Morgunblaðið - 06.07.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.07.1994, Blaðsíða 22
-22 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg eiginkona mín, GUÐRÚN Ó.Þ. ZOÉGA, lést 3. júlí. Helgi H. Zoéga. + Eiginkona mín og móðir okkar, JÓNA SIGURÐARDÓTTIR, lést á heimili sínu í Sydney, Ástralíu, Útförin hefur farið fram. þann 17. júní 1994. Ásgeir H. Magnússon, Sigurður Ásgeirsson, Magnús Ásgeirsson. t Maðurinn minn og faðir okkar, BJÖRN EINAR ÞORLÁKSSON, Eyjarhólum, Mýrdal, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 5. júlí. Rósa Haraldsdóttir og börn. t Eiginkona mfn, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG ALEXANDERSDÓTTIR, Krossanesi, Árneshreppi, sem lést á Reykjalundi 29. júní, verður jarðsungin frá Árneskirkju föstudaginn 8. júlí kl. 15.00. Eyjólfur Valgeirsson, Hildur Eyjólfsdóttir, Ingólfur Kristjánsson, Úlfar Eyjólfsson, Oddný Þórðardóttir, Petrfna Eyjólfsdóttir, Fríða Eyjólfsdóttir, Árni Bjarkason, Valgeir A. Eyjólfsson, Kolbrún Hauksdóttir, og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN HINRIKSSON, Grasarima 6, andaðist í Borgarspítalanum aðfara- nótt þriðjudagsins 5. júlfl. Unnur Björnsdóttir, Hinrik Jónsson, Mary A. Campbell, Ragnheiður Jónsdóttir, EliasG. Magnússon, Garðar Jónsson, Hulda Óskarsdóttir og barnabörn. + Eiginkona mín, GUÐNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR, lést í Borgarspítalanum 2. júlí. Bálför hennar fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 8. júlí. Athöfnin hefst kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Daðason. Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og íangamma, HERMÍNA SIGVALDADÓTTIR, Kringlu, Torfalækjarhreppi, er andaðist í Héraðssjúkrahúsinu a Blönduósi þriðjudaginn 28. júní, verður jarðsungin frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 9. júlí kl. 14.00. Gerður Hallgrfmsdóttir, Reynir Hallgrfmsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Ásdfs Hallgrimsdóttir, Reynir Sigurðsson, Sigvaldi Hrafnberg, Huida Björgvinsdóttir, barnabprn og barnabarnabörn. u GUÐMUNDA MARGRÉT G UÐJÓNSDÓTTIR + Guðmunda Margrét Guð- jónsdóttir fæddist á Dísarstöðum í Sandvíkurhreppi í Arnessýslu hinn 8. ágúst 1909. Hún lést á heimili sinu í Reykjavík hinn 28. júní sl. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Tómasson, bóndi á Dísarstöð- um, og kona hans, Þuríður Hannes- dóttir. Börnin urðu 12, en tvö þeirra dóu í bernsku. Hin tíu náðu öll fullorðinsaldri. Systkinin voru: Valdimar, kvæntur Rósu Guð- mundsdóttur, en hann fórst með bv. Max Pemberton, As- björn, verkamaður í Reykjavík, kvæntur Sigríði Guðmunds- dóttur, Guðrún, gift Halldóri Eiríkssyni, verkamanni í Reykjavík, Tómas, vélsljóri og stöðvarstjóri hjá Olíuverslun Islands, kvæntur Sigríði Páls- dóttur, Þórlaug Guðbjörg, verkakona i Reykjavík, ógift, Hannes, bóndi á Dísarstöðum, kvæntur Astu Bjarnadóttur, Ingibjörg, gift Þorbirni Guð- brandssyni, Tómas Guðmund- ur bifreiðasmiður, kvæntur Guðmundu Bergsveinsdóttur og Tryggvi, kvæntur Rósu Ein- arsdóttur. Systkinin eru öll lát- in nema Ingibjörg. Guðmunda giftist Friðbirni Guðbrandssyni frá Skálmholti í Villingaholts- hreppi i Árnessýslu, áður yfir- verkstjóra hjá Byggingarfélag- inu Goða hf., 9. júní 1934. Börn þeirra eru Hólmfríður Birna, fædd 1934, gift Herði Vil- hjálmssyni, fjármálastjóra Rík- isútvarpsins, og eiga þau fimm dætur, Gíslína Guðrún, mynd- listarmaður, gift Bjarna Ein- arssyni hagfræðingi og eiga þau þijú börn, og Gunnar Kristinn, arkitekt, kvæntur Ellu Kolbrúnu Kristinsdóttur, dósent við Háskóla íslands. Friðbjörn lifir konu sína, 92 ára að aldri. Utför Guðmundu verður gerð frá Fossvogs- kirlq'u í dag. ÁRIN LÍÐA og í kynslóðinni, sem fékk fullveldið í hendur til að byggja á því þjóðfélag framtíðar- innar, fækkar ört. Þetta eru karlar og konur sem lifðu æskuárin áður en þjóðfélagið gat séð ungu fólki fyrir sæmilegri grundvallarmennt- un, en byggði svo upp menntakerfi fyrir okkur sem fæddumst seinna. Þau lifðu þegar heilbrigðiskerfið var vanmáttugt og áður en nútíma- lyfin voru fundin upp, í skugga berklanna, og fjölmörg þeirra féllu fyrir þeim. Og þau lögðu grunn að heimilum og stofnuðu fjölskyldur þegar vinnan var hörð en launin lág, í kreppu og atvinnuleysi. Ávallt unnu þau hörðum höndum, karlar og konur, hvort kynið á sinn hátt en bæði í bjartsýni og trú á land og þjóð, og árangur stritsins varð framtíðarþjóðfélagið, sem þau sáu í hillingum þegar þau voru ung og hafa notið þess sem gamalt fólk. Enn er nóg af vinnufúsu fólki á íslandi en samt eru hlutimir nú öðruvísi en þeir voru. Eitthvað vantar og kannski hefur eitthvað, sem til var áður, tapast. Ekki vant- ar menntun né þekkingu, ekki heil- brigðisþjónustu, ekki möguleika til framfara. Nei, þetta er allt til stað- ar. Það sem hefur minnkað er bjart- sýnin og þessi einlæga trú á landið og fólkið. í staðinn er sú trú nú algeng að betra gull sé að finna í annarra manna görðum en hér heima. Ég hef þekkt marga af gömlu kynslóðinni sem byggði og skóp í bjartsýni og trú. Meðal þeirra em tengdafor- eldrar mínir, þau Frið- björn og Guðmunda Margrét á Hofteigi 34. í dag fylgjum við Guð- mundu til grafar, ungú sveitastúlkunni úr Fló- anum, sem ólst upp við aðstæður sem fæst nútímafólk hefur hug- mynd um, oft kulda innanhúss sem utan og jafnvel vosbúð við útistörf en dýrð og dásemdir á fögrum sumardögum. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður átti þessi kona þá reisn, smekk og styrk sem sæmt hefði hverri drottningu. Þess- ir eiginleikar Guðmundu eru tákn- rænir fyrir margt af því fólki, sem með þrautseigju barðist á tímum fátæktar og þegar möguleikar voru fáir, en sem notaði fyrstu tækifær- in sem gáfust til að sýna umheimin- um að það, karl fyrir karl eða kona fyrir konu, stæði jafnfætis hveijum sem er hvar í landi sem er. Faðir Guðmundu, Guðjón Tómasson frá Auðsholti í Biskups- tungum, var ágætur bóndi, en eins og svo mörgum íslenskum bændum var honum fleira til lista lagt því hann smíðaði bæði úr tré og járni og hann var meðal forustumanna í sveitinni. Guðjón var af merkri ætt sem rakin er í beinan karllegg frá Ormi hinum ríka Vigfússyni, sýslumanni í Eyjum í Kjós, til Guð- jóns. Eitt einkenni þessarar ættar er gott heilsufar og langlífi auk góðra gáfna. Margir merkisbændur eru af ættinni en eftir að rofa tók til í þjóðfélaginu og fleiri kostir gáfust, einnig menn sem nýttu sér ný tækifæri slíkir sem Hannes Þor- steinsson þjóðskjalavörður og Tóm- as Guðmundsson skáld. Móðir Guðmundu, Þuríður Hann- esdóttir frá Skipum við Stokkseyri, var einnig af ætt sem geymdi með sér talentur, sem ekki gátu nýst né dafnað í þjóðfélagi kúgunar og örbirgðar, en sem blómstruðu þeg- ar tækifærin gáfust. Móðir Þuríð- ar, Sigurbjörg Gísladóttir frá For- sæti, var af ætt þeirri sem Sigurð- ur Hlíðar kenndi við Jötu í Ytri- hrepp. Af Jötuætt eru þeir braut- ryðjendur íslenskrar myndlistar Einar Jónsson og Ásgrímur. Sá síð- arnefndi var systursonur Sigur- bjargar. En þessir tveir voru ein- ungis byijunin því af ætt þeirra kom síðan fram listafólk slíkt sem Nína Tryggva, Eiríkur Smith, Gest- ur Þorgrímsson, Alfreð Flóki, Ragnheiður Jónsdóttir o.fl. Barnahópurinn á Dísarstöðum var stór og mikið þurfti til að metta alla þá munna. Guðmunda var sú áttunda í röðinni, sú sjötta af þeim sem upp komust. Fyrir henni hefði að öllu óbreyttu átt að liggja að staðfestast í sveitinni. En hjónin á Dísarstöðum áttu vinafólk í Hafnarfirði, þau Guðmund Magn- ússon skipstjóra og Margréti Guð- mundsdóttur, konu hans, en Guð- munda bar nöfn þeirra. Sonur þeirra og jafnaldri Guðmundu var Guðmundur í. Guðmundsson, síðar sýslumaður og ráðherra. Guð- mundu var boðin dvöl á heimili þeirra. Þar gekk hún inn í nýjan heim. Hún stundaði grunnskóla- nám í Flensborg með fóstursystkin- um sínum og auk þess kynntist hún menningu sem henni líkaði og ákvað að tileinka sér. Atvinnumöguleikar ungra kvenna voru fábreyttir um 1930 og fyrir Guðmundu var ekkert ann- að að hafa í kreppubyijun í Reykja- vík en að fara í vist. Það gerði hún en einnig fór hún sumar eitt til starfa í Kúvíkum í Reykjafirði á Ströndum. Sú för varð henni ógleymanleg. Hún kynntist lands- lagi og atvinnuháttum gerólíkum þeim sem hún hafði vanist í Flóan- um og við Reykjafjörð var þá líf og fjör. En alvara lífsins var fram- undan. Giftingarár Guðmundu og Frið- bjarnar og þau næstu voru flestum íslendingum mjög erfið. En þrátt fyrir mikið atvinnuleysi og margs kyns erfiðleika skorti Friðbjörn aldrei vinnu og alltaf höfðu þau sæmilegt húsnæði. Börnin þijú komu eitt af öðru og mikilvægast var að búa sem best að þeim. Heim- ili hennar skyldi hafa þann menn- ingarbrag sem hún hafði lært að meta og fyrir því var barist þótt efnin væru oft lítil og húsnæði þröngt. En allt gekk upp hjá þeim Guðmundu og Friðbirni og fullyrða má að þau hafi að öllu leyti verið mikið gæfufólk. Uppbygging heim- ilisins gekk vel og takmarkinu, að eignast eigið húsnæði, varð náð. Barnalán höfðu þau mikið og ekki eru barnabörnin síður mannvæn- leg. Og þótt Guðmunda hafi ekki málað málverk né hafi Friðbjörn setið og ort ljóð leyna hinar ætt- lægu talentur sér ekki. Gíslína, dóttir þeirra, er listmálari og Gunn- ar, sonur þeirra, er arkitekt og barnabamið, Margrét Harðardótt- ir, er arkitekt. Allir eru afkomend- urnir mannvænlegir og líklegir til góðra verka á komandi árum. Þetta er mikil gæfa. Fyrir tæpum 38 árum bauð væntanleg eiginkona mín mér heim til þess að kynna mig fyrir foreldr- um sínum. Þau horfðu auðvitað á þennan unga mann gagnrýnum augum en samt var mér afar vel tekið. Upp frá því fjölgaði heim- sóknum mínum á Hofteiginn og með vaxandi kynnum jókst virðing mín fyrir húsráðendum. Ég fann að þarna fóru saman góðar gáfur og hlýtt hjartalag. Af þeim hef ég margt lært og ég á þeim mikið að þakka. Fráfall Guðmundu bar brátt að og var því öllum mikið áfall. Guðmunda hafði aldrei orðið veik þannig að orð væri á gerandi og þegar kallið kom var hún ekki held- ur veik. Samt er ég viss um að Guðmunda var reiðubúin að taka við kallinu hvenær sem var og hún óskaði þess að það bæri að með þessum hætti. Trúarbrögð hennar voru þessi einfalda íslenska þjóðar- trú á kærleiksríkan guð og á sam- fund við horfna ættingja og vini sem biðu hennar handan tjaldsins mikla og þar yrði fagnaðarfundur. Við sem eftir sitjum söknum henn- ar mjög, ekki síst þau yngstu, því Guðmunda var glæsilég og góð amma. Við, ástvinir hennar, sam- einumst í bæn til almáttugs guðs um að hann gæti hennar vel og leiði hana á hinni miklu ferð á leið til ljóssins því þar á hún heima. Guð blessi þig um eilifð alla. Bjarni Einarsson. Viku fyrir andlátið, 20. júní síð- astliðinn, fylgdi Guðmunda mág- konu sinni, Rósu Guðmundsdóttur, til grafar frá Fossvogskirkju. Þær höfðu verið mjög nánar vinkonur um áratuga skeið, en Rósa varð bráðkvödd skömmu eftir 92ja ára afmælið. Tengdamóðir mín hafði við orð á leið til kirkjunnar, að mikil blessun væri að fá að fara með þessum hætti. Henni varð að ósk sinni og sofnaði burt frá þess- um heimi viku síðar. Hún hafði notið góðrar heilsu alla ævi og aldr- ei þurft í sjúkrahús að koma vegna eigin heilsu. Það var mikið lán að eignast að förunautum vini sem Guðmundu Margréti og eiginmann hennar, Friðbjörn Guðbrandsson. Sú sam- fylgd hefur staðið algerlega hnökralaus hátt í fjóra áratugi. Það sem fyrst og fremst hvetur mig til að skrifa nokkur minningarorð um þessa góðu og trúu konu er sú stað- reynd, að alltof sjaldan er sagt frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.