Morgunblaðið - 21.07.1994, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
2/3 félaga í ASÍ hafa
ekki aukatryggingu
UM ÞRIÐJUNGUR félagsmanna innan Alþýðusambands íslands er
með sérstakar slysa- og líftryggingar. Sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna
hafa tekið þessar tryggingar og eru samningar þeirra mjög mismun-
andi. Um tveir þriðju félagsmanna ASÍ hafa engar slíkar tryggingar
umfram þær tryggingar sem kjarasamningar gera ráð fyrir.
Tilfærslur
í utanrík-
isþjónustu
BREYTINGAR verða á næstunni í
utanríkisráðuneytinu þannig að
Kristinn F. Ámason verður skrif-
stofustjóri á viðskiptaskrifstofu, Pét-
ur Gunnar Thórsteinsson verður
skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu og
Benedikt Ásgeirsson hefur tekið við
starfi skrifstofustjóra vamarmála-
skrifstofu.
í fréttatilkynningu utanríkisráðu-
neytisins segir einnig að núverandi
skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu,
Gunnar Pálsson sendihera, verði
fastafulltrúi ísiands hjá Sameinuðu
þjóðunum í New York og Gunnar
Snorri Gunnarsson sendiherra, skrif-
stofustjóri viðskiptaskrifstofu, verði
fastafulltrúi íslands hjá EFTA í Genf.
Tómas Á. Tómasson, sendiherra og
fastafulltrúi í New York, kemur til
starfa í ráðuneytinu, en Kjartan Jó-
hannsson, fastafulltrúi hjá EFTA,
tekur við starfi aðalframkvæmda-
stjóra EFTA.
Breytingar
Amór Siguijónsson vamarmála-
ráðunautur er farinn frá vamarmála-
skrifstofu til starfa við sendiráðið í
Washington og sömuleiðis Margrét
Jónsdóttir sendiráðsritari, sem kom
frá fastanefndinni í Néw York. Sturla-
Siguijónsson sendiráðunautur fer frá
alþjóðaskrifstofu til fastanefndar í
New York og Þorbjöm Jónsson
sendiráðsritari fer frá almennri skrif-
stofu til sendiráðsins í París. Bjami
Vestmann sendiráðsritari, sem verið
hefur upplýsingafulltrúi, tekur við
starfí Amórs á vamarmálaskrifstofu
og Ámi Páll Ámason sendiráðsritari
flyst frá viðskiptaskrifstofu til vam-
armálaskrifstofu.
-----♦ > ♦
íslenskir
bridsspilar-
ar í 10. sæti
EFTIR 14 umferðir af 21 á Evrópu-
móti yngri spilara í brids í Hollandi
er íslenska sveitin í 10. sæti með 220
stig.
Spilaðir vom þrír leikir í gær, fyrst
við Breta og lyktaði honum 11-19
fyrir Breta. Annar leikurinn á móti
Belgum fór 25-5 fyrir íslendinga
og þriðji leikurinn á móti Frökkum
tapaðist 11-19.
Danir em á efsta sæti í mótinu
með 281 stig, Pólveijar í 2. sæti með
277 stig, Bretar í því 3. með 266
stig, ísraelar í 4. sæti með 265 stig
og Norðmenn í því 5. með 258,5 stig.
I dag leikur íslenska sveitin gegn
ímm og Tékkum.
Kjarasamningar veita launþegum
ákveðnar tryggingar á vinnustað og
úr og í vinnu. Látist launþegi í slysi
á vinnustað á maki hans rétt á trygg-
ingabótum sem em að lágmarki
1.390.600 krónur. Við þessa tölu
bætast 267.700 krónur fyrir hvert
bam undir 16 ára aldri. Ekkja Dags-
brúnarmanns sem missti mann sinn
í vinnuslysi og mikið hefur verið íjall-
að um í Morgunblaðinu síðustu daga
á rétt á þessum bótum.
Þar sem þessi trygging gildir að-
eins á vinnutíma fóm einstakir
sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna út í
það fyrir um 10 ámm að gera sér-
staka samninga við tryggingafélög
BÖRNIN eru ekki lengi að taka
við sér þegar veðrið er gott og
hlaupa þá léttklædd út í blíð-
sem veita launþegum tryggingar
umfram þessar hefðbundnu trygg-
ingar. Dagsbrún var eitt af fyrstu
félögunum sem sömdu um þessa
tryggingu. Um er að ræða tvenns
konar tryggingu, annars vegar
slysatryggingu utan vinnutíma og
hins vegar líftryggingu.
Tryggingarnar eru
mismunandi
Guðmundur Albertsson, deildar-
stjóri hjá Vátryggingafélagi íslands,
segjr að þessir samningar væm jafn
ólíkir og þeir væm margir. Trygg-
ingaupphæðin sé mjög mismunandi
og mismunandi sé hvað tryggingin
una. Þessir krakkar eru við öllu
búnir, með hjálma á höfðum og
hjálpardekk á hjólinu. í dag er
sé víðtæk. Hann segir að við gerð
þessara samninga sé farið eftir þeim
reglugerðum sem gilda um sjóðina,
en þær eru mismunandi, og óskum
forsvarmanna sjúkrasjóðanna, sem
einnig eru mismunandi.
Guðmundur segir að oftast nær
hafí forsvarsmenn sjóðanna ein-
hveija upphæð í huga sem þeir séu
tilbúnir til að veija í iðgjöld og síðan
sé tryggingin sniðin að henni. Hann
segir að ef til þess komi að Dags-
brún breyti þeim samningi sem
sjúkrasjóður félagsins hefur gert við
VÍS og láti trygginguna ná til ailra
félagsmanna Dagsbrúnar, jafnt
aðalfélaga og aukafélaga, verði
sjúkrasjóðurinn annað hvort að
greiða hærra iðgjald eða lækka bóta-
upphæðina.
Guðmundur segir mjög mismun-
andi hvaða reglur gildi um til hvaða
félagsmanna tryggingin nái. Það sé
spáð hægri, breytilegri átt,
skýjað með köflum og gæti
rignt víða þegar líður á daginn.
alfarið mál sjúkrasjóðanna að
ákveða það. VÍS hafí enga skoðun
á því hvort tryggingin eigi að ná til
aðalfélaga eða aukafélaga. Hann
segir að flestir sjóðirnir hafí þá reglu
að launþegi verði að hafa verið fé-
lagsmaður í þtjá mánuði áður en
tryggingin nái til hans. Sum félög
geri greinarmun á aukafélaga og
aðalfélaga, nokkur séu með ákvæði
um lágmarksgreiðslu í sjóðinn og
önnur séu með enn aðrar reglur.
Guðmundur segir að VIS fái
nafnalista frá sjúkrasjóðunum um
þá félagsmenn sem séu tryggðir.
Hann segir að hjá VÍS gildi sú regla
að ef upp komi tilvik um launþega
sem verður fyrir slysi og ekki er á
þessum nafnalistum verði viðkom-
andi sjúkrasjóður að sýna fram á
að launþeginn eigi rétt á bótum. Ef
það takist ekki fáist bætur ekki
greiddar.
Seyðisfjörður
Vinnuslys
í Fisk-
iðjunni
VINNUSLYS varð í Fiskiðjunni
Dvergasteini á Seyðisfirði á þriðju-
dag þegar ungur maður fór með
hendi í flökunarvél. Hann hlaut tvo
skurði á handarbaki sem voru saum-
aðir saman á sjúkrahúsinu.
Slysið varð með þeim hætti að
fískur festist í vélinni. Maðurinn
stöðvaði vélina og fór með hendina
inn í hana til að losa fískinn. Þá
skrapp hendin af fiskinum og fór í
flökunarhníf.
Öryggisreglur virtar
Tæknifulltrúi Vinnueftirlits ríkis-
ins á Egilsstöðum, Daníel Behrend,
skoðaði vélina á þriðjudag. Hann
segir að maðurinn hafí virt allar ör-
yggisreglur, auk þess sem vélin hafí
verið búin sérstökum segulstoppara
sem stoppar hnífana strax þegar
slökkt er á vélinni. Hann segir að
sambærilegar vélar séu alls ekki all-
ar með slíkan búnað og telur að
góður öryggisbúnaður og það að
maðurinn virti öryggisreglur hafí
orðið til þess að hann slasaðist ekki
meira.
Morgunblaðið/Kristinn
Leikið í sólinni
Bjöm Bjamason formaður utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að ESB
Leita þarf eftir póli-
tísku umboði Alþingis
BJÖRN Bjamason, formaður utan-
ríkismálanefndar, segist telja alveg
ljóst að komi til ^ þess að íslensk
stjómvöld vilji að ísland leggi fram
umsókn um aðild að Evrópusam-
bandinu verði þau fyrst að leita eftir
pólitísku umboði frá Alþingi. Einföld
ákvörðun ríkisstjómar dugi ekki í
þessu efni og því síður eins ráðherra.
Þegar ríkisstjóm Steingríms Her-
mannssonar tók ákvörðun um að
heija samninga um Evrópskt efna-
hagssvæði haustið 1989 urðu tals-
verðar deilur um hvort ríkisstjómin
gæti ein tekið ákvörðun um að hefja
viðræður eða hvort hún þyrfti að leita
eftir umboði frá Alþingi. Sjálfstæðis-
flokkurinn, sem þá var í stjómarand-
stöðu, krafðist þess að málið yrði lagt
fyrir Alþingi, en ríkisstjómin hafnaði
því ogtaldi það hvorki stjómskipulega
né pólitískt nauðsynlegt.
„Ég tel að það liggi alveg fyrir að
það verði ekki farið út í aðildarviðræð-
ur við Evrópusambandið án þess að
fá til þess umboð frá Alþingi. Þannig
hefur verið staðið að þessu í öðmm
ríkjum; leitað hefur verið eftir umboði
frá þjóðþingunum til þess að hefja
slíkar viðræður," sagði Bjöm.
Hann benti einnig á, að annars
staðar á Norðurlöndum hefði auk
þess tekist pólitísk samstaða milli
forystusveitar stjómar og stjómar-
andstöðu um nauðsyn aðildamm-
sóknar *
Alþingi samþykkti með öllum
greiddum atkvæðum 5. maí 1993 að
leita eftir tvíhliða samningum við
ESB samþykki Austuríki, Finnland,
Svíþjóð og Noregur að ganga í ESB.
Björn sagði að þessi samþykkt undir-
strikaði að nýtt umboð þyrfti frá
Alþingi ef ísland ætlaði sér að breyta
um stefnu. Samþykktin sýndi einnig,
að Alþingi hefði búið sig tímanlega
undir þann kost, að það fækkaði í
EFTA-hópnum og því væri alls ekki
unnt að saka það um fyrirhyggju-
leysi í þessu efni. Kjami málsins
væri, að fyrst yrðu íslendingar að
gera upp hug sinn, eins og fram
hefði komið hjá Klaus Kinkel, utan-
ríkisráðherra Þýskalands.
Útiloka ekki aðild
Vilhjálmur Egilsson, alþingismað-
ur Sjálfstæðisflokksins, hefur ítrekað
þá skoðun sína að ísland eigi að
sækja um aðild að ESB. Hann full-
yrti í Morgunblaðinu í gær að fleiri
þingmenn flokksins séu sömu skoð-
unar. Björn Bjarnason sagðist ekki
vita til þess að nein könnun hefði
farið fram á afstöðu þingmanna
flokksins til þessa máls. „Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur mótað stefnu í
þessu máli á landsfundum, bæði
1991 og eins síðastliðið haust. f
ályktunum landsfundanna kemur
fram að hann útilokar ekki aðild ís-
lands að Evrópusambandinu, en
flokkurinn hefur hins vegar ekki
samþykkt að gera það að sínu bar-
áttumáli," sagði Bjöm. Afstaða Vil-
hjálms Egilssonar kæmi sér ekki á
óvart, enda hefði Vilhjálmur verið
annar tveggja þingmanna, sem lýsti
yfír því í EES-umræðunum, að hann
vildi aðild að ESB, hinn hefði verið
Karl Steinar Guðnason. Þá hefði Jón
Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð-
herra, hins vegar sagt, að EES-
samningurinn væri vegabréf íslend-
inga inn f 21. öldina.
Bjöm sagðist ekki sjá nýtt tilefni
fýrir Sjálfstæðisflokkinn til að end-
urmeta stefnu sína í þessu máli þó
að Finnland, Svíþjóð og. Noregur
samþykki að ganga í ESB í haust.
Ályktun Alþingis gerði einmitt ráð
fyrir að löndin gengju í ESB og við-
brögð íslands yrðu að leita eftir tvf-
hliða samningi við ESB. „Ég er einn
af þeim sem hef ekki útilokað að
ísland geti gerst aðili að Evrópusam-
bandinu. Ég hef aldrei farið leynt
með þá skoðun mína, en mig skortir
rök og sannfæringu til að hefja
markvissa baráttu fyrir þessu stór-
máli,“ sagði Bjöm.
Morgunblaðið leitaði álits Davíðs
Oddssonar, forsætisráðherra, á yfír-
lýsingum Vilhjálms Egilssonar. Hann
vildi ekkert um þær segja; sagði
aðeins að ekkert nýtt væri í þeim.
i
I
I
I
I
I
\
i
I
I
I
!
!
i
I
I
I
I
1
!
t
t