Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR22. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Ég heiti Ryan ... Jack
Ryan; úr nýju Harrison
Ford myndinni, „Clear
and Present Danger“.
Ford í
nýjum
trylli
Myndimar um leyniþjón-
ustumanninn Jack
Ryan hafa tekið við af Ja-
mes Bondmyndunum í bili
a.m.k. en þær eru gerðar
eftir tæknitryllum Tom
Clancys og fer Harrison
Ford með hlutverk Ryans í
þeim. Sú nýjasta heitir „Cle-
ar and Present Danger" og
leikstýrir ástralski leikstjór-
inn Phillip Noyce henni en
hann gerði líka „Patriot
Games“.
í þetta sinn á Ryan í höggi
við kólumbískan eiturlyfja-
sala sem er í tengslum við
einn" af styrktaraðilum
Bandaríkjaforseta. „Ég
harðneitaði að taka verkið
að mér,“ er haft eftir Noyce
en svo las hann bókina.
„Hún var skemmtileg og
fæst við málefni sem er mik-
ilvægt hveiju lýðræðisríki."
Svo vildi hann líka vinna
aftur með Ford. Leikaranum
er umhugað um að leika í
sínum áhættuatriðum sjálf-
ur og hann vill að áhorfend-
ur missi ekki af því. „Sést
að þetta er ég,“ hrópaði
hann á leikstjórann þar sem
hann hékk neðan úr þyrlu í
20 metra hæð.
WÍBreski leikstjórínn
Adrian Lyne gerði síðast
þá ijarska ómerkilegu
mynd Ósiðlegt tilboð eða
„Indecent Proposal“ með
Robert Redford og
Demi Moore og tókst að
plata fólk inná hana um
heim allan fyrir sem svar-
ar 260 milljónum dollara.
Hann er nú að undirbúa
nýja mynd, Lolítu, eftir
samnefndri sögu Vlad-
imirs Nabokovs og leitar
réttrar stúlku til að fara
með titilhlutverkið. Stan-
ley Kubrick kvikmyndaði
þessa sögu einu sinni
(1962) um ástarsamband
miðaldra manns og tán-
ingsstúlku en fannst hann
ekki mega ganga nógu
langt. „Að sjálfsögðu sé
ég eftir að hafa ekki gert
myndina erótiskari,"
sagði hann tíu árum
seinna. Víst er að Lyne
kann á erótíkina en spurn-
ing er hversu mjög
tímarnir eru breyttir í
þessum efnum.
■ Gam/a kempan Marlon
Brando kemur reglulega
fram í sviðsljósið þegar
hann vantar pening og
hefur nú samþykkt að
leika í nýrri mynd á móti
Johnny Depp sem heitir
„Juan DeMarco and the
CenterfoId“. Brando hef-
ur aldrei verið ódýrastur
leikara og fær 3,3 milljón-
ir dollara fyrir viðvikið.
■ Spennusöguhöfundur-
inn Michael Crichton er
vinsæll í Hollywood og er
m.a. áformað að kvik-
mynda eina af gömlu sög-
unum hans, Kongó. Leit-
að hefur verið að töku-
stöðum (og górillum) í
Uganda en leikstjóri verð-
ur Frank Marshall
(„Alive"), gamall sam-
starfsmaður Stevens
Spielbergs.
Skuggi fæst
við skúrkana
Skuggi heitir nýjasta
spennumynd Alec
Baldwins og byggir hún á
þekktum útvarpsþáttum
bandarískum frá íjórða
áratugnum um milljóna-
mæringinn og súperhetj-
una Lamont Cranston sem
verður að bjarga heiminum
undan hinum illa Shiwan
Khan, leikinn af John Lone.
Leikstjóri er ástralinn
Russell Mulchay (Hálend-
ingurinn) en handritið gerir
David Koepp, sem skrifaði
Júragarðinn uppúr spennu-
sögu Michael Crichtons og
handritið að „The Paper“.
Talsvert er um brellur í
myndinni - breytingin úr
millanum í súperhetjuna er
gerð með tölvugrafík - en
sama fólkið stendur á bak
við þær og sáu um brellurn-
ar í Síðustu hasarmynda-
hetjunni hans Schwarzen-
eggers.
Skuggi gæti sem best
Skjótari en skugginn að skjóta; Alec Baldwin i hlut-
verki Skugga í samnefndri spennumynd.
orðið að myndaseríu og
ágætisleikarinn Baldwin
veitir svosem ekkert af góð-
um myndum þessa dagana.
"KVIKMYNDIR"’
Hvada, hverjir oghvetuer?
Afíslenskum myndum
9.500 á
Tombstone
ALLS verða þijár íslenskar biómyndir frumsýndar
á næstu mánuðum, tðkur hefjast á þremur til viðbót-
ar í sumar og haust sem allar verða frumsýndar á
næsta ári. Enn hafa ekki verið ráðnir leikarar í þær
myndir sem gerðar verða á árinu nema Tár úr steini.
Islenska kvikmyndaflóran verður hin fjölbreytileg-
asta á næstunni en ef það er eitthvað sem einkenn-
ir hana öðru fremur eru það krakkar.
Þijár myndir fjalla um
börn og er ein af
þeim frumsamin en tvær
eru gerðar eftir bamabók-
um. Bíódagar Friðriks
Þórs Friðrikssonar verður
frumsýnd
í Stjörnu-
bíói þann
30. júní en
hún bygg-
ir að ein-
hveiju
ieyti á
æsku
hans og
handrithöfundarins Einars
Más Guðmundssonar og
fóru tökur hennar fram
síðasta sumar. Skýjahöllin
eftir Þorstein Jónsson, sem
gerð er eftir sögu Guð-
mundar Ól-
afssonar
um Emil
eftir Arnaid
Indriðason
Alls höfðu 9.500
manns séð vestr-
ann Tombstone í Lauga-
rásbíói eftir síðustu helgi.
1500 manns sáu
spennumyndina Eftirför-
ina eða „The Chase“ með
Chariie Sheen fyrstu sýn-
ingarhelgina, en hún er
einnig í Stjömubíói, og
3.000 manns höfðu séð
Ögrun með Hugh Grant.
Næstu myndir Lauga-
rásbíós eru vestrinn „The
Last Outlaw“ með Mic-
key O’Rourke, spennu-
myndin „Surviving the
Game“ með Rutger Hau-
er, körfuboltamyndin
„Above the Rim“, nýjasta
mynd Gus Van Sant,
„Even Cowgirls Get the
Blues“ með Uma Thur-
man og loks „The Bronx
Tale“, fyrsta myndin
sem Robert De Niro
leikstýrir.
Jafnvel
kúrekastúlk-
ur verða mædd-
ar; Thurman í
mynd Gus Van
Sant.
Skunda, verður frumsýnd
í Bíóhöllínni í september.
Þorsteinn sagði í samtali
að myndin væri nú í hljóð-
setningu og yrði tilbúin í
lok júní. Og loks er það
Benjamín dúfa. Tökur á
henni hefjast að sögn Bald-
urs Hrafnkels Jónssonar
framleiðanda um mánaða-
mótin ágúst/september og
standa yfir í átta vikur og
fara tökur að mestu fram
„vestur í bæ“, að sögn
Baldurs. Ekki hefur verið
ráðið í hlutverkin en leit
hefur staðið yfír í allan
vetur og hafa 70 krakkar
verið settir í prufutöku og
voru þeir valdir úr hópi 200
bama. Lokaval fer fram í
byijun júní. Eftir það verð-
ur ráðið í hlutverk full-
orðna fólksins. Kostnaður
er áætlaður 83 milljónir og
verður myndin tekin á 35
mm filmu en áætlað er að
frumsýna hana í september
1995. Leikstjóri er Gísli
Snær Erlingsson.
Ekki hefur verið ákveðið
hvenær önnur mynd Frið-
iks Þórs, „Cold Fever“,
verður frumsýnd en hún
er nú í eftirvinnslu. Það er
þó vel hugsanlegt að hún
verði ein af jólamyndunum
í ár. Jóhann Sigmarsson
hefur nú lokið tökum á
mynd sinm' Ein stór fjöl-
skylda. Hún er í klippingu
sem verður lokið í júní
en þá hefst hljóð-
vinnslan og sagði Jó-
hann að hann áætlaði
að frumsýna myndina
í septemberlok. Sagði
hann hana kosta á bil-
inu 18 til 20 miiljónir
og að hann þyrfti
40.000 manns á hana
til áð endar næðu saman
hjá sér en myndin er
gerð á styrkja.
Eins og fram hefur
komið hér munu tökur
-% á mynd Hilmars Odds-
sonar, Tár úr steini,
heitir Fröken
Reykjavík og
fjallar um feg-
urðardrottningu
með brókarsótt
og er Júlíus nú
að reyna að fá
fjármagn í fram-
leiðsluna. Sagði
hann tökur ekki
hefjast fyrr en í
fyrsta lagi á
næsta ári.
Tekln í haust; kynnin-
garplakat af Benjamín
dúfu á ensku.
hefjast um mánaðamótin
júní/júlí en hún Qallar um
Jón Leifs tónskáld og kem-
ur til með að kosta um 120
milljónir. Hún verður tilbú-
in til sýninga 1995 en ekk-
ert hefur verið ákveðið með
frumsýningartímann.
Að sögn Snorra Þóris-
sonar framleiðanda er
áætlað að bytja tökur á
Agnesi næsta haust, jafn-
vel um mánaðamótin sept-
ember/október, og yrði þá
myndin tilbúin til sýninga
sumarið 1995. Hún byggir
á atburðum í kringum eitt-
hvert þekktasta morðmál
fyrri tíma þegar Agnes
Magnúsdóttir var tekin af
lífi í Vatnsdalshólum ásamt
Friðriki Sigurðssyni.
Snorri sagði myndina
koma til með að kosta vel
á annað hundrað milljónir
en hann verður sjálfur
tökumaður og Egill Eð-
varðsson Ieikstjóri. Ekki
hefur verið ráðið í nein
hlutverk enn sem komið er
og heldur ekki í stöðurnar
á bak við myndavélina.
Snorri sagði hugsanlegt að
innitökur Agnesar færu
fram í gamla Sanitashús-
inu við Köllunarklettsveg
en það hafa bandarískir
kvikmyndagerðarmenn
notað fyrir myndver við
gerð Kjartanssögu.
Þá hefur Júlíus Kemp í
höndunum handrit eftir
Jóhann Sigmarsson sem
M W W
I BIO
Ævisögulegar mynd-
ir þurfa ekki endi-
lega að vera af stórmenn-
um sögunnar. Myndir um
menn sem látast í blóma
lífsins geta verið jafnmik-
ilvægar eins og nokkrar
myndir bíóanna hafa sýnt
að undanförnu.
Franska myndin
Trylltar nætur fjallar um
uppgjör alnæmissmitaðs
leikstjórans við líf sitt og
er laus við allan pempíu-
skap þótt hún sé kannski
ekki beint til eftirbreytni
heldur, en leikstjórinn
lést úr sjúkdómnum um
það bil sem Frakkar
hylltu myndina hans. í
nútíma kúrekamyndinni
Átta sekúndur, sem sýnd
var í Laugarásbíói, var
viðfangsefnið frægur
amerískur ródeókappi
sem Luke Perry lék
glettilega vel en besta
myndin er „Backbeat" í
Háskólabíói sem fjallar
um Stu Sutcliffe, er vann
sér það eitt til frægðar
að hætta í Bítlunum,
frægustu hljómsveit allra
tíma, en hann dó korn-
ungur um það leyti sem
frægðarsól sveitarinnar
tók að rísa.