Morgunblaðið - 21.07.1994, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.07.1994, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt íslenskt bílabón BÓNAX heitir nýtt íslenskt bón sem er framleitt af Skeljungi hf. Bónax fæst í hálfs lítra og fimm lítra umbúðum sem eru framleidd- ar og merktar á íslandi. Hráefni er flutt inn í tunnum frá Þýskalandi og með því að fram- leiða bónið hérlendis hefur tekist að lækka verðið um helming og skapa fjögur ný störf hjá fyrirtæk- inu. Bónax á að þorna vel áður en það er pússað af. Stífelsi á strigaskóna „STRIGASKÓRNIR halda sér betur ef þeir eru úðaðir með stífelsi eftir að þeir koma úr þvotti" sagði okkur kona í aust- urbænum. Hugmyndina fékk hún úr bandarísku blaði á dögunum og eftir að hafa prófað þetta nokkrum sinnum og séð að þetta virkar fannst henni tilval- ið að miðla þessu ráði. Eftir að búið er að þvo skóna og úða eru þeir hmigdir út á snúru til þerris. Uðið þá eftir hvern þvott, þannig eiga þeir að halda sér betur! NEYTENDUR Helgartilboð 10-11 BÚÐIRNAR Gildir frá 20. til 26. júlí. E. Finnsson ísl. tómatsósa...58 kr. Göteborgs Remi kex.......138 kr. BKI danskt lúxuskaffi 500 g....................198 kr. Kryddaðar lambagrill- sneiðar.............689 kr. kg Kims-snakkskrúfur........118 kr. Grill-lambalæri.....668 kr. kg GARÐAKAUP Gildir frá fimmtudegi til laugar- dags. Svínabógur í heilu....435 kr. kg Marnineraðar svína- bógsneiðar............499 kr. kg Knorr-salatdressing 2/pk., 5 teg...............79 kr. Haribo-sælgæti á kynningarverði Kantolan-tekex.............37 kr. Coxie-ávaxtaþykkni, 5 teg.....................219 kr. Finish-töflur í upp- þvottavélar...............325 kr. Iþróttapeysa............1.658 kr. íþróttabuxur............1.445 kr. _________BÓNUS___________ Gildir frá fimmtudegi til fimmtu- dags. MS stórt bakarabrauð....87 kr. Goða lambaframp....279 kr. kg Goðaskinka.........699 kr. kg Áleggsþrenna.........809 kr. kg Einnotagrill...........199 kr. Kryddað lambalæri....649 kr. kg Bónusís, 3 teg., 11......129 kr. Sprite21..................89 kr. Komflex 1 kg.............197 kr. Pítubrauð 12 stk.........109 kr. Vasaljós með 2 rafhl.....109 kr. Sveppir..............379 kr. kg Servíettur 500 stk.......197 kr. KJÖT & FISKUR Gildir frá fimmtudegi til sunnudags. Hamborgarar með brauði ...49 kr. Nautasnitsel........895 kr. kg Folaldabeinsteik krydduð.............279 kr. kg 'h lambaframpartur, grillsagaður.........398 kr. kg Svínabógsneiðar......395 kr. kg Libby’s-tómatsósa 567 g..88 kr. Bala-ananassneiðar452g..58 kr. Holandia-kex 500 g......169 kr. Fanta-appelsín 21...........109 kr. F & A Gildir frá fimmtudegi til miðviku- dags. Marineruð síld 450 g.....132 kr. Kryddsíld 450 g..........132 kr. Jaffa-kökur, 36 stk......240 kr. Heinz-bakaðar baunir, stórdós...................41 kr. Machintosh, 2 punda krukka................. 987 kr. Caravan Starter svefnpoki.............3.984 kr. __________NÓATÚN______________ Gildir til 24. júlí. Nautasnitsel........799 kr. kg 'h lambaskrokkur....429 kr. kg 400 g BKI-kaffi Extra..179 kr. Ora-túnfiskur............79 kr. 11 Blábeijagrautur......189 kr. MS-sumarkassi...........339 kr. 21Mjúkís................449 kr. 1.5kgfr. kartöflur......299 kr. ísl. rófur.........69 kr. kg 454gbláber..............199 kr. 600gpizza...............299 kr. Kattasandur, 5 kg.......199 kr. lOruslapokar............129 kr. FJARÐARKAUP Gildir til 22. júlí. ísl. kínakál.........126 kr. kg ísl. hvítkál.........133 kr. kg ísl. spergilkál......298 kr. kg ísl. grænkál..........70 kr. kg ’ísl. blómkál.........168 kr. kg ísl. rófur............84 kr. kg 21 Fanta/Fantalemon.......99 kr. Regnbogasilungur....339 kr, kg Kartöflusalat.......268 kr. kg Grillpylsur frá Kjarnafæði..........498 kr. kg Samlokubrauð.............98 kr. Þriggjakomabrauð..........98 kr. Skiptir máli hvaða hveiti við notum í bakstur? Morgunblaðið/Einar Falur KAFFI dregur nafn af héraðinu Kaffa í Eþíópíu en þar mun notkun kaffibauna hafi hafist. Þær bárust til Evrópu á 17. öld. Kaffirunni ber ávöxt nokkrum árum eftir að jurt er gróður- sett. Eftir tínslu eru aldinkjöt og fræhimna fjarlægð, baunir skildarsundur,þurrkaðar,flokkaðar,brenndarogmalaðar. Kaffineysla óbreytt þó verðið hækki Við bakstur getur skipt sköpum hvaða hveiti er notað eigi brauðið eða kakan að heppnast fullkom- •ega. Brynhildur Briem matvæla- og næringarfræðingur segir að það eigi ekki að nota sama hveiti við brauðbakstur og kökubakstur. Ástæðan er sú að magn og gerð próteina ræður baksturseiginleik- um mjölsins, í þessu tilfelli er um að ræða prótein sem heitir glúten. Mikið glúten í brauð en lítið í kökur Það á að vera minna af glúteni í kökum en brauði en glútenauð- ugt mjöl hentar vel í brauðbakstur. Glúten myndast þegar bleytt er upp í mjölinu. Það myndar strengi um deigið og verður þannig eins- konar burðargrind í bakstursvör- um. Þessir strengir eru teygjanleg- ir þannig að þeir gefa eftir þegar deigið þenst út eins og t.d. þegar brauð er látið lyfta sér. , „Glútenið stífnar við bakstur. Ef mikið er af glúteni í mjöli sem bakað er úr þá verður afurðin Morgunblaðið/Sverrir Próteininnihald (g/100 g) í hveiti sem er á markaði: Super-hveiti .............. 9,5 Juvel .................... 10 Pillsbury Best ........... 10,3 Finax .................... 12 Kornax ................... 12 Stjörnu-Kornax ........... 13,5 Ijaðurkennd og seig eins og brauð á að vera. En kökur eiga ekki að vera seigar. Þess vegna hentar ekki að nota glútenauðugt mjöl í bakstur," segir Brynhildur. Glúten í 4 korntegundum Glúten er að finna í fjórum korn- tegundum, þ.e. hveiti, rúgi, byggi og höfrum. En það er bara glúten- ið í hveiti sem myndar nógu sterkt net til að hægt sé að baka úr þvi brauð. í rúgi myndast örlítið glút- en en ekki nógu mikið til að hægt sé að baka úr honum einum. I heilhveiti sem er ekki eins fínmal- að og hvítt hveiti blotnar deigið ekki eins vel þannig að það mynd- ast ekki eins mikið glúten. Þess vegna er erfítt að baka gott brauð úr heilhveiti eingöngu. Þó að það sé örlítið af öðrum próteinum en glúteni í hveiti þá er engu að síður hægt að nota magn próteina í hveiti sem mæli- kvarða á magn af glúteni. Utan á pokum hveitisins er próteininni- hald gefið upp. Eins og sést af upplýsingum í meðfylgjandi töflu er Stjörnu-hveiti best í brauðbakstur á meðan Super- hveiti hentar best í kökubakstur. VEÐURFRÆÐINGUR sem spáði slæmu veðri í Brasilíu fyrir skömmu kom því til leiðar að heimsmarkaðs- verð á kaffi hækkaði um 15% daginn eftir. Verð breytist nú daglega og hefur frost í Brasilíu skotið mönnum skelk í bringu. Frekari verðhækkan- ir eru fyrirséðar og hér spá menn því að smásöluverð á kaffi muni hækka um allt að helming á næstu mánuðum. „Sala þefur ekkert breyst síðustu vikur,“ segir Örn Kjartansson hjá sölu-og markaðsdeild Hagkaups. „Neytendur hamstra ekki og hafa ekki dregið úr kaffikaupum." Hann segir að reynsla erlendis sýni að fyrstu viðbrögð neytenda séu að kaupa ódýrari tegundir en áður. En meira þurfi að koma til svo fólk hætti kaffineyslu eða dragi verulega úr henni. Um helmingur brenndur hér Hráefni er um 60% af framleiðslu- kostnaði kaffibrennslufyrirtækja, var haft eftir Friðjófi O. Johnson hjá O. Johnson & Kaaber í maí s.l. I sömu grein kom fram að hlutdeild innlendu kaffiframleiðandanna O. Johnson & Kaaber og Kaffibrennslu Akureyrar væri um 22% hjá hvoru fyrirtæki og væri innlend framleiðsla með um helmings hlutdeild. Annað kaffí hér er flutt inn brennt og malað. Rydens kaffi er innflytjandi og segir Þórir Baldursson frkvstj. að í maílok hafi verð frá fyrirtækinu hækkað um 10% og um þessar mundir sé sú verðhækkun að koma fram í smásöluverði. „Við þurfum að hækka verðið aftur eftir helgi, um 10-16% en ég geri ráð fyrir enn frekari verðhækkun í haust." Allir sem rætt var við sögðu að erfitt væri að spá um verðþróun á kaffi og framboð á næstu mánuðum, en menn voru þó sammála um að rétt væri að gera ráð fyrir frekari verðhækkun. Enn er vetur í Brasilíu og allra veðra von þar til í haust þegar Ijóst verður hvernig kaffiupp- skeran verður. Ódýr drykkur Ólafur Johnson markaðsstjóri hjá O. Johnson & Kaaber segist ekki óttast minni kaffineyslu þrátt fyrir verðhækkun. „Kaffi er mjög ódýr drykkur og bolli af algengustu teg- undum af kaffi kostar innan við 3,50 krónur.“ Sigmundur Dýrfjörð er eigandi Te og Kaffi. „Við höfum þá sérstöðu að við brennum baunir aðeins fyrir verslanir okkar og keyptum birgðir af sumum tegundum áður en verð hækkaði svona mikið. Verð á al- gengustu tegundum hefur nánast staðið í stað, en verð á sumum teg- undum er nú 10% hærra en síðasta haust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.