Morgunblaðið - 21.07.1994, Page 19

Morgunblaðið - 21.07.1994, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994 19 LISTIR Svalur maður Maverick Kvtkmyndlr Bíóborgin og S a £ a b í ó MAVERICK ★ ★ ★ Leiksljóri Richard Donner. Handrit William Goldman, byggt á sjónvarps- þáttum e. Roy Huggins. Tónlist Randy Newman. Kvikmyndatöku- stjóri Vilmos Zsigmond. Aðalleikend- ur Mel Gibson, Jodie Foster, James Gamer, Gi-aham Greene, James Co- bum, Alfred Molina. Bandarísk. Wamer Bros 1994. ekki í sama hágæðaflokki og Butch Cassidy and the Sundance Kid, annar gamanvestri höfundarins, þá morar hér allt í fyndnum setningum og bráðskemmtilegum persónum. Og bíðið þangað til aðalatriðið hefst í fljótabátnum; hér mun kvik- myndafíklum bregða við, því hvert borð er setið af nýjum en þó öllu frekar gömlum kunningjum úr vestramyndum og -þáttum gegnum tíðina og kántrítónlistarstjörnum á Mel Gibson og James Garner í vestranum Maverick. öllum aldri. Art Le Fleur, Joe Grif- asi, Doug McClure, Robert Fuller, Bert Remsen, Denver Pyle, tóniist- armennirnir Waylon Jennings, Clint Black, Vince Gill, og eflaust margir fleiri. Hér vinna þeir Goldman og leikstjórinn Richard Donner í sönn- um anda gömlu sjónvarpsþáttanna, sem oft hentu gaman að örum vestraþáttum og -myndum. Eins skeyta þeir inní yngri kunningjum einsog Danny Glover í hiutverki bankaræningja sem segist vera orð- in „of gamall fyrir þessi skítverk“ — að hætti Tveggja á toppnum. Hinn fislétti andi sem prýðir Mav- erick er einnig mikið að þakka Gib- son, en hér fær hinn léttgeggjaði gamanleikstíll hans að njóta sín (að hætti stökksins framaf bygging- unni í Tveir á toppnum I), enda er maðurinn einnig framleiðandi að þessu sinni og Donner er kunnur fyrir að gefa leikurum sínum svig- rúm. Foster kemst furðuvel frá hlutverki sínu, enda með eindæm- um flink leikkona, þó svo að hennar „barroom belle“ verði seint minnst sem einnar af hennar minnisstæð- ari túlkunum, enda þvert á ímynd leikkonunnar. Garner er hinsvegar í essinu sínu, sömuleiðis þeir Molina og Garner og reyndar allur þessi skari dýrðlegra aukaleikara, heima- vanra úr vestrasögu Hollywood. Og gott ef ekki glittir í Óskarsverðlaun- atilnefningu hjá kvikmyndatöku- snillingnum Vilmos Zsigmond, tón- skáldinu Randy Newman og leik- tjalda- og búningahönnuðunum. Góða skemmtun! Sæbjörn Valdimarsson EFTIR langa og leiða kvik- myndalega gúrkutíð er ekki annað að sjá en upp birti og hér sé fyrsti sumarsmellurinn kominn. Maverick hefur allt til að bera að svo geti orðið; fislétt og skemmtileg afþrey- ing, vönduð í alla staði og með úr- valsmannskap, aftan sem framan við tökuvélarnar, lukkast það sem hann er að fást við. Þeir vita það, sem muna árdaga RUV og kana- sjónvarpið, að nafn, efnistök og yfirbragð myndarinnar er sótt í feykivinsælan sjónvarpsþátt sem framleiddur var á árunum í kringum 1960. Hann dró svo nafn sitt af söguhetjunni, Bret Maverick, sem þá var leikinn af James Garner, sem nú er orðinn heldur roskinn fyrir hlutverkið og leikur hér lögmanninn Zane Cooper, en Mel Gibson fer með titilhlutverkið. Efnið er ekki margflókið, öllu frekar einfaldur rammi utanum skemmtilegar persónur og smellin tilsvör. Hinn ofursvali Maverick, bragðarefur, kvennagull og fjár- hættuspilari, er á leið um borð í fljótabátinn Lauren Belle, þar sem kræfustu peningaspilarar Villta vestursins koma saman til að bítast um hálfa milljón dala, óheyrilega verðlaunaupphæð sem að lokum fellur besta spilamanninum í hlut. En það eru mörg ljón í veginum. Hin fagra en hættulega Annabelle (Jodie Foster), með ráð undir rifi hveiju, að hnupla keppnisfé Mav- ericks, rustinn Perez (Alfred Mo- lina), en tvísýnan hefst þó ekki fyr- ir alvöru fyrr en undir spilaborðum í Lauren Belle. Trúir anda hinna gamalkunnu sjónvarpsþátta — sem voru fyrstu vestraþættirnir þar sem gamansem- in var í fyrirrúmi, siglir myndin frá upphafi til enda í bráðhressilegum dúr og leikararnir þrír ná eftir- minnilega vel saman og lyfta henni uppá hærra plan en handritið hans Williams Goldmans býður oft uppá. Goldman hefur átt misjafna daga, svo ekki sé meira sagt, síðan hann gerði marga, góða hluti fyrir tveim- ur áratugum, en hann er greinilega að hressast og hér er hann vita- skuld á heimavelli. Þó Maverick sé ALPiHÁ vandaðir gönguskór fyrir meiri og minni háttar gönguferðir. Frábærverð frá ÚTIVISTARBÚÐIN viO Umferðarmiðstöðina, símar 19800 og 13072. LANDSVIRKJUN Það er bæði skemmtilegt og fróðlegt að skoða virkjanir Landsvirkjunar. Laugardaginn 23. júlí kl. 13-17 verða eftirtaldar stöðvar til sýnis: Búrfellsstöð, Hrauneyjafossstöð, Sigöldustöð, Laxárstöðvar og Kröflustöð. A LAUGARDAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.