Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 24
ATVINNA/RAÐ/SMÁ
MORGUNBLAÐIÐ
24 B SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994
RADAUGÍ YSINGAR
KIPULAG RÍKISINS
Lög um mat á umhverfis-
áhrifum hafa tekið gildi
Athygli skal vakin á því að lög nr. 63/1993
um mat á umhverfisáhrifum tóku gildi 1.
maí 1994. Nú er óheimilt að veita leyfi til
framkvæmda, hefja framkvæmdir eða stað-
festa skipulagsáætlanir samkvæmt skipu-
lagslögum nr. 19/1964, ásamt síðari breyt-
ingum nema ákvæði laga nr. 63/1993 og
reglugerðar nr. 179 hafi verið gætt.
Lögin og reglugerðin fást hjá Embætti skipu-
lagsstjóra ríkisins. Þar er unnið að almennum
leiðsögureglum, sem einkum eru ætlaðar
sveitarstjórnum, framkvæmdaaðilum og
ráðgjöfum þeirra, um tilhögun mats, tengsl
við önnur lög og reglugerðir og viðurkennda
starfshætti.
Nánari upplýsingarveita Halldóra Hreggviðs-
dóttir og Þóroddur F. Þóroddsson hjá Skipu-
lagi ríkisins.
Skipulagsstjóri ríkisins.
HOLL.USTUVERND
RÍKISINS
HEV KJAVÍh
Garaðúðun - atvinnumenn
Samkvæmt nýjum reglum um garðúðun, nr.
238/1994, mega þeir einir stunda úðun garða
í atvinnuskyni sem til þess hafa 1eyfi frá
Hollustuvernd ríkisins. Þeir sem fá leyfi til
að stunda garðaúðun þurfa að bera á sér
leyfisskírteini við störf sín og framvísa þeim
þegar þess er óskað.
Nánari upplýsingarveitireiturefnasvið, ísíma
688848.
Hollustuvernd ríkisins,
Ármúla 1a, Pósthólf8080, 128 Reykjavík.
Frönsk undirföt
Til sölu umboð á einu besta undirfatamerki
á markaðnum.
Nánari upplýsingar fást með því að senda
inn nafn og síma til auglýsingadeildar Mbl.
merkt: „U - 10265“, og við munum þá hafa
samband.
FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA
ÁRMÚLA 12-108 REYKJAVÍK - SÍMI814022
Innritun
Innritun fyrir næsta skólaár stendur nú yfir.
Umsóknarfrestur um almennt nám er til
föstudagsins 3. júní og skal skila umsóknum
á skrifstofu skólans. Hún er opin kl. 8.00-
15.00, sími 814022. Þeir nemendur, sem fá
skólavist, fá sendan gíróseðil fyrir nemenda-
gjöldum, kr. 5.900, sem þeir þurfa að greiða
til þess að staðfesta umsókn sína.
í skólanum eru eftirtaldar brautir:
Tveggja ára nám:
Uppeldisbraut, íþrótta- og félagsmálabraut
og verslunar- og skrifstofubraut.
Nám til stúdentsprófs:
Hagfræði- og viðskiptabraut, félags- og
sálfræðibraut, íþróttabraut, náttúrufræði-
braut, listdansbraut (í samvinnu við Listdans-
skóla íslands) og nýmálabraut.
Heilsugæslusvið:
Sjúkraliðabraut. Þriggja ára nám. Lögvernd-
uð starfsréttindi.
Námsbraut fyrir aðstoðarfólk tannlækna.
Tveggja og hálfs árs nám í samvinnu við
Háskóla íslands. Lögvernduð starfsréttindi.
Læknaritarabraut. Ars nám í skólanum, sex
mánaða starfsþjálfun á heilbrigðisstofnun-
um. Stúdentspróf eða sambærileg menntun
áskilin. Lögvernduð starfsréttindi.
Lyfjatæknabraut. Tveggja ára nám að loknu
tveggja ára aðfaranámi. Auk þess 10 mán-
aða starfsþjálfun í lyfjaverslunum. Lögvernd-
uð starfsréttindi.
Námsbraut fyrir nuddara. Þriggja ára nám
í skólanum og verklegt nám í Skóla Félags
íslenskra nuddara. Síðan tekur við árs starfs-
þjálfun á launum hjá meistara.
Framhaldsnám sjúkraliða
Framhaldsnám sjúkaliða hefst 9. janúar 1995
og lýkur með prófum í maí 1995.
Umsóknarfrestur um það er til 22. ágúst
næstkomandi.
Að þessu sinni verður fjallað um geðhjúkrun.
Kenndar verða 36 stundir á viku.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif-
stofu skólans.
Skólameistari.
Heildverslun með
tennisvörur til sölu
Til sölu er heildverslun með mest seldu tenn-
isvörur á íslandi í dag, ásamt badminton-
og squash-vörum.
Gott fyrirtæki fyrir samhenta fjölskyldu eða
sem viðbót v. skyldan rekstur.
Þeir sem hafa áhuga skili inn upplýsingum
á auglýsingadeild Morgunblaðsins merktum:
„Tennis - 95“ fyrir 26. maí nk.
Gullfalleg íbúð í Grafarvogi
Falleg 88 fm endaíbúð á 2. hæð á besta stað
í Grafarvogi. Stutt í leikskóla, skóla og versl-
anir. Flísalagt baðherb., svo og eldhús og
hol. Eikarparket. Þvottah. í íb. Vestursvalir.
Bílskýli (geta verið 2). Laus. Skipti á 2ja her-
bergja íbúð koma til greina.
Uppl. í síma 672496 eftir kl. 17.30.
Geymið auglýsinguna.
Garð- og
sumarbústaðaeigendur
Yfir 100 tegundir trjáplantna og runna á
mjög hagstæðu verði.
Verðdæmi: Gljámispill kr. 160,-, gljávíðir kr.
95,-, hansarós kr. 390,- ásamt mjög góðu
úrvali sígrænna plantna.
Trjáplöntusalan Núpum,
Ölfusi, v/Hveragerði,
símar 98-34388, 98-34995.
Verið velkomin, opið kl. 10-21 alla daga.
Bflaverkstæði til sölu á
Selfossi
Til sölu á Selfossi bílaverkstæði í fullum
rekstri með eða án húsnæðis. Verkstæðið
er í um 270 fm húsnæði miðsvæðis í bæn-
um. Með fylgja verkfæri og áhöld þ.á m.
málningarklefi, pressa, réttingartæki, mótor-
stillitæki og bílalyfta. Flagstæð áhvílandi lán.
Gott útisvæði.
Nánari upplýsingar veittar hjá Bókhaldi og
ráðgjöf á Suðurlandi hf. í síma 98-23434 eða
í vs. 98-22224 og hs. 98-22024.
Skemmtistaðurtil sölu
Óska eftir meðeiganda að vinsælum
skemmtistað/veitingastað sem er í fullum
rekstri í miðbæ Reykjavíkur.
20-50% eignaraðild kemur til greina.
Áhugasamir sendi nafn, síma og frekari upp-
lýsingar til auglýsingadeildar Mbl. merkt:
„Skemmtistaður - 11734“ fyrir 30. maí.
Strandavíðir
Úrvals íslensk limgerðisplanta.
Einnig aðrar trjátegundir. Sendum hvert á
land sem er. Opið 9-21, alla daga.
Uppl. í símum 91 -668121 og 667116 e. kl. 21.
Mosskógar v/Dalsgarð, Mosfellsdal.
Frá Háskóla íslands
Skrásetning nýrra stúdenta
Skrásetning nýrra stúdenta til náms í
Háskóla íslands skólaárið 1994-1995 fer
fram í Nemendaskrá í aðalbyggingu Háskól-
ans dagana 1.-15. júní 1994. Umsóknar-
eyðublöð fást í Nemendaskrá sem opin er
kl. 10-15 hvern virkan dag á skráningartíma-
bilinu.
Við nýskrásetningu skrá stúdentar sig jafn-
framt á námskeið á komandi haust- og
vormisseri.
Umsóknum um skrásetningu skal fylgja:
1) Ljósrit eða staðfest afrit af stúdentsprófs-
skírteini (Ath! Öllu skírteininu).
2) Skrásetningargjald kr. 22.975,-.
Lósmyndun vegna stúdentaskírteina ferfram
í skólanum í september 1994.
Ekki er tekið á móti beiðnum um nýskrásetn-
ingu eftir að auglýstu skrásetningartímabili
lýkur 15. júní nk. Athugið einnig að skrásetn-
ingargjaldið er ekki endurkræft eftir 20.
ágúst 1994.
Mætið tímanlega til að forðast örtröð.
Sumarbústaðalönd
Til sölu falleg sumarbústaðalönd á fögrum
útsýnisstað í landi Úteyjar I við Laugarvatn.
Stutt í silungsveiði. Aðgangur að köldu
neysluvatni.
Upplýsingar í síma 98-61194.
Sumarhús og lóðir
Tek til sölu og kynningar nýbyggingar í sum-
arhúsum, einnig sumarhúsalóðir og skipu-
lögð svæði.
Áhugasamir sendi upplýsingar í pósthólf
5462, 125 Reykjavík.
Sumarhús í Skorradal
Til sölu nýr 50 fm félagabústaður. 45 fm
verönd. 3 herbergi, stofa, eldhúskrókur, bað-
herbergi og 20 fm svefnloft. Steyptar undir-
stöður. 5 tommu einangrun í útveggjum.
Skógi vaxin lóð. Veðursæld, glæsilegt útsýni.
Áhugasamir sendi inn nafn og símanúmer á
auglýsingadeild Mbl. merkt: „S - 10266“,
næstu daga.