Morgunblaðið - 21.07.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Jóhanna og
Gunnlaug-
ur á vinnu-
staðafundum
FORYSTUMENN Alþýðuflokksins
á Austurlandi hafa tekið virkan
þátt í að undirbúa og skipuleggja
ferð Jóhönnu Sigurðardóttur, al-
þingismanns, um Austfirði. Gunn-
laugur Stefánsson, þingmaður Al-
þýðuflokksins á Austurlandi, fór
með Jóhönnu á vinnustaði á Stöðv-
arfirði og Breiðdalsvík í fyrradag
og Hermanns Níelsson, varaþing-
maður, mun fylgja henni um Egiis-
staði á morgun.
Gunnlaugur Stefánsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að Aust-
firðingar væru upp til hópa gestris-
ið fólk og því tækju þeir vel á
móti gestum hvar í flokki sem þeir
stæðu. Hann sagði að ekki væri
ástæða til að leggja einhverja póli-
tíska merkingu í það þó hann heim-
sæki vinnustaði með Jóhönnu Sig-
urðardóttur. Hann sagðist ekki
vera á leið úr Alþýðuflokknum.
Jóhanna hefur ekki haldið eigin-
lega fundi með fólki á ferðum sín-
um. Hún hefur heimsótt vinnu-
staði, stofnanir og söfn og rætt við
fólk sem vegi hennar hefur orðið.
Gunnlaugur og Jóhanna heimsóttu
m.a. Gunnarstind á Stöðvarfirði og
tóku þátt í_ síðdegisleikfími með
starfsfólki. í gær heimsótti hún
Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð og
Eskifjörð. í dag verður hún á Nes-
kaupsstað og gistir á Egilsstöðum.
Á morgun heimsækir hún Seyðis-
fjörð og Egilsstaði. Um næstu helgi
verður hún á Norðurlandi. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
mun Sigbjörn Gunnarsson, þing-
maður Alþýðuflokksins á Norður-
landi eystra, fara með henni um
einhvern hluta kjördæmisins.
Morgunblaðið/Sverrir
Akkerið málað
SKEMMTIFERÐASKIPIÐ inn. Akkerið, sem er engin
Albatross lá í Reykjavíkurhöfn smásmíð, verður gjarnan fyrir
á dögunum og á meðan farþeg- hnjaski, þegar það kennir botns
arnir skoðuðu landið unnu skip- og því þarf að mála það oftar
verjar að því að snyrta farkost- en aðra hluta skipsins.
Hópur gegn staðsetningu hæstaréttarhúss
Telja vinnubrögðin
stangast á við lög
Morgunblaðið/Golli
ÓFRIÐUR ríkir um staðsetningu hæstaréttarhúss við Lindar-
götu segja þau, sem hér sjást byggingarsvæði hússins. F.v.
Guðrún, Jón Aðalsteinn Jónsson, Skúli, Reynir Ingibjartsson,
Kristín og Gerður, en þau eru andvíg staðarvalinu.
BARÁTTAN gegn byggingu
hæstaréttarhúss við Lindargötu,
bakvið Þjóðminjasafnið, heldur
áfram þrátt fyrir að framkvæmdir
við húsið séu hafnar. Hópur, sem
myndaður var í kringum baráttuna
og stóð meðal annars fyrir undir-
skriftum gegn staðsetningu þess,
fordæmir þau vinnubrögð, sem við-
höfð voru við undirbúning bygging-
arinnar og segir að ekki hafí í öllum
tilfellum verið farið eftir lögum.
Hópurinn segir að ófriður sé skoll-
inn á í þessu máli.
Gerður Steinþórsdóttir, sem er í
hópnum, segir að frá því að borgar-
yfírvöld skipuðu viðræðunefnd í lok
júní um endurskoðun á staðsetn-
ingu hæstaréttarhússins, hafi hlut-
irnir gengið mjög hratt fyrir sig;
þann tólfta þ.m. hafi dómsmála-
ráðuneytið greitt borginni tilskilin
byggingarleyfí, um 10 milljónir
króna, og að morgni föstudagsins
15. júlí hafi ráðherrann tekið fyrstu
skóflustunguna.
Mótmæla stað en ekki húsi
Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður
tekur það skýrt fram að ekki sé
verið að mótmæla húsinu sjálfu því
skilningur sé á því að Hæstiréttur
þurfi betri aðstöðu. Aðeins sé verið
að mótmæla staðsetiíingunni því
húsið skyggi á byggingarnar í
kring, þar á meðal Þjóðminjasafnið,
sem og Arnarhvál og Þjóðleikhúsið.
Skúli Norðdahl arkitekt bætir því
við að hópurinn hafi bent á ýmsa
aðra möguleika, til að mynda svæði
vestan við Þjóðarbókhlöðu og að
núverandi hús Hæstaréttar hefði
verið hannað með það í huga að
hægt væri að byggja við það. Hann
segir það eina hugmynd hópsins að
koma upp skrúðgarði á svæðinu við
Lindargötu 2, sem mundi fegra
umhverfi bygginganna og leyfa
þeim að njóta sín.
Undirbúningur í skötulíki
{ yfirlýsingu hópsins, sem Gerð-
ur, Kristín, Skúli og Guðrún Jóns-
dóttir arkitekt og fulltrúi meirihlut-
ans í borgarstjórn í skipulagsnefnd
skrifa undir segir meðal annars:
„Allur undirbúningur málsins er í
skötulíki sbr. það að lóðin Lindar-
gata 2 varð ekki til fyrr en í janúar
á þessu ári, en verðlaun voru veitt
fyrir hús á þeim stað í ágúst á síð-
asta ári. Þetta er ekki lögum sam-
kvæmt og sæmir ekki yfirvöldum
dómsmála sem eiga að gæta laga
og réttar í Iandinu. [...] Ofriður er
skollinn á í hæstaréttarhússmálinu.
Við munum fylgjast grannt með
þróun mála og lýsum því yfir að
þessu umdeilda máli er engan veg-
inn lokið.“
Búið í haginn fyrir nýbúabörn
Fjölþjóðlegur leik-
skóli rekinn í vetur
KOLBRÚN Vigfús-
dóttir, umsjónar-
fóstra hjá Dagvist
barna, á sæti í nýbúanefnd
stofnunarinnar sem hefur
lagt drög að þróunarverk-
efni sem miðar að aukinni
aðlögun nýbúabarna í ís-
lenskum leikskólum og
aðstoð í tungumála-
kennslu, svo eitthvað sé
nefnt. Búið er að ákveða
að verkefnið einskorðist
við leikskólann Lindarborg
fyrst í stað, og þar verði
aflað þekkingar og gagna
sem nýst geti til frambúð-
ar. Fjögur nýbúabörn eru
þegar í skólanum og fleiri
væntanleg, en starf í þessa
veru hefst fyrir alvöru í
haust. „Það er ekki eftir
neinu að bíða,“ segir Kol-
brún. Hún kveðst gera ráð fyrir ►KOLBRÚN Vigfúsdóttir er
Kolbrún Vigfúsdóttir
að ári verði varið í verkefnið og
lærdómur dreginn af reynslunní
sem þar fæst, sem síðan muni birt-
ast í skýrsium og kennslugögnum
í kjölfarið.
Ekki vör við fordóma
Hvernig kviknaði hugmyndin
um þróunarverkefni á þessu sviði?
„Hugmyndin er sprottin af
spurningum sem vöknuðu í grunn-
skólakerfinu, þegar í ljós kom að
börn nýbúa þar voru mörg hver
afar illa stödd í íslensku og áttu í
ýmsum öðrum erfíðleikum fyrir
vikið. Menn leiddu hugann að ráð-
um til úrbóta og spurðu hvar væri
heillavænlegast að sporna við þess-
ari þróun. Leikskólarnir þóttu besti
kosturinn, enda grunnurinn að
framtíðinni lagður þar og mikils-
vert að börnin geti notfært sér
árin sem þau dvelja þar til náms
og undirbúnings. Þáverandi borg-
arstjóri, Markús Örn Antonsson,
ákvað síðan fyrir um hálfu öðru
ári að hrinda frekari athugun af
stað, og nýbúanefnd Dagvistar
barna var stofnuð í kjölfarið til að
vinna frekari hugmyndir og verk-
efnið á Lindarborg er afraksturinn
af þeirri vinnu. Við ætlum ekki að
safna nýbúum saman þar, heldur
reka fjölþjóðlegan skóla til að safna
þekkingu og reynslu sem nýtist
síðan í öðrum leikskólum. Lindar-
borg varð fyrir valinu þar sem
skólinn er miðsvæðis í borginni og
margir nýbúar eru búsettir á þeim
slóðum, þar á meðal töluverður
fjöldi Víetnama. Foreldrar íslenskra
barna í skólanum vita ----------
af þessu verkefni, þótt
ekki sé búið að ræða þau
mál til hlítar, en við höf-
um ekki orðið vör við
neina fordóma eða ótta
í þessu sambandi, þó svo að slíkt
geti alltaf skotið upp kollinum.
Komi vandamál af því tagi til okk-
ar kasta, verður reynt að leysa þau
með ró og skynsemi."
Eru allar dúkkur hvítar?
Verða kennsluhættir þar frá-
brugðnir öðrum leikskólum að ein-
hverju marki?
„Áherslur verða þær sömu á
Lindarborg og annars staðar, þótt
við munum vitanlega kanna hvaða
leið er vænlegust til að hjálpa þess-
um litlu nýbúum til að læra íslensk-
una sem annað mál, því börnin
eiga sér alltaf annað móðurmál.
Þarf að taka þau í sértíma eða er
hægt að gera vinnuna og leikinn
markvissari í þessum tilgangi? Við
þurfum að vinna upp ákveðnar
aðferðir og tilgangurinn með verk-
efninu á Lindarborg er að þróa þær
frá hugmyndastigi yfir í raunhæfa
kennsluáætlun. Við þurfum að
komast að því hvaða aðferð er
best til að börnin njóti þessarar
dvalar þannig að þau læri íslensku,
en haldi eftir sem áður menningu
sinni og tungumáli, að foreldrarnir
fædd árið 1945 í Vestur-Skafta-
fellssýslu. Hún lauk prófi sem
leikskþlakennari frá Fóstru-
skóla íslands 1977, varð sér-
kennari fyrir þroskahefta frá
Kennaraháskólanum i Málmey í
Svíþjóð 1981 og lauk framhalds-
námi í stjórnun frá Fóstruskóla
íslands árið 1988. Hún var ráðin
umsjónarfóstra hjá Dagvist
barna árið 1992. Kolbrún situr
í jafnréttisnefnd Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja, hef-
ur setið í fræðslu- og menntar-
áði Fóstrufélagsins og á sæti í
fulltrúaráði Fóstrufélagsins.
Samkennd án
þess að sér-
kenni glatist
séu meðvitaðir um hversu mikil-
vægur leikskólinn er og að und-
irbúa þau á annan hátt vel fyrir
grunnskólanám. Við viljum að
börnin öðlist þá tilfinningu að þau
tilheyri fjöldanum en glati samt
ekki vitundinni um sérkenni sín og
stolti yfir uppruna sínum. Þetta
eru markmiðin í grófum dráttum.
í ágúst mun nefndin koma saman
að nýju eftir sumarleyfi og leggja
línurnar fyrir veturinn. Þegar hefur
verið kynnt fyrir starfsfólkinu á
Lindarborg hvernig verkefnið er
hugsað, en við munum að sjálf-
sögðu byija á starfsfólkinu, sem
þarf að átta sig á hvar það stendur
í skoðunum og tilfinningum gagn-
vart blöndun af þessum toga, og
hvaða fræðsla er nauðsynleg til
að vera í stakk búin til að takast
á við verkefnið. Þetta á meðal
annars við menningu, trúarbrögð
og siði viðkomandi barna og for-
---------- eldra. Síðan munum við
leggja áherslu á sam-
vinnu með foreldrum,
og þá er kannski eitt
það mikilvægasta að fá
leyfi til að ráða túlka
þegar á þarf að halda í viðtölum
og öðrum útskýringum á verkefn-
inu. Þetta er fjárhagslegt atriði
sem ekki er búið að ganga frá.
Foreldrarnir þurfa að skilja mikil-
vægi þess að tala við börnin á eig-
in tungumáli og að börnin sæki
leikskóla sem hefur vafist fyrir
sumum eins og eðlilegt er. Einnig
þarf að huga að umhverfi leikskól-
ans, þ.e. eru allar dúkkur hvítar,
eru allar myndir íslenskar, eru all-
ar bækur með myndum af norræn-
um börnum, hvaðan kemur tónlist-
in og ótal margt fleira í sama dúr.
Leikföng í þessu ljósi eru smáat-
riði sem fæstir leiða hugann að,
en þarf að skoða að nýju með til-
liti til blandaðra skóla. Sjálfri
fínnst mér einnig æskilegt að
starfsfólk skólans sé líka af mis-
munandi litarhætti, í þeim tilgangi
að börnin geti samsamað sig bet-
ur. Ég held að vísu að leikskóla-
kennarar hérlendis séu flestir eða
allir íslendingar, en aðstoðarfólk á
leikskólum hefur margvíslega
menntun og bakgrunn, sem opnar
möguleika á að þetta verði að veru-
leika í náinni framtíð.“