Morgunblaðið - 22.05.1994, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 22.05.1994, Qupperneq 26
ATVINNA/RAÐ/SMA MORqUNBLAÐJg , 26 g., SUNNWAGUB32,.MAÍ 1994. Iðnskóllnn í Reykjavík SUMARSTARFSNAM 1994 Nú í sumar verður starfræktur sumarskóli í Iðnskólanum í Reykjavík. Skólinn verður starfræktur frá 13. júní til 12. ágúst og fer skráning fram í Iðnskólanum og Hinu Húsinu frá 24. - 31. maí næstkomandi. Skilyrði fyrir þátttöku er að umsækjandi sé á atvinnuleysisskrá og á aldrinum 16-25 ára. Nemendur fá greiddar 30.000 kr. á mánuði fyrir þátttöku í verkefninu. PFiTjl RiT'AUDARltl A’MSiBiRAUjTll R SUŒl 5 SŒKHfe Tiítiiinamin • B.Q.K'AIÐ.NA TJTJITl MAUMIONAO.U.R KAIAUJNAIIU.BirW.I T'G.RfA IIAR— ■MA’TiUffWIÐN AÐU.R S;N iYjR íTlllÐfl A;0 U P. lÍMEÉIJI RAFllONAO.U.R Auk ofantalinna iðngreina verður boðið upp á fjölbreytt námskeið sem tengjast skólagöngu, þátttöku á vinnumarkaði, daglegu lífi fólks og félagslífi. Allar nánari upplýsingar eru veittar f Iðnskólanum í síma 26240 og í Hinu Húsinu síma 624320. Innritun fer fram eins og áður sagði 24. - 31. maí frá kl. 10 -16 í Iðnskólanum og Hinu Húsinu. Reykjavíkurborg - kjarni málsins! FRÉTTIR Útflutning’ur vik- urs og1 vatns frá Rifí ÚTFLUTNINGUR á ljósum vikri til Þýskalands hefst frá Rifi innan skamms, en að sögn Gunnars Más Kristóferssonar sveitarstjóra í Nes- hreppi utan Ennis hefur sveitarfélagið samið við þýskt fyrirtæki um 50 þúsund tonna árlegan útflutning næstu fjögur árin. Þá er líklegt a'ð út- flutningur á vatni til Bandaríkjanna hefjist frá Rifi í sumar, en stofnað verður hlutafélag með aðild Snæfellsbæjar, hins nýja sameinaða sveitarfé- lags, bandarísks fyrirtækis og íslenskra aðila. Áætlað er að samtals fái 24-30 manns vinnu við þessa atvinnustarfsemi. Hestasýkingin Ekki spillt fyrir út- flutningi ENGIN hætta er talin á að sýk- ingin sem kom upp í nokkrum hestum í Víðidal spilli fyrir út- flutningi á íslenskum hestum. Helgi Sigurðsson dýralæknir sagði að þessi herpesveira sem fannst í hrossunum sé í hrossum út um allan heim. Hann sagði að erlendum kaupendum þætt.i jafnvel betra að vita af því að hrossin hafi í sér mótefni fyrir herpesveiru því að þá veikist þau ekki þegar þau komi út, en það gera þau yfirleitt alltaf. Erlendir hestamenn kalla þá veiki Islands- veiki. Helgi sagði að í Evrópu væri stöðugt verið að bólusetja hesta fyrir hvers konar sjúkdómum sem ekki finnast hér á landi. Hann sagði að allir hestar sem fluttir séu út frá íslandi séu bólu- settir um leið og þeir komi út. Það sé hins vegar ekki hægt að bólusetja fyrir þessari tegund herpesveirunnar og þess vegna veikist íslensku hestamir yfirleitt eftir að þeir koma út. Gunnar Már sagði í samtali við Morgunblaðið að vikurinn sem tekin verður úr vikurhólum skammt ofan við Rif yrði flokkaður og þveginn en fluttur laus út til Þýskalands þar sem hann verður notaður í bygging- arefni. Hann sagði að undirbúning- ur að þessu hefði staðið nokkuð lengi. Nóg af ónýttu húsnæði Hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis gerði samning við bandarísk- an aðila í fyrra um sölu á vatni, en staðið hefur á því að bandarísku aðilarnir uppfylltu sinn hluta samn- ingsins. Sagðist Gunnar Már búast við að þeir myndu gera það í næsta mánuði, og starfsemin gæti hafist í sumar. Notaðar verða átöppunar- vélar í eigu bandaríska aðilans, en þær eru tilbúnar til afgreiðslu er- lendis. Gunnar Már sagði sveitarfé- lagið þafa lagt þó nokkurn pening í undirbúning þessa verkefnis, en hann vildi ekki gefa upp á þessu stigi um hve mikinn vatnsútflutning yrði að ræða. „Við fáum mjög gott vatn úr vatnslindum bæjarins, en það hefur verið rannsakað ítarlega. Það er nóg til af ónýttu fiskvinnsluhús- næði hérna, og höfum við verið að huga að því að koma átöppunar- verksmiðjunni fyrir í einhveiju þeirra. Hlutafélag verður stofnað um reksturinn og mun hrepps- nefndin eiga í því til að byrja með ásamt bandaríska aðilanum og ís- lenskum aðilum," sagði Gunnar Már. HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðherra hefur 17. maí 1994 skip- að Júlíus Valsson, lækni, tryggingayfirlækni frá 1. júní 1994 að telja. Um stöðuna sóttu 18 læknar. Þeir eru; Bryn- leifur Steingrímsson, Gauti Arnþórsson, Guð- brandur Þorkelsson, Guð- mundur I. Sverrisson, Gunnar Ingi Gunnarsson, Hrafn V. Friðriksson, Jón K. Jóhannsson, Júlíus Valsson, Magnús Guðmundsson, Ólafur H. Oddsson, Páll B. Helgason, G. Snorri Ingimarsson, Vigfús Magn- ússon, Vilhjálmur Rafnsson og Þór- arinn Ólafsson. Þrír um- sækjenda óskuðu nafn- leyndar. Júlíus Valsson er fæddur 23. október 1953. Hann lauk læknaprófi frá Háskóla íslands í júní 1982. Hann fékk íslenskt lækningaleyfi í mars 1985 og í Svíþjóð í nóv- ember 1987. Júlíus hlaut sérfræðiviðurkenningu í gigtar- sjúkdómum og embættislækning- um á íslandi og í Svíþjóð í febrúar 1991. Hann hefur starfað sem tryggingalæknir frá júlí 1990 og var settur tryggingayfirlæknir í lok síðasta árs. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hreinsað í Eyjum Vestmannaeyjum - Sjálfstæðis- félögin héldu árlegan hreinsun- ardag fyrir skömmu. Farið var víðsvegar um Heimaey og rusli safnað saman. Um 70 inanns tóku þátt í hreinsuninni en síðan var boðið upp á grillaðar pylsur og drykki fyrir utan Ásgarð, félags- heimili sjálfstæðismanna. Nýr trygginga- yfirlæknir skipaður Júlíus Valsson UTIVIST Hallvcigarstig 1 • simi 614330 Dagsferð sunnud. 22. maí Kl. 10.30 Grænadyngja. 2. áfangi lágfjallasyrpu. Brottför frá BSÍ bensínsölu. Kynning á ferðum sumarsins verður fimmtudaginn 26. maí. Fararstjórar kynna ferðir sum- arsins og verða til viðtals um útbúnað og fleira sem tengist ferðunum. Hægt verður að skrá sig ( feröir. Kynningin hefst kl. 20.00 í salnum á Hallveigarstíg 1 og eru allir velkomnir. Dagsferö sunnud. 29. maf kl. 10.30 Klóarvegur. . . . Utivist. VEGURINN Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Almenn samkoma kl. 20.00 á mánudagskvöld 23. maí nk. Allir velkomnir. „Óttast þú eigi, þvi að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð.“ Smfl auglýsingar Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. S5? fomhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Fjölbreyttur söngur. Samhjálp- arkórinn tekur lagiö. Barna- gæsla. Vitnisburðir. Ræðumaður Oli Ágústsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682S33 Dagsferðir Ferðafélags- ins um hvítasunnuna: Sunnudagur 22. maí kl. 13.00. Strandarkirkja-Hveragerði, Ökuferð. Fyrst verður ekið í Selvog og til baka um Hvera- gerði. Verð kr. 1.600,-. Mánudagur 23. maf; Á. kl. 10.30 Hrútagjá-Mávahlíðar- Höskuldarvellir. Gengið frá Sveifluhálsi, yfir Hrútagjá að Mávahlíðum og áfram í Sóleyjar- krika (Höskuldarvöllum). B. kl. 13.00 Kúagerði-Tóastíg- ur. Gengið um Tóurnar, skemmtileg gróðursvæði I Af- stapahrauni. Á milli þeirra er gömul leið Tóastígur. Verð kr. 1.100,- frítt fyrir börn m/fuliorðn- um. Brottför í ferðirnar er frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin og Mörkinni 6. Miðvikudaginn 25. maí kl. 20.00: Sólarlagsganga á Vatnsleysuströnd. Ferðafélag Islands. \ \ 77 f SÍK, KFUM/KFUK, KSH Háaleitisbraut 58-60 Samkoma Annan hvítasunnu- dag kl. 20.00 í Kristniboðssaln- um. Ræðumaður: Klara Lie frá Noregi. Athugið að engin sam- koma er (kvöld, hvítasunnudag. Allir eru velkomnir. Islenskir fjallaleiðsögumenn: Gönguleiðsögn Laugardagur 2/7 til sunnudags 10/7: Lakagígar - Síðujökull - Núpsstaðaskógar - Grænalón - Skeiðarárjökull - Skaftafell. 9 daga bakpokaferð um stórkost- legt landslag. Verðum einnig með í allt sumar 4ra daga bak- pokaferð úr Núpsstaðaskógum í Skaftafell um Grænalón og Skeiðarárjökul. Brottfarir eftir beiðni. Upplýsingaríslma 11069 og 11392 og 985-42959. Söfnuðurinn Elím, Grettisgötu 62 Kristilegar samkomur: Sunnudaga kl. 17.00. Allir hjartanlega velkomnir. §Hjálpræðis- herinn 0 Kirkjustræti 2 Kl. 16.00 útisamkoma á Lækjar- torgi, ef veður leyfir. Kl. 17.00 hermannasamkoma. Kl. 20.00 hjálpræðissamkoma, hermannavígsla. Eyfinn og Bernhard frá Færeyjum syngja og vitna. Major Anne Gurine og Daníel Óskarsson stjórna og tala á samkomum dagsins. Mánudaginn 23. maí kl. 16.00 útitónleikar Gospelkórsins á Ing- ólfstorgi. AuMirekka 2 . Koptmigur Við verðum á móti í Hlíðardals- skóla um helgina. Gleðilega hvítasunnuhelgl. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Gleðilega hátTð! Samkoma og sunnudagaskóli kl. 11.00. Allir hjartanlega velkomnir! Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 16.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Dagskrá hvítasunnumóts f Reykjavík. Hátíðarsamkoma kl. 14.00. Fíladelfíukórinn ásamt einsöngv- urum syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Einnig mun lof- gjörðarhópurinn syngja. Ræðu- maður Vörður Traustason frá Akureyri. Allir hjartanlega velkomnir. Við minnum á sjónvarpsútsend- ingu á áður upptekinni sam- komu á RÚV í dag kl. 17.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Mánudagur 23. maí: Útvarpsguðþjónusta send út beint frá Fíladelfíu kl. 11.00. Mikill söngur. Ræðumaður Snorri Óskarsson. Strax að út- sendingu lokinni verður brauðs- brotning og mótsslit. Nýja postulakirkjan Islandi, Ármúla 23, 108 Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 11.00. „Þetta er verk Guðs að þér trúið á þann sem hann sendi." Verið velkomin i hús Drottins. Franskur karlmaður, 33 ára gamall, prófessor og þýð- andi, óskar að kynnast huggu- legri íslenskri konu með nánari kunningsskap I huga. Sendið svar inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Ást - 1111". Verslunin Jata auglýsir Tilboð maímánaðar Tilboð 1: Ef þú kaupir þrjá geisla- diska, færðu fjórða diskinn frían. Tilboð 2: Ef þú kaupir tvo geisla- diska, færðu eina kassettu fría. Athugið: Þetta tilboð stendur til 6. júnf. Opið virka daga frá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 10-13. Jata - fyrir þig. l/erslunin Hotun2 105 Reyk/avik Hátúni 2, sími 25155.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.