Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Endumgsla LágafeUskirkju Lágafellskirkja var endurvígð við hátíðlega athöfn sunnudaginn 29. júlí árið 1956. Kirkjan hafði þá verið stækkuð og settur við hana nýr kór og skrúðhús og lögð í hana hitaveita. í tilefni af endurvígsl- unni bárust kirkjunni góðar gjafír, meðai annars skírnarfontur til minn- ingar um séra Hálfdán Helgason, en Guðmundur frá Miðdal gerði laug- ina. Biskupinn yfír Íslandi, herra Ásmundur Guðmundsson, framkvæmdi vígsluathöfnina og flutti snjalla ræðu við það tækifæri, að því er segir í samtímaheimildum. Að lokinni vígslu skírði sóknarpresturinn, séra Bjami Sigurðsson, tvö sveinböm. Mikill mannijöldi var viðstaddur vígslu- athöfnina samkvæmt frétt Morgunblaðsins frá þessum atburði. FÓLKIÐ spjallar sam- an í góða veðrinu áður en gengið er til kirkju. GENGIÐ úr kirkju. Fremstir í flokki kennimanna eru biskupinn yfir íslandi, herra Ásmundur Guðmundsson, og sóknarpresturinn, séra Bjarni Sigurðsson. TVÖ sveinbörn voru skírð að lokinni vígsluathöfninni og eftir því sem við komumst næst var annar drengurinn skírður Hálf- dán og er Jónsson og hinn Eirík- ur Stefánsson. BISKUP íslands, herra Ás- mundur Guðmundsson, og sóknarpresturinn, séra Bjarni Sigurðsson, þjónuðu fyrir aitari. ' FJOLSKYLDUHELGI á Jarlinuin, Sprengisandi þ.e. laugardag, sunnudag og 2. í hvítasunnu. Barnaboxin vinsælu Innihald: Hamborgari, franskar og kók + aukaglaðningur. Verð aðeins ^Cgkrónur. (Bömln séu í fylgd með mstargesti). MEST SELDU STEIKUR Á ÍSLANDI Verðfrá ki'ónum. Vinsælasti salatbarinn í bænum. Þig megið til með að próf ’ann! * ÞANNIG... RUGLA MENN SAMAN KRÍU OG HETTUMÁV Minni og enn frekarí Ivetrarlok er menn eru orðnir meira en fullsaddir af vetri konungi og eru famir að þrá vor- og sumarkomuna, fara þeir að líta eftir vorboðum. Eins og áður hefur verið vikið að þá er vorboðinn ljúfi ekki aldeilis lóa eða þröstur, held- ur einn af óvinsælli fuglum lands- ins, sílamávurinn. Það dæmist þannig af því að hann er fyrstur farfuglanna til að koma til lands- ins eftir vetrardvöl annars staðar. Menn varpa þó ekki þresti og lóu fyrir róða fyrir sílamáv. Hvað þá kríunni, sem er ein af öruggustu vísbendingunum um að sumarið er sannarlega komið. Kannski vegna þess að krían er bæði af- skaplega áberandi fugl og svo er hún með síðustu farfuglunum til að skila sér, kemur yfirleitt fyrstu dagana í maí. Engu að síður má það heita árvisst að menn rugli saman kríu og hettumáv. Hefur það gengið svo langt að dagblöð hafa birt myndir af hettumávum með þeim textum að loksins sé blessuð krían komin! Þetta gerist af þeirri einföldu ástæðu að margt er eigi ósvipað með hettumáv og kríu. Samt sem áður er munurinn svo mikill að glöggir athugunarmenn eru aldrei í vafa. Hettumávurinn er með HETTUMÁVUR og kría. Hvort er hvað? grátt bak eins og krían, dökka hettu og rautt nef. Rauða fætur. Og af máv að vera er hann lítill. Raunar ekki svo miklu stærri en kría. Og hijúft garg hans er eigi ósvipað og hið fræga frekjugarg kríunnar. Þá er þessi ruglingur þannig tilkominn, að síðustu vik- urnar áður en að krían kemur til landsins og menn eru kannski farnir að bíða hennar, tekur hett- umávurinn miklum breytingum. Á haustin missir hann hettuna sína kaffibrúnu og fer í hópum. Hluti stofnsins er staðbundinn hér á landi og í hópum nærri sjó. Eitt- hvað af Tjarnarmávunum eru þar einnig á sveimi á veturna. En á vorin, nokkru áður en krían kemur úr suðurhöfum, fær hettumávur- inn nýja kaffibrúna hettu. Hann fer þá að vera meira áberandi og röddin er eins og gróft kríugarg. Þegar krían kemur til landsins í byijun maí og sækir í sömu kjör- lendin verða margir rauðir í fram- an sem hafa talið sig sjá kríur vikumar á undan. En þetta er svo sem ekkert til að skammast sín fyrir. Þegar krían er komin fer ekki á milli mála hvor er hvor. Miklu nettari fugl og röddin geðþekka engri lík!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.