Morgunblaðið - 21.07.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR21. JÚLÍ 1994 17
ERLENT
Spánverjar
skila frönsk-
umtogara
SPÆNSKIR sjómenn fólu í gær
yfirvöldum þar í landi franskan
togara sem þeir tóku um helgina,
vegna harðra deilna um notkun
rekneta við túnfiskveiðar. Um eitt
þúsund manns fagnaði spænsku
sjómönnunum þegar þeir komu
með franska togarann, La Gabri-
elle, til hafnar á Spáni í fyrradag.
Búist var við að spænsk yfirvöld
myndu skila togaranum til Frakk-
lands í gær. Eftir skyndifund í
Brussel á mánudag náðist sátt í
málinu, og ákváðu löndin að herða
eftirlit með því að reglum Evr-
ópusambandsins um túnfiskveið-
ar verði fylgt. Það tók spænsk
stjórnvöld hins vegar nokkurn
tíma að fá sjómennina til þess að
láta togarann af hendi.
La Gabmile
Reuter
Serbar vilja frekari viðræður
if. Reuter.
LEIÐTOGAR Bosníu-Serba komu
til Genfar í gær, að því er virtist
með það á stefnuskránni að vinna
tíma tii frekari viðræðna um alþjóð-
lega áætlun um frið í Bosníu. Serb-
neskir embættimenn sögðu að leið-
togi þeirra, Radovan Karadzic, og
nánustu aðstoðarmenn hans,
myndu láta í ljósi vilja til að sam-
þykkja áætlunina, á fundi með
„tengslahópnum," þ.e., fulltrúum
ríkjanna sem lögðu áætlunina fram.
Embættismennirnir töldu líklegt
að svar Bosníu-Serba yrði ,já, en
sem ætti að gefa nokkurt svig-
rúm til viðræðna og forða árekstr-
um sem gætu kallað frekari óvild
umheimsins yfir Bosníu-Serba og
bandamenn þeirra, Serba.
Ekki fleiri en og ef
Leiðtogar ríkjasambands músl-
ima og Króata áttu fund með
„tengslahópnum“ í gær og lögðu
þá fram samþykki sitt við áætlun-
inni, sem þeir voru þó tregir til að
veita. Forsætisráðherrann, Haris
Silajdzic, gaf í skyn að stjórn Bosn-
íu væri ekki reiðubúin til frekari
viðræðna um skilyrði. „Við getum
ekki endalaust rætt einhver en og
ef,“ sagði hann við Reuters.-frétta-
stofuna. Aætlunin væri „siðferði-
lega vafasöm," því að samkvæmt
henni myndu Serbar halda bæjum
sem múslimar hefðu verið reknir
frá. „En við samþykkjum [áætlun-
ina] vegna þess að við eigum ekki
annars úrkosta.“
Frekari skilyrði
Meðal frekari skilyrða sem Bos-
niu-Serbar munu setja fyrir sam-
þykki sínu, er, samkvæmt heim-
ildamönnum úr röðum þeirra,
trygging fyrir því að látið verði
af efnahagsþvingunum gegn Júgó-
slavíu, sem talin er vera helsti
bakhjarl Bosníu-Serba. Þvingun-
unum var komið á að undirlagi
Sameinuðu þjóðanna, vegna hlut-
deildar júgóslavnesku lýðveldanna
tveggja sem eftir eru, Serbíu og
Montenegro, í bardögunum í Bosn-
íu. Talið er líklegt að Bosníu-Ser-
bar muni í grundvallaratriðum
samþykkja þá skiptingu lands í
Bosníu, sem gert er ráð fyrir í
áætluninni, þó svo að þeir yrðu
samkvæmt því að láta af hendi
dijúgan hluta þeirra 70% landsins
sem þeir nú hafa á valdi sínu.
Þeir muni þó líklega fara fram á
„smávægilegar" breytingar.
Barna
Verð: 2.990
(áður: 3.990)
Stærðir: 2, 6,8,10,12 og 14.S
Sendum í póstkröfu E
whummél^
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40 - Simi 813555 og 813655
Blab allra landsmanna!
-kjarni málsins!
Má ekki bjóda þér kaffi?
Á smurstöð Heklu er það tvennt sem hefur forgang: Víðskiptavinurinn og bíllinn hans.
Bíllinn þinn nýtur þess að fá þjónustu fagmanna sem nota eingöngu smurefni
og vélarolíur frá Shell sem staðist hafa ströngustu kröfur bílaframleiðenda.
Og þú máttvera viss um að kaffið og meðlætið, sem við bjóðum á meðan þú bíður,
er einnig fyrsta flokks.
Láttu þér og bílnum líða vel á smurstöð Heklu.
Þú pantar tíma í síma: 69 66 70
Skógrækt meö Skeljungi
m
HEKLA
Smurstöð - Laugavegi 174.
Sími: 69 56 70 og 69 55 00.