Morgunblaðið - 22.05.1994, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 22.05.1994, Qupperneq 20
20 B SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 ATVINNA/RAÐ/SMÁ MORGUNBLAÐIÐ ATVINNMA UGL YSINGAR Lögfræðingur - afleysingastarf Einkaleyfastofan óskar að ráða lögfræðing til afleysingastarfa í 8-10 mánuði frá 1. júlí næstkomandi. Umsóknir þurfa að berast stofnuninni fyrir 1. júní. Nánari upplýsingar veittar í síma 91-609450 fyrir hádegi næstu daga. Einkaleyfastofan. Skólastjóri - starfs- maður á heimavist Skólastjóra vantar á Grunnskólann á Eiðum næsta skólaár. Einnig vantar starfsmann í allt að 80% starf við gæslu á heimavist skólans og umsjón með félagslífi nemenda. Uppeldismenntun áskilin og reynsla af félagsstörfum með börn- um og unglingum æskileg. í skólanum eru um 40 nemendur í 1 .-9. bekk. Á staðnum er leikskóli og tónlistarskóli og einnig Alþýöuskólinn á Eiöum meö 10. bekk og tveggja ára framhaldsnám. Upplýsingar gefur skólastjóri í sfma 97-13824. Tónlistarskóli Borgarfjarðar Söngkennarar - píanókennarar Söngkennara vantar í afleysingar fyrir næsta vetur við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Einnig vantar píanókennara frá 1. sept. nk. Uppl. veittar í síma 93-71068 (Theodóra). Skólastjóri. Tannlæknastofa Reyklaus vinnustaður Starfskraftur óskast í móttöku á tannlækna- stofu í Reykjavík. Um er að ræða ca 60% starf. Reglusemi, stundvísi og mjög góð framkoma eru skilyrði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan júní. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „K - 2730“, fyrir 26. maí. Heilsugæslustöðin Bíldudal Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðing vantar til starfa á Heilsu- gæslustöðina á Bíldudal. Heilsugæslustöðin er HO-stöð og er þjónað frá Heilsugæslu- stöðinni á Patreksfirði. Móttaka lækna er tvisvar í viku. í boði er góð starfsaðstaða, góð launakjör og 4ra herbergja íbúð. Staðan er laus frá 1. ágúst. Nánari upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri og framkvæmdastjóri í síma 94-1110. Tónmenntakennarar Við Barnaskóla Vestmannaeyja er laus staða tónmenntakennara. Upplýsingar gefa skólastjóri í símum 98-11944 og 98-11898 (heima) og formaður skólanefndar í símum 98-13333 og 98-11027 (heima). Skólanefnd. Félagsmálastjóri Laust er til umsóknar starf félagsmálastjóra Eskifjarðarkaupstaðar og Reyðarfjarðar- hrepps. Um er að ræða a.m.k. 70% starf. Æskileg menntun félagsráðgjöf eða sambærileg menntun. Umsóknarfrestur er til 30. júní nk. Frekari upplýsingar veitir bæjarstjórinn á Eskifirði í síma 97-61175. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða fóstrur í fullt starf á eftir- talda leikskóla: Hlíðarenda v/Laugarásveg, s. 37911. Klettaborg v/Dyrhamra, s. 675970. Einnig vantarfóstru eða þroskaþjálfa í stuðn- ingsstarf á leikskólann Hlíðarenda v/Laugarásveg, s. 37911. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Tækifæri til góðra launa Atvinna f söludeild Ertu góður sölumaður, eða viltu verða það og hafa góð laun? Við getum bætt við okkur duglegu fólki, sem vill takast á við áhugavert verkefni. Um er að ræða símsölu á kvöldin. Söludeildin er í sér húsnæði og þar er góð vinnuaðstaða og gott andrúmsloft. Sölu- menn fá kennslu í söluaðferðum og þeim er veitt margháttuð leiðsögn og aðstoð. Allar nánari upplýsingar gefur Guðfinna Þor- valdsdóttir, sölustjóri, í síma 91-813999 kl. 9-18 virka daga. BókaklúbburArnar og Örlygs hf. Leikskólastjóri óskast Hvammstangahreppur vill ráða fóstrur til starfa sem leikskólastjóra. Nú er verið að Ijúka smíði nýs leikskóla sem verður tekinn í notkun í sumar. Hér er því um einstakt tækifæri að ræða til að móta starfsemi við góðar aðstæður. Allar nánari upplýsingar veita sveitarstjóri í síma 95-12353 og leikskólastjóri í síma 95-12343. Umsóknum skal skila á skrifstofu Hvammstangahrepps fyrir 30. maí nk. Faxnr. 95-12307. Sveitarstjóri. FRAMHALDSSKÓLINN REYKHOLTI 320 REYKHOLT • BORGARFJÖRÐUR SÍMI 93-51200 » 93-51201 FAX 93-51209 Kennarar Óskum að ráða íslensku-, íþrótta- og mynd- listarkennara auk námsráðgjafa. Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. Upplýsingar í sfmum 93-51200 og 93-51201. Skólameistari. Sfmsvörun Viljum ráða fólk til stafa við símsvörun og viðtöku pantana. Vinnutími er frá kl. 18.30 daglega. Æskilegt er að umsækjendur hafi góða þjónustulund og reynslu af tölvum. Þeir, sem hafa áhuga, skili inn handskrifuð- um umsóknum þar sem fram kemur nafn, aldur og heimilisfang viðkomandi, til auglýs- ingadeildar Mbl., fyrir 30. maí, merktum: „S-2731 “. Sjónvarpsmarkaðurinn Rekstrar- eða viðskiptafræðingur Þjónustufyrirtæki á landsbyggðinni óskar að ráða starfskraft með staðgóða þekkingu á alhliða bókhaldi og fjármálastjórnun. Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð nauð- synlegur eiginleiki. Fyrirtækið, sem býr yfir góðum hugbúnaði og tækjum, er í endurgerð sem farinn er að skila góðum árangri. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „SV - 95“ fyrir 30. maí nk. Hjúkrunarfræðingar - atvinna á Hornafirði í Skjólgarð vantar okkur hjúkrunarfræðinga við sumarafleysinga nú í sumar. Einnig er laus ein staða hjúkrunarfræðings. Skjólgarður er með 32 rúm á hjúkrunardeild og 13 íbúa dvalarheimili. Auk þess er starf- andi fæðingardeild á heimilinu með 10-15 fæðingar á ári. 4 hjúkrunarfræðingar eru í starfi í Skjólgarði. Við bjóðum upp á fríar ferðir og húsnæði vegna afleysinga, alveg upplagt að eyða sumarleyfinu í náttúrufegurð og veðursæld í Austur-Skaftafellssýslu. Hjúkrunarfræðingi í föstu starfi bjóðum við fríar ferðir og flutning austur og húsnæði á hagstæðum leigukjörum. Allar nánari upplýsingar veita Amalía Þor- grímsdóttir, hjúkrunarforstjóri, og Ásmundur Gíslason, forstöðumaður, s. 97-81221/81118. Skjólgarður, Höfn, Hornafirði. Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar Ráðgjafarfóstra Ráðgjafarfóstra vegna barna með þroskafrá- vik óskast til starfa frá 1. júlí. Um er að ræða 100% afleysingastöðu í eitt ár. Upplýsingar um stöðuna veita ráðgjafar- fóstra og leikskólafulltrúi í síma 53444. Öldrunarfulltrúi Öldrunarfulltrúi óskast til starfa á Félags- málastofnun Hafnarfjarðar. Um er að ræða starf við skipulag öldrunarmála og félagslegr- ar heimaþjónustu. Félagsráðgjafarmenntun áskilin. Upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila á Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar fyrir 1. júní nk. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.