Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Unglingadagar og
safnarabásar
Þemadagar eru af og til í Kola-
porti. Á „grænum dögum“ eru seld-
ir vistvænir hlutir, á „kompudögum"
bjóðast ódýrir básar fyrir gamalt
dót, og unglingar fá ókeypis á „ungl-
ingadögum".
- Gegnir Koiaportið þá líka upp-
eldishlutverki?
„Vissulega. Við 40 ára kynslóðin
höfum skemmt fjáröflunarþáttinn í
börnum okkar með því að leggja
allt upp í hendurnar á þeim. Þau
hafa gott af því að skynja verðgildi
hlutanna, uppgötva að þau geta afl-
að sér fjár með eigin vinnu og hug-
vitsemi."
Já, það er margt forvitnilegt og
öðruvísi í Kolaportinu. Safnarabás-
Oddný Sv. Björgvins
„EIGUM við ekki að skreppa
í Kolaportið,“ hljómar oft á
milli kunningja sem vilja
sýna sig og sjá aðra, enda
koma heilu ættarmótin hér
saman á hverjum markaðs-
degi. Kolaportið er markaðs-
torg Reykjavíkur með öllu
sínu iðandi mannlífi, prútti
og prangi. Seljendur koma
akandi með framleiðslu sína
á markaðstorgið, að sunnan,
vestan, norðan og austan,
jafnvel um 1.400 km leið,
eins og tíðkaðist um alda-
mót. Reykjavíkurfrúr tæma
úr geymslum sínum á sölu-
borð, því að eins manns drasl
er annars manns fjársjóður,
en auralausir unglingar leita
gjarnan í kompuna hjá
ömmu og afa. Ennþá fleiri
flytja vöruna beint inn.er-
lendis frá. Hér hafa margir
stigið sín fyrstu spor í við-
skiptum og uppgötvað kaup-
mannsblóð í æðum. Kola-
portið veitir heilu fjölskyld-
unum atvinnu. Ótrúleg dæmi
heyrast um andlega og lík-
amlega þrekað fólk sem rétt
hefur úr kútnum í Kolap-
ortinu, þegar skyggnst
er á bak við Ijöldin.
Andrúmið inni í land-
námshólnum var líka
sérstætt.
Nú er Kolaportið flutt í Tollhúsið,
fyrsta helgin á nýja staðnum runnin
upp. Um síðustu helgi var andrúmi
Arnarhóls tappað á flösku, gnómar,
álfar og hulduvættir voru beðnir að
fylgja skrúðgöngunni yfir á nýja
staðinn. Nú geymir sagan Kolaport-
ið í Arnarhóli. Um 5 ára skeið var
hægt að ganga inn í landnámshól-
inn, inn í gluggalausa „hellinn" sem
var byggður undir bíla, en fylltist
af litríku mannlífi og markaðsvarn-
ingi um helgar. Innan við „hellis-
munnann" opnaðist nýr heimur, eins
og maður væri staddur á markaðs-
torgi í erlendri borg, allt iðaði af lífi
og fjöri, en þegar skyggnst var á
bak við tjöldin, komu athyglisverðir
hlutir í Ijós: Kolaportið er þverskurð-
ur af íslensku þjóðfélagi.
Jens Ingólfsson er framkvæmda-
stjóri Kolaportsins. Blaðamaður sest
með honum i kaffihornið, undir
teikningum af sólarströnd og létt-
klæddu fólki, mikil andstaða við eig-
inlegt hlutverk _„hellisins“ en í takt
við óskadraum íslendingsins; Hér er
líka allt að fyllast af fólki. „Á venju-
legri helgi koma hingað um 20 þús-
und manns,“ segir Jens.
Margir halda að í Kolaportinu sé
aðeins selt kompudót og gamlir
munir, en hvað er selt í Kolaportinu?
„Kolaportið er mikið að þróast yfir
í grænmetis- og matvælamarkað,
sem verður fjölbreyttari á nýja staðn-
um. Við losnum þar við rykið og
skítinn, fáum meira frelsi til að selja
ferskan físk og kjöt, komum líka fleiri
seljendum fyrir.“ Yfir 200 seljendur
komast fyrir í Tollhúsinu, en í Árnar-
hólnum voru þeir flestir 150.
Annars segir Jens að mikið sé um
að seljendur séu með beinan innflutn-
ing, oft á ódýrum vörum frá Austur-
löndum. Töluvert sé líka um hei-
maunninn og handgerðan varning.
REYKJAVKUk
Nú heyiir Kola-
portið í Arnar-
hóli sögunni til.
Um 5 ára skeiö
var hægt að
ganga inn í
landnámshílinn,
sem fylltist af
litriku mannlífi
um helgar. Þar
var forvitnilegt
að skyggnast á
bak við tjöldin.
arnir vekja sérstaka eftirtekt.
„Safnarar eru skrítnasta fólk
lar.dsins," segir Jens hlæjandi, „ótrú-
legt hveiju fólk safnar: vísum um
hunda, uglum, flyglum og guð má
vita. hvetju. Vandamálið er bara að
fá safnara til að koma, þeir vilja
ekki selja sitt dót, nema spilasafnar-
ar sem geta býttað innbyrðis, hafa
52 spil til að skipta upp. Þess vegna
höfum við verið með „safnaradaga“.
Héðinn í safnarabásnum segir að
mest sé af söfnurum á Dalvík, þar
búi Helgi sem sé ótvíræður kóngur
safnaranna."
Hið sanna markaðslögmál
Jens segir að innkoman sé ofsa-
lega sveiflukennd. Á venjulegum
söludegi geti hún verið frá 10 upp
í 500 þúsund hjá seljanda í matvæl-
um. Hér ríkir hið sanna markaðslög-
mál!
„Verðgildi hvers hlutar er þáð sem
einhver vill borga fyrir hann. Við
ráðleggjum fólki að byija með há
verð, lækka sig síðan ef hluturinn
gengur ekki út.“
- Er ekki hætt við því að fólk,
sem er að selja gamalt dót, geri sér
ekki grein fyrir því að það sé kannski
að bera á söluborð mjög verðmæta
hluti, jafnvel söfnunargripi?
„Vissulega, um það eru mörg
dæmi.“ Jens segir að sá maður sem
hafi hjálpað fólki mest í þessu, sé
hinn vel þekkti frímerkja-Magni.
„Magni er fastagestur hjá okkur og
kemur yfirleitt snemma á morgnana.
Hann hefur oft rekist á verðmæta
hluti á mjög lágu verði og hefur
getað varað fólk við. Til dæmis hef-
ur „Rjúpan“ hans Guðmundar frá
Miðdal verið hér á nokkur hundruð
krónur, en hún er orðin safngripur.
Það er líka fráleitt að selja notaðar
Levi’s-gallabuxur á hundrað krónur,
sem kosta 3.900 kr. út úr búð.
Félagslegt hlutverk
Kolaportsins
„Fyrstu árin voru í gangi skrýtnar
sögur um Kolaportið, sem átti að
vera kringla fátæka mannsins, en
með Gallup-könnun ’92 voru margar
Gróusögur kveðnar í kútinn. Þá kom
í ljós, að 90% þjóðarinnar heimsótti
Kolaportið, jafnt háir sem lágir, og
10% höfðu einhvern tíma selt hér.
Um 95% voru mjög jákvæðir í garð
Kolaportsins, enda ekki að undra
því að Kolaportið þjónar mikilvægu
félagslegu hlutverki í borginni.
„Guði sé lof fyrir Kolaportið,"
sagði kona ein við mig, „mamma lá
fyrir dauðanum, var inn og út úr
spítölum, nú skiptist Ijölskyldan á
um að fara með hana í Kolaportið
og hún hefur varla vitjað læknis í
heilt ár.“ Kolaportið er greinilega
andlega upplífgandi.
„Það má líka nefna hana Sigríði
Bogadóttur frá Flatey í Breiðafirði,"
heldur Jens áfram. „Sigríður hefur
komið hingað nánast á hveijum
laugardegi með son sinn. Hér hittir
hún sveitunga sína.“
- Er kannski stærsti hluti fólks
sem sækir í Kolaportið, landsbyggð-
arfólk?
„Er ekki stærsti hluti Reykvíkinga
aðfluttur," spyr Jens? „Hérna hittir
fólk æskuvini sem það hefur ekki séð
í áratugi. í Kolaportinu hittir þú allt-
af einhvern sem þú þekkir!" Vissu-
lega orð að sönnu, því að hér hitti
blaðamaður marga Áustfirðinga frá
æskuslóðum á Fáskrúðsfirði.
Vörugæði í Kolaportinu
í Kolaportinu gilda engar reglur,
eins og skipulagt öngþveiti, þegar
litið er yfir heiidina. Samt hafa þró-
ast hér upp sölubásar með tryggan
kaupendahóp; fastir seljendur, oft
litríkir persónuleikar sem standa og
falla með eigin framleiðslu, jafnvel
betri en kaupmaðurinn á horninu.
„Ég er mjög hrifinn af Kolaport-
inu,“ segir einn fastagestur. „Hér
getur maður treyst því að fá nýja
og ferska vöru; hér standa framleið-
endur á bak við vöruna."
„Guð hjálpi þeim sem ekki bjóða
ferska og ógallaða vöru, þeir þyrftu
fljótlega að pakka saman,“ segir
Jens. „Allir Kolaportsvinir þekkja
þá sem standa á bak við borðið,
treysta þeirra vörugæðum."
Við staðnæmumst við grænmet-
isborðið hennar Magneu. „Allir
þekkja Magneu sem kemur akandi
á grænmetisbílnum sínum frá Sel-
SOGDLEGT INDRÚM KOLftPORTStHS I LANDHÁMSHÓLHDM