Morgunblaðið - 06.07.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.07.1994, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM A landsmóti BÖRKUR, sem setinn var af Sigvalda Ægis- syni, stekkur hér út undan sér inn í hringinn og stefnir í átt að Guðlaugi. GUÐLAUGUR, sem átti sér einskis ills von, uppgötvar hvað er í aðsigi og á fótum sínum fjör að launa. UM STUND leit út fyrir að Sigvaldi myndi ríða á klárnum yfir Guðlaug en... ...hann sér við þeim, stekkur örsnöggt til hlið- ar og klárinn er ekki nógu fljótur að átta sig. BÖRKUR lét ekki staða numið þrátt fyrir ■ misheppnað tilræði við Guðlaug og lauk þátt- töku sinni á glæsilegu stökki. I kröppum dansi STARF blaðaljósmyndara getur oft og tíðum verið áhættusamt. Það sýna meðfylgjandi myndir þar sem hinn kunni hestaljósmyndari og blaðamaður Guð- laugur Tryggvi Karlsson lenti í kröppum dansi þeg- ar hann í mesta sakleysi ætlaði að mynda hestana sem þátt tóku í töltkeppni landsmótsins á Gaddstaða- flötum. Þulurinn hafði orð á því eftir að ósköpin dundu yfir að hann hefði vitað til þess að naut ærðust þegar þau sæju rauðar flíkur en hann hefði aldrei vitað til að hestar gerðu slíkt hið sama, en Guðlaug- ur klæddist rauðu vesti. Myndirnar sýna best hvem- ig Guðlaugi tókst að bjarga sér úr bráðum lífsháska. EN GUÐLAUGUR hrósaði sigri í tvísýnni bar- áttu, sem sumir segja að hafi verið upp á líf og dauða, í það minnsta hvað viðkom Guðlaugi. MEÐ snerpu og léttleika hefur Guðlaugur bjíirgað sér úr bráðri hættu. Barist um FOLK erfðaréttinn á eignum Ást við fyrstu sín Jimis Hendrix JAMES Sundquist heitir óskilget- inn sonur Jimi Hendrix. Hann hefur nú farið í mál við Al, föður Hendrix, og krafist þess að erfa eignir Jimis. Réttarhöldin eru þeg- ar hafin í Seattle og munu líkleg- ast standa yfir í dágóðan tíma. Á meðan heldur hinn ungi Jimi uppi minningu föður síns og spilar með hljómsveitinni „The Beautiful Pe- ople“. Á geislaplötu sem hljóm- sveitin gaf út nýverið er lagið „If 6 Was 9“ ásamt fleiri lögum Hendrix. Jeff Bridges. ►LEIKARINN góðkunni Jeff Bridges mun leika aðalhlut- verkið í nýjum vestra „Blown Away“ og býr sjálfur á bú- garði. Þar er hann með naut- gripi og allt til- heyrandi, auk þess sem saga búgarðsins tengist villta vestrinu: „Húsið á búgarð- inum var notað sem hóruhús í kvikmyndinni Himnahliðið (Hea- ven’s Gate).“ Bridges trúir á ást við fyrstu sýn og segir frá því brosandi hvernig hann kynntist eiginkonu sinni: „Það var mjög rómantískt á sinn hátt. Ég hitti eiginkonu mína, Susan, í Mont- ana nokkrum árum áður [en myndin var gerð]. Hún vann fyrir einhvern ná- unga á búgarði og var með tvö glóð- araugu og nef- brotin. Eg féll kylliflatur fyrir henni. Eg hélt að kærastinn hennar hefði lamið hana og ég væri að bjarga henni, en hún hafði bara Ient í umferðar- slysi.“ Missið ekki af stórvirki ársins Leikstjóri Steven Spielberg „„..j HASKOLABIO SÍMI 22140 Háskólahíó Hvar er eilífðin, amma? MORGUNBLAÐINU barst eftir- farandi bréf frá Þórarni Guðmunds- syni húsgagnabólstrara, búsettum í Jóhannesarborg: vDagur daganna 17. júní 1994. Islendingar í Jóhannesarborg og fjölskyldur þeirra ásamt gestum komu saman í tilefni dagsins á heimili Hildar og Peter Von Schill- ing. Dagurinn var vel úr garði gerð- ur á rausnarlegan hátt, sem vel var sniðinn að skörungsskap þeirra hjóna. Á borðum var meðal annars hangikjöt, harðfiskur, svið, reyktur lax, skata með mörfloti, allt hart fengið. Og stóð íslenskur fáni vor fallegur að venju á hraungrjóti miklu, sem vinur sótti í gömlu Heklu okkar er hún hafði ælt og bar til Suður-Afríku með skipi að fornum sið. Duttu mér þá í hug orð úr Hávamálum, sem ort voru að talið er fimm þúsund árum fyr- ir Krist. „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur.“ Eða voru það orð Matthías- ar Jochumssonar, söngur okkar allra, „ísland ögrum skorið“, eða bara eins og litla barnið sagði: „hvar er eilífðin amma, gegndu, hver skapaði Guð?“. Við vonum að N.S.A sé velkomin í ykkar democr- atic hverfi, sem ég kalla Hótel Jörð.“ Þórarinn Guðmundsson sendi líka kveðjur: „Ástkæru ættbræður og ættsystur. Við óskum ykkur til hamingju með stærsta dag í lífi okkar allra, nema væri fæðingardagurinn, hvar sem við stöndum í okkar jarðlegu „pólitík" heimsins. Við vonum að Guð, hinn eini Guð alheimsins verði með okkar elsta alþingi þessa heims og stjórnmálamönnum með okkar fallega forseta í fararbroddi og allri þjóðinni, gleymum engum. Hinar innilegustu heillaóskir um gæfu og gengi um ókomna daga. En hugur okkar leitar oft til okkar ástkæru móðurmoldar sem mörg stórmennin hefur alið. Yrði það langur listi og fallegur, þó við bytj- uðum aðeins á dögum Áuðar djúp- úðgu og lengra sé ekki farið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.