Morgunblaðið - 29.04.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.04.1994, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 Kringlan 50 niilliónir settar á verzl- unarliíiNnæói Sævars Karls VERZLUNARHÚSNÆÐI Sævars Karls Ólasonar í Kringlunni er nú til sölu hjá Fasteig-namarkaðnum. Það er um 173 fermetrar og því eitt af stærri verzlunarplássum í Kringlunni, en þau eru flest um 140 fermetrar. Á þetta verzlunarhúsnæði eru settar 50 millj. kr. og eru innréttingar innifaldar í því verði. Fermetraverðið er því tæp- lega 290.000 kr. Það hafa margir aðilar þegar sýnt þessu húsnæði áhuga, enda er það í afar góðu ástandi, sagði Jón Guðmundsson í Fasteignamarkaðn- um. — Verzlun Sævars Karls Ólason- ar er á einum bezta stað í Kringlunni og örugglega ein af fallegri verzlun- um þar, en innréttingamar vora sér- hannaðar af ítölskum arkitekt. — Kringlan er ekki að láta und- an, sagði Jón ennfremur. — Þó að það hafi verið einhver hreyfing á verzlunarhúsnæði þar, þá hefur hún í heild verið afar lítil. Það hafa kannski eitt til tvö verzlunarpláss þar skipt um hendur á hveiju ári. Að mínu mati er það ekki síður upplagt tækifæri fyrir fjárfesta að kaupa þetta húsnæði en fyrir þá sem hugsa sér að verzla þar sjálfir. Ég tel, að lánasjóðir myndu gjaman vilja lána veralega út á svona kaup, þar sem ég tel, að þetta húsnæði geti verið mjög arðbært. Þetta er það arðgefandi staður. Fermetraverð í Kringlunni hefur yfírleitt verið 2,5 sinnum dýrara en á Laugarvegi. Þar hefur fermetra- verðið verið frá 100.000 og upp í 120.000-130.000 kr. á góðu verzl- unarhúsnæði, en í Kringlunni hefur fermetrinn verið á bilinu 250.000- 300.000 kr. — Að mínu mati er Kringlan ekki að gefa sig gagnvart Laugaveginum, sagði Jón Guðmunds- son að lokum. — Laugavegurinn og Miðbærinn hafa hins vegar verið að taka á sig aðra og betri mynd og því hefur verið góð eftirspurn eftir verzl- unarhúsnæði á því svæði undanfarið. Verðið þar hefur því eitthvað styrkzt aftur af þeim sökum. Ný verzlun við Hverfisgötu — Meginástæðan fyrir því, að ég vil selja verzlunarhúsnæði mitt í Kringlunni nú er sú, að ég hef fjár- fest í fasteigninni Hverfisgötu 12, á homi Ingólfsstrætjs og Hverfisgötu, sagði Sævar Karl Ólason kaupmaður. — Þetta hús hef ég látið endumýja og þar langar mig til þess að byija með nýju línu í karlamannafatnaði í haust. — Ég hef náð ágætum árangri í verzlun minni í Kringlunni og topp- árangri sum árin t.d. árið 1991, sagði Sævar Karl ennfremur. — Nú langar mig til þess að reyna fyrir mér á nýjum stað en með öðram áherzlum en áður. Ég tel, að gamli miðbærinn sé á uppleið á nýjan leik og að aukin Verzlunin er um 173 fermetrar og þar er því um eitt af stærri verzl- unarplássum í Kringlunni að ræða. Innréttingar í verzluninni voru sérhannaðar og eru mjög fallegar. Hægt er að ganga inn í verzlun- ina bæði að innanverðu og utanverðu. S: 675891 Húseigendaþjónusta Sigurður Óskarsson Stakkhömrum 17, lögg.fasteigna-og 112Reykjavík skipasali ÞJÓISIUSTA VIÐ HÚSFÉLÖG Aðstoð við undirbúning og boðun húsfélags- funda. Umsjón og innheimta húsgjalda og greiðsla reikninga í samvinnu við húsfélagaþjónustu viðkomandi viðskiptabanka. Aðstoð við undirbúning og ákvarðanatöku vegna viðhalds eða annarra framkvæmda. Persónuleg aðstoð við einstaka íbúðaeigend- ur í húsfélögum. Hafið samband og leitið upplýsinga. umferð ungs fólks þar henti mjög vel þeim hugmyndum varðandi nýja verzlun, sem ég stefni að. Þar að auki tel ég, að ég geti sinnt þeim viðskiptum, sem ég hef núna, betur á einum stað en tveimur. — Ég mun að sjálfsögðu halda áfram verzlun minni að Bankastræti 9 á horni Bankastrætis og Ingólfs- strætis, en þar er bæði herrafata- og kvenfataverzlun, sagði Sævar Karl Ólason að lokum. — Þar er ég búin að verzla í tólf ár og verzlunin þar hefur gefíð góða raun. Morgunblaðið/Kristinn Hjónin Sævar Karl Ólason og Erla Þórarinsdóttir fyrir framan verzl- unina í Kringlunni. Fastcignaveðbréf Vaiiskilin 690 inillj. kr. í lok marzmánaöar VANSKIL á fasteignaveðbréfum 30 daga og eldri voru 690,1 miHj. kr. í marzlok, sem svarar til 1,39% af höfuðstól fasteignaveðbréfa. Kemur þetta fram í nýútkomnu fréttayfirliti húsbréfadeildar Hús- næðisstofnunar ríkisins yfir marz- mánuð. Höfðu vanskilin þá lækkað um 62,7 miiy. kr. frá mánuðinum á undan. Er þetta í samræmi við það, sem búizt hafði verið við. I Itdregin óinnleyst húsbréf námu samtals 77,7 millj. kr. að inn- lausnaiverði í marz. Þessi húsbréf hafa verið dregin út, en eigendur þeirra hafa ekki ennþá framvísað þeim til þess að fá þau greidd. Nú bera þau því hvorki vexti né verðbæt- ur. Númer þessara bréfa eru auglýst í hvert sinn, sem útdráttur er aug- lýstur. í marslok höfðu eftirfarandi breyt- ingar átt sér stað í afgreiðslum hús- bréfakerfisins miðað við sama tíma á síðasta ári: Breyting Greiðslumat-fjöldi (m.v.jan.) + 3,9% Innkomnar umsóknir: Notaðar íbúðir + 1,4% Endurbætur + 10% Nýbyggingareinstaklinga + 5% Nýbyggingar byggingaraðila + 308% Samþykkt skuldabréfaviðskipti: Notaðar íbúðir — fjöldi +15% Notaðar íbúðir - upphæðir + 16% Endurbætur — fy'öldi , + 5% Endurbætur — upphæð + 13% Nýbyggingar einstaklinga - fjöldi + 28% Nýbyggingareinstaklinga —upph. + 28% Nýbyggingarbygg.aðila-fjöldi +31% Nýbyggingar bygg.aðila — upphæðir +40% Samþ. skuldabréfaskipti alls - upph. + 15% Útgefin húsbréf: Reiknað verð + 43% Dregið hefur úr aukningunni sem verið hefur síðustu mánuði, með not- aðar íbúðir og nýbyggingar einstakl- inga. Eina aukningin er í umsóknum frá byggingaraðilum vegna nýbygg- inga, sem nemur um 308% m.v. sama tíma í fyrra, og er aukningin milli Markaðurinn Stööugl verólag Margir þættir hafa áhrif á fasteignaviðskipti. Atvinnuástand, lánamögu- leikar og vextir vega þar þungt. Það sem er einna mest einkennandi fyrir fasteignamarkaðinn er að hann er fijáls. Umsvif á honum ráðast að öllu Ieyti af framboði og eftirspurn og ákvarðanir um verð á íbúðar- húsnæði eru teknar af seljendum og kaupendum. Töluverð aukning varð á fjölda umsókna um húsbréfalán í kjöl- far vaxtalækkunarinnar í lok síðasta eftir Grétar J. Guðmundsson árs. Búast hefði mátt við verðhækk- un á íbúðarhúsnæði í kjölfar þess. Sú hefur þó ekki orðið raunin og hefur verð á fasteigna- markaði verið stöð- ugt undanfarin misseri. Atvinnu- ástandið hefur án efa haft þar áhrif. Fjármögnun íbúðarkaupa Með tilkomu húsbréfakerfisins var m.a. stefnt að því að koma á húsnæð- islánakerfi hér á landi, sem væri þannig að kaupendur þyrftu ekki að sækja lán til margra lánastofnana, eins og algengt var áður. Svo virðist sem þessu markmiði hafi að nokkru leyti verið náð. Athugun hefur verið gerð á þvi hvernig kaupendur standa að fjár- mögnun íbúðarkaupa. Þar kom í ljós að að jafnaði taka þeir sem eiga íbúð fyrir ekki önnur lán en þau húsbréfa- lán sem þeim stendur til boða. Þeir sem eru að festa kaup á sinni fyrstu íbúð þurfa hins vegar að jafnaði að fjármitgna íbúðarkaupin með um 400 þúsund króna skammtímalánum. Þetta era verulegar breytingar frá því hvemig stór hluti íbúðarkaupenda þurfti að flármagna íbúðarkaup áður en húsbréfakerfið kom til. Greiðslumatið Forsenda þess að íbúðarkaupendur fái fyrirgreiðslu í húsbréfakerfinu er að þeir hafi fengið greiðslugetu sína mánaða um 250%. Þrátt fyrir auknar umsóknir byggingaraðila er veruleg fækkun í samþykktum skuldabréfa- skiptum milli mánaðanna febrúar og marz eða um 127%. Samdráttur í innkomnum umsóknum vegna endur- bóta var um 10% og í samþykktum skuldabréfaviðskiptum rúm 55% milli sömu mánaða. Lítil aukning er í umsóknum ein- staklinga vegna nýbygginga, m.v. sama tíma í fyrra eða um 5%, en milli mánaðanna febrúar og marz hefur dregið veralega úr umsóknum. metna, áður en þeir gera kauptilboð í íbúðarhúsnæði. Greiðslumat fæst hjá bönkum, sparisjóðum og fjár- málafyrirtækjum. Greiðslumatið mið- ast við að greiðslubyrði lána fari ekki yfir 20% af heildarlaunum næstu 4 árin eftir kaupin, að teknu tilliti til vaxtabóta. Athyglisvert er að þeir sem eru að festa kaup á sinni fyrstu íbúð virð- ast að jafnaði kaupa íbúð sem er um 10% ódýrari en greiðslumatið segir til um. Munurinn er enn meiri hjá þeim sem eiga íbúð fyrir. Meðalkaup- verð þeirra íbúða sem þeir festa kaup á er um 17% lægra en hugsanlegt væri samkvæmt greiðslumati. Þess má geta að u.þ.b. tveir af hveijum þremur íbúðarkaupendum sem not- færa sér húsbréfakerfið eiga íbúð fyrir. Fastir vextir Á það hefur verið bent að greiðslu- byrði af húsbréfalánum er um 10% lægri nú en var á síðasta ári. Þetta er vegna þess að vextir af fasteigna- bréfum, sem eru hin eiginlegu hús- bréfalán íbúðarkaupenda, eru nú 5%, en þeir vora 6% á síðasta ári. Vextir af fasteignaveðbréfum era fastir og því mun greiðslubyrði eldri húsbréf- alána ekki breytast, þrátt fyrir vaxta- lækkun á fjármagnsmarkaði. Fastir vextir gera það að verkum að áætlanir kaupenda geta verið ör- uggari. Þeir ættu að stuðla að trygg- ara lánakerfí, sem er ein af forsend- um þess að stöðugleiki sé á fasteigna- markaði. Höfundur er þjónustuforsijóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Fast- eigna- sölur í blaðinu Agnar Gústafsson 14 Ás 22 Ásbyrgi 12 Berg 28 Borgareign 18 Borgir 12 Eignaborg 9 & 18 Eignamiðlunin 5 Eignasalan 9 Fasteignamark. 4, 10 & 24 Fasteignamiðlun 12 Fasteignamiðst. 3 Fjárfesting 22 Framtíðin 10 Garður 24 Gimli 6-7 Hátún 10 Hóll 16-17 Hraunhamar 19 Húsafell 14 Húsakaup 23 Húsið 8 Húsvangur 13 íbúð 15 Kjörbýli 24 Kjöreign 21 Lyngvík 26 Óðal 11 Sef 2 & 17 Séreign 20 Skeifan 25 Stakfell 9 Valhús 8 Þingholt 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.