Morgunblaðið - 22.05.1994, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 B 9
mount mun næstum tvöfalda frum-
sýningar frá fyrra ári, 1994 verða
þær a.m.k. 25.
TRISTAR
„Margur er knár ...“ sannast hér
því TriStar er minnstur dreif-
ingarrisanna en var
engu að síður með
hæstu hagnaðarpró-
sentuna. Hér virðist
lagt meira uppúr
gæðum en magni og
menn hafa álit á Mike Medavoy,
þeim sem heldur um stjórnartaum-
ana. Það voru tvær myndir sem öðr-
um fremur skópu þennan afbragðs-
árangur. Vinsældir Svefnlaus í Se-
attle komu á óvart og Á ystu nöf
sannaði að Sylvester Stallone hefur
enh aðdráttarafl þrátt fyrir margan
skellinn á undanförnum árum. Aðrar
kolféllu. Morðgáta á Manhattan var
þeirra á meðal, þrátt fyrir góða dóma
og markar hún endalok starfsferils
Woody Allens hjá kvikmyndaverinu.
Ég giftist axarmorðingja, Helgarfrí
hjá Bernie II og Look Who’s Talkin
Now voru rakkaðar niður á öllum
vígstöðvum. Tvær vandræðamyndir,
Wilder Napalm og Herra Jones, sem
TriStar kom sér ekki til að sýna
árið 1992, voru frumsýndar í fyrra
með þeim afleita árangri sem við
var búist. Bjartasta vonin í ár er
tvímælalaust aðaljólamynd kvik-
myndaversins, Fíladelfía, fyrsta
stórmyndin um eyðni þar sem Tom
Hanks leikur homma sem greinst
hefur með sjúkdóminn og Denzel
Washington lögfræðinginn hans.
Þessi nýjasta mynd Jonathans Dem-
mes hefur hiotið geipiaðsókn og
Hanks hlaut Óskarsverðlaunin fyrir
aðalhlutverkið. Árið 1993 frumsýndi
TriStar 13 myndir sem kostuðu að
meðaltali aðeins 18,5 millj. dala en
innbyrtu að jafnaði 33,9 millj. Svo
hagnaðarhlutfallið var öfundsvert,
eða 83%!
NEW LINE / FINE LINE
Það má reikna með að þetta litla
fyrirtæki (miðað við risana á undan)
braggist í ár þar
_____________ sem kapalmynda-
FFineLine og fréttakóngurinn
Features Ted Turner eignað-
ist það á síðasta ári
i
AMn«fNr»UMOrMna
og hefur nú tekið
við stjórninni. Hann mun örugglega
upphefja ímynd þess en lifibrauðið
á þessum bæ hefur verið harla fá-
skrúðugt, með nokkrum athyglis-
verðum undantekningum. Þær
myndir sem héldu fyrirtækjunum
gangandi í fyrra voru National
Lampoon’s Loaded Weapon I, Tee-
nage Mutant Ninja Turtles III, Jason
fer til vítis — síðasti föstudagurinn
og ein mynd þeirra, Menace II Soci-
ety, hlaut bæði góða aðsókn og frá-
bæra dóma. Gettysburg, Leolo (sýnd
á kvikmyndahátíðinni í okt.) og
Short Cuts eftir Robert Altman hlutu
einnig afbragðsviðtökur hjá gagn-
rýnendum en fóru fyrir ofan garð
og neðan hjá almenningi. En þær
voru fleiri sem stóðust ekki prófið.
Three of Hearts, Surf Ninja’s, Ex-
cessive Forse og Wide Saragasso
Sea kolféllu á öllum vígstöðvum
Á þessu ári binda menn vonir við
The Mask, Corrina, Corrina með
Whoopi Goldberg og nýjasta mynd
Gus Van Sants, Even Cowgirls Get
the Blues birtist loks á tjaldinu í
snemma sumars. New Line/Fine
Line, sem er stærst hinna svokölluðu
sjálfstæðu framleiðenda fyrir vestan
og jók veltuna um heil 80% 1993
mun frumsýna í námunda við 20
myndir í ár, svipaðan fjölda og í
fyrra.
MIRAMAX
Sem kunnugt er sérhæfir Mira-
max sig í dreifingu og framleiðslu
listrænna mynda,
með undantekn-
ingum þó. Miðað
við undanfarin ár
var 1993 frekar dauft. Hin góða
útkoma þess 1992, með Ljótan leik
í fararbroddi afbragðsmynda, varð
til þess að Disney keypti fyrirtækið
með húð og hári og eru það kannski
bestu fréttimar af þeim bænum
ásamt Píanóinu, sem Miramax dreif-
ir í Norður-Ameríku og naut góðs
gengis við Óskarsverðlauna-
afhendinguna. Aðrar myndir sem
sýndu hagnað voru aðeins þrjár,
Children of the Corn II, The Fortr-
ess og Kryddlegin hjörtu.
Næstum allar aðrar myndir Mira-
max í fyrra ollu vonbrigðum, a.m.k.
miðasölunni. Mestar vonir voru
bundnar við Til vesturs, sem kolféll
líkt og Map of the Human Heart,
House of Cards og Tom og Jerry —
kvikmyndin, svo þær einar séu
nefndar sem sýndar hafa verið hér-
lendis.
Það verða nokkrar forvitnilegar
myndir frumsýndar í ár, þ.á m. nýj-
asta mynd Seans Penns sem leik-
stjóra og handritshöfundar og nefn-
ist hún The Crossing Guard. Robert
Altman kemur með Pret-a-Porter
og Quentin Tarantino Pulp Fiction.
Dýrast verður Hálendingurinn III,
sumarmyndin í ár.
MGM/UA
Þetta ljón hefur öskrað eitt útí
nóttina um langt árabil og skotið
engum skelk
í bringu. Það
voru dregn-
ar úr því
tennurnar af
mörgum
fjárplógsmönnum sem það gekk á
milli á þessum tíma og hugsuðu um
það eitt að reyta af því eigurnar.
Seldu nánast allt nema nafnið og
sameinuðu MGM öðru gamalgrónu
kvikmyndaveri, United Artists. í
fyrra urðu þáttaskil, Alan Ladd jr.,
var rekinn og mikilsvirtur stjóm-
andi, Frank Mancuso, ráðinn frá
Paramount. Þetta var verk stórbank-
ans Credit Lyonnais, stjórnendur
hans sáu ekki betri ráð útúr þeim
fjárhagslegu ógöngum sem fyrrver-
andi eigendur voru búnir að koma
þeim í.
Best sótta mynd MGM í fyrra,
Benny og Joon, sló svo sem engin
aðsóknarmet, en hún og Ótamin
hjörtu skiluðu þó hagnaði. Hinar 10
stóðu ekki undir sér. Madonnumynd-
in Body of Evidence, Rich in Love,
Meteor Man, Sonur Bleika pardus-
ins, Flight ofthe Innocent, Banvænt
eðli — Fatal Intinct og Njósnaranir,
allar ollu þær hugarangri og urðu
síst til þess að endurvekja virðingu
ijónsins.
Betri tíð hlýtur að vera í nánd og
gott ef 1994 á ekki eftir að verða
tímamótaár í sögu MGM og UA.
Nýir húsbændur hyggjast sýna 17.
James Bond myndina í ár, That’s
Entertainment III, Hackers og Higg-
ins and Beech. Vonir eru bundnar
við Blown Away, nýjustu mynd
Tommy Lee Jones og Jeff Bridges,
endurgerð The Mechanic og mynd
sem Robert Duvall bæði leikur í og
framleiðir og þefur ekki enn hlotið
nafn.
SAMUEL GOLDWYN,
GRAMERCY, SAVOY
Samuel Goldwyn, stærst þessara
þriggja smáfyrirtækja, dreifði mynd
Kenneths Bra-
V naghs, Ys og þys
útaf engu. Hún var
eina tromp þess í ár
ef undan er skilin
örlítil velgengni
Brúðkaupsveislunnar. Stórtap var á
öðrum myndum, m.a. Mac, gerðri
af leikaranum John Turturro, Stolnu
börnunum og Baraka. Hjá Goldwyn
eygja menn von í ár í næstu mynd
leikstjórans Spike Lee og The Perez
Family eftir indverska leikstjórann
Mira Nair (Mississippi Masala). Fyr-
irtækið mun frumsýna 15 myndir í
ár, nokkru fleiri en í fyrra.
Gramercy er sameignarfyrirtæki
Universal og Polygram Filmed Ent-
ertainment og er ætlað að dreifa
fyrst og fremst myndum erfiðum í
meðförum. Og útkoman í fyrra fór
eftir því. Vestrinn Posse slapp fyrir
horn að vísu en Konungur hæðarinn-
ar, Kalifornia, A Home of Our Own
og A Dangerous Woman komu og
fóru án þess að setja nokkurt mark
á miðasöluna.
Savoy er nýtt fyrirtæki sem spáð
er velgengni en skorti aðsóknar-
myndir í ár. Hins vegar stóð það að
baki mynda sem fengu afbragðs-
dóma eins og A Bronx Tale, sem
er framraun stórleikarans Roberts
De Niros í leikstjórastöðunni, og
Shadowlands, með Anthony Hopkins
og Debru Winger.
Heimildlir: Variety, Daily Vari-
ety, Hóllywood Reporter.
GR.AMf.RCV
KRIPALUJOGA
í kripalujóga lærlrþú:
★ Aðlosaumspennu.
★ Að upplifa tilfinningar.
★ Aðslakavelá.
Lærðu að þekkja líkama þinn.
Byrjendanámskeið hefjast 31. maí
og 8. júní.
Kynning laugardaginn 4. júní kl. 13.
Jógastöðin Heimsljós
Skeifunni 19,2. hæð, sími 679181 milli kl. 17 og 19.
SÖNGSMIÐJAN
SÖNGSKÖl.I MEÐ NY)U SNiÐl.
Auglýsir inntöku nemenda í einsöngvaradeild
Byrjendur - miðstig - framhald
linkatímar: Söngkennsla, undirleikur.
lóptímar: Söngkennsla, samsöngur, kór, leiklist, dans,
tónfræði, tónheym, tungumál, tónleikar og óperuuppfærslur.
Allar upplýsingar veittar á skrifstofu skólans,
Skipholti 25 og í síma 61 24 55,
A
Almennar kaupleiguíbúðir
fyrir aldraða
Auglýst er eftir umsóknum um 8 almennar kaupleiguíbúðir.
Um er að ræða fjórar 2ja herbergja og fjórar 3ja herbergja íbúðir
í fjölbýlishúsi sem verið er að reisa við Gullsmára 11 í Kópavogi.
Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar fullbúnar
vorið 1995.
Umsóknareyðublöð fást afhent í afgreiðslu Félagsmálastofnun-
ar Kópavogs, Fannborg 4.
Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 15. júní nk.
Allar frekari upplýsingar veitir öldrunarfulltrúi eða húsnæðisfull-
trúi í síma 45700.
Kópavogi 20. maí 1994.
Húsnæðisnefnd Kópavogs.
Ö d Listahátíð í Reykjavík 1994 $$
Ulagnerdayar í Reqkjavík 23. maí~A. júní
í Þjóðleikhúsinu kl. 18, dagana 27., 29., 31. maí, 2. og 4. júní:
niflunvahrinvurinn
eftir Richard Wagner
Valin atriði í þrem þáttum.
Framsaga mllli atriða eftir Þorstein Gylfason.
Hljómsveitarstjóri: Alfred Walter. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifedóttir.
Sviðsmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson.
Listræn yfirumsjón: Wolfgang Wagner.
Mlfiasala í Þfóðlelkhúslnu.
Óperugestlr athugiðl Heftl mefi söguþræðl til undirbúnlngs fyrtr
sýninguna fáanlegt í mlðasðlu Þfóðlelkhúss og íslensku óperunnar.
Ktjnninfarerindi 09 málþinv
Aðgangur öllum heimill. Enginn aðgangseyrir.
23. maí kl. 15.00: ísland og Wagner-Hringurinn lokast
Málþing f Norræna húsinu. Almenn kynningarerindi. Fyrirlesarar Anna M.
Magnúsdóttir, Árni Björnsson, Kristján Ámason og jóhannes jónasson
24. maí kl. 17.00: Niflungahringurinn kynntur með tóndæmum
Norræna húsið: Reynir Axelsson og Anna M. Magnúsdóttlr.
26. maí kl. 20.30: Richard Wagner and Der Ring des Nibelungen
íslenska óperíin. Fyrirlestur á ensku með tóndæmum: Barry Mllllngton.
29. maí kl. 13.30: lceland and Wagner.
Full Clrde: Reykholt-Bayreuth - Reykjavík.
Alþjóðlegt málþing í Norræna húsinu. Fyrirlesarar Barry MHIington, Lars
Lðnnroth, Stewart Spencer, Oswald Georg Bauer, Vésteinn Ólason
og Þorsteinn Gylfason.
30. maí kl. 17«00: Endurtekin kynning Reynls Axelssonar og Önnu M. Magnúsdóttur
frá 24. maí.