Morgunblaðið - 06.07.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.1994, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ DU PONT bflalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bfllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 38 000 Færi- bqiKKt- mótorar Van der Graaf færibandamótorar hafa reynst frábærlega hérlendis við erfiðar aðstæður. Eigum á lager eða útvegum með stuttum fyrin/ara allar stærðir og gerðir. Þvermál: 127 mm, 160 mm, 215 mm, 315 mm, 400 mm og 500 mm. Allt fyrir færibönd: Mótorar - Færi- bandareimar, plast og gúmmí - Stólar fyrir rúllur — Endarúllur- srr°9 &=& LEITIÐ UPPLÝSINGA UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI67 24 44 TELEFAX 67 25 80 ÖRYGGIS OG GÆSLUKERFI FRÁ ELBEX SPARIÐ TÍMA FÉ OG FYRIRHÖFN og skapiö öruggari vinnu og rekstur meö ELBEX sjónvarpskerfi. Svart hvítt eöa í lit, úti og inni kerfi. Engin lausn er of flókin fyrir ELBEX. Kynnið ykkur möguleikana. Einar Farestveit & co hf. Borgartúni 28, sími 91-622900 VIÐSKIPTI i Mikil vinna fyrirtækja og hagsmunaaðila við markaðssetningu að skila sér i Erlendir ferða menn orðnir 23% fleiri ERLENDUM ferðamönnum fjölgaði um 23% fyrstu sex mánuði þessa árs miðað við síðasta ár. Á tímabilinu komu hingað 73.254 ferðamenn eða um 14.000 fleiri en í fyrra. Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, seg- ir að til að skýra þetta megi nefna marga samverkandi þætti, svo sem að mikil vinna fyrirtækja og hagsmunaaðila við markaðssetningu á undanförnum árúm sé að skila sér, mikil fjölmiðlaumfjöllun um Island hafi átt sér stað á helstu markaðssvæðunum og þá hafí nokkrir stórvið- burðir, svo sem lýðveldisafmælið, Landsmót hestamanna og Listahátíð í Reykjavík dregið að sér marga erlenda gesti. Einnig megi nefna sér- stakt 100 milljóna króna auglýsingaátak Flugleiða og samgönguráðu- neytisins, sem ráðist hafi verið í á árinu. Erlendir ferða- menn í jan. -júní 1994 eftir þjóðerni Þýskaland 12.389 Bandaríkin 11.232 Danmörk 9.684 Svíþjóð 9.264 Bretland 8.640 Noregur 6.997 Holland 2.684 Frakkland 2.280 Finnland 1.565 Svis%n^D 1.326 | Önnur lönd 7.193^ Magnús Oddsson segir að fleiri atriði komi þarna til, svo sem að aðilar í ferðaþjónustu hafí sjálfir tekið á sig virðisaukaskattinn, sem lagður hafi verið á gistiþjónustu, í stað þess að velta honum út í verðlagið. Hann bætir við að ferða- þjónustan hér á landi sé nú farin að sjá árangur mikils starfs á undanfömum árum og fjölgun er- lendra ferðamanna ætti að geta orðið varanleg, ef engar sérstakar breytingar verði á rekstrarum- hverfi atvinnugreinarinnar og hún fái áfram fjármagn til að vinna að markaðsstarfi sínu. Aðallega aukning á stórhöfuðborgarsvæðinu í máli Magnúsar kemur fram, að aukningin komi fyrst og fremst fram í Reykjavík og á því sem kalla megi stórhöfuðborgarsvæð- ið. Erfiðlega gangi að koma ferða- mönnunum út fyrir þær slóðir utan tiltölulega stutts háannatíma. Slíkt sé auðvitað áhyggjuefni þeg- ar litið sé til fjárfestingar um allt land. Einnig bendir hann á, að fjölgun ferðamanna sé magnaukn- Evrópumál Rannsóknaráætlanir ESB kynntar hérlendis RANNSÓKNARRÁÐ ríkisins, Vísindaráð og Samstarfshópur um ESB verkefni, í samvinnu við menntamálaráðuneytið og við- skipta- og iðnaðarráðuneytið hafa tekið höndum saman um að kynna rannsóknaráætlanir Evrópusam- bandsins hér á landi. Þessir aðilar fengu ekki alls fyrir löngu tvo danska ráðgjafa hingað til lands til að kynna þessi mál og sátu um 50 manns frá fyrirtækjum og stofnunum námskeið þessara að- ila. Verið er að skoða möguleika á að halda annað námskeið í haust, en þá þykir líklegt að aðilar, sem hyggjast taka þátt í rannsóknar- og þróunarstarfsemi á vegum Evr- ópusambandsins, verði komnir á fullan skrið með undirbúning. Fram kemur í fréttatilkynningu að með aðild íslands að EES samn- ingnum hafi opnast miklir mögu- leikar fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir til aukins samstarfs við Evrópska aðila á sviði rannsókna og þróunar og á mörgum öðrum sviðum. Með aðildinni hafi íslendingar fengið aðild að flestum rannsókn- ar- og þróunaráætlunum Evrópu- sambandsins, sem gefi möguleika á þátttöku í verkefnum á mjög breiðu sviði. Meðal sviða sem opn- ast hafi íslendingum á þessum vettvangi séu upplýsinga- og sam- skiptatækni, iðn- og efnistækni, landbúnaður, fiskveiðar og -vinnsla, orkumál, umhverfismál og heilbrigðismál. Hins vegar benda aðstandendur átaksins að til að fyrirtæki og stofnanir geti nýtt sér þessi verk- efni sem skyldi þurfí skipulag og undirbúning í tíma. Undirbúningur að þátttöku sé eins og hver önnur vinna sem inna þurfi af hendi með markvissum vinnubrögðum innan fyrirtækja og stofnana og eigi þetta jafnframt við þegar koma á tengslum við samstarfsaðila. Til að koma síðan verkefnum á fram- færi við framkvæmdanefnd Evr- ópusambandsins þurfí einnig að ganga í gegnum ákveðið umsókna- ferli. Rannsóknar- og þróunaráætl- anir Evrópusambandsins velta um eitt þúsund milljörðum íslenskra króna næstu fjögur árin. *öskur VERSIAUNIN FLÓRA Borgarkringlunni ing, en eftir eigi að koma í ljós, hvaða áhrif hún hafi á tekjur greinarinnar. Fullvíst megi telja, að tekjurnar aukist ekki í sama I hlutfalli og ferðamannafjöldinn, } en tekjurnar séu auðvitað það sem mestu máli skipti, þegar upp sé staðið. Sparað með sameigin- ! legum inn- ' kaupum Ziirich. Reuter. SWISSAIR og samstarfsaðilar þess í GEA (Global Excellence Accord) hafa ákveðið að sam- j ræma innkaup sín á ýmsum svið- um og spara með því 12-33 millj- ónir dollara árlega til að byija I með. í síðasta tölublaði af Swissair News segir, að árleg innkaup sam- starfsaðilanna í GEA, Swissair, Delta Air Lines og Singapore Air- lines, nemi þremur milljörðum dollara og eru þá flugvélakaup undanskilin. Talið er, að sameiginleg inn- * kaup flugfélaganna geti numið } 250 milljónum dollara en stefnt k er að því hækka þá upphæð og spara um 25-60 milljónir dollara. Verður stofnuð sérstök deild til að samræma og annast innkaupin. Lokatakmarkið er að samræma öll innkaup flugfélaganna en í greininni í Swissair News sagði, að þá þyrftu líka stjórnendur fé- laganna að hugsa mörg mál alveg > upp á nýtt. SAS jafnvel aðili } Sameiginlega innkaupadeildin verður einnig opin samstarfsaðil- um Swissair í Evrópu, SAS og Austrian Airlines. I greininni sagði, að félögin þijú hefðu þegar reynt fyrir sér með sameiginleg innkaup í 10 vöruflokkum, meðal annars í heyrnartólum og plast- . bollum, og sparað sér 3,1 milljón [ dollara. Til að ná fyrirhuguðum I sparnaði verða félögin að vera } sammála um vörutegundirnar. PCIlímoj! fúguefni Vívsal l- T l— I—L Stórhöfða 17, v síini 67 ð Gullinbrú, 48 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.