Morgunblaðið - 21.07.1994, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Hárið fær and-
litslyftingu
TÓNLIST
Sönglcikur
HÁRIÐ
Hárið eftir James Rado, Gerome
Ragiii og Galt Macdermot. Davíð Þór
Jónsson snaraði texta. Flyljendur
ýmsir söngvarar og kór og hljóm-
sveit skipuð Jóni Ólafssyni, sem jafn-
framt sá um útsetningar og upptöku-
stjóm, Birgi Baldurssyni, Guðmundi
Péturssyni, og Haraldi Þorsteins-
syni. Flugfélagið Loftur gefur út.
Skifan dreifir. 35,39 mínútur, kr.
1.999.
lyndi. Söngleikurinn sló þó víðast í
gegn og hefur tónlistin úr honum til
að mynda verið all vinsæl meðal ís-
lenskra ungmenna undanfarin miss-
eri. Það má því segja að Flugfélagið
Loftur hafí ekki ráðist á garðinn þar
sem hann var lægstur að setja verk-
ið upp og gefa út á disk í bullandi
samkeppni við þær erlendu útgáfur
sem náð hafa fótfestu á markaðnum.
Eina leiðin til að slíkt mætti takast
var að gera betur en hinir og það
hefur tekist svo um munar.
Eins og áður segir er tónlistin í
Hárinu hálfgerð hrákasmíð og hefur
ekki batnað við að vera þynnt út eft-
Hljómsveitin sem Jón hefur á að skipa
er engin venjuleg hljómsveit, því þar
eru á ferð tónlistarmenn í fremstu
röð, Guðmundur Pétursson gítarsnill-
ingur, Birgir Baldursson trommuleik-
ari og Haraldur Þorsteinsson bassa-
leikari. Þeir fara og á kostum við
hlið Jóns, sem fer á kostum á orgel-
ið, sérstaklega er Guðmundur eftir-
tektarverður fyrir gítarleik; hver nóta
á réttum stað.
Söngvarar eru úr ýmsum áttum
og sumir ekki þekktir fyrir söng sem
aðalstarf. Þeir komast þó flestir af-
skaplega vel frá sínu; sérstaklega
Margrét Eir, sem syngur hreint frá-
bærlega upphafslag plötunnar, Að
eilífu. Söngur í öðrum lögum er mis-
jafn, prýðilegur á Allir geta sært,
Frank Mills, Syndir holdsins/Lifi ljós-
ið og Blikandi stjörnur, en til að
mynda hepnast Hvítir strákar ekki
eins vel.
Sérstakur fengur er að fá verkið
á íslensku og þýðing Davíðs Þórs
Jónssonar er oft afbragðsgóð. A
stöku stað er textinn þó ekki nógu
söngvænn, til að mynda þegar
taugaáfall verður „taugáfail" vegna
hljóðgapsins. Annað sem stingur í
augu er þegar talað er um „litaðan"
mann (að vísu var sá sem söng litað-
ur fyrir hlutverk sitt) en ekki litan,
sem er rökréttara. Einnig er hvim-
leítt að ekki voru notaðar „íslenskar"
gæsalappir á textablaðinu, þ.e. niðri
að framan og uppi að aftan, en slíkt
færist mjög í vöxt vegna vankunn-
áttu þeirra sem tölvuvinna texta. Að
lokum má nefna að réttara væri í
textanum um Frank Mills: Hann
sagði mér hvar hann byggi, en ekki
hvar hann býr.
Þrátt fyrir efasemdir með verkið
sjálft verður ekki utan af því skafið
að Flugfélagsmönnum hefur tekist
vonum framan að búa Hárið í þekki-
legan búning. Vonandi á þessi út-
gáfa Hársins eftir að ná viðlíka vin-
sældum og þær sem áður hafa kom-
ið út, því hún á það vel skilið.
Árni Matthíasson
TÍSKAN byggist mjög á
endurtekningu og tónlistin ekki
síður. Þannig hefur hippatíminn
haft mikil áhrif á tískufatnað
síðustu ára og dægurtónlist um
margt dregið dám af svonefndri
sýrutónlist þeirra ára. Víst var
margt vel gert, en annað
drukknaði í þeim síngjama he-
dónisma sem einkenndi hippana;
„fijálsar" ástir (aðallega fyrir
karlana, konur áttu helst að
vera þeim til frjálsrar ráðstöfun-
ar), fíknilyf (öll vandamál átti
að leysa með því að gefa mönn-
um kannabis) og draumurinn
um upplýsta villimanninn, sem strit-
aði í sveita síns andlitis og lifði í
sátt við náttúruna; einskonar bama-
skapur eða kannski bara einfeldni.
Hárið eftir þá Rado og Ragni var
samið til þess að græða á hippism-
anum og þótti frá upphafi heldur
klénn samsetningur. Tónlistin er eig-
inlega hvorki fugl né fiskur og boð-
skapur verkins frekar ógeðfelldur,
utan almennra frasa um ást og sam-
ATRIÐI úr Hárinu sem Flugfélagið
Loftur sýnir í Islensku óperunni.
ir því sem árin liðu, til að mynda í
afleiti i bíómynd. Þar var því sterkur
leikur hjá Jóni Ólafssyni að einfalda
útsetningar og gera þær rokkaðri og
hrárri og þannig líkari því sem var í
örófi. Það er þó langt í frá að ein-
hver gaddavír sé í boði, því hvarvetna
er fágað þar sem við á. Þannig er
eftirminnilegt upphafslagið Að eilífu
og lögin Frank Mills, Hár, Blikandi
stjömur og Syndir holdsins/Lifí ljósið.
■
**Fyrir börn og unglinga allt að 16 ára
aldri þarf hvorki að greiða flug né
gistingu en greiða verður
flugvallarskatta. Tilboð gildirfyrir
eitt bam á hvem fullorðinn.
Bóka verður og staðfesta fyrir 31. júlí.
Flugferðir til Orlando:
Flogið 2svar í viku í sept.
okt. og nóv.
Ferðir skulu farnar á tímabilinu 10. sept.
til 15. nóvember.
Verð- og fjölskyldutilboð gildir í allar
brottfarir til Orlando á þessu tímabili.
Bóka verður og staðfesta fyrir 31. júlí
Takmarkað scetaframboð!
Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land,
ferðaskrifstofurnar eða I síma 690300 (svarað mánud. - föstud.
frá kl. 8 -19 og á laugard. frá kl. 8-16.)
Hámarksdvöl er 30 nætur.
Hægt er að gista t.d. 8 nætur á einum stað
og 8 nætur á öðrum, vera fyrst í
Orlando og fara síðan niður á ströndina hjá
St. Petersburg eða Sarasota eða öfugt.
Hægt er að fljúga til Orlando og heim frá
Ft. Lauderdale eða öfugt.
Innifalið flug og gisting og flugvallarskattar.
- Flugvallarskattar á islandi eru 1.340 kr.
f. fullorðna og 670 kr. fyrir börn 2-11 ára,
og í Bandaríkjunum 1.680 kr.
FLUGLEIDIR
Traustur tslenskur ferðafélagi
100% afsláttur fyrir börn og
unglinga að 16 ára aldri!
Bóka verður og staðfesta
fyrir 31. júlí.**
Fliiíi, sól oíi sumarsœla í allt hanst i
★ ★★★★★★★ 58.920 ta1.* m.v. tvo fullorðna i 16 nætnr á Days Inn Maingate West. Bjóðum einnig gistingu á Enclave Suites, Summerfield Suites og Best Western
Plaza.
m ni
SEPT. Lau/Mán Sun/Þri
OKT. Lau/Mán Sun/Þri
Næmleiki birtu
oglita
MYNPUST
Málvcrk
Hjá Ófeigi/Gallerí Sævars
Karls/Gallerí Umbra
Þorri Hringsson/Ingibjörg Eyþórs-
dóttir/Reinhild Patzelt
Hjá Ófeigi: Opið 10-18 mánud.-
föstud. og 10-16 laugard. til 4. ágúst.
Gallerí Sævars Karls: Opið 10-18
mánud.-föstud. til 4. ágúst.
Galierí Úmbra: Opið 13-18 þriðjud,-
laugard. og 14-18 sunnud. til 1. ágúst.
Aðgangur ókeypis.
ÞEIR sem sækja listsýningar
reglulega njóta þess sérstaklega að
bera saman það sem listamenn eru
að bjóða upp á hverju sinni. Oft eru
afar sundurleitar sýningar í gangi á
sama tíma, þannig að ólíkar áherslur
og mismunandi vinnubrögð njóta sín
sérstaklega, en á stundum má finna
ótrúlegan samhljóm milli sýninga,
þar sem listamenn þó nálgast við-
fangsefnið hver með sínum hætt-
iannig hittist á um þessar mundir,
að á þremur litlum sýningum í mið-
borg Reykjavíkur eru þrír listamenn
í myndverkum sínum að takast á
við samspil birtu og lita. Þrátt fyrir
ólíkar vinnuaðferðir er viss sam-
hljómur næmleika og vandvirkni
með öllum sýningunum, sem hver
um sig byggist á fáum verkum í
litlu rými, þar sem aðaláherslurnar
njóta sín afar vel.
Þorri Hringsson
Húsnæðið Hjá Ófeigi á Skóla-
vörðustíg 5 er hátt til lofts en þröngt
til veggja, og listamaðurinn hefur
notfært sér möguleika þess á hnitm-
iðaðan hátt við uppsetningu verk-
anna. Litlar blek- og blýantsteikn-
ingar taka á móti gestum við inn-
ganginn, en uppi í aðalrýminu eru
stærri olíumálverk.
Þorri Hringsson útskrifaðjst frá
Myndlista- og hándíðaskóla íslands
1989, og var í framhaldsnámi í Hol-
landi næstu tvö árin. Hann hélt sína
fyrstu einkasýningu í Djúpinu fyrir
fimm árum, en þetta mun vera sjö-
unda einkasýning hans. Þorri hefur
verið framarlega í hópi ungra mynd-
listarmanna sem hafa unnið að gerð
myndasagna sem sjálfstæðrar list-
greinar, og má m.a. minna á tímarit-
ið Gisp(!) í því sambandi.
Verk Þorra á sýningunni eru öll
án titils, en í þeim er hann að fást
við litbrigði birtunnar, eins og hún
breytist í innirými — á stigapöllum,
undir þakgluggum, á bak við hurðir.
Listamaðurinn vinnur afar fínlega
úr þessu hversdagslega viðfangs-
efni; breytingar litanna eru fágaðar
og látlausar, og mild birtan er hið
ríkjandi afl. Vegna bakgrunnsins er
mannleg nálægð ætíð til staðar í
þessum verkum, þó hún sé hvergi
gefín í skyn; tómleikinn minnir helst
á hefðbundna japanska byggingalist,
þar sem markmiðið er hið fullkomna
samræmi rýmisins.
Með þessum verkum sýnir Þorri
á sér nýja hlið í myndlistinni, og er
rétt að hvetja listunnendur til að
kynna sér hana hér.
Ingibjörg Eyþórsdóttir
í Galleríi Sævars Karls hanga
uppi fjögur myndverk listakonunnar,
þar sem hún er að takast á við ein-
föld tilbrigði sömu formanna og áhrif
litanna í þeim leik. Ingibjörg lýsir
þessu svo í sýningarskrá: „Sömu
form í sömu litum eru notuð aftur
og aftur en þau sett á mismunandi
bakgrunn eða í mismunandi sam-
hengi. Engar hugmyndafræðilegar
ástæður eru meðvitað fyrir því að
ég vel nákvæmlega þessi form, en
þau leita alltaf á mig.“
Það form sem um ræðir er ró-
manskur bogi í dimmrauðum lit, sem
settur er á mismunandi litan bak-
grunn í myndunum fjórum. Blekk-
ingin er sterk; formin sökkva ýmist
inn í bláan flötinn eða fljóta ofan á
gylltum grunni, auk þess sem birtan
breytir þeim í sífellu eftir því sjónar-
horni, sem gesturinn hefur á verkið.
Hér er einföld hugmynd útfærð á
skemmtilegan og árangursríkan
hátt, þar sem fjölbreytt gildi litanna
eru í aðalhlutverki.
Reinhild Patzelt
Þrátt fyrir erlendan uppruna teng-
ist Reinhild Patzelt íslenskri mynd-
list órofa böndum; hún bjó hér á
landi um árabil, stundaði listnám við
MHÍ og hélt sína fyrstu sýningu hér
1975. I Gallerí Úmbru sýnir hún níu
myndir, sem allar eru unnar með
olíu á pappír.
I þessum verkum (sem öll eru
óhlutbundin og án titils) er að finna
sterka myndbyggingu, þar sem dýpt
litarins'er virkasti þátturinn. Lista-
konan notar í ýmsum tilvikum einn-
ig þrykk til að leggja niður liti eða
til að leysa þá frá fletinum, og mynd-
ar þannig sífellda hreyfingu og iðu
í fletinum. Mismunandi litir ráða
ríkjum í myndunum, sem vinna mik-
ið á við nána skoðun.
Reinhild Patzelt tekst vel til í
þessum myndum, sem fara ágætlega
í vinalegum salnum.
Eiríkur Þorláksson
Islensk tónlist flutt
í Uppsaladómkirkju
ÍSLENSKIR tónleikar í dómkirkj-
unni í Uppsölum í Svíþjóð vöktu
ánægju gesta og gagnrýnenda
blaðsins Uppsala Nya Tidniing. Þeir
voru haldnir í júní í tilefni af lýð-
veldisafmælinu, að tilstuðlan Islend-
ingafélagsins í borginni. Einsöngvari
var Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran
og fram kom einnig kór dómkirkj-
unnar, Collegium Cantorum, sem
heimsótti ísland á kirkjulistahátíð í
Reykjavík 1991. Stjórnandi hans,
Lars Angerdahl dómorganisti, gaf
sitt framlag til tónleikanna og kórinn
tók sér góðan tíma til að æfa íslensk-
an framburð. Á efnisskránni voru
íslensk ættjarðarlög og trúarleg
verk. Kirkjan var þétt setin áheyr-
endum og fyrrnefnt blað lofaði
„mjúka og breiða rödd“ Ingibjargar.
Blaðið sagði að spurningu um hvers
vegna ísland ætti svo mörg góð tón-
skáld hefði ekki verið svarað á tón-
leikunum hvað yngri kynslóð þeirra
varðar.......eins og jafnan með
ungar þjóðir er aðaláhersla á þjóð-
legum nótum. . . hér var þjóðernis-
rómantík ríkjandi.“