Morgunblaðið - 06.07.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.1994, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ — ---------------— -----------------------■—t 14 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1994 Reyna að bjarga Nasrin HÓPUR rithöfunda og lista- manna í Bangladesh hefur hvatt landa sína til að sýna stillingu gagnvart kvenrithöf- undinum Taslímu Nasrin. Heit- trúarmenn saka hana um guð- last og krefjast þess að hún verði tekin af lífi. Hefur verið gefín út handtökuskipun á hendur henni. Hefst hún nú við í felum, að því er talið er í vest- rænu sendiráði. Gaf hópurinn í gær út yfirlýsingu þar sem vitnað er í Kóraninn og sagt að Múhameð spámaður hafí aldrei farið fram á þeir sem gagnrýndu eða höfnuðu trúnni yrðu teknir af lífí. Tapaði kon- unni í veðmáli ALBANSKUR áhugamaður um knattspyrnu og veðmál lék illi- lega af sér um helgina. Hann var sannfærður um að Argent- ínumenn myndu sigra Búlgara í heimsmeistarakeppninni en þar sem hann skorti reiðufé lagði hann eiginkonu sína und- ir. Leikar fóru hins vegar svo að Búlgarar sigruðu og hvarf konan á brott með þeim er vann veðmálið. Undi maðurinn því illa að missa hana á þennan hátt og hefur kært málið til lögreglunnar. * > Afram Italía einir á báti SILVIO Berlusconi, forsætis- ráðherra Ítalíu, hefur ákveðið að flpkkur hans, Áfram Ítalía, gangi ekki til form- legs samstarfs við aðra flokka á Evr- ópuþinginu fyrr en flokk- urinn hefði kynnst þing- inu og starfs- háttum þess betur. Munu hinir 27 Evrópu- þingmenn flokksins mynda eig- in hóp á þinginu fyrst um sinn. Alpagöngum lokað LENGSTU göngum Evrópu, Gotthard-göngunum í sviss- nesku ölpunum, var lokað í gær eftir að kviknaði í flutningabíi í þeim. Að sögn lögreglu mynd- aðist svo mikill hiti við brunann að malbik í göngunum bráðn- aði. Er talið að þau verði lokuð í nokkra daga vegna viðgerða og á meðan er umferð beint um fjallvegi. Gotthard-göngin eru rúmlega tveggja kílómetra löng og ein helsta tenging Ital- íu við norðurhluta Evrópu. Morð í dómsal ÍRANSKUR lögfræðingur gekk berserksgang í dómsal í Teheran í gær. Verið var að taka fyrir skilnaðarmál manns- ins og eiginkonu hans og rifust þau harkalega í dómsalnum. Tók maðurinn þá upp byssu og skaut fyrst dómarann og síðan eiginkonu sína til bana. Að því búnu skaut hann sjálfan sig. Þrír áhorfendur í dómsalnum særðust alvarlega. ERLEIMT Reuter SJÁLFBOÐALIÐAR reyna að slökkva eld í skógi í Collbato-héraði í norðurhluta Katalóníu. Madrid. Reuter. ELLEFU manns hafa beðið bana í rúmlega 200 skógareldum í norður- og austurhéruðum Spán- ar sem hafá eyðilagt þúsundir hektara af skóglendi og neytt hundruð manna til að flýja heim- ili sín. Miklir hitar, rok og þurrkar urðu til þess að eldarnir breiddust út á mánudag og rúmlega 10.000 slökkviliðsmenn, sjálfboðaliðar og hermenn máttu sín lítils í bar- áttunni við þá. I gærmorgun log- uðu enn eldar í Katalóníu og Valencíu en slökkviliðsmönnum tókst að slökkva mestu eldanna í héraðinu Teruel. Um 10.000 hektarar skóglendis 200 skógar- eldar kosta ellefu lífið hafa eyðilagst í Katalóníu og yfir- völd hafa gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekari elda. Luis Atienza landbúnaðarráð- herra sagði að búist væri við mikilli eyðileggingu vegna elda síðar á árinu. „Ég óttast að þetta verði versta árið sem við höfum fengið í tuttugu ár. Við verðum að hvetja fólk til að kveikja ekki elda í sveitunum í sumar, annars verður mikil eyðilegging.“ Spænska stjórnin hyggst leggja fram frumvarp um hert viðurlög við því að kveikja skóg- arelda. Samkvæmt því má dæma þá sem kveikja skógarelda af vangá í fjögurra ára fangelsi en þeir sem gera það af ásettu ráði eiga allt að tuttugu ára fangelsis- dóm yfir höfði sér. Atienza sagði að skógareldarn- ir á fyrri helmingi ársins væru sambærilegir við eldana á árun- um 1985 og 1987 þegar meira en 400.000 hektarar skóglendis eyði- lögðust. Krafta- verkalyf talin of- notuð EKKI er langt síðan algeng- ir smitsjúkdómar voru helsta dánarorsökin í heiminum. Þótt margt hafí stuðlað að því að slíkum dauðsföllum hafí fækk- að á Vesturlöndum, svo sem betri lífskjör og bólusetningar, réði tilkoma sýklalyfjanna þar mestu. Þau þýddu að það var ekki aðeins hægt að komast hjá sjúkdómunum heldur lækna þá einnig. Jafnvel mannskæðir faraldrar, sjúkdómar eins og berklar og malaría, voru ekki lengur ógnvaldar. Það er því engin furða að fólk skuli hafa litið á sýklalyfin sem krafta- verkalyf. Meinafræðingurinn Jeffrey A. Fisher segir hins vegar í nýrri bók, The Plague Makers, að hætta sé á að menn eyðileggi þetta kraftaverk með of mikilli notkun lyfjanna. Æ ónæmari sýklar Fisher segir að þettá vanda- mál sé líklegast til að koma fram i gjörgæsludeildum sjúkrahúsa í stórborgunum, hjá sjúklingum sem hafa sýkst af óvenjulegum örverum og eru með ónæmiskerfi sem verkar ekki sem skyldi. Þessir sýklar verða ekki aðeins æ ónæmari fyrir sýklalyfjum heldur valda þeir einnig ónæmi hjá öðrum örverum. Læknar, sem standa frammi fyrir þessum vanda, hafa freistast til að gefa sjúkl- ingunum sjaldgæf lyf og afleið- ingin er sú að nokkrir sýklar, sem geta breiðst hratt út og valdið farsóttum, eru þegar orðnir ónæmir fyrir öllum sýklalyfjunum. Berklar á meðal alnæmissjúklinga eru dæmi um þetta. Misnotkun í þriðja heiminum Mikil misnotkun sýklalyfja.í þriðja heiminum veldur einnig miklum áhyggjum, en þar selja skottulæknar sýklalyf sem allra meina bót og nota þau gegn nánast öllu, allt frá gyllinæð til getuleysis. Berklar eru reyndar mikið vandamál í Afr- íku sunnan Sahara og malaría, sem gerist æ ónæmari fyrir venjulegum lyfjum, breiðist einnig út. Heimild: The New York Times Book Review. Stórveldin segja skipulögðu glæpasamtökunum stríð á hendur FBI og Rússar hefja samstarf Moskvu. Reuter. LOUIS Freeh, yfirmaður banda- rísku alríkislögreglunnar FBI, og Viktor Jerín, innanríkisráðherra Rússlands, undirrituðu í gær samning um samvinnu í barátt- unni við skipulögð glæpasamtök í líkingu við mafíuna. Öflugur óvinur í samningnum er kveðið á um samstarf til að koma í veg fyrir að rússnesk glæpasamtök geti starfað í Bandaríkjunum og bandarísk giæpasamtök í Rúss- landi. „Við stöndum nú frammi fyrir nýjum óvin sem á sér ekki landamæri, óvin sem er mjög öflugur, mjög hreyfanlegur og hefur mikil ítök um gjörvallan heim,“ sagði Freeh á blaðamanna- fundi með Jerín. Freeh hefur verið í fjögurra daga heimsókn í Moskvu og henni var lýst af beggja hálfu sem tíma- mótum í löggæslusamstarfi land- anna tveggja. Freeh varaði gest- gjafa sína við því að bandarískir glæpamenn kynnu brátt að hasla sér völl í Rússlandi og notfæra sér veikan efnahag landsins og glund- roðann sem ríkt hefur í viðskipta- lífínu frá því kommúnisminn leið undir lok. Hann nefndi sem dæmi hóp rússneskra glæpamanna sem hafi í samstarfi við alþjóðlegan eiturlyfjasmyglhring og með hjálp bandarískra glæpamanna smyglað tonni af kókaíni til Pétursborgar. Áhyggjur af kjarnorkuvá Freeh áréttaði ennfremur að hann óttaðist að glundroðinn í Rússlandi gæti orðið til þess að glæpasamtök kæmust yfir efni í kjarnorkuvopn og seldu „hryðju- verkamönnum“. Jerín kvað þá hættu ofmetna og sagði að engin dæmi væru um þjófnað úr rúss- neskum kjarnorkuverum. Freeh lýsti yfir stuðningi við tilskipun Borísar Jeltsíns Rúss- landsforseta sem heimilar lögreglu að halda meintum glæpamönnum í haldi í allt að mánuð, gera hús- leit án sérstakrar heimildar og kanna bankainnistæður þeirra sem grunaðir eru um tengsl við glæpa- samtök. Spillingin rædd Margir Rússar hafa sagt að til- skipunin sé ekki réttlætanleg vegna spillingar sem viðgangist innan rússnesku lögreglunnar og Freeh og Jerín sögðust aðspurðir hafa rætt það mál. Freeh sagði að nýtt frumvarp, sem verið er að ræða á rússneska þinginu og miðar að því að stemma stigu við spillingu innan lögreglunnar, sé mun strangara en samskonar lög í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.