Morgunblaðið - 22.05.1994, Side 4

Morgunblaðið - 22.05.1994, Side 4
4 B SUNNUQAGUR22. MAÍ 1994 M0RGIJNBLA.D1D hvemig ætti að spila hvetja stöðu fyrir sig. Ég lærði mjög mikið af honum enda er Boris frábær þjálfari og búinn að vera í þessu starfi í 30 ár.“ „Eftir því sem ég þjálfa lengur erutn við farnir að spila meira fijáls- an handbolta enda er ég mjög hrif- inn af honum og strákarnir líka. Það er mun meira skapandi en ef menn eru alveg fastir í einhvetjum leikkerfum. Handboltinn í heimin- um hefur þróast þannig að lið eru farin að spila sífellt meira fijálst og þar af leiðandi verður að búa til sterkari einstaklinga, bæði sem sóknarmenn og ekki síður varnar- menn. Við æfum mikið svona; spil- um fijálst, bregðum upp einu og einu leikkerfi, en það er ekkert sem við byggjum á.“ Valsstrákarnir hafa sagt þig mjög snjallan að bregðast rétt við í leik. Er það eitthvað sem gerist bara ósjálfrátt? „Já, oft á tíðum er það. Ég man alltaf eftir því að þegar Boris var að fara, eftir að hann var hérna fyrst, sagði hann við mig hlut sem ég oft hugsað um síð- an: „Þegar þú ert að stjórna í leikjunum er það fyrsta sem þér dettur í hug alltaf rétt. Vertu ekkert að velta því fyrir þér!“ Þetta hef- ur oft komið upp í hugann og detti mér ein- hver breyting í hug í miðjum leik minnist ég alltaf þessara orða og læt bara vaða. Að hika er það sama og að tapa. Maður má heldur ekki vera of íhaldssamur.“ Ofboðslega stríðinn Þú þóttir í harðari kantinum sem leikmaður og eflaust muna margir eftir því þegar Danir sögðu þig lík- ari hnefaleikakappa en handbolta- manni... Þorbjöm brosir og segir: „Ég var þannig sem leikmaður að ef einhverj- ir ákveðnir hlutir fóru í taugamar á andstæðingunum þá reyndi ég alltaf að beita þeim því ég tel það veikleika- merki ef menn láta eitthvað koma sér úr jafnvægi. Ég er ofboðslega stríðinn og reyni að sjá spaugilegu hliðina á öllu. Þar af leiðandi kom þetta fram í mínum leik líka vegna stríðni; þó maður væri ekki beinlínis að hlægja var maður að reyna að spila inn á veikleikana hjá andstæð- ingunum og það gekk vel. Þetta er mikil sálfræði." En hvernig leikmaður varstu sjálf- ur, svona eftir á að hyggja? „Ég hef oft lýst mér fyrir strákun- um; ég var einn af þessurn sem hafði ekki mikla boltatækni, en ýmislegt annað. Var tildæmis tilbúinn að gefa allt í þetta sem ég gat og held að það hafí fleytt mér rosalega áfram; ég vann upp lélega tækni með því. Ég var enginn stórkarl, gat ekki skor- að 10 mörk í Ieik með landsliðinu, en ég gafst aldrei upp.“ Þjóðin man líklega eftir þér úr leikjum sem miklum harðjaxli. Þú ert þá ekki eins grimmur og margir kunna að halda? „Margir þekkja mig af vellinum sem gífurlegan harðjaxl, sem alltaf var rekinn útaf og alltaf var rífandi kjaft. En þetta er bara minn stfll, og það sem ég tek mér fyrir hendur reyni ég að alltaf að gera eins vel og ég get. Ég var „fastur fyrir“. Það segir hins vegar ekki allt um hvernig menn eru í rauninni, hvemig þeir haga sér innan vallar, og ég veit að margir fengu ranghugmyndir um mig,“ segir Þorbjörn. Hann nefn- ir dæmi um íslending sem var við nám í Maimö. „Hann hafði munað eftir mér úr boltanum og hélt ég væri bara eitthvert. ruddamenni. Svo kynntumst við í Sviþjóð og hann sagði einhvem tíma að enginn maður hefði komið sér eins mikið á óvart; ég væri bara jafn Ijúfur og allir aðrir!“ Umgenpst strákana eins ng faðir Eftir Sigmund Ó. Steinarsson „ÞORBJÖRN opnar heimili sitt þegar honum finnst leikmenn þurfi á heimilislegri aðhlynningu að halda — borða saman, eða ræða málin yfir kaffibolla. Eiginkona hans, frú Guðrún, tekur fullan þátt í þeirri aðhlynningu — eldar eða bakar ljúffenga rétti og kökur. Þegar Þor- björn tekur strákana inn á heimilið umgengst hann þá og ræðir við eins og faðir, en ekki sem strangur þjálfari. Hann kallar ávallt allan hópinn saman — hann hefur aldrei gert mannamun, hvort sem leikmað- urinn er gamall, heimsmaður eða nýgræðingur í liðinu. í hans huga eru allir jafningjar," segir Jóhann Birgisson, aðstoðarmaður Þorbjörns. ^5unnar Gunnarsson, þjálfari Vík- ings, sagði að það væri gott að sækja þau hjón heim. „Ég kynntist því í Svíþjóð. Þegar Þorbjörn er í faðmi fjölskyldunnar er hann ekki líkur þeim stóra bimi sem stendur út við hliðarlínu og öskrar á leikmenn sína eða dómara, heldur ljúflingur. Maður kemur aldrei að tómum kofanum hjá þeim hjónum. Ég hef aldrei borðað eins mikið af heimabökuðum brauð- um og kökum og þau tvö ár sem vorum á sama tíma í Malmö.“ Jóhann sagði að þau hjón hafi unnið mikið og fórnfúst starf fyrir Val. „Það sem hefur hjálpað Þorbirni og Guðrúnu mikið, er að þeim hefur tekist að sameina fjölskylduna Val. Guðrún starfar mikið fyrir Val og böm þeirra leika handknattleik með Val — dóttirin í meistaraflokki, son- urinn í fímmta flokki.“ „Ég valdi Þorbjörn“ Hvað segir Guðrún Kristinsdóttir, eiginkona Þorbjöms — er ekki erfítt að vera gift handknattleiksþjálfara, sem er mikið að heiman. „Nei, það er ekkert erfítt. Mín skoðun er sú að ef maður kynnist manni sem hef- ur geysilegan áhuga á einhverju, verður maður að taka þátt í því eða fmna sér annan mann. Ég valdi Þor- björn og það sem hann var að fást við,“ sagði Guðrún. - Hvernig er að fá Þorbjöm heim eftir tapleiki — er hann tapsár? „Nei, hann er mjög geðgóður og yfírvegaður — hefur yfír að ráða miklu jafnaðargeði, þó að fáir trúi því. Hann kemur ekki heim í fýlu eftir leiki eða hefur allt á hornum sér.“ - Verður þú aldrei þreytt á heim- sóknum til Þorbjörns vegna hand- knattleiksins? „Ég hef ekkert á móti því að vinir hans komi í heimsókn, því þeir eru einnig mínir vinir — og það er gam- an að taka á móti þeim. Ég hef gam- an að því að stússast í matargerð." - Fer ekki mikill tími hjá ykkur í handknattleik? „Það má segja að nær allur okkar frítími fari í handknattleikinn. Það er ekki aðeins Þorbjörn sem stundar handknattleik, heldur börnin okkar einnig. Ég sé ekki eftir þessum tíma, því að yfírleitt hefur hann boðið upp á góða skemmtun. Við höfum eign- ast marga mjög góða vini og hand- knattleikurinn hefur gefið okkur mjög mikið — miklu meira en sá tími sem hefur farið í þetta. Það hefur að sjálfsögðu hjálpað til að Þorbjörn hefur verið í mjög sigursælum liðum í gegnum árin,“ sagði Guðrún, sem er viss um að hún eigi eftir að lifa „handknattleikslífí" næstu árin. „Ég sé ekki að Þorbjöm sé að hætta þjálf- un. Honum finnst þetta alltof skemmtilegt til þess.“ Vann fitrúlegt afrek í Malmö „ÞAÐ er ekki spurning að Þorbjörn er stórkostlegur þjálfari. Ég kynnt- ist því í Svíþjóð, þar sem ég lék með honum hjá Malmö IFK — árið sem félagið komst upp í úrvalsdeildina. Undir þeim kringumstæðum sem voru hjá félaginu, get ég fullyrt að af þeim þjálfurum sem ég hef komist í kynni við, hefði engum tekist það sem Þorbjörn afrekaði," segir Gunnar Gunnarsson, þjálfari og leikmaður Víkingsliðsins. Morg- unblaðið fékk Gunnar og Jóhann Birgisson, aðstoðarmann Þorbjörns þjá Val, til að lýsa þjálfara Valsliðsins. ^5unnar sagði að eftir á að hyggja væri það ótrúlegt afrekið sem Þor- bjöm vann. „Staðan var þannig hjá Malmö IFK að við áttum eiginlega ekki nema í lið — sjö leikmenn. Við áttum tæplega í lið á æfíngum allan veturinn, en samt náði Þorbjöm að gera allar æfíngar okkar skemmti- legar. Að koma liði upp í úrvalsdeild í Svíþjóð með svo fáum leikmönnum er ótrúlegt afrek, sem verður aldrei endurtekið.“ Jóhann Birgisson hefur verið að- stoðarmaður Þorbjörns síðan hann tók við þjálfun Valsliðsins 1989. Hvemig finnst honum að starfa með Þorbimi? „Það er mjög gott, en get- ur einnig verið erfitt. Þorbjörn er mjög formfastur og hann vill að allur sá tími sem hann hefur til umráða sé nýttur fullkomlega. Annars er stutt í brosið hjá honum, enda hefur hann mikið skopskyn og er frábær í umgengni." Jóhann heldur áfram: „Alþjóð veit að Þorbjörn er skapmikill, og það bitnar ekki aðeins á dómumm, eins og oft sést. Skapið brýst alltaf fram ef honum er misboðið — þá krefst hann skýringa, hvort sem það em leikmenn eða dómarar. Það er eins og hann tapi áttum, þegar honum finnst hann verða fyrir óréttlæti, eða þegar honum finnst menn ekki heið- arlegir. Þorbjörn er ekki í persónu- legu stríði við þá sem eru í svarta búningnum, heldur em þeir hluti af umgjörðinni. Hann vill að menn leggi STRÍÐINN HARÐJAXL ÞORBJÖRN var alltaf „fastur fyrir“ í vörninni, eins og hann orðaði það sjálfur. Hér stöðvar hann Jakob Jónsson, KA-mann, í leik með Val að Hlíðarenda fyrir nokkrum árum. Morgunblaðið/Kristinn HANDKNATTLEIKSFJÖLSKYLDAN. Þorbjörn ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Kristinsdóttur, dótturinni Kristínu Hrönn og synin- um Fannari Erni. Börnin leika bæði handknattleik með Val. mikið á sig og skili sínu besta — og hann krefst þess sama frá dómur- um,“ sagði Jóhann. Gunnar segir Þorbjöm spaugsam- an, „en ef hann fínnur að hlutirnir ganga ekki, er hann fljótur að hvæsa. Þá hverfur brosið fljótt af mönnum. Þorbjörn er mjög góð blanda af al- vöru og léttleika." Jóhann segir að allt sem Þorbjörn taki sér fyrir hendur vinni hann vel og samviskusamlega. „Bestu kostir hans finnst mér að hafi hann trú á einhverju — fylgir hann því mjög fast eftir. Þeir sem vinna með honum að verkefnunum, hvort það eru ung- ir eða gamlir leikmenn, vita nákvæm- lega hvenær hann hefur trú á þeim. Þessi kostur hefur fleytt Valsliðinu áfram þegar mannabreytingar hafa orðið á milli ára. Hann nær því sem hann ætlar sér út úr leikmönnum sem hann treystir. Þetta eru miklir eigin- leikar hjá manni sem þarf að stjóma flokkaíþróttaliði.“ Leggur áherslu á framtíðina Þorbjöm hefur náð ótrúiegum árangri — það er sama hvað hann missir marga lykilmenn ár hvert, hann kemur alltaf með leikmenn til að fylla skörðin. „Þorbjörn er alltaf að hugsa um framtíðina. Hann fylg- ist vel með ungum leikmönnum og strax og þeir, sem eru ákveðnir að gefa allt sem þeir eiga í leikinn, hafa náð sextán til sautján ára aldri er Þorbjöm búinn að sýna þeim sama traustið og þeim eldri. Þorbjörn hefur þó góðar gætur á því að ofbjóða ekki ungu leikmönnunum. Hann langar oft að nýta þá meira, þegar þeir eldri bregðast, en hann vill ekki setja það á herðar yngri leikmann- anna að þurfa að hreinsa upp eftir þá eldri,“ segir Jóhann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.