Morgunblaðið - 29.04.1994, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994
B 15
Örn Kjærnested, framkvæmdastjóri Álftáróss. í baksýn er byggingasvæðið við Skeljatanga í Mos-
fellsbæ, en framkvæmdir við permaform-hverfið þar eru þegar hafnar.
upphafi mikið umtal. — Það hafði
bæði kosti og galla, en vegna þess
hve þessi byggingaraðferð er góð,
tel ég, að þetta mikla umtal hafi ein-
ungis orðið til góðs, segir Örn. - Nú
vita nánast allir, sem nálægt bygg-
ingum koma, hvað permaform er.
Fyrst héldu margir, að verið væri
að innleiða lélega og ómerkilega
byggingaraðferð. Nú hafa flestir
sannfærzt um það gagnstæða, ekki
hvað sízt kaupendur og þeir eru fyrst
og síðast dómarar um, hvað gengur
og hvað ekki.
Framkvæmdir eru þegar hafnar
af krafti í permaform-hverfinu við
Skeljatanga og er nú unnið að því
að steypa upp sökkla undir fyrstu
íbúðirnar. — Salan hefur gengið von-
um framar, enda er mikill áhugi á
þessum íbúðum, segir Örn. — Nú er
búið að selja 15 íbúðir af þeim 64,
sem þarna verða byggðar með
permaform- aðferðinni og það á rúm-
um mánuði. Það er mikið um fyrir-
spurnir og búið að senda út tugi
teikninga og verklýsinga til fleiri
hugsanlegra kaupenda. Eg geri mér
því vonir um, að flestar permaform-
íbúðirnar í þessu hverfi seljist í sum-
ar en þó þannig, að þær verða afhent-
ar smám saman fram á mitt næsta
ár, eftir því sem framkvæmdum mið-
ar áfram.
Hverfið er unnið í alverktöku og
Álftárós annast því alla gatnagerð
og frágang opinna svæða. Því verki
verður að sjálfsögðu að ljúka óháð
því, hvemig gengur að selja íbúðirn-
ar. í hveiju húsi eru hins vegar að-
eins fjórar íbúðir. Það er því hægt
að auka framkvæmdahraðann við
þær allt eftir því, sem markaðurinn
segir fyrir um.
Nýjar hefðbundar íbúðir of
dýrar
En hver er skýringin á góðum
viðbrögðum markaðarins við þessum
íbúðum? — Kaupendur ráða ekki
lengur við hefðbundnar, nýjar íbúðir,
en ný 4ra herb. íbúð í blokk kostar
nú um 8-8,5 millj. kr., segir Örn. —
Hún er yfirleitt um 110-115 ferm.
með sameign, en nýtanlegir fermetr-
ar innan við eitt hundrað. Nýtanleg-
ir fermetrar í 4ra herb. permaform-
íbúðum eru einnig um 100 ferm, en
þær kosta innan við 7 millj. kr. Þetta
gerir gæfumuninn.
Það er sameignin, sem gerir íbúð-
ir í venjulegum fjölbýlishúsum svo
dýrar. í permaform-húsunum er því
sem nær engin sameign. Allir gangar
og aðkoma að útidyrahurðum er sér.
Þessi hús eru því miklu nær því að
vera sérbýli en ljölbýli, enda íbúðirn:
ar tiltölulega fáar í hveiju húsi. í
húsunum með stærri íbúðunum eru
aðeins fjórar íbúðir en átta í þeim,
þar sem minni íbúðirnar eru. Þetta
er kostur, sem margir meta mikils.
— Þetta eru mjög aðlaðandi íbúð-
ir að mörgu leyti, segir Örn. — Sval-
irnar eru t. d. mjög stórar eða um
10 ferm. Þar er því góða aðstaða
fyrir grill og annað af því tagi fyrir
efri íbúðirnar og þar sem gengið er
upp í þær, er hægt að hafa hjól og
barnavagna í vari. Efri íbúðirnar
hafa að þessu leyti vissa kosti fram
yfir neðri íbúðimar. Neðri íbúðirnar
njóta þess hins vegar, að það er
hægt að ganga úr þeim beint út í
garð. íbúarnir þar eru því í meiri
tengslum við garðinn.
Enn má nefna, að hljóðeinangrun
í þessum íbúðum er mjög góð. Rann-
sóknarstofnun byggingariðnaðarins
hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að
hljóðburður á milli þessara íbúða er
með því lægsta sem þekkist og mun
minni en er í hefðbundnum blokkum.
Loftþéttleikinn - hefur líkar verið
mældur og hann er mjög góður, en
hann segir til um, hvemig einangrun
reynizt í þaki.
íbúar í þeim permaform-íbúðum,
sem þegar er búið að taka í notkun
hér, hafa tjáð mér, að hitakostnaður
þar sé mjög lágur, enda ekki að
ástæðulausu. Húsin eru mjög vel ein-
angruð og rekstrarkostnaður þeirra
því lítill. Að mínu mati verður við-
haldsþörfín á þessum húsum mjög
lítil vegna plastklæðningarinnar, sem
er utan á þeim.
En þrátt fyrir þær góðu viðtökur,
sem permaform-íbúðirnar hafa feng-
ið, telur Örn það af og frá að perma-
form eigi eftir að verða ráðandi bygg-
ingaraðferð á íslandi. — En perma-
form-íbúðirnar eru góður valkostur
fyrir ungt fólk, sem vill eignast eigin
íbúð og að þurfa þannig ekki að fara
inn í félagslega íbúðakerfið, segir
hann. — Þær er líka góður valkostur
fyrir eldra fólk, sem býr í stórum
húsum en vill minnka við sig og eiga
þannig peninga í annað á sínum efri
árum. Það er ekki að ástæðulausu,
að á meðal kaupenda okkar er vel
efnað fólk, sem er að minnka við sig
í þessu skyni.
Stöðnun á ný-
byggingamarkaðnum
Sú spurning vaknar, hvort ekki
hefði átt að innleiða þessa bygging-
araðferð fyrr hér landi, úr því að
markaðurinn tekur henni svo vel og
raun ber vitni. — Það ríkir mikil stöð-
unun og íhaldssemi á íslenzka ný-
byggingamarkaðnum, segir Örn. —
Jón Siguijónsson, yfirverkfræðingur
hjá Rannsóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins, hefur látið svo um mælt
opinberlega, að permaform sé kraft-
mesta nýjungin hérlendis í áratugi
til lækkunar á byggingarkostnaði.
Það getur vel verið, að efnahags-
ástandið í landinu sé nú þannig í
dag, að það krefjist þess, að verð á
nýjum íbúðum lækki og það má vel
líta á þetta sem svar okkar við því.
Til þessa hafa einungis verið
byggðar permaform-íbúðir í Grafar-
vogi og Mosfellsbæ, en að sögn Arn-
ar er stefnt að því að reisa perma-
form-íbúðir á fleiri stöðum á höfuð-
borgarsvæðinu og ekkert því til fyrir-
stöðu, að íbúðir verði byggðar með
þessari aðferð úti á landsbyggðinni.
— Byggingaverktökum úti á landi
stendur til boða að byggja með þess-
ari aðferð. Við hér gætum útvegað
þeim mót og teikningar sem umboðs-
menn. En þeir yrðu auðvitað að full-
nægja þeim gæðakröfum, sem við
setjum, þannig að þeir yrðu að sæta
ströngu eftirliti af okkar hálfu.
En Álftárós byggir fleira en
permaform-íbúðir. Fyrirtækið hefur
tryggt sér rétt á byggingu fimm
svæða í Mosfellsbæ og á þeim er
gert ráð fyrir 300-400 íbúðum alls,
sem skulu byggðar á næstu tíu árum.
Fyrir skömmu lauk fyrirtækið fram-
kvæmdum við nýju sundlaugina í
Árbæ, sem er mikið og glæsilegt
mannvirki. Að sögn Arnar stóðust
allar áætlanir þar, en kostnaðaráætl-
unin var 400 millj. kr.
Jafnframt byggir Álftárós í al-
verktöku tvo miðbæjarkjarna, annan
í Mosfellsbæ og hinn í Garðabæ. í
báðum þessum kjörnum hafa bæjar-
félögin keypt húsnæði undir starf-
semi sína. Heildarkostnaður við þess-
ar framkvæmdir er áætlaður um
1.500 millj. kr. — Þessi verkefni eru
langtímaverkefni, segir Örn. — En
framkvæmdir þokast vel áfram og
það verður hafinn verzlunarrekstur
á báðum þessum stöðum á þessu
ári, enda þótt húsin verði ekki fullbú-
in.
Af öðrum verkefnum má nefna
20 ibúðir, sem Álftárós er að byggja
við Ingólfstorg ofan á húsið Aðal-
stræti 9, en gert er ráð fyrir, að
þessar íbúðir verði teknar í notkun
í sumar.
— Ég geri ráð fyrir þvi, að hér
hjá okkur muni starfa 70-80 manns
í sumar og sennilega 120-150 manns,
ef undirverktakar eru taldir með. Það
er svipað og undanfarin sumur, seg-
ir Örn Kjærnested að lokum.
FAST6IGNASALA
VITASTÍG 13
Lindarberg - Hf.
mi ssss
^ 11 i mÆi
Til sölu glæsil. parh. á tveimur hæðum, 214 fm, sem
skiptist þannig: Á jarðh. er rúmg. bílsk. með góðri loft-
hæð, forstofa, 3 rúmg. barnaherb., baðherb., rúmgott
hol. Á efri hæð er stofa, borðst., hjónaherb., barna-
herb., eldh. og baðherb. Garðstofa. Glæsil. útsýni.
Tvennar svalir. Húsið selst fullb. að utan, fokh. að inn-
an. Teikn. á skrifst. Verð 9,8 millj.
Gunnar Gunnarsson,
FA
FÉLAG n FASTEIGNASALA
lögg. fasteignasall, hs. 77*10.
Fífusel. 4ra herb. ib. á 1. hæö 104
fm auk 28 fm bílskýli. Góö sameign.
Góö lán áhv. Verö 7,9 millj.
Vfðimelur. 2ja herb. íb. í kj. 46 fm.
Nýtt gler og gluggar. (b. mikið endurn.
Sérinng. Góö lán áhv.
Álfheimar. 4ra herb. falleg
íb. é 3. haeð, 100 fm Mikið end-
urn. Stórar suðursv. Mögul. á
garðstofu. Áhv. Byggsj. 2,4 millj.
Kríuhólar. 2ja herb. ib. 46
fm á 4. hæð í lyftubiokk. Garð-
skáli. Verö 4,5 millj.
Efstasund. 2ja herb. glæsil. ib. á Kaplaskjólsvegur. 4ra herb.
2. hæö, ca 50 fm. íb. er öll mikið end- endaíb. 117 fm auk herb. í kj. Tvennar
urn. Nýl. gleroggluggar. Góö lán óhv. svalir. Fallegt útsýni. Áhv. húsbrl. 4,6
millj.
Kleppsvegur. 4ra herb. íb. ó 1.
hæð, 94 fm. Góðar suðursv. Maka-
skipti mögul. á stærri eign í sama hverfi.
Engihjalli. 4ra-5 herb. góö íb á
2. hæð, 98 fm. Fallegt útsýni. Góð lán
áhv. Makaskipti mögul. á 2ja herb. íb.
Verð 6,7 millj.
Leifsgata. 2ja herb. falleg
íb. á 3. hæð, ca 50 fm. Mikið
endum. Áhv. húsb. 3 mlllj. Verð
5,2 millj.
Skúlagata — þjón-
ustuíb. 2ja herb. faileg Ib. á
3. haáð, 64 fm auk bílskýlis. Fal-
legar innr. Sérþvottaherb. ( fb.
Fallegt útsýni.
Blöndubakki. 4ra herb. íb.
á 3. haáð, 116 fm, auk herb. í kj.
Glæsil. útsýni. Góð samelgn.
Grettisgata. 2ja herb. falleg risíb.
47 fm. Góðar innr. Parket. Góð lán
áhv. Verö 4-4,2 millj.
Boðagrandi. 4ra herb. falleg íb.,
92 fm, auk bílskýlis. Lyfta. Flúsvörður.
Gervihnsjönvarp. Fráb. útsýni. Gufubaö
í sameign. Áhv. húsbróf 4,7 millj. Maka-
skipti mögul.
Sörlaskjól. 4ra herb. íb. á 1. hæð
103 fm auk 30 fm bílsk. Stórar suð-
ursv. Góður garöur.
Kleifarsel. 2ja herb. falleg
ib. á 1. hæð 75 fm. Sér suður-
garður. Góð verönd. Þvherb. i (b.
Góð lán óhv. Verð 5.9 millj.
Hraunbær. 5 herb. falleg
endaíb., 138 fm, á 3. hæð. Áhv.
húabr. 3,9 millj. Parket. Suðursv.
bvhús í ib. laus.
Vitastígur. 2jaherb.góð(b.
á 2. hæð 45 fm. Góðar ínnr. Góð
lán áhv. Verð 4,9 mlllj. Laus.
Laugavegur. 2ja herb. íb., 35 fm.
Nýtt gler og gluggar. Verð 3,5 millj.
Makaskipti á góðri 3ja herb. íb.
Frostafold. 5-6 herb. fb. á
3. hæð, 138 fm, t lyftuhúsi.
Tvennar svalir. Parket. Bílskýli.
Göð tán áhv. Makask. mögul. é
raðhúsl eða elnb. í sama hverfl.
Garðhús. 3Ja herb. ib. á 1.
hæð 77 fm i tvibýlish. Mögul. á
garðstofu. Áhv. Byggsj. 3,6 mitlj.
Verð 7,5 miltj.
Lindarbraut — Seltj.
Fallegt efri sórh. ca 150 fm auk
ca 30 fm bflsk. Tvennar svallr.
Glæsil, útsýni. Góð lán áhv. Verð
11,9 mlllj.
Kaplaskjólsvegur. 3ja
herb. ib. á 1. hæð 78 fm. Suð-
ursv. Góð sameign.
Laugarásvegur. 5 herb. sérh.
126 fm auk 35 fm bilsk. Góð lán áhv.
Fallegt ótsýni.
Krummahólar. 6 herb. ib. á
tveimur hæðum 163 fm auk bílskýlis.
Glæsil. útsýni. Verð 10,9 millj.
Seilugrandi. 3ja herb. ib. á 2
hæöum 87 fm. Stórar svalir. Góð lán áhv.
Laugateigur. 3ja herb. fb.
i kj. 75 fm i þrib. Góður garður.
Verð 5,6 millj.
Silungakvísl. Neðri sórh.
í tvíb. á 2 hæðum. Ca 185 fm.
Mögut. á tveimur íb. Góð garð-
stofa. Góð lén áhv.
Skarphéðinsgata. 3ja herb.
íb. ó 2. hæð 51 fm. Ný eldhinnr. Góðar
svalir. Verð 5,4 millj.
Krummahólar. 3ja herb. íb. á
2. hæð, 90 fm auk bílskýlis. Góð lán
áhv. Verð 6,5 millj.
Otrateigur. Endaraðhús,
168 fm, með 28 fm bílskúr. Mög-
ul. á séríb. kjallara með sérínng.
Nýlegt gler og gluggar. Suður-
garður. Mögulelki á makaskipt-
um á minni eign. Verð 12,8 millj.
Lokastígur. 3ja herb. fal-
leg ib. á 3. hæð, 67 fm. Mikið
endurn. ( góðu steinh. Suðursv.
Leirubakki. 3ja herb. góð ib. á
1. hæð 84 fm. Góðar innr. Göð lán
éhv. Verð 6,5 millj.
Laugalækur. Raðhús á 3
hæðum, 206 fm, auk 24 fm bil-
skúrs. Nýl. ínnr. Suðursvallr.
Verð 14,5 millj.
Grettisgata. 3ja herb. fal-
leg ib. á 1. hæð 67 fm. Husið
er mlkið endum. Góð lán áhv.
Byggsj. 2,5 millj. Sérinng.
Klyfjasel. Fallegt einb. 186
fm, Góðar stofur. 5-6 svefnherb.
Stórar vinkilsvalir. Bflskréttur.
Stóragerði. 3ja herb. falleg
íb. ca 85 fm á 4. hæð auk herb.
í kj. - Fallegt útsýnl. Verð 6,8
millj. Laus.
Stuðlasel. Glæsll. elnbhús
á einni hæð 195 fm með ínnb.
bflskúr. Fallegar innr. Fallegur
ræktaður garður. Makaskipti
mögul. á sérh.
Hraunbær. Sja herb. falleg
ib. 85 fm á 2. hæð. Suðursv. Góð
sameign. Nýtt gler.
Vorsabær. Fallegt einb. á einni
hæð 140 fm ásamt 40 fm bílsk. Falleg-
ur garður. Góö lán áhv.
Austurberg. 3ja herb. fal-
leg ib. 78 fm auk bilsk. Suðursv.
Góð lán áhv. Verð 6.6 millj.
Rituhólar. Glæsii. einb. á 2
hæðum, 250 fm, auk 50 fm bilsk.
Arinn bæði úti og inni. Glæsil.
útsýni.
Asparfell. 3ja herb. glæsil.
ib. ib. 91 fm á 2. hæð. Fallegar
innr. Þvottaherb. á hæðinni. Mik-
ið endurn. Góð lán áhv. Verð 6,2
mlllj.
Bfldshöfði. Höfum til sölu
verslunar- og iðnaðarhusnæði.
Verslunarhúsn. m. góðu lager-
plássi og skrifstofuaðstöðu er
177 fm. Iðnaðarhúsn. m. stórum
innkeyrslud. 174 fm. Einnig iðn-
aðarhúsn. m. góðum Inn-
keyrslud. 336 fm. Hagstætt verð.
Góð lán áhv.
Fellsmúli. 4ra herb. íb. á jarðh.
97 fm. Parket á gólfum. Góð lán áhv.
Njálsgata. 4ra herb. Ib. 96
fm. Mikið endum. Verð 6,7 millj.
Veitingastaður —
miðborgin. Höfum til sölu
veitinga- og kaffistofu í verslun-
arkjarna I miðborinni. Mlktir mög-
ul.
Dalsel. 4ra-5 herb. íb. á 3.
hæð 107 fm. Bilskýti 36 fm. Hús-
ið er allt ný teklð að utsn.
Glæsil.útsýni. Laus. Suðursv.
Veitingastaður. Höfum
til sölu veitingastað á góðum
stað f verslunarsamstæði. Góð
taeki. Rumg. sslur. Uppl. é skrifst.
Blönduhlíð. 4ra herb.
rúmg. rísib. Stórar suöursv. ca 9
fm. Fallegt útsýni. GóÖ lán áhv.
Gunnar Gunnarsson,
lögg. fasteignasali, hs. 77410.
FÉLAG
FASTEIGNASALA
FASTEIGNASALA
VITASTÍG I3
3ja herb
4ra herb. og staerri