Morgunblaðið - 21.07.1994, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
íslendingar tapa tollafríðindum við
inng-öngu EFTA-ríkja í ESB
10-15% tollur
á síldarsölu
VIÐ væntanlega inngöngu EFTA-
ríkja í Evrópusambandið um næstu
áramót tapa íslendingar nokkrum
tollafríðindum sem EFTA-aðild
tryggði en EES-samningurinn
bætir ekki upp. Að sögn Gunnars
Snorra Gunnarssonar, forstöðu-
manns viðskiptaskrifstofu utanrík-
isráðuneytisins, munar þar mest
um að 10-15% tollur mun frá ára-
mótum leggjast á sölu síldar á
mikilvægilvægum síldarmörkuðum
í Svíþjóð og Finnlandi. Auk þess
sem tollagreiðslur geta, að sögn
Gunnars Snorra, hlaupið á nokkrum
tugum milljóna króna á ári, mun
þetta leiða til verri stöðu á hörðum
samkeppnismarkaði. Íslensk stjóm-
völd hafa þegar þrýst á ESB um
viðræður vegna þessa en óljóst er
hvenær þær geta hafist.
Innan EFTA-ríkjanna er full frí-
verslun með fisk en í EES-samn-
ingnum eru sex fiskafurðir undan-
þegnar tollafríðindum; síld, lax,
hörpudiskur, makríll og rækja.
Bókun 6 í eldri samningi við Evr-
ópubandalagið tryggir tollfrelsi í
viðskiptum með rækju. Við inn-
göngu EFTA-ríkjanna í ESB-eiga
Islendingar mestra hagsmuna að
gæta varðandi sfldarafurðir til
manneldis, sem stór markaður er
fyrir í Svíþjóð og Finnlandi, en
munu frá áramótum bera 10-15%
toll þar eins og á mörkuðum ann-
arra ríkja ESB.
Síldarsala hefur verið sveiflu-
kennd undanfarin ár en miðað við
viðskipti áranna 1990-1993 hefðu
tollagreiðslur af síldarútflutningi á
markað í EFTA-ríkjum numið inn-
an við 40 milljónum króna á ári
en miðað við viðskipti ársins 1988
hefðu tollagreiðslur numið nálægt
100 milljónum króna. Tollurinn er
eins og fyrr sagði 10-15% eftir
afurðum.
Þó ekki sé um að ræða háar
upphæðir í tollagreiðslum er talið
að áhrif þeirra geti vegið þungt í
versnandi samkeppnisstöðu á hörð-
um samkeppnismarkaði. „Það er
hart barist á þessum markaði og
Norðmenn gera sér einhverjar von-
ir um að þeir muni geta þróað sfld-
armarkaðinn í Þýskalandi,“ sagði
Gunnar Snorri. „Það sem er við-
kvæmt við þetta innan ESB er að
Danir en sérstaklega írar hafa
verið mjög pössunarsamir að
vernda sína markaði og það voru
aðallega Irar sem börðust fyrir að
síld yrði tekin út úr EES-samn-
ingnum á sínum tíma.“
4,5% á flatfisk
Auk síldarafurða verður sú
breyting á tollum í viðskiptum Is-
lands við fyrrum EFTA-ríki að að
ákvæði EES-samningsins um 4,5%
toll öðlast gildi í viðskiptum með
ýmsar tegundir flatfisks, svo og
humar, keilu og löngu, lax, silung.
Þá er 0,6% tollur á karfa en við-
skipti með hann eru tollfrjáls innan
EFTA.
Fjárhæðir tollgreiðslna af þess-
um tegundum eru áætlaðar sam-
■ tals álíka háar og aðeins í síldarvið-
skiptum, en í þeim tilvikum er sam-
keppnisstaðan ekki jafnviðkvæm.
Varðandi humar þykir þó vera um
talsverða hagsmuni að ræða, að
sögn Gunnars Snorra.
Hann sagði að utanríkisráðu-
neytið væri þegar farið að þrýsta
á ESB um viðræður vegna þessara
hagsmuna og hefði Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
meðal annars tekið málið upp í
viðræðum sínum við forsvarsmenn
Evrópusambandsins á dögunum.
Óvíst hvenær viðræður hefjast
Gunnar Snorri sagði óvíst hve-
nær viðræður gætu hafist enda
virðist Evrópusambandið fara var-'
lega í þeim efnum fram yfír þjóð-
aratkvæðagreiðslur í Svíþjóð,
Finnlandi og Noregi um inngöngu
í ESB snemma vetrar. Óvissa um
þessi mál sé þó bagaleg því síldar-
útvegsnefnd eigi um þessar mund-
ir í samningum um sölu á síld til
Finnlands.
Við inngöngu EFTA-ríkjanna í
ESB missa íslendingar einnig toll-
frjálsan lambakjötskvóta til Nor-
egs og Svíþjóðar verði ekki samið
um annað sérstaklega. Þá eru toll-
ar á reiðhestum hærri í samningum
á Evrópska efnahagssvæðinu en
innan EFTA.
Morgunblaðið/Golli
Kór MH í Háteigskirkju
KÓR Menntaskólans við
Hamrahlíð heldur í dag ásamt
nokkrum félögum úr Hamra-
hlíðarkórnum og stjórnanda
sínum, Þorgerði Ingólfsdóttur,
til Herning á Jótlandi til að
taka þátt í Evrópuhátíð kóra,
Europa Cantat. Um 2.500
þátttakendur verða á hátíðinni
víðs vegar að úr heiminum
auk áheyrenda. Hátíðin er
haldin á þriggja ára fresti
og skiptast Evrópulöndin á
að halda hana. Kórinn flutti
hluta af þeim verkum sem flutt
verða á Europa Cantat hátíð-
inni fyrir vini og velunnara í
Háteigskirkju í gærkvöldi og
var myndin tekin við það tæki-
færi.
FRÉTTIR
Kapalskipið Nexus kom til Reykjavíkur í gær. Á föstudag
heldur skipið ti! Eyja og hefst þá lagning kapalsins í suður
frá Vestmannaeyjum.
Magnús Kristinsson og Halldór
Blöndal ræða málin á fundi í
samgönguráðuneytinu í gær.
Framkvæmdir við lagningu ljósleiðarakapals til Vest-
mannaeyja verða ekki stöðvaðar
Kapallínn væntan-
lega fhittur frá
fiskislóðum síðar
? X '
SAMKOMULAG tókst á fundi samgönguráðherra og fulltrúa Pósts og
síma með útgerðarmönnum í Vestmannaeyjum í gær um að þegar verði
hafist handa við að kanna möguleikana á því að breyta legu ljósleiðara-
kapalsins sem lagning er að hefjast á sunnan og austan Vestmannaeyja.
Útgerðarmenn í Eyjum og sjávarútvegsráðuneytið gerðu í fyrradag kröfu
um að kapallinn yrði lagður þar sem hann skerti ekki blálöngumið á
Kötlutanga og togslóðina sunnan Vestmannaeyja. Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að kröfur um að kapall-
inn yrði lagður á öðrum slóðum hefðu komið of seint fram til að svigrúm
gæfíst til þess að breyta legu hans. Magnús Kristinsson fulltrúi útgerðar-
manna sagði að á fundinum hefði því nánast verið lofað að lausn yrði
fundin á málinu á næstu vikum og mánuðum og það yrði lausn til fram-
búðar. Ef erlendir eigendur að kaplinum tækju ekki þátt í þeim fram-
kvæmdum að færa hann gæti svo farið að kostnaðurinn við það yrði
greiddur alfarið af íslenskum stjómvöldum.
Halldór Blöndal sagði að lagning
ljósleiðarakapalsins væri þegar orð-
in á eftir áætlun og það myndi
kosta stjamfræðilegar upphæðir að
stöðva lagningu hans á þessu stigi
og því kæmi það ekki til greina.
Kanadamenn hafa yfírumsjón með
lagningu kapalsins frá Evrópu til
Kanada með tengingu til íslands,
og er áætlað að henni verði lokið
24. ágúst og hann verði tekinn í
gagnið 15. nóvember.
„Við náðum samkomulagi um að
við myndum þegar í stað
undirbúa rannsóknir og
athugun á því hvaða
möguleikar séu á því að
færa strenginn bæði
sunnan Vestmannaeyja og út fyrir
Totuna. Við ætlum að athuga hvaða
kostir séu í þessum efnum. Fram-
kvæmdin heldur því áfram, en um
leið og okkur var kunnugt um þess-
ar áhyggjur útvegsmanna í Vest-
mar.naeyjum þá höfðum við sam-
band til Montreal. Við munum taka
það mál upp þegar í stað, að gera
athugun á því að færa tenginguna
til Vestmannaeyja og finna aðra
leið sem útvegsbændur telja hent-
ugri, og það verður einnig athugað
að fara suður fyrir Totuna. Okkur
þykir auðvitað leiðinlegt að þessi
misskilningur skildi hafa komið
upp. Póstur og sími hefur Iagt sig
fram um að eiga mjög gott sam-
starf við aðila í sambandi við sínar
framkvæmdir, hvort sem er á landi
eða í sjó,“ sagði hann.
Aðspurður um hver myndi bera
kostnaðinn af þessari athugun og
lagningu kapalsins á öðrum stað
vísaði Halldór til þess að málið hefði
enn ekki verið tekið upp við
Kanadamenn og því vildi hann ekk-
ert um það tala á þessu stigi.
Magnús Kristinsson sagði að þó
ekki væri hægt að orða þessa niður-
stöðu beint sem sigur útvegsmanna
í Eyjum þá væri málið vissulega í
höfn. „Þeir ætla að leggja út í kostn-
að við að kanna nákvæmlega hvað
það kostar að færa kapalinn, og
síðan ætla þeir að vinna í því hvort
þeir fá samstarfsaðilana með. En
þeir höfðu líka orð á því að ef þeir
yrðu þverir fýrir þá gæti farið svo
að þetta yrði verkefni þeirra einna,
og orð féllu um að vonandi yrði
hægt að heija framkvæmdir næsta
vor. Það er því komin lausn á mál-
inu og við verðum að taka sam-
gönguráðherra og Póst og síma-
málastjóra alvarlega,"
sagði hann.
Magnús sagði að að á
fundinum í gær hefði ver-
ið tekið fram af hálfu
Pósts og síma, að á því tímabili
þangað til kapallinn hefur verið
færður og sjómenn gætu átt á hættu
að lenda í vandræðum vegna hans,
þá vildu þeir frekar að menn skildu
veiðarfærin eftir á botni heldur en
að skaða kapalinn. „Við ætlum ekki
að fara að valda þeim neinu tjóni,
en ef einhver verður til þess að lenda
í kaplinum þá ætla þeir að bæta
okkur þann skaða sem af því hlýst.
Þeir ætla að eiga viðræður við okk-
ur næstu daga um framgang máls-
ins. Ég get alveg tekið það stórt upp
í mig að segja það að þessir menn
hafí allt að því lofað okkur því að
lausn yrði ftindin á þessu máli á
næstu vikum og mánuðum og það
yrði lausn til frambúðar fyrir alla
aðila. Þessi kapalorrusta er að því
leyti til í höfn,“ sagði Magnús.
Samband haft við ráðuneyti
Þorvarður Jónsson fram-
kvæmdastjóri fjarskiptasviðs Pósts
og síma sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi að við undirbún-
ing lagningu kapalsins hefði Póstur
og sími m.a. haft samband við og
leitað álits hjá fulltrúum sjávarút-
vegs-, umhverfis-, iðnaðar-, og
samgönguráðuneytis. I febrúar síð-
astliðnum hefði verið óskað bréf-
lega eftir áliti ráðuneytanna á leyfi
til lagningar og rekstrar kapalsins,
og hefði bréfunum fylgt uppdráttur
sem sýndi væntanlega legu hans.
Umhverfis- og iðnaðarráðuneyti
hefðu síðar lýst því formlega yfir
að þau hefðu ekkert við lagningu
kapalsins að athuga, en engin við-
fbrögð hefðu borist frá sjávarútvegs-
ráðuneytinu fyrr en í fyrradag þeg-
ar ósk barst um að framkvæmdum
yrði hætt og fundin ný staðsetning
fyrir kapalinn.
Fundur með hagsmunaaðilum
„Póstur og sími er tilbúinn til að
hjálpa sjómönnum með öllum tiltæk-
um ráðum að varast það að festa
veiðarfæri sín í strengnum og mun
á næstu dögum boða til fundar með
hagsmunaaðilum í sjávarútvegi til
að kynna legu strengsins, því ekki
má veiða innan 200 metra frá
strengnum með botnveiðarfærum.
Þá þarf að ræða hvemig hægt er
að minnka hugsanlegan skaða vegna
legu strengsins. Póstur og sími mun
taka þetta mál upp á ný við önnur
landtökulönd strengsins og kanna
möguleika á því hvort unnt sé að
breyta legu á hluta strengsins síðar,
og hvað síkar breytingar myndu
kosta. Þá verður fljótlega eftir lagn-
ingu strengsins dreift til útgerðar-
og sjómanna kortum af legu hans
auk disklings með staðsetningar-
hnitum sem hægt er að setja í tölv-
ur tengdar staðsetningartækjum
fískiskipa,“ sagði Þorvarður.
Aðspurður um hvort eitthvað
væri því til fyrirstöðu tæknilega að
færa kapalinn sagði Þorvarður að
það yrði kannað á næstunni. Um
væri að ræða athugun á svæðinu
sunnan Vestmannaeyja og á svæði
á svokölluðum Kötluhrygg eða
Kötlutotu sem er veiðisvæði fyrir
blálöngu. „Þá yrði bogi sem beygði
í kringum þessa totu annars vegar
og bogd annað hvort vestur eða
austur fyrir veiðisvæðið sunnan
Vestmannaeyja," sagði hann.
Þorvarður sagði að auk fundarins
með útvegsmönnum í Vestmanna-
eyjum hefði í gær verið haldinn
fundur með fulltrúum sjávarútvegs-
ráðuneytis, og hann teldi að Póstur
og sími hefði skýrt sitt mál og skiln-
ingur væri á því hvað hægt sé að
gera. „Ég er að vona að menn taki
þessu nú rólega héðan í frá því það
er auðvitað ekkerí unnið með því
að hleypa af stað einhverjum æs-
ingi og látum,“ sagði Þorvarður.
Málið vissu-
legaíhöfn
I
l
I
I
!
1
I
I
I
I
I
I
I
I
I