Morgunblaðið - 22.05.1994, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAG'U'R 22.' 'MAÍ 1994
MQRGUNBLAÐIÐ
Eftir Skapta Hallgrímsson
Þorbjöm segir enga eina
uppskrift til að góðum
árangri í handknattleik.
„En strákamjr em gíf-
urlega duglegir að æfa,
til dæmis lyftingar til að styrkja sig,
við emm oft á séræfingum í hádeg-
inu og þetta em gífurlega metnaðar-
fullir strákar sem ég er með...“
...og gífurlega metnaðaifullur
þjálfari sem þeir eru með, ekki satt?
„Jú, jú. Það er rétt! Við æfum
reyndar ekkert ofboðslega mikið, en
reynum að hafa allar æfíngar árang-
ursríkar. Meðan við emm að æfa er
tekið á, en þegar það er búið er tek-
ið upp léttara hjal. Æfíngarnar em
samvinnuverkefni mitt og strákanna
og við reynum að hafa það skemmti-
legt. Eg spyr strákana mikið hvað
þeim fínnst um hlutina, þeir koma
með athugasemdir og svo vinsa ég
úr hvað mér finnst rétt og hvað
rangt.“
Lærði á leiðinlegu æfingunum
Það hefur einmitt heyrst að þú
sért með mjög erfiðar æfingar en
samt hlakki menn til að mæta; hvem-
ig stendur á því?
„í fyrsta lagi býð ég mönnum aldr-
ei upp á æfingar sem mér þóttu sjálf-
um leiðinlegar á sínum tíma. Eg var
hjá mörgum þjálfurum og var látinn
gera margar leiðinlegar æfíngar.
Bogdan [Kowalczyk] kom hingað og
innleiddi miklar æfingar og því er
ekki hægt að neita að við náðum
ótrúlega góðum árangri undir hans
stjóm, en samt sem áður finnst mér
ég hafa lært mikið af honum um
hvernig á ekki að þjálfa. Margar
æfíngar sem hann var að bjóða
mönnum upp á höfðu engan tilgang
og hefði því mátt sleppa. Ég reyni
að hafa þetta frekar í léttari kantin-
um og þegar ég fínn að búið er að
bjóða mönnum of mikið, eða ef illa
gengur, bakar konan oft kökur og
við förum heim til mín, ég og strák-
arnir, fáum okkur kökur og ræðum
málin í breyttu umhverfi. Þetta hefur
allt sitt að segja.“
Ég þykist einmitt vita að konan
þín taki virkan þátt í félagsstarfínu
með þér og sumir fullyrða að heimil-
ið sé stundum eins og annar Hlíðar-
endi. Hálfgert félagsheimili. Er eitt-
hvað til í því?
„Jú, það er satt. Hún er gífurlega
dugleg að hjálpa til og maður væri
ekki í þessu ennþá ef hún tæki ekki
virkan þátt líka. Það versta er ef
konan er á móti því sem maður er að
gera.“
Þorbjöm er mjög metnaðargjam.
Haustið 1976 fór hann í Val, eftir
að hafa leikið með Þór á Akureyri í
nokkur ár, og það vakti athygli
nyrðra þegar hann fór að sjást hlaupa
upp og niður tröppumar í áhorfenda-
stúkunni við knattspymuvöll bæjar-
ins um sumarið; ekki bara einu sinni
eða tvisvar í hvert skipti, heldur
nánast heilu dagana, að því er mönn-
um fannst. Á þessum ámm voru
menn á því að handboltamenn væru
í hvíld á sumrin, og svona sjálfspín-
ing var því óvenjuleg.
„Menn álitu það algjört glapræði
að fara í Val því fyrir voru sex lands-
liðsmenn. En mig langaði bara ekki
í neitt annað félag og vissi að ég
yrði að koma í góðri æfíngu. Því fór
ég að æfa og æfa fyrir norðan um
sumarið. Auðvitað vonaðist ég til að
komast einhvem tíma í landsliðið en
það kom á óvart hve snemma ég fór
inn í landsliðshópinn. Var náttúrlega
algjör „vindill" fyrst eins og allir
eru, en ég var svo tiltölulega sam-
fleytt í landsliðshópnum.“
Þú fórst fyrst inn í hópinn sem
„stórskytta“.
„Já, ég var alltaf útispilari en fékk
íívo breytt hlutverk þegar Bogdan
kom. Bytjaði þá að æfa á línu og
spilaði þá stöðu með landsliðinu alveg
þangað til ég hætti.“
Þér hefur ekki þótt það móðgun
við „stórskyttuna“ að vera allt í einu
beðinn um að spila i línunni?
„Nei, mér er alveg sama hvað ég
geri ef ég fæ að leggja mig fram
og skila því besta sem ég get. Hand-
bolti er vinna liðsheildarinnar; menn
verða alltaf að gera sér grein fyrir
því þegar þeir kom inn að þetta er
STRÍÐINN
HARÐJAXL
Þorbiorn Jeosson
Fæddur: 7. september 1953
Reykjavík.
Eiginkona: Guðrún Kristins-
dóttir.
Börn: Kristín Hrönn (17. sept-
ember 1972) og Fannar Órn
(23. apríl 1981).
Starf: Rafíðnaðarmaður.
Félög: Valur, Þór Akureyri og
Malmö IFK í Svíþjóð.
Árangur með Val: Sjö íslands-
meistaratitlar, tveir bikarmeist-
aratitlar og einn deildarmeist-
aratitill.
Árangur með Malmö IFK:
Sigurvegari í 1. deild 1988.
Landsleikir: 146. Einnig 8
leikir með landsliðinu gegn úr-
valsliðum. Mörk skoruð í þess-
um leikjum eru 104.
Fyrsti landsleikur: Gegn Kína
1977 á Akranesi. Fyrirliði
landsliðsins í 74 leikjum og var
fyrirliði liðsins sem varð í sjötta
sæti á ÓL í Los Angeles 1984
og í HM í Sviss 1986. Tók þátt
í B-keppninni á Spáni 1979 og
í Hollandi 1983. Lák 81 lands-
leik í röð á árunum 1983-1986.
ÞORBJÖRN skýtur af línunni gegn Dönum í Laugardalshöll þegar hann var landsliðsfyrirliði.
Árangur Þorbjörns hjá Val
Urslitaleikur Evrópu-
keppni meistaraliða
f Miinchen
Islandsmeistari með
„Mulningsvélinni"
■ Sjö sinnum Islandsmeistari
■ Tveir bikarmeistaratitlar
■ Einu sinni deildarmeistari
Þjálfari og
leikmaður með
Malmö IFK
1986-1988.
Sigurvegari í 1.
deild 1988
‘2:
12 12
42 .co .co qS Qð
e e
g §
r*c aa
1994
samvinna, og hjá okkur í Val er hún
góð. Ekki bara mín og leikmanna,
heldur einnig Jóhanns liðsstjóra og
Stefáns Carlssonar, læknis. Þeir eru
líka mikilvægir."
Varstu snemma staðráðinn í að
spreyta þig á þjálfun?
„Eg byijaði mjög snemma að
þjálfa, fyrst í yngri flokkunum hjá
Val þar sem ég þjálfaði til dæmis
Geir [Sveinsson], Jakob [Sigurðs-
son], Valdimar [Grímsson] og fleiri
í mörg ár. Ég á töluverðan þátt í
uppbyggingu þeirra og er mjög glað-
ur yfír því. Þeir voru seinna hjá rnér
í meistaraflokki og gjörþekkja mig.
Það hefur oft verið talað um að þeg-
ar svo sé, geti þjálfari ekki starfað
lengur með leikmönnum, en ég er
alls ekki sammála því. Það sem geng-
ur ekki er ef þjálfari mætir og ætlar
sér að starfa eins og herforingi og
halda mannskápnum algjörlega frá
sér. Þá hitnar einfaldlega stöðugt
undir honum þangað til kviknar í og
hann verður að hlaupa burt. Nái
menn hins vegar að vinna vel með
leikmönnum getur þjálfari haldið
áfram með þeim í mörg ár. Ég hef
líka verið duglegur að fara á þjálfara-
námskeið og koma með nýjungar.
Menn eru í raun alltaf að gera sömu
hlutina en ef hægt er að gera þá á
mismunandi vegu skiptir það miklu
máli.“
Svíþjóðardvölin
Þú varst með IFK Malmö I Svíþjóð
á tímabili. Var það lærdómsríkt?
„Já, það var gífurlega lærdóms-
ríkt. Fyrra árið var ég eingöngu ieik-
maður en þjálfaði liðið líka seinna
árið. í upphafí var Svíagrýlan ofar-
lega í huga mér; maður hafði alltaf
tapað fyrir þeim og okkur fannst
Svíar einhveijir yfírburða íþrótta-
menn. Þó ég væri orðinn þetta gam-
all [32 ára] kveið ég fyrir að mæta
á æfíngu með Svíunum því þeir voru
svo miklir íþróttamenn í mínum
huga. En þegar ég fór að æfa með
þeim komst ég að hinu sanna í mál-
inu; að flestir voru þeir virkilega lat-
ir og nenntu ekki að leggja mikið á
sig. Ætluðust til að hlutirnir kæmu
af sjálfu sér. Gunni Gunn [núverandi
þjálfari Víkings] var þama með mér
og við vorum ekki svona. Það var
því mjög gott fyrir mig að kynnast
þeim sem leikmaður fyrra árið, áður
en fór að þjálfa þá. Eg vissi að það
þýddi ekki að bjóða þeim hvað sem
var. Þeir elskuðu að spila — og eftir
að hafa hugsað um hvernig ég gæti
platað þá til að æfa vel ákvað ég
að taka þátt í mörgum undirbúnings-
mótum. Þar fengju þeir að spila og
allir voru tilbúnir til þess þó álagið
væri mikið. Við spiluðum 35 leiki
áður en deildarkeppnin hófst — einu
sinni tíu leiki á fjórum dögum — og
vorum í mjög góðri æfingu. Enda
stóð liðið sig vel og komst upp í
Allsvenskan í fyrsta sinn síðan það
féll niður í 1. deild 1972. Þetta var
vorið 1988. Þarna voru karlar sem
voru búnir að bíða allan þann tíma;
menn um sjötugt grétu fyrir framan
mig eins og böm þegar upp var stað-
ið. Það var hálf spaugilegt."
En svo fðrstu bara heim...
„Þeir vildu hafa mig áfram og ég
var tilbúinn í það. Það var reyndar
hentugt að fara heim vegna skóla-
göngu krakkanna, en ég var til í að
vera eitt ár enn ef þeir myndu kaupa
leikmenn. Félagið átti svolitla pen-
inga og ég lagði ríka áherslu á að
keyptir yrðu einn eða tveir mjög
góðir leikmenn. Við vorum með
þokkalega góðan mannskap en ekki
stóran hóp. Svo þegar til kom voru
hugmyndir þeirra að kaupa hina og
þessa „vindla“ sem mér leyst ekkert
á og fór því bara heim.“ En Þorbjörn
átti eftir að heyra meira frá Malmö:
„Þeir höfðu svo samband við mig
aftur í enda keppnistímabilsins er
þeir voru að spila um hvort þeir féllu
eða ekki, og vildu fá mig í einn
mánuð til að reyna að bjarga hlutun-
um. En ég gat það ekki; var upptek-
inn hér heima — og þeir féllu! Ég
er svo sem ekki að segja að ég hefði
bjargað einhveiju. En nú er þetta
ástkæra félag okkar Gunna fallið enn
neðar, og mér er sagt að það sé tal-
að þannig í Malmö að ástandið hafi
verið öðruvísi þegar íslendingamir
voru þar!“
Á Volgu með einkabílstjóra
Þú hefurlíka verið eitthvað I Rúss-
landi, mekka handboltans. Þú hlýtur
að hafa lært mikið á því.
„Já, svo sannarlega. Boris Abk-
ashev, fyrrum þjálfari Vals, kom því
til leiðar að ég fór í heimsókn til
Rússlands í hálfan mánuð fyrir
nokkrum árum í boði handboltasam-
bandsins þar. Ég var eins og heiðurs-
gestur; þeir sóttu mig út á flugvöll
og ég var keyrður um í stórri Volgu
allan tímann. Hafði einkabílstjóra og
túlk. Ég var hjá herliðinu CSKA og
fór svo til Minsk og hitti Mironovich,
sem er nú landsliðsþjálfari Rússa,
og horfði á fjögurra liða úrslita-
keppnina um rússneska meistaratitil-
inn. Það er aldýrmætasti tími sem
ég hef upplifað í sambandi við þjálf-
un. Ég horfði á æfingarnar og mátti
spyija þjálfarana á eftir hvað þeir
hefðu verið að gera, hver tilgangur-
inn væri með hverri æfíngu og svo
framvegis, og þar kom maður ekki
að tómum kofanum. Mér fannst það
athygliverðast sem Mironovich var
að gera. Hann hugsar mest um tækni
og tækniæfingar, spekúlerar mikið í
öllum smáatriðum í leiknum sem
hann segir skipta miklu máli þegar
tvö jöfn lið mætast, og það var gam-
an að sjá hvernig hann setti upp
æfíngar. Sumar virkuðu furðulegar
en hann er mjög hugmyndaríkur.
Sagðist til dæmis láta menn hlaupa
úti í skógi og kasta bolta á milli sín
milli tijánna til að æfa boltatækn-
ina.“
Þorbjörn segir Valsmenn leika
nokkuð „rússneskan handbolta"
enda hafi hann kynnt sér hann best
og hrífíst mjög af honum. „Það má
rekja þetta til þess að Boris Abkas-
hev kom til Vals frá Sovétríkjunum
1980. Hann þjálfaði okkur í þijú og
hálft ár og ég var mikið á séræfing-
um hjá honum. Um það leyti sem
hann var að fara aftur var ég til
dæmis að byija sem línumaður með
landsliðinu, og það var hann sem
hafði kennt mér það. Við höfðum
farið í gegnum það, sem þjálfarar,