með þús- undir dekkja meðferðis og sérútbúin dekkjaverkstæði á hjólum. Formula 1 keppni fer alltaf fram á sunnu- degi og á föstudegi fara keppendur í fyrstu tímatöku sem ákvarðar hvar bílar þeirra eru í rásröð í keppninni. Á laugardegi fer loka- tímatakan fram og það getur stund- um reynst erfitt að ná góðum braut- artíma, ef margir eru í brautinni í einu. Þá gildir að vera útsjónarsam- ur. Klukkan 14 að staðartíma á sunnudegi hefst kappaksturinn og 26 Formula 1 bílar fá að keppa í hverri keppni. Yfirleitt eru eknir um 300 km á hverri braut, 60-75 hringir, eftir því hve langar braut- irnar eru í hveiju landi. Aksturinn tekur yfirleitt rúma klukkustund. Fyrir sigur eru veitt 10 stig til heimsmeistaratitils, 8 fyrir annað sætið, síðan 6, 5, 4, 3, 2 og 1 stig fyrir næstu sæti á eftir. Af þeim sautján mótum sem haldin eru á hveiju ári gilda 11 til lokastiga, keppendur og keppnisliðin fá stig úr 11 bestu mótunum. Milljarðamaðurinn Brasilíumaðurinn Ayrton er fljót- astur, ríkastur og hefur þótt erfiður í umgengni. í fyrra labbaði hann inn í viðgerðaskýli Jordans og sló Eddie Irvine kaldan með berum hnúum. Honum fannst ökumaður- inn nýi hafa ekið illa í brautinni og ekki hleypt fram úr. í nokkur ár hefur hann þjarkað við heimsmeist- arann Alain Prost í gegnum íjöl- miðla og keppt af hörku við hann í mótum. Báðir hafa keyrt hvor annan út af viljandi til að skemma fyrir í titilsókninni. Ayrton Senna er blóðheitur og að sama skapi eld- fljótur um borð í Formula 1 kapp- akstursbíl, talinn sá fljótasti í dag. Hefur þroskast sem ökumaður Senna gæti í ár breytt um stíl í nýju liði. Með nýjum húsbændum í Williams liðinu er líklegt að hann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.