Morgunblaðið - 21.07.1994, Síða 1
72 SÍÐUR B/C
163. TBL. 82. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Tímamótafundur utanríkisráðherra Israels og Jórdaníu
„Stríðið er nú að baki“
Jórdaníu. Reuter.
SHIMON Peres, utanríkisráðherra ísraels,
kom í gær til Jórdaníu og ferð hans markar
þáttaskil í samskiptum ríkjanna því hann er
fyrsti ísraelski ráðherrann sem fer til Jórdan-
íu án þess að reynt sé að leyna för hans.
„Stríðið er nú að baki,“ sagði Abdul-Salam
al-Majali, forsætisráðherra Jórdaníu, við þetta
tækifæri, en formlega hefur ríkt stríðsástand
milli ríkjanna frá árinu 1948.
„Það tók okkur 15 mínútur að ferðast hing-
að með flugvél," sagði Peres þegar fundur
hans með utanríkisráðherrum Bandaríkjanna
og Jórdaniu á hóteli við Dauðahaf hófst. „En
það tók okkur 46 ár að koma hingað.“
Enn áherslumunur
Heimsókn Peresar til Jórdaníu markar
þáttaskil í baráttu ísraela og Bandaríkja-
manna fyrir því að arabaríkin viðurkenni ríki
gyðinga.
I ræðum ráðherranna kom þó fram sá
áherslumunur sem einkennt hefur friðarvið-
Reuter
ABDUL-SALAM al-Majali, forsætisráð-
herra Jórdaníu (t.v.), Warren Christop-
her, utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
og Shimon Peres, utanríkisráðherra
ísraels, takast í hendur í gær.
ræður ríkjanna frá því þær hófust í Madrid
árið 1991. Utanríkisráðherrar ísraels og
Bandaríkjanna lögðu áherslu á möguleikann
á efnahagslegri samvinnu þegar fram líða
stundir en jórdanski forsætisráðherrann sagði
að fyrst yrðu ríkin að leysa langvinnar deilur
sínar um hernumdu svæðin og vatnsréttindi.
Varað við of mikilli bjartsýni
Warren Christopher, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hitti einnig Hussein Jórdaníu-
konung, sem ræðir við Yitzhak Rabin, forsæt-
isráðherra ísraels, í Washington á mánudag.
Hussein varaði við of mikill bjartsýni og
sagði að einhver bið yrði á því að undirritaður
yrði friðarsamningur milli Israels og Jórdaníu.
„Ég vonast til að geta undirritað samning sem
allra fyrst. En það gerist ekki í næstu viku,“
sagði hann.
Hussein konungur millilendir í Keflavík á
laugardag á leið til Washington, að sögn dönsku
fréttastofunnar Stand By News Seivice.
Flóttamenn frá Rúanda hrynja niður í Zaire
Kólerufaraldur að
blossa upp í Goma
Goma. The Daily Telegraph.
KÓLERUFARALDUR er að blossa upp á meðal
meira en milljón flóttamanna sem bíða hjálpar við
ömurlegar aðstæður í grennd við borgina Goma í
Zaire. „Mikill fjöldi fólks mun deyja,“ sagði Jacques
de Milliano, forseti hjálparsamtakanna Lækna án
landamæra. „Ástandið er hryllilegt. Hjálparstofnan-
irnar voru engan veginn undir það búnar að fást
við svona hrikalegan vanda,“ sagði Panos Moumtz-
is, talsmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna. Fólk hrynur niður út um alla borgina og
hundruð líka liggja á vegum að búðum í grenndinni
sem komið hefur verið upp fyrir flóttafólkið.
Líkin sem fundust í gær var
safnað í fjöldagrafir við vegina.
Tugir líka lágu á götum Goma og
daunninn er slíkur að margir
flóttamenn, borgarbúar og starfs-
menn hjálparstofnana ganga með
grímur.
Skorturinn á vatni eykur hættuna
á sjúkdómum. Flóttamennimir halda
áfram að drekka úr tjöm í grennd-
inni þótt ljóst sé af dökkgrænum
litnum á vatninu að það sé hættu-
legt. Fólkið á einskis annars úrkosti
en að drekka vatnið, því ella biði
þess dauði af völdum þorsta.
Óleysanlegur vandi
Talið er að um 3.000 Rúanda-
búar flýi yfir landamærin til Zaire
á klukkustund. Áætlað er að enn
séu 1,3-1,9 milljónir manna á
flótta í suðvesturhluta Rúanda á
leið til Zaire. Fari þær milljónir
einnig yfir landamærin hafa alls
3,5 milljónir manna flúið til ná-
grannaríkjanna, eða hartnær
helmingur íbúanna fyrir stríðið.
„Öll þjóðin er á flótta yfir landa-
mærin,“ sagði talsmaður Flótta-
mannahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna. „Við erum gjörsamlega úr-
kula vonar.“
Rauði krossinn hefur sent rúm-
lega 200 tonn af matvælum í
stærstu flóttamannabúðirnar, þar
sem um 300.000 Rúandamenn
hafast við. Starfsmenn stofnunar-
innar óttast að aðeins þeir sterk-
ustu á meðal flóttamannanna, svo
og hermenn úr her hútú-stjórnar-
innar fyrrverandi, komist á dreif-
ingarstöðvarnar en börnin og sjúka
fólkið deyi á leiðinni.
De Milliano sagði að kólerufar-
aldurinn gæti orðið sá mannskæð-
asti í veraldarsögunni. Hann áætl-
ar að 10-20.000 manns gætu dáið
af völdum sjúkdómsins á nokkrum
dögum. Kólera getur verið bráð-
drepandi og þeir sem sýkjast geta
dáið á nokkrum klukkustundum.
Vart hefur orðið við marga aðra
smitsjúkdóma á meðal flóttafólks-
ins og de Milliano sagði að Læknar
án landamæra hefðu aldrei staðið
frammi fyrir jafn miklum vanda.
„Þetta er verkefni sem ógjörningur
er að inna af hendi, vandamál sem
mannúðarsamtök geta ekki leyst.
Aðeins pólitísk lausn er möguleg,“
sagði de Milliano.
Talsmaður Barnahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna sagði að hugsan-
lega væri ekki hægt að koma
matvælum til alls flóttafólksins
nema með aðstoð Atlantshafs-
bandalagsins, sem gæti komið upp
loftbrú til flóttamannabúðanna.
Öll þjóðin á flótta
Reuter
HUNDRUÐ Rúandabúa hafa dáið af völdum næringarskorts, þorsta og kóleru í flóttamannabúð-
um í grennd við borgina Goma í Zaire. Á stærri myndinni reynir táningur, sem er illa farinn
af vessaþurrð, að skríða. Á innfelldu myndinni gefur kona öðrum aðframkomnum unglingi vatn.
Höfðing-
leg gjöf
nánasar
Bristol. The Daily Telegraph.
SÉRLUNDAÐUR nirfíll, sem
lifði m.a. á matarleifum sem
hann fann í öskutunnum, kom
nágrönnum sínum á óvart með
því að ánafna góðgerðasamtök-
um jafnvirði 28 milljóna króna.
Maðurinn, sem var ókvæntur
fyrrverandi bókavörður, bjó í
þorpi í Wales og var uppnefndur
„herra Nánös“ vegna sparsemi
sinnar. Hann neitaði til að
mynda að kaupa ný föt eða
greiða fyrir hita og rafmagn.
Dagblöð fyrir lök
Maðurinn er sagður hafa not-
að gömul dagblöð í staðinn fyrir
lök og sængur á rúmið og hermt
er að hann hafi oft gengið rúma
þrjá kílómetra á gamla vinnu-
staðinn til að fá lánað lím svo
hann gæti límt gömul frímerki
á bréfin sín.
Skoðun þorpsbúanna á mann-
inum, sem var 89 ára þegar
hann lést, breyttist þegar þeir
komust að því að hann skildi
eftir sig leynilegan sjóð sem
hann ánafnaði barna- og dýra-
verndarsamtökum og Hjálp-
ræðishernum.
John Major
yngir upp
London. Reuter.
JEREMY Hanley, lítt þekktur að-
stoðarráðherra í Bretlandi, var í gær
gerður að formanni íhaldsflokksins
í stað Normans Fowlers er nýlega
sagði af sér. John Major þykir hafa
styrkt stöðu sína með djarfri upp-
stokkun í stjórn þar sem yngra fólk
hefur fengið embætti.
■ Keppni um athyglina/16