Morgunblaðið - 07.06.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.06.1994, Blaðsíða 12
SKOTFIMI iHmHl ■ MICHAEL Laudrup, danski landsliðsmaðurinn sem leikið hefur með spænska liðinu Barcelona, leik- ur með erkifjendunum í Real Madrid næstu tvö tímabil að minnsta kosti. Þetta var haft eftir Ramon Mendoza, forseta Real, í gær. ■ LAUDRUP hefur leikið með Barcelona sl. fimm ár, en ákvað að yfirgefa félagið vegna samstarfs- örðugleika við þjálfara liðsins, Hol- lendinginn Johan Cruyff. ■ FERNANDO Redondo, miðju- maður með argentínska landsliðinu, hélt upp á 25 ára afmæli sitt í gær með því að skrifa undir fimm ára samning við Real Madrid. Hann lék áður með Tenerife, og var meðal efstu manna á innkaupalista Jorge Valdano, hins nýja þjálfara Real, en hann var einmitt þjálfari Tene- rife áður en hann gerði samning við Real. ■ BRESKI grindahlauparinn Col- in Jackson verður ekki í breska lið- inu í Evrópubikarkeppni landsliða síðar í þessum mánuði. Hann togn- aði á hnésbótarsin fyrir skömmu, en segir meiðslin ekki alvarleg. Þetta er mikill missir fyrir Breta sem hafa titil að vetja á mótinu. Jackson er Evrópu- og heimsmeistari í 110 metra grindahlaupi. ■ STOÐU Jacksons í liðinu tekur Tony Jarrett, sem varð annar í Seininni á HM í Stuttgart í fyrra. MAXIMILIAN Sciandri frá It- alíu sigraði á 16. legg á Ítalíumót- inu í hjólreiðum í gær, þegar hjólað- ir voru 220 km frá Sondrio til Stra- della. ■ EVGENY Berzin frá Rússlandi heldur enn forystunni. ítalinn Marco Pantani er annar, einni mínútu og átján sekúndum á eftir Rússanum. Þriðji er síðan „vélmennið" Miguel Indurain, frá Spáni, en hann er rúmum þremur mínútum á eftir Berzin. Ewing tók til sinna ráða og New York för áfram PATRICK Ewing var maðurinn á bak við sigur New York í sjö- unda leiknum gegn Indiana í undanúrslit- um NBA. Hann gerði 24 stig, tók 22 frá- köst, átti sjö stoð- sendingar og varði fimm skot í 94:90 sigri ífyrrinóttog New York leikur til úrslita í fyrsta sinn síðan 1973, en þá vann liðið Los Angeles Lakers í fimm leikja viðureign. Ewing ætlaði sér stóra hluti og sagði Pat Riley, þjálfara, það fyrir leikinn. „Ég sagði honum að láta mig um hlutina, því ef við töpuðum vildi ég að hægt væri að benda á mig. Mér hefði hvort sem er verið kennt um, ef við hefðum tapað, en ég sagði við eiginkonuna fyrir leikinn að ef ég hefði eitthvað um það að segja þá færum við til Hous- ton.“ Hann kórónaði frá- bæran leik 26 sek. fyrir leikslok, þegar hann tróð boltanum ofan í körfuna eftir misheppnað skot frá John Starks, og kom New York yfir, 91:90. „Ég fylgdi bara vel á eftir,“ sagði Ew- ing. „Hann var réttur maður á rétt- um stað þegar við þurftum á því að halda,“ sagði Starks. Skömmu síðar reyndi Reggie Miller þriggja stiga skot fyrir Indi- ana, en missti marks, og í fram- haldi af því braut hann á Starks. Starks var ekki á sama máli og sagði að fara yrði eftir kalli dómara. Derek Harper skoraði 16 stig fyrir New York, Oakley var með 14 stig og átta fráköst, og Anth- ony Mason gerði 12 stig og tók 10 fráköst. Miller gerði 25 stig fyr- ir Indiana, Byron Scott gerði 17 stig, Derrick McKey 14 og Rik Smits var með 12 stig. Vonsvikinn en hreykinn „Ég er vonsvikinn, en það þýðir ekki að ég sé ekki hreykinn," sagði Larry Brown, þjálfari Indiana, sem hefur aldrei fyrr komist áfram úr fyrstu umferð úrslita- keppninnar. Indiana var yfir í hálfleik, 51:47, og náði 12 stiga forystu, 65:53, þegar tæplega fimm mínútur voru eftir í þriðja leikhluta, en New York komst svo yfir, 76:74. Gestirnir náðu aft- ur forystu, 90:89, þegar 35 sekúndur voru eftir, en þá tók Ewing til sinna ráða og tryggði New York sigur í Austurdeild. Þetta var í 19. sinn í röð, sem heimalið sigrar í sjöunda leik í úrslitakeppni. Alls voru gerð 612 stig í leikjunum sjö og er það met í neðri kantinum. Fyrra metið var 620 stig í viðureignum New York og Chicago 1992. Fyrsti leikur Houston og New York í úrslitunum verður annað kvöld. Reuter GREG Anthony, einn hinna gríðarlega baráttuglöðu leik- manna New York liðsins, til hægri, í baráttu við tvo andstæð- inga úr röðum Indiana Pacers í fyrrinótt; Derrick McKay er til vinstri og Vern Flemming fyrir miðri mynd. Dæmt var ásetningsbrot og eftir að Starks hafði skorað úr öðru skot- inu hélt New York því boltanum, Starks fékk tvö vítaskot til viðbótar og innsiglaði sigurinn með því að skora úr báðum. „Það er ekki hægt að dæma svona í úrslitum," sagði Miller. „Þetta var ekki ásetningur.“ KORFUKNATTLEIKUR / NBA Tvö íslands- met á hagla- byssumóti Páil Guðmundsson, félagi í Skotfélagi Keflavíkur, setti nýtt íslandsmet í hagla- byssuskotfimi á móti sem haldið var á velli Skotfélags Suður- lands um helgina. Hann skoraði 112 stig í undanúrslitum og 23 í úrslitum, og náði þvf samtals í 135 stig. Hreimur Garðarsson, Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar, sigraði hins vegar á mótinu, fékk jafn mörg stig og Páll, en skoraði betur í sfðustu hrinunni og stóð því uppi sem sigurveg- ari. Sveit Skotfélags Reykjavíkur setti nýtt íslandsmet f sveita- keppni á mótinu. Sveitin náði f 325 stig, en gamla metið var 303 stig. Sveitina skipuðu Al- freð K. Alfreðsson, Jóhannes Jensson og Ævar L. Sveinsson. KNATTSPYRNA Fleiri ásakanir gegn Tottenham ENSKA knattspyrnufélagið Tottenham hefur verið ásakað um fjármálamisferli, m.a. í tengslum við leikmannakaup, og komu þrjú ný mál upp á yfir- borðið um helgina. Tíu málanna varða leikmanna- kaup. Um helgina komu fram ásakanir þess efnis að Spurs hefði brotið lög, þegar það keypti bak- vörðinn Mitchell Thomas frá Luton 1986, miðjumanninn Paul Allen frá West Ham og vamarmanninn Chris Fairclough frá Nottingham Forest. Sagt er að Thomas hafi fengið 25.000 pund að láni frá Spurs mán- uði áður en hann undirritaði samn- inginn og Allen á að hafa fengið 55.000 punda óafturkræfa greiðslu í júní 1985, mánuði áður en gerðar- dómur ákvað kaupverð hans. Alls eru ásakanirnar orðnar 46 og ef flestar þeirra reynast á rökum reistar á félagið á hættu að verða dæmt úr úrvalsdeildinni. Enska knattspyrnusambandið tekur málið fyrir 14. júni nk. ISHOKKI / URSLITAKEPPNI NHL-DEILDARINNAR Brottrekstur Bures vatná myllu Rangers RÚSSINN Pavel Bure fór illa að ráði sínu í lok fyrsta leikhluta í þriðja leik Vancouver og New York Rangers í keppni um Stanley- bikarinn í ishokkí um helgina. Hann sló mótherja í andlitið með kylfu sinni og var útilokaður frá frekari leik, en heimamenn voru einum færri næstu fimm mínúturnar. Gestirnir nýttu sér liðsmun- inn, náðu forystunni, 2:1, og eftirleikurinn var auðveldur. Þeir unnu 5:1, endurheimtu heimaréttinn og eru 2-1 yfir að þremur leikjum loknum. Vancouver byijaði betur og Bure, sem talinn er einn besti leik- maður deildarinnar, kom heima- mönnum yfir. Hins vegar sofnuðu þeir á verðinum og „gáfu“ gestun- um jöfnunarmarkið. Kirk McLean, sem varði 89 skot í fyrstu tveimur leikjunum, stýrði skoti frá varnar- manninum Brian Leetch, sem var á leið framhjá, í markið. „Ég ætl- aði að koma pökknum út í horn, en hann hlýtur að hafa farið í skaut- ann og breytt um stefnu," sagði markvörðurinn. „Eftir þetta fór allt á verri veg hjá okkur,“ bætti hann við. Pat Quinn þjálfari tók í sama streng. „Fram að þessu lékum við vel, en markið tók meiri kraft úr okkur en allt annað.“ Samt viður- kenndi hann að brottreksturinn í lok leikhlutans hefði gert gæfumuninn. „Við náðum ekki að rífa okkur upp og það hafði sín áhrif.“ Glenn Anderson kom Rangers yfir í lok fyrsta leikhluta, Leetch, einn besti varnarmaður deildarinn- ar, bætti við í öðrum leikhluta og Alexei Kovalev og Steve Larmer skoruðu í þeim þriðja. Mike Keen- an, þjálfari Rangers, sagði að sókn- arleikurinn hefði heppnast að þessu sinni. „Okkur tókst að gera það sem ekki gekk upp í New York.“ Mike Richter, markvörður Ran- gers, varði 24 af 25 skotum og þar af 23 í röð eftir markið á 63. sek- úndu. Vancouver leikur í annað sinn í úrslitum og hefur ekki enn sigrað á heimavelli, en liðið tapaði 4-0 í úrslitunum 1982. „Þetta var einn af þessum leikjum, þar sem ekkert gengur upp,“ sagði Greg Adams, sem tryggði Vancouver sigurinn í fyrsta leiknum, sem fór fram í New York. Fjórði leikur liðanna verður þar í kvöld og sér Rangers fram á fyrsta meistaratitilinn síðan 1940. Smiðshöggið Reut«r ALEXEI Kovalev rekur smiðshöggið á sigur New York Rangers og gerir fimmta mark liðsins gegn Vancouver. Leikið var í Kanada, en með sigrinum endur- heimtu gestimir heimaréttinn og því verður leikið í New York næst. GETRAUNIR: 1 X X ?. X X 2 1 X 112?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.