Morgunblaðið - 21.07.1994, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Hólmfríður Haraldsdóttir
HENNING Jóhannesson ásamt hermönnunum og túlki þeirra.
Bandarískir hermenn
við æfingar í Grímsey
Grirasey. Morgunblaðið.
GÓÐIR gestir hafa nú kvatt Gríms-
ey eftir fjögurra daga dvöl. Gestirn-
ir voru 9 sérþjálfaðir kafarar og
sprengjusérfræðingar frá banda-
ríska hernum. Þeir höfðu lengi átt
sér þann draum að kafa við norður-
heimskautsbauginn og tækifærið
gafst hér í Grímsey.
Veðurguðirnir tóku vel á móti
gestunum, sólin skartaði sínu feg-
ursta og fannst þessum hermönnum
mannlífið létt og aðstæður spenn-
andi. Hér gátu þeir veitt sér fisk
til matar og einnig smökkuðu þeir
í fyrsta sinn á lunda og svartfugls-
eggjum og öðru góðgæti sem eyjan
býður upp á.
Sýningar á tækjum
Tvívegis höfðu hermennirnir sýn-
ingu á starfi sínu og tækjum og
sýndu eyjarbúar því mikinn áhuga.
Fram má taka að nokkrir þessara
hermanna tóku þátt í hinu fræki-
lega björgunarafreki í Vöðlavík í
vetur. Grímseyingar tóku þessum
heiðursmönnum með mikilli gleði,
en það var Slysavarnarfélagið í
Grímsey sem sá um undirbúning
og móttökur allar.
SUMAR
ÚTSALA
u iSs .. -
BOLIR 495 kr.
BOLIR, TOPPAR 895 kr.
BUXUR 1.995 kr.
BLÚSSUR, PCYSUR 1.995 kr.
GALLABUXUR, PILS 2.495 kr.
BLÚSSUR, PEYSUR 2.495 kr.
KJÓLAR, ÚLPUR 2.995 kr.
Akureyrarmaraþon á laugardag
Hlauparar frá
Astralíu með-
al þátttakenda
AKUREYRARMARAÞON verður þreytt laugardaginn 23. júlí. Mikil
þátttaka verður í þessu hlaupi og meðal þátttakenda verða hlauparar
frá Ástralíu. Auk þess sem hlaupið verður hálfmaraþon gefst kostur
á að hlaupa 10 kílómetra eða taka þátt í 4 kílómetra skemmtiskokki.
Ungmennafélag Akureyrar
stendur fyrir Akureyrarmaraþoni
og Jón Árnason, talsmaður keppn-
innar, sagði að í gær hefðu þegar
skráð sig um eða yfir 200 þátttak-
endur, sem er talsvert fleira en í
fyrra. Formlegri forskráningu átti
að ljúka í gærkvöldi en Jón sagði
að góðir möguleikar ættu að vera
á eftirskráningu, þannig að þeir
sem hefðu gleymt sér eða vildu
láta bæta sér í hópinn gætu haft
samband allt fram á föstudag
Jón sagðist sérstaklega vilja
benda á að í 4 kílómetra skemmti-
skokkinu yrðu verulega fijálslegar
aðferðir heimilar og þetta væri
kjörið tækifæri fyrir alla, unga
jafnt sem aldna, að skokka, hlaupa
eða ganga þessa vegalengd í góða
veðrinu á Ákureyri.
Hlauparar koma
víða að
Að sögn Jóns eru þátttakendur
í Akureyrarmaraþoni víðs vegar
að af landinu og meðal kepjienda
í hálfmaraþoni verða tveir Ástral-
íubúar. í hálfmaraþon höfðu í gær
skráð sig á bilinu 50-100 manns
og taldi Jón fyrirsjáanlegt að þetta
yrði góð keppni og mikil skemmt-
an.
Bæjarstjórinn á Akureyri, Jak-
ob Björnsson, mun ræsa hlaupara
á Akureyrai-velli klukkan 12 á
hádegi á laugardag, en þeim sem
forskráðir eru er boðið í pasta-
veislu á Akureyrarvelli á vegum
Greifans klukkan 19 á föstudags-
kvöld. Sá matur sagði Jón að
þætti einkar hollur þeim sem ætl-
uðu að taka á og reyna á líkam-
lega getu sína.
Allir þátttakendur í Akureyrar-
maraþoni hljóta viðurkenningar-
peninga og auk þess verða veitt
vegleg verðlaun og dregnir verða
út happdrættisvinningar úr þátt-
tökunúmerum skemmtiskokkara.
Mótsstjóri verður Sigurður Magn-
ússon.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Undir eplatrénu
LITSKRÚÐIÐ í blómagarði hjón-
anna Guðrúnar Kristjánsdóttur
og Þorvaldar Snæbjörnssonar
við Kotárgerði á Akureyri er
meira en orð fá lýst. Þar eru í
hundraðatali sumarblóm, rósir
og jurtir af fjölbreyttasta tagi,
sem þau rækta að mestu sjálf frá
grunni, og ilmurinn í garðinum
í sumarhlýjunni er sannarlega
indæll. Mikið starf er að halda
þessum gróðri öllum við, hreinsa,
reyta arfa og þrífa. Guðrún seg-
ir Þorvald eiga mestan heiðurinn
af því og hann segist iðulega
koma sér á fætur klukkan 5 á
morgnana til að geta dundað við
garðinn í tvo tíma eða svo áður
en hann fer til vinnu. Að húsa-
baki hafa Guðrún og Þorvaldur
gamalt gróðurhús, sem að
nokkru fær yl úr fráfalli hitaveit-
unnar. Þar segja þau að frjósi á
vetrum en þar er margt rósa af
fjölbreyttasta tagi og þar vex
eitt eplatré. Þetta eplatré sagðist
Guðrún hafa fengið að gjöf fyrir
18 árum. Það væri norskt og
samkvæmt miða sem á því er enn
er það af tegundinni Alice. Fljót-
lega fór tréð að bera ávöxt, stór,
rauðgul epli, mjölmikil, sögðu
þau, en safarík svo þau rynnu
uppi í munni þegar þau væru
fullþroskuð. I góðu ári sagðist
Þorvaldur hafa tínt um 80 epli
af trénu, og í ár yrði uppskeran
með allrabesta móti. Eplin eiga
enn eftir að stækka en eru þegar
farin að roðna. Þar sem Guðrún
og Þorvaldur stóðu undir epla-
trénu var engu likara en verið
væri í útlöndum, en svo var ekki,
þetta var í aldingarði á Akureyri.
Hátíð að
Hólavatni
UM verslunarmannahelgina
verður fjölskylduhátíð í Sum-
arbúðunum að Hólavatni í
Eyjafirði. Þar verður þátttak-
endum boðin ýmis útivera,
bátsferðir, boltaleikir, göngu-
ferðir og ýmsir leikir eftir því
sem veður leyfír.
Gert er ráð fyrir að gestir
verði í tjöldum en þeir sem
kjósa að gista inni munu geta
notið svefnaðstöðu í skála.
Þetta er í fyrsta sinn sem
fjölskylduhátíð af þessu tagi
er reynd á Hólavatni, en þar
eiga þeir sem kjósa að geta
notið kyrrðar í notalegu um-
hverfi.
KFUM og KFUK á Akur-
eyri standa að hátíðinni.
T .istnsnmar ’94 “k“22»*kWreróke,P.
Söngvaka í Minjasafns-
kirkjunni
í KIRKJU Minjasafnsins á Akur-
eyri verður í kvöld söngvaka þar
sem Rósa Kristín Baldursdóttir og
Þórarinn Hjartarson flytja dag-
skrá íslenskrar sönglistar allt frá
fornum fimmundarsöng og rímum
til samtímasönglaga.
Minjasafnið er opið klukkan
19:30 til 22:30 í tengslum við
söngvökuna.
Djasskvöld á Karólínu
í KVÖLD verður djass á kaffi-
húsinu Karólínu. Þar leikur flokk-
urinn Kuran-
swing alkunna
sveiflutónlist
auk tónlistar
sem flokks-
menn hafa sjálfir samið. Þeir eru
Szymon Kuran, Bjöm Thoroddsen,
Ólafur Þórðarson og Bjami Svein-
bjömsson. Djasskvöldið hefst