Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 10

Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 10
10 B SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ VERNDAR- DÝRLINGUR ÍSLENDINGA Vemdardýrlingur íslendinga er Þorlákur helgi. Hans er minnst tvisvar á ári, á Þor- láksmessu hinn 23. desem- ber, sem er dánardagur heil- ags Þorláks, og á beinaupp- tökudegi hans, 20. júlí. Þessa daga er minning Þoriáks helga heiðruð í kaþólsku kirkjunni með því að lesið er æviágrip hans og sungnar Þorlákstíðir sem varðveist hafa frá 14. öld. Það var árið 1198 sem Páll Jónsson biskup leyfði átrúnað á Þorlák biskup forvera sinn og sama ár vora bein hans tekin upp og borin í Skálholtskirkju. Frá þeim atburði er svo sagt í samtíma heimiidum. Var þá gengið af öllum lærðum mönnum til leiðis hins sæla Þorláks biskups, með krossum og kertum og helgum dómum, og ailir skrýddu hvítu skrúði svo sem best mátti. Biskuparnir, skrýddir helgum skrúða, báru glóðarker með ilm- andi reykelsi og allir kennimenn sungu lof Guði með fögrum hljóðum . . . Einnig er frá því sagt að svo þröngt hafi verið í kirkjunni að vísa hafi þurft leikmönnum frá. Um heilagan Þorlák var sagt að hann væri- „ungur að aldri en gamall að ráðum“, sem bend- ir til þess að snemma hafi mátt greina hvaða stefnu líf Þorláks myndi taka. Aðalsmerki Þorláks voru skírlífí, sem þá var ekki sjálfsagt jafnvel meðal biskupa, og sönn ást við Guð og menn, einkum fátæka. Þorlákur dvaldist við nám í klausturskóla í París og í Lincoln á Englandi þar sem kenningar um sjálfstæði kirkjunnar án íhlutunar leikmanna voru í hávegum hafðar. Gerðist Þorlákur talsmað- ur þeirrar stefnu og barðist fyrir réttindum kirkj- unnar. Þetta leiddi til þess að Þorlákur átti í deilum við ýmsa höfðingja en aldrei urðu þær þó jafn hatrammar og deilur Thomasar Beckett erkibiskups af Kantaraborg sem einnig barðist fyrir sama málstað og var að lokum myrtur af konungsmönnum árið 1170. Jafnframt lagði Þor- lákur ríka áherslu á helgi hjónabandsins en for- dæmdi frillulíferni og var það ekki til þess að auka honum vinsældir meðal höfðingjanna. Barátta Þorláks hafði þá mikil áhrif og varð hún vísir að nýrri umbótastefnu í siðferðismálum_ íslendinga. Þorlákur dvaldist í klaustri og lagði stund á vökur, föstur, bænir og ritun og lestur helgra bóka. Hann var ábóti í Þykkvabæjarklaustri áður en hann tók biskupsvígslu árið 1178. Fyrir tíð Þorláks voru vinsælustu dýrlingar á íslandi María mey, Pétur postuli og Ólafur helgi Haraldsson og voru flestar kirkjur landsins helgaðar þeim. Með upptöku Þorláks helga eign- uðust íslendingar dýrling sem lifað hafði og hrærst með þeim og jarteinasögur hans voru vel þekktar mönnum á þeim tíma. Fljótlega var farið að helga honum kirkjur og urðu þær alls 56 tals- ins. Skálholtskirkja hafði í tíð Gissurar ísleifsson- ar biskups verið vígð Pétri postula en árið 1277 var hún einnig helguð heilögum Þorláki. Þorlákur helgi var þekktur utan íslands, Þorláksmessa var t.d. haldin hátíðleg í Noregi og barst Skálholts- kirkju áheitafé víða að. Árið 1985 gaf Jóhannes Páll páfí II út tilskip- un um að hann hefði útvalið Þorlák helga vemdar- dýrling íslendinga. Hin síðari ár er aftur farið að heiðra heilagan Þorlák í meira mæli og m.a. stendur nú yfir söfnun til gerðar styttu af herilög- um Þorláki sem væntanlega mun verða fundinn staður nálægt altarinu í Kristskirkju. Úr jarteinasögu heilags Þorláks Þá er Páll biskup var í Arnarbæli, þá var bæði á hregg og hrota og svo ósvást að trautt þótti úti vært. Þá hét Magnús búandi á hinn sæla Þorlák biskup að veður skyldi þorna. En þá er hann hafði heitið, þá þornaði veðrið og hafði áður allóvænt til þótt að svo brátt mundi mega batna, sem nú reyndist, því að það var allt á einni stundu er sægur hinn mesti var og það er þurrt var og heið og sólskin. Hafði hann til þess heitið einkum að Páli biskupi skyldi svo gefa veður þaðan að hann væri eigi í vosi og var það veitt sem hann bað og engi regndropi kom á hann og hans föruneyti þann dag. En hversvetna gengu skúrir við annars staðar í nánd. Viðeyjarstofa og kirkjan. VIÐEY í KAÞÓLSKUM SIÐ eftir séra Þóri Stephensen og Kolbrúnu Maríu Sveinsdóttur Um 20 þúsund gestir heimsækja Viðey á ári hverju. Það er í byrjun vors sem þeir fara að koma, og straumur þeirra er óslitinn framundir jól. Viðey hefur verið mjög í umræðunni þau 5 ár, sem liðin eru síðan hinn söguríki staður var opnaður almenningi að lokinni endur- byggingu Stofu og kirkju. Það er mis- jafnt eftir hverju menn sækjast þar. En meðal þess er hinn trúarlegi þáttur, sem var öllu öðru sterkari á kaþólskum tíma og hefur einnig sett svip sinn á hinar lúthersku aldir. Á vetrinum, sem nú er liðinn, gerðist sá sögulegi atburður, að þar var flutt fyrsta rómversk-kaþólska biskupsmessan síðan Jón Arason endur- vígði þar kirkju og klaustur haustið 1550. Fyrsta beina heim- ildin um kirkju í Viðey er í kirkna- tali Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Óbein heimild er aftur í sögu Þorláks helga, þar sem segir, að er Þorlákur biskup gisti Viðey, hafi hann verið fenginn til að stemma stigu við mikl- um músagangi þar. Hann hefur vart haft annað erindi til gistingar í Viðey en að vísitera kirkju. Og þar eð Þor- lákur lést 1198, má telja líklegt, að kirkja hafi risið í eynni ekki seinna en á 12. öld. En áhrif hins sæla Þorláks biskups á Viðey urðu einnig óbeint. Hann lærði erlendis og m.a. í hinu þekkta lærdóms- og helgisetri Ágústínusar- reglunnar í St. Victor í París. Er Þorlákur kom heim frá námi var hann brátt beðinn um að stofna klaustur í Þykkvabæ í Álftaveri. Enda þótt Ágústínusarklaustrin í Evrópu væru aðallega samlífi klerka í borgum og bæjum, valdi Þorlákur j Þykkvabæjarklaustri þessa reglu, er það var stofnað árið 1168. Fyrir áhrif hans, fyrst sem biskups og síð- an sem ástsæls dýrlings, varð reglan allsráðandi í munkaklaustrum í Skál- holtsstifti, en Möðruvallaklaustur í Hörgárdal tilheyrði henni einnig. Stofnun klausturs í Viðey í Viðey var því stofnað Ágústínus- arklaustur árið 1225. Það stóð fram að siðbreytingu, að átta árum undan- skildum, er þar var af einhverjum ástæðum breytt yfir í Benediktsreglu árin 1344-1352. Stofnendur klaust- ursins voru þrír. Fremstur þeirra var Þorvaldur Gissurarson í Hruna, faðir Gissurar jarls. Hann fékk til liðs við sig bróður sinn, Magnús biskup í Skálholti, og Snorra Sturluson. Snorri var mikill auðmaður, og Þor- valdur samdi um það við hann, að hann fjármagnaði klausturstofnun- ina að mestu. Til hennar þurfti fyrst að kaupa Viðey, en síðan að byggja þar kirkju og klausturhús. Magnús biskup gaf þessu fyrsta klaustri í Sunnlendingaflórðungi all- ar biskupstekjur sínar milli Botnsár í Hvalfirði og Hafnarfjarðar. Einnig ákvað hann, að af hvetjum bæ milli Botnsár og Reykjaness skyldi gefinn einn osthleifur til Viðeyjar ár hvert. Allir, sem gáfu þannig eða á annan hátt til Viðeyjar, áttu vísa fyrirbæn bræðranna þar, og eftir slíku sóttust menn á þeirri tíð. Að klaustrinu safn- aðist þannig mikill auður í aldanna rás, ekki síst í jarðeignum, og það varð eitt hið efnaðasta í landinu. Klausturkirkjan var helguð Guði, Maríu mey, Jóhannesi skírara, postu- lunum Pétri og Páli og heilögum Ágústínusi. Þeim mun háaltarið hafa verið helgað. Útaltari að norðanverðu í kirkjunni var helgað dýrlingununi Marteini, Nikulási, Þorláki, Agötu og Lúcíu. Útaltari að sunnan var aftur helgað dýrlingunum Stefáni, Clemenz, Díonysíusi, Ólafi og Tóm- asi. Kirkjan var afar vel búin, átti t.d. mjög vandaðan skrúða, silfur- búnar altarisbækur og mikið af helgi- gripum öðrum úr góðmálmum. Þar var altarisbrík, helgidómaskrín, ba- gall (ábótastafur) með hún úr hval- tönn, krossar miklir og steind tjöld. í klaustrum mun hafa verið fylgt nákvæmlega reglum um tíðagerð, og hún flutt 6 sinnum á sólarhring, en auk þess einnig sungin full messa. í Viðeyjarklaustri hafa bræðurnir, auk daglegrar tíðagjörðar og messu- flutnings, lagt stund á margskonar menningarmál. Þar var t.d. rekinn prestaskóli. Svo virðist sem námið þar hafí tekið um sex ár, og hafi verið tekin fyrir það full greiðsla, sem trúlega hefur ekki ætíð verið gert, þá var kostnaðurinn 20 kýrverð eða um tvær milljónir króna á núverandi verðlagi. Viðeyjarklaustur átti gott bóka- safn, sem trúlega hefur talið hátt í hundrað bindi. Á þeim tíma, sem bókasafnið var skráð, þ.e. 1397, átti enginn staður hér á landi, svo vitað sé, eins mörg sjálfstæð Biblíurit og Viðey, enginn virðist hafa búið betur að öðrum bókum en helgisiðabókum, enginn átti fleiri ræðusöfn, þrjú heimsfræg rit finnast ekki annars staðar á skrá og fyrsta alfræðibók Evrópu, Etymologia ísidórs frá Se- villa, var aðeins til í Viðey og heima á Hólum. Loks er líklegt, að í Viðey sé elsti bókfærði vitnisburður um heila Biblíu hér á landi. Við fornleifauppgröft í Viðey hefur komið í ljós, að klausturbærinn, þar sem fólkið bjó, er vann klaustrinu, hefur staðið skammt að baki Viðeyj- arstofu.. í rústum hans hafa m.a. fundist einu leifarnar hér á landi af rósakransi (talnabandi) úr kaþólsk- um við, einnig fimm vaxtöflur með textum frá 15. öld og þar á meðal hollenskum Maríusálmi, sem er vel kunnur í sínu heimalandi. Hann er ritaður á hollensku, en í Skálholti var á 15. öld hollenskur biskup að nafni Godsvin Comaher, og er líklegt að munkur úr fylgdarliði hans hafi dvalið í Viðey. Jarðsjármælingar gera það líklegt, að sjálf klausturhús- in, ábótastofa, konventuhús, kapítuli o.fl. hafí staðið fyrir framan Viðeyj- arstofu, Kirkjan stóð á sama stað og nú, en sneri þá í austur og vest- ur, þ.e. á ská við núverandi kirkju. Örnefni frá kaþólskri tíð I túninu í Viðey eru nokkur ör- nefni, sem minna á klaustrið. Rétt fyrir ofan bryggjuna er strýtumynd- aður hóll, sem nefnist Þvotthóll. Ofan við hann er Líkaflöt. Munnmæli herma, að vinsælt hafi verið, á mið- öldum, að láta grafa sig í garði klausturkirkjunnar. Lík voru þá oft ekki í kistum, heldur sveipuð brekán- um. Við flutning á opnum bátum varð þessi umbúnaður oft fyrir ág-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.