Morgunblaðið - 21.07.1994, Síða 9

Morgunblaðið - 21.07.1994, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR21. JÚLÍ1994 9 ______________FRÉTTIR_____________ Alþjóðlegt fornsagna- þing á Akureyri 76 fyrirlestrar um samtímasögur í tveimur málstofum QUEEN frá abecita Fyrir stórar stelpur st. 75-105 b-c-d-e. Verð með spöngum kr. 2.950 verð án spangar kr. 2.750 Póstsendum ALÞJÓÐLEGT fornsagnaþing verð- ur haldið á Akureyri dagana 1. - 6. ágúst næstkomandi. Búist er við að þátttakendur verði um 200 hvað- anæva að úr heiminum. Fluttir verða 76 fyrirlestrar um samtíma- sögur, einkum Sturlungu og bisk- upasögur. Auk þess fara þátttak- endur í ferðir um Skagafjörð og Þingeyjarsýslur. Gefið hefur verið út ráðstefnurit þar sem birtir eru meðal annarra allir fyrirlestrarnir sem fyrir verða teknir á þinginu. Alþjóðlegt fornsagnaþing er nú haldið í 9. sinn. Að því stendur Al- þjóðlega fornsagnafélagið, sem stofnað var þegar Hermann Pálsson prófessor í Edinborg blés til forn- sagnaþings þar í borg árið 1971. Fornsagnaþing eru jafnan haldin á 3 ára fresti. A vegum fornsagnafé- lagsins starfar alþjóðleg ráðgjafa- nefnd. Formaður hennar nú er Sverrir Tómasson, en hann er jafn- framt formaður framkvæmdanefnd- ar þingsins sem haldið verður á Akureyri. Ásamt honum eru í nefnd- inni Haraldur Bessason frá Háskól- anum á Akureyri, Tryggvi Gíslason frá Menntaskólanum á Akureyri, Stefán Karlsson og Gísli Sigurðsson frá Stofnun Árna Magnússonar, Ásdís Egilsdóttir frá Bókmennta- fræðistofnun Háskóla íslands og Úlfar Bragason frá Stofnun Sigurð- ar Norðdals. Sögur sem tengjast Norðurlandi Sverrir Tómasson sagði að þegar Alþjóðlegt fornsagnaþing hefði síð- ast verið haldið, í Gautaborg, hefði verið ákveðið að næst yrði þingað á íslandi. Framkvæmdanefndin hefði ákveðið að halda þingið utan Reykjavíkur, meðal annars til að gefa þátttakendum færi á að kynn- ast öðrum stöðum á landinu, og Akureyri hefði orðið fyrir valinu. Þá hefði sjónum ekki síst verið beint að því að fást við sögur sem á ein- hvern hátt tengdust Norðurlandi og því væri megináhersla lögð á Sturl- FORNT innsigli Þingeyrar- kirkju, merki Alþjóðlegs forn- sagnaþings á Akureyri 1994. ungu og fleiri samtímalegar sögur, meðal annars biskupasögur. Einnig yrði fjallað um konungasögur, með- al annarra Sverris sögu og Hákonar- sögu, en með því næðist til norskra vísindamanna sem væru að kanna þær sérstaklega um þessar mundir. Að sögn Sverris Tómassonar fer fornsagnaþingið fram í Verkmennta- skólanum á Akureyri en setningarat- höfn verður í Akureyrarkirkju klukk- an 10 að morgni mánudagsins 1. ágúst. Þar munu Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og mennta- málaráðherra, Ólafur G. Einarsson, flytja ávörp og Jónas Kristjánsson fráfarandi forstöðumaður Áma- stofnunar flytur inngangsfyrirlestur þingsins. Þingstörf heíjast svo í Verkmenntaskólanum eftir hádegið. Kvöldið áður, sunnudagskvöldið 31. júlí, verða gestir þingsins á samkomu í íþróttahöllinni á Akureyri í boði Bæjarstjómar Akureyrar. Þingað í tveimur málstofum Sverrir sagði að þingstaður yrði í Gryfjunni, samkomusal Verk- menntaskólans, og þar fjallað um aðalefnið, Sturlungu, en jafnframt yrði þingað í annarri málstofu um aukaefni þingsins, þannig að tvennt færi jafnan fram á sama tíma. Fyr- irlesarar kynntu viðfangsefni sín og fyrirlestra, sem allir hefðu þegar Yfir lOO þúsund tonn komin á land LOÐNUVEIÐI það sem af er vertíð- ar er komin yfir 100 þúsund tonn. Þetta er heldur meiri veiði en á sama tíma í fyrra, enda eru núna mun fleiri skip á veiðum. Dræm veiði hefur verið síðustu sólarhringa. Að sögn loðnuskipstjóra sem Morgun- blaðið ræddi við er loðnan dreifð og mikið fyrir því haft að veiða hana. Skipin hafa verið að veiðum um 100 sjómílur norður af Langanesi. Um helgina töldu Norðmenn sig hafa fundið loðnutorfur mun norð- ar, en það reyndist ekki vera rétt. Ailmörg skip fóru norður undir 200 mílna mörkin en fengu ekkert. Marteinn Einarsson, stýrimaður á Höfrungi frá Akranesi, sagði að veiðin undanfarna vikur hefði verið þannig að öðru hvoru hittu menn á sæmilegar torfur, en flotinn væri fljótur að veiða þær upp. Á milli sé lítið eða ekkert að hafa. Hann sagði að skipin séu að kasta allt upp í 20 sinnum, en nái sum hver samt ekki að fylla sig. HÚSASMHMAN Reykjavík og Hafnarfirði. Níðsterk og örugg MISSELFIX ádragseinangrun V. y verið gefnir út á ráðstefnuriti, og síðan yrðu fyrirspurnir og stuttar umræður um hvert efni. Fyrirlestrar verða alls 76 talsins. Fyrirlestrum mun ljúka föstudaginn 6. ágúst en á laugardagsmorgun verða þinglok og teknar saman niðurstöður og næsti þingstaður ákveðinn. Miðvikudaginn 3. ágúst fara gest- ir fornsagnaþings í kynnisforðir, annars vegar í Þingeyjarsýslur og hins vegar í Skagaijörð. Ur öllum heimsálfum Að sögn Sverris koma gestir Al- þjóðlegs fornsagnaþings víða að, en allt eru þetta fræðimenn og áhuga- menn um íslenskar fornbókmenntir, læsir og jafnvel talandi á íslensku. Auk þátttakenda frá Norðurlöndum nefndi Sverrir Þjóðverja, Letta, Li- háa, Rússa, Frakka, ítali, Breta, Rúmena og Króata, Bandaríkja- menn og Kanadamenn, Ástralíu- menn, Suður-Afríkumann og auk þess væru skráðir þátttakendur frá Japan. Meginhlutinn væri Evrópu- menn og Ameríkanar. Að sögn hans er Alþjóðlega fornsagnaþingið styrkt af ríkinu, norrænum sjóðum og fyrirtækjum og stofnunum á Akureyri og í Reykjavík. Þröng á þingi Samkvæmt upplýsingum Tiyggva Gíslasonar skólameistara Mennta- skólans á Akureyri hefur undirbún- ingur fornsagnaþingsins nyrðra gengið að óskum. Að vísu sagði hann að vandasamt væri að fá gist- ingu fyrir þátttakendur á háanna- tíma í ferðamennsku. Gripið hefði því verið til þess, meðal annars, að hýsa þinggesti í heimahúsum og í húsnæði skólanna. GARÐURINN Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.