Morgunblaðið - 21.07.1994, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Sumarfiipp
í Borgar-
krmglunni
VERK án títils eftír Dagnýju Guðmundsdóttur.
INNSETNING eftir Erling Klingenberg.
MYNPLIST
Borgarkri nglan
MYNDVERKOG GJÖRN-
INGAR
UNGAR LISTSPÍRUR
Opið frá 13-19 rúmhelga daga.
Fram yfir verzlunartima á laugar-
dögum. Lokað sunnudaga. Til 23
júlí. Aðgangur ókeypis
P SAMTÍMALIST - SAMTÍMA-
LIST - SAMTÍMALIST, er heitið á
alþjóðlegri sýningu ungra listnema
og listamanna, aðallega íslenzkra
og norrænna, en einnig banda-
rískra, mexíkanskra og þýskra í
bifreiðageymslu Borgarkringlunn-
ar. Með nafngiftinni er í og með
verið að skjóta að sýningunni að
Kjarvalsstöðum, er nefnist „Skúlpt-
úr, Skúlptúr, Skúlptúr" og á að
hafa með samtímalist að gera, en
sem er ekki nema hálfur sannleik-
ur, svo sem hugtakið er skilið víð-
ast hvar. Kannski einnig til þeirra
alkunnu sanninda, að ef rangfærsl-
umar eru endurteknar nógu oft
fara menn að trúa þeim. Ég vissi
seint um þessa framkvæmd, en
fyrir farsæla skikkan tilviljanna
gafst mér tækifæri til að vera við
opnunina sl. laugardag. Hafði áður
haldið að hér væri í uppsiglingu
ein af þessum lítilsigldu og hávaða-
sömu uppákomum sem ungir
standa að, mest sjálfum sér til
gagns og gamans.
Eins og ég hef endurtekið tekið
fyrir í skrifum mínum, lifum við á
tímum stöðugrar samhæfingar
listaskóla um allan heim, sem þýð-
ir að stefnan er að gera listina að
alheimshreyfíngu (eins og
sósíalismann hér áður fyrr), en sá
er ljóðurinn að einungis innvígðir
eru með á nótunum í slíkri sam-
hyggju, því að listin telst í kjama
sínum einstaklingsbundin. Áráttan
er ekki einu sinni ný.því að lista-
menn hafa hvað eftir annað talið
sig hafa ratað á hina fullkomnu
lausn, og hér er hægast að nefna
doppu eða blettakerfí Seurats fyrir
meira en hundrað árum, sem hann
taldi endamörk málaralistarinnar,
sem reyndist svo léttvægur fram-
sláttur, því myndlistin átti eftir að
ganga í gegnum meiri breytingar
næstu áratugi en aldir áður! Nú-
tímamaður, sem stendur föstum
fótum á jörðinni, verður að trúa á
endumýjunarhæfíleika mannsins,
án utanaðkomandi kennisetninga,
miðstýringar og hópeflis, því að
sjálft sköpunarverkið er í stöðugri
þróun. Þessa þróun er ekki hægt
að staðla frekar en annað sem fylg-
ir náttúruögmálum sem við vitum
enn lítið um og upplýsast vonandi
aldrei að fullu frekar en innsti
kjami listarinnar. í öllu falli gengur
ekki að taka fram fyrir hendur
náttúmnnar né boða nýjar stefnu-
breytingar á nokkurra ára fresti
og hefur enda svip af heimsenda-
kenningum sértrúarsöfnuða. Lista-
maður sem er trúr köllun sinni tek-
ur ekki tillit til slíkrar áráttu, frek-
ar en eðlislæg fyrirbæri náttúrunn-
ar og heldur hiklaust sínu striki.
Hér áður dáðust útlendir að áhuga
íslenzkra listspíra við nám erlendis,
á söfnum og listsýningum, sem var
mun meiri en landa þeirra, en nú
hefur þetta því miður snúist, við
og maður fréttir af slíkum í listahá-
skólum ytra í fleiri ár sem ekki
hafa stigið inn fyrir þröskuld safna
af neinu tagi!
Ótrúlegt, en ég fékk staðreyndir
á borðið fyrir nokkrum dögum og
kannski er þetta liður í miðstýring-
unni, en kenningameistarar viija
hafa áhangendur sína í ákveðnu
skoðanabúri, sem stundum minnir
á hinn nýlátna gúru samhyggjunn-
ar Kim II Sung, og ekki skorti
þann mann sauðtrygga fylgismenn.
Fyrir listamann sem vill upp-
götva og upplifa, eru söfn og mik-
ilsverðar sýningar svipaðar tónlist-
arhátíðum og tónleikum af hárri
gráðu fyrir tónlistarmenn, og ekki
hef ég enn spurnir af neinum snill-
ingum í tónlistinni, sem hafa forð-
ast mikilfenglega tónleika eins og
heitan eld og talið samhyggju og
einangrun ráðið til endumýjunar
og framfara! Það sem ungar listsp-
írur hafa fram yfír okkur eldri og
reynslumeiri, er æskan, sem nú til
dags virðist þó synd að splæsa í
unga fólkið, því að það hefur kom-
ið sér upp eigin sértæka heimi, sem
stundum vill virka á okkur sem
gamall og útjaskaður þar sem stöð-
ugt er verið að hræra upp í viðtekn-
um staðreyndum í nafni nýjunga.
Málið er einfaldlega það, að heim-
urinn hefur breyzt svo hratt á und-
anfömum áratugum, að sambandið
við hið liðna hefur rofnað, þannig
að unga fólkið heldur sig eðlilega
vera að gera nýjar uppgötvanir,
þótt athafnir þeirra séu kannski
margtuggnar lummur frá fyrstu
áratugum aldarinnar. En þetta er
okkur eldri að kenna, því að við
höfum verið svo upptekin við að
miðla nýjungunum að fortíðin hefur
mætt afgangi og hér hafa rofnað
bönd sem eiga að vera jafn traust
og t.d. tengsl endurreisnarinnar
(endurfæðingarinnar) við klassík
fortíðarinnar. Nýjungar eru í flest-
um tilvikum góðar og gildar, en
við þurfum að gefa okkur tíma til
að melta þær, og ef lokað er á
meltingarfærin er voðinn vís ekki
síður en hjá dýrum merkurinnar.
Og náttúran hefur, svo ekki verður
um villst, sýnt okkur fram á það,
að gerviáburður kemur ekki í stað
náttúruáburðar, en skilur að lokum
á eftir sér ófrjóa og dauða jörð.
Listaskólar í dag eru vafalítið mun
skemmtilegri stofnanir en í mínu
ungdæmi, en ég vildi þó ekki
skipta, því ég vildi fá að vinna í
friði og tók einungis takmarkað
mark á lærimeisturunum þó ég virti
þá mikils, en þess mun meira á
sjálfri vinnunni og þeirri reynslu
sem ég uppskar.
Menn virðast hafa um stund Ijar-
lægst einfalda og foma speki, sem
hefur þó reynst lykill að leyndar-
málum mikilfenglegrar sköpunar
um árþúsundir. Kínveijar skil-
greindu hana í teikningu á þann
hátt að þrjú atriði væru mikilvæg-
ust: höndin, augað og hjartað, en
tvennt af þessu þrennu væri ekki
nóg. Og hvemig dugir þá hug-
myndafræði þar sem ekkert af
þessu þrennu kemst að, jafnvel
þótt hún sé klædd í skrautlegar
umbúðir innfjálgra kenninga og
orðagaldurs? Ogjafnvel það mikil-
vægasta af öllu, sem er samfelld
og átakamikil vinna mætir af-
gangi, en linkan og kæruleysi
klaufans og klastrarans sett í önd-
vegi. á stundum.
Þessar persónubundnu hugleið-
ingar urðu til eftir skoðun sýningar
unga fólksins í tvígang. Um er að
ræða samstarfsverkefni ungra
listamanna, sem flestir eru nýút-
skrifaðir úr listaskólum eða á síð-
asta snúningi innan þeirra. Öll ber
sýningin keim af því og er fram-
kvæmdin ákaflega ámóta og sjá
má á útskriftarsýningum víðast
hvar, eða t.d. samnorrænum sýn-
ingum, sem menningarstofnunin í
Svíavirki stendur að. Með listrænt
frelsi í öndvegi, sem því miður hef-
ur nú fengið svip af akademískri
íhaldssemi, og verði þessi tegund
lista ráðandi í listhúsum heimsins,
er að sjálfsögðu komin ný tegund
af “salonlist". En það sem skilur
þessa sýningu frá öðrum er að
unga fólkið stendur sjálft að fram-
kvæmdinni og er styrkt af ýmsum
fyrirtækjum, er brugðust blessun-
arlega vel við beiðnum um aðstoð.
Þá er ekki hægt að tala um ein-
strengislegt og markað þema, held-
ur er um lofsverða fjölbreytni að
ræða og engin skyldi dæma sýning-
una eftir lauslega skoðun, því að
hún er mun viðamneiri en í fljótu
bragði virðist. Það eru nefnilega
heilir 4000 fermetrar virkjaðir og
Ijöldi þátttakenda er á fímmta tug
og eru sumir með fyrirferðarmikil
verk, en svo eru líka aðrir með svo
fyrirferðarlítil verk, að menn koma
ekki auga á þau fyrr en í annarri
yfírferð og nánari eftirgrenslan.
Skoðandinn er sem sagt stöðugt
að uppgötva eitthváð nýtt og hvað
sem um sýninguna verður sagt, er
hún allgóður þverskurður af því
sem er að gerast í listaskólum og
fyrstu árin eftir útskrift, en öðru
fremur á hugmyndafræðilega svið-
inu, vel að merkja. Markmið sýn-
ingarinnar er, “að leita út fyrir
hefðbundið snið gallería og safna.
Listamenn taka sig saman og leita
rekstraforms sem losar um hefð-
bundna “ritstýringu" (myndskoð-
un), kallar á listamennina sjálfa til
ábyrgðar á skipulagningu og fram-
kvæmd og býður upp á ýmsa mögu-
leika við öflun styrkja til reksturs-
ins. “
Við opnun sýningarinnar var líf
og fjör og voru a.m.k. tveir gjöm-
ingar framkvæmdir og áttu í hlut
tvær ungar og fallegar stúlkur.
Voru þeir báðir í djarfara laginu
og vöktu drjúga athygli og einkum
stóðu augu margra á stilkum er
önnur þeirra reytti af sér plastum-
búðir er mjög þrengdu að líkama
hennar þar til hún stóð í allri sinni
undursamlegu og fersku nekt á
gólfínu. Samskipti ungra lista-
manna á alþjóðlegum grunni hafa
stóraukist og er það vitaskuld af
hinu góða og auðvitað er það líka
rétt, að sterk fjölþjóðleg tengsl
verði í framtíðinni nauðsynleg lífs-
skilyrði skapandi hugsunar svo hún
megi vaxa og dafna eðlilega. Þetta
er nú einmitt kjarnin í öllum fram-
förum á listasviði um aldir, og með
nýtækni hefur listin náð út til fólks-
ins sem aldrei fyrr sbr. metaðsókn
á söfn og stórsýningar úti í heimi.
Við það verður ábyrgðin meiri, því
að almenningur er að verða meðvit-
aðari um listsköpun en í annan tíma
frá því sögur hófust. þannig rata
skilvirkar greinar um samtímalist
í hvers konar tímarit þar sem þær
sáust ekki áður, jafnvel heimsþekkt
tízkurit, og það mundi ekki gerast
ef ekki væri verið að mæta vax-
andi áhuga og þörf. Slíkar fram-
kvæmdir eru góðar og gildar og
verðskulda drjúga athygli fjölmiðla
og starfandi listamanna, en ég
varð var við á opnunninni að svo
til engir listamenn af eldri kynslóð
voru mættir á staðinn, og má það
í og með hafa verið vegna upplýs-
ingafátæktar um sýninguna. Ann-
að sem er miður eru slæmar merk-
ingar á myndverkunum, og þarf
maður stundum lengi að leita til
að finna nafn höfundanna Hér ligg-
ur mikið starf til grundvallar fram-
kvæmdinni og lofsverður dugnaður
forsvarsmannanna verkefnisins,
sem voru öðru fremur sænska lista-
konan Monika Larsen- Dennis,
ásamt Aðalsteini Stefánssyni og
Kristrúnu Gunnarsdóttur, auk
listamannanna sjálfra sem lögðu
sumir hverjir svo hart að sér að
þeir voru að lotum komnir á opnun-
ardegi. I heild sker sýningin, eins
og fyrr segir, sig lítið úr svipuðum
framkvæmdum erlendis, en mjög
áberandi þótti mér að þeir sem búa
yfir nokkurri grunnþjálfun koma,
best frá verkum sínum og of oft
sá maður góðar hugmyndir fara í
súginn fyrir skort á þjálfun og
tæknikunnáttu.
Má minna á það hér, að sama
var upp á teningnum allan hug-
myndafræðilega áratuginn ásamt
vanmati á handverkinu, og nú
löhgu seinna kemur í ljós að þeir
standa uppúr sem vanrætu ekki
þennan þátt sköpunarferlisins. Hitt
eru einingar í myndverkafjöllum,
sem bíða víðast hvar eftir að verða
eldi og tortímingu að bráð. þetta á
við í öllum tilvikum en einkum
þótti mér það áberandi þar sem
rissblýið og pentskúfurinn voru
með í sköpunarferlinu, þótt undan-
tekningar fínnist. Þegar sýningin
Skúlptúr, Skúlptúr, Skúlptúr ber
vott um að menn eru dável meðvit-
aðir um síðustu sýningu Doku-
menta í Kassel, má segja að fram-
kvæmdin Samtímalist, Samtíma-
list, Samtímalist sé eins og þver-
skurður af ýmsu því sem gerist
innan veggja listaskóla í dag.
Og þó að lítið sé um ótvíræð
persónuleg átök og frjótt hugarflug
meðal unga fólksins, er
framkvæmdagleðin aðdáunarverð,
og vona verður að kímið sé til stað-
ar og eigi eftir að skjóta rótum
djúpt í frjórri gróðurmold. Áhuga-
fólk um myndlist er hvatt til að
mæta á staðinn.
Bragi Ásgeirsson.
Sársauki
og við-
kvæmni
TÓNLIST
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Samleikur á fíðlu og píanó.
Hlíf Siguijónsdóttir David Tutt.
Verk eftir Sergej Prokofjev og Ric-
hard Strauss.
Þriðjudagurinn 19. júlí
HLÍF Siguijónsdóttir fíðluleikari
og David Tutt píanóleikari stóðu
fyrir sannkölluðu sónötukvöldi á
sumatónleikunum í Siguijónssafni
sl. þriðjudag, með fiðlusónötu nr. 2
í D-dúr, op, 94 eftir Prokofjev, sem
er samin 1944, á meðan stríðsfyrir-
gangur seinni heimsstyijaldarinnar
var hvað mestur og sónötu i Es-dúr
op. 18 eftir Richard Strauss, er
hann samdi löngu fyrir bæði heims-
stríðin, eða 1887, þá 23 ára að aldri.
Tónleikarnir hófust á flautu/
fíðlusónötunni eftir Prokofjev, sem
er einkar lýrískt en einnig glettið
tónverk. Það var margt fallega gert
hjá Hlíf, en henni eru nokkuð mis-
lagaðar hendur og oft á stöðum þar
sem frekar þarf aðgætni við en
tæknikunnáttu. Bestur var prestó-
kaflinn og margt vel gert í rismikl-
um lokakaflanum.
Richard Strauss var í fyrstu mjög
hallur undir vinnutækni Jóhannesar
Brahms og er sónatan op. 18 eins
konar uppgjör hans við tónstíl
Brahms og má glögglega heyra,
sérstaklega í tveimur seinni köflun-
um, að hann er að stefna á hljóm-
sveitartónlist og að tónmál hans er
að verða leikrænna en í fyrsta kafl-
anum, sem er „ekta“ Brahms.
Heifetz hélt upp á þessa sónötu
og víst er að hún gefur fiðluleikar-
anum góðar tónlínur. Það sama
gildir um flutning Hlífar og um
fyrra verkið, með þeirri undantekn-
ingu, að miðþátturinn, Andante
cantabile, var sérlega fallega leik-
inn, gæddur sársauka og djúpri við-
kvæmni.
David Tutt er góður píanóleikari,
leikur allt vel en vantar að skálda
meira í tóninn. Margt var fallega
útfært hjá honum og það í báðum
sónötunum, einkum þar sem reyndi
á tæknina.
Jón Ásgeirsson
-------» ♦ ♦--------
Nýjar bækur
■ Bókin Vindar hefja sig til
flugs eftir sænska skáldið Werner
Aspenström er komin út. Hún
geymir 63 ljóð í þýðingu Njarðar
P. Njarðvík úr 17 bókum skáldsins
og er því úrval er sýnir feril hans
og þróun sem skálds. Bókaútgáfan
Urta hefur sérhæft sig í kynningu
á norrænni nútímaljóðlist í íslensk-
um þýðingum og í þessum bóka-
flokki hafa áður komið út ijóð í
úrvali eftir finnlandssænsku skáldin
Bo Carpelan og Edith Södergran
og sænska skáldið Tomas Tranströ-
mer í þýðingu Njarðar P. Njarðvík.
Hjörtur Pálsson hefur þýtt ljóð eft-
ir danska skáldið Hendrik Nord-
brandt og norska skáldið Rolf
Jacobsen og Eyvindur P. Eiríksson
hefur þýtt ljóð fínnska skáldsins
Hannu Mákelá.
Bókin er 72 blaðsíður. Útgefandi
er bókaútgáfan Urta. Bókin er
prentuð í prentsmiðjunni Odda hf.
Munið trúloliinarliringa
litniyndajjjslann
#ullvS:S>ílfurtJ/f
Lauj»avej»i 35 • Sínii 2(K>2()