Morgunblaðið - 21.07.1994, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Sígildur Jón Sigurðsson
BOKMEJNNTIR
S a g a
AFBLÖÐUMJÓNS
FORSETA
Sven-ir Jakobsson valdi efnið og rit-
aði ævisögu Jóns Sigurðssonar Al-
menna bókafélagið, 1994 - 327 síður
Á UNDANFÖRNUM árum hefur
það verið að koma í ljós að saga
fullveldisbaráttunnar er mönnum
ekki eins föst í minni og vera ber.
Kringum 17. júní hvert ár hefur það
verið siður fréttamanna að spyrja
saklausa unglinga hver Jón forseti
hafi verið. Svörin hafa verið skraut-
leg og oft einna líkust ijörlegum
skáldskap. Spyija má hvort kunn-
áttuleysi unga fólksins endurspegli
ekki almennt tómlæti og skilnings-
leysi á æviverki Jóns Sigurðssonar.
Nærtækt er að ætla að skólum og
heimiium landsins hafí láðst að leiða
ungu fólki fyrir sjónir að brautryðj-
endastarf Jóns forseta er lykillinn
að því jafnræðis- og velmegunar-
þjóðfélagi sem við nú búum í. Eða
getur verið að mörgum þyki mak-
legt að Jón forseti sé gleymdur?
Þeim sem hugsa um brautryðj-
andann með þessum hætti er hollt
að lesa Afblöðum Jóns forseta. Hún
kemur þægilega á óvart ekki síst
vegna beinnar skírskotunar til okkar
tíma. Baráttumál Jóns eru mörg þau
sömu og við þurfum einna helst að
glíma við nú á tímum, m.a. versiun-
ar- og skólamál. Hafi maður velkst
í vafa um ævistarf Jóns forseta þá
gerir maður það ekki eftir að hafa
lesið Af blöðum Jón forseta; snerti-
fletir í boðskap Jóns Sigurðssonar
við aðstæður nú eru fleiri en hefði
mátt gruna.
Samþjöppuð
ævisaga Jóns
forseta
Umsjónarmaður
útgáfunnar, Sverrir
Jakobsson, erkorungur
fræðmaður. Hahn valdi
ritgerðir Jóns og samdi
skýringartexta við þær
og er sú vinna í heild
alúðlega unnin. Einnig
ritaði Sverrir ævisögu
Jóns og birtist hún sem
formáli bókarinnar.
Mikill akkur er að
henni. Sagan er ekki
yfirgripsmikil, tekur
aðeins yfir um 80
blaðsíður, en er þó nægilega ýtarleg
til að taka á stærstu baráttumálum
Jóns. Helsti styrkur ævisögunnar
felst í því hve nálægt manninum
Jóni Sigurðssyni höfundur kemst.
Bæði er lýst miklum leiðtogastyrk
Jóns sem og helstu veikleikum hans.
Höfundi tekst þannig mæta vel að
að draga upp mynd af Jóni á
nærfærinn hátt svo að eftir stendur
litbrigðarík persónulýsing. Fróðlegt
er t.d. að lesa milli línanna hve
hégómleiki leiðtogans hefur
stundum teymt hann hraðar áfram
en pottþétt málefnaleg afstaða.
Hann ætlaði sér að verða foringi
og beitti kænsku sinni sem best til
að svo mætti verða. Á hinn bóginn
sjáum við hann standandi í ýmiss
konar erindrekstri fyrir samianda
sína, eins og hvem annan
stjórnmálamann sem lítur ekkert
viðvik of smátt til að treysta sig
meðal umbjóðenda sinna.
Þessi bók geymir úrval úr
ritgerðum Jóns Sigurðssonar sem
birtust upphaflega í Nýjum
félagsritum. Bókin
skiptist í sex hluta og
er þar birt efni eftir Jón
um þijá málaflokka;
skólamál, verslunarmál
og heilbrigðismál.
„Mentun sem nægir
þörfum
þjóðarinnar"
Skólastefna Jóns
Sigurðssonar var í
anda þess þjóðfrelsis
sem hann barðist fyrir.
Fullveldisbarátta
íslendinga var háð í
samræmi við það
rómantíska viðhorf að
sérhvert samfélag manna sem
geymdi sömu tungu, sögu og
menningu skyldi eiga rétt á að ráða
sínum málum. Virk uppfræðsla um
sameiginleg verðmæti var því
forsenda þess að hægt væri að virkja
lýðinn til baráttu. Skólar voru
nauðsynlegir.
í samræmi við þetta lagði Jón
fram bænaskrá árið 1845 þar sem
fram kemur _sú ósk að „settur verði
þjóðskóli á íslandi, sem veitt geti
svo mikla mentun sérhverri stétt,
sem nægir þörfum þjóðarinnar“.
Hann vildi breyta latínuskóianum
þannig að kennsla þar væri ekki
eingöngu miðuð við þarfír embættis-
mannakerfisins heldur gæti hún
nýst aðalatvinnugreinum
þjóðarinnar. (Hljómar þetta ekki
kunnuglega?) Róttækni Jóns sést
einna best á því að hann vildi „skella
af latínunni" en auka vægi nýrra
tungumála, bæði þýsku, ensku og
frönsku.
Áhugi Jóns á menntamálum er
samofinn almennum áhuga hér á
Jón Sigurðsson
landi á uppfræðslu í
grunnatvinnuvegum þjóðarinnar,
sjómennsku og landbúnaði. Jón
sýndi hugmyndum um stofnun
sjómannaskóla áhuga án þess að
beita sér sérstaklega á þeim
vettvangi. Hann hafði hins vegar
ákveðnar hugmyndir um
búnaðarskólann hér á landi og viidi
að landsmenn stofnuðu hann einir
og óstuddir. Óbein áhrif Jóns á
þróun búnaðarmála birtust í því að
hann aðstoðaði landa sína við að
komast í nám erlendis, t.d. í Noregi.
Hann birti ritgerðir eftir þessa menn
og beitti sér fyrir því að þeir kæmu
heim til íslands og tækju að sér
búnaðarkennslu.
Framtaksemi Jóns á sviði
menntamála minnir um margt á
eljusemi upplýsingarmanna. Hann
skrifaði um hagnýt málefni sem
hann ætlaði til uppfræðslu alþýðu.
Meðal efnis eftir hann í þessu skyni
eru Fiskibókin og Varningsbókin.
Mestu áhrif Jóns á íslenskt
skólakerfi er framlag hans til
stofnunar innlends háskóla. Hann
hvatti til að kennsla í lögfræði og
læknisfræði færi fram við sérstakan
skóla. Bænaskrá um lagaskóla kom
fram 1855 og var hann til umræðu
á hveiju þingi þar til hann var
stofnaður í Reykjavík 1908. Það er
því engin tiiviljun að Háskóli íslands
var stofnaður á afmælisdegi Jóns
forseta 1911.
Verslunarmálin
Afskipti Jóns af verslunarmálum
á íslandi byijuðu sem greinaskrif
gegn kaupmanni nokkrum,
Knudtzon að nafni. Sá var
fylgismaður einokunar en Jón taldi
að það fyrirkomulag hefði reynst
íslendingum ónýtt og hvatti til að
verslun á íslandi yrði leyst undan
öllum höftum. Slíkt hlyti að verða
bæði íslendingum og kaupmönnum
til góðs. Jón talaði þarna ekki
einungis af hjartans sannfæringu
heldur einnig af þekkingu. Hann
hafði lesið sér til í þjóðhagfræði
enda er vitað að hann átti og las
helstu hagfræðirit síns tíma. Skrif
Jóns um verslun vöktu mikla
hrifningu hér á landi og juku
vinsæidir hans sem forystumanns.
Einnig urðu þau beinlínis til að
menn bundust samtökum um að
breyta viðteknum verslunarháttum.
Ári eftir að Jón hafði hvatt
landsmenn tii að koma á fót
verslunarfélögum stofnuðu bændur
í Fnjóskadal sitt eigið
verslunarfélag. Þar með hófst
bylting í versiunarháttum sem átti
eftir að breiðast hratt út og hafa
mikil áhrif.
Boðskapur Jóns fyrr og nú
Af blöðum Jóns forseta tekur af
öll tvímæli um það að Jón
Sigurðsson hefur verið framsýnn og
haft dug til að gera hugsjónir að
veruleika. Hann sá tækifæri sem
biðu einnar þjóðar og hann hafði
persónutöfra, gáfur og atorku til
þess að eggja þjóðina til þess að
grípa það tækifæri sem sögulegar
aðstæður færðu henni í fang.
Ævisaga Jóns Sigurðssonar eftir
Sverri Jakobsson sýnist mér eiga
fullt erindi til skólafólks. Eins og
áður hefur verið minnst á eru
sláandi líkindi með pólitísku
umhverfi Jóns og þeim aðstæðum
sem blasa við íslendingum um
þessar mundir. Enn standa
Islendingar frammi fyrir því að
þurfa að taka mikilvægar
ákvarðanir um eigin framtíð, enn
þurfa þeir að efla með sér framsýni
og sýna frumkvæði í samskiptum
við aðrar þjóðir. Ævisaga Jóns
forseta hefur boðskap að færa'sem
ungir íslendingar verða að eiga
greiðan aðgang að. Það ætti því að
mínum dómi að skoða þann
möguleika vendilega að gefa hana
út í sérstöku hefti fyrir nemendur
í efri bekkjum grunnskóla og
framhaldsskóla.
4
Lífeyrissjóður
sjómanna
MEGINNIÐURSTÖÐURÁRSREIKNINGS LÍFEYRISSJÓÐSINS 1993
Sbr. 7. mgr. 3. gr. laga nr. 27/1991, ásamt upplýsingum um starfsemi sjóðsins
Efnahagsreikningur 31.12.1993
í þús. kr.
Veltufjármunir............................!... 3.713.568
Skammtímaskuldir.................................. -27.622
„ , Hreint veltufé 3.685.946
Fastafjarmunir
Langtímakröfur.............................. 13.574.105
Áhættufjármunir...................................... 0
Eignarhlutir ísameignarfélögum....................... 0
Varanlegirrekstrarfjármunir..................... 63.289
Langtímaskuldir................................ -0
Hrein eign til greiðslu lífeyris 17.323.340
Yfirlit um breytingar á hreinni eign
til greióslu lifeyris fyrir árió 1993
í þús. kr.
Fjármunatekjur, nettó............................ 1.027.867
Iðgjöld............................................. 1.355.742
Lífeyrir ............................................ -523.942
Kostnaður (rekstrargjöld - rekstrartekjur)....... -30.519
Matsbreytingar........................................ 496.395
Hækkun á hreinni eign á árinu................. 2.325.543
Hreineignfráfyrraári.......................... 14.997.797
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris 17.323.340
Ýmsarkennitölur:
Lífeyrir sem hlutfall af iðgjöldum............. 38,6%
Kostnaður í hlutfalli af iðgjöldum............. 2,25%
Kostnaður í hlutfalli af eignum (meðaltali hreinnar
eignar í árslok og ársbyrjun).................. 0,19%
Úr skýrslu stjórnar
Á árinu 1993 greiddu 1.256 launagreiðendur iðgjöld til
sjóðsins, samtals að fjárhæð kr. 1.356 milljónir fyrir
7.526 sjóðfélaga. í árslok 1993 voru á skrá hjá sjóðnum
samtals 32.469 einstaklingar.
Lífeyrisgreiðslur sjóðsins á árinu námu alls kr. 526 millj-
ónum og hækkuðu frá árinu 1992 um 22%. Ellilífeyrir
nam kr. 196,1 milljón (37,3% af heildarlífeyrisgreiðsl-
um), örorkulífeyrir kr. 222,4 milljónum (42,3%), makalíf-
eyrir kr. 65,2 milljónum (12,4%) og barnalífeyrir kr.
42,1 milljón (8,0%). í desember 1993 var fjöldi lífeyris-
þega sem hér segir: Ellilífeyrisþegar 783, örorkulífeyris-
þegar 453, makalífeyrisþegar 352 og greiddur var barna-
lífeyrir til 411 barna sjóðfélaga.
Hrein eign til greiðslu lífeyris nam kr. 17.323 milljónum
í árslok 1993. A árinu hækkaði hún um kr. 2.326 milljón-
ir króna eða um 15,5%.
Skuldabréfakaup ársins námu samtals 3.632 milljónum
króna. Keypt voru skuldabréf af sjóðfélögum fyrir kr.
252 milljónir, húsbréf fyrir kr. 2.134 milljónir, skuldabréf
Húsnæðisstofnunar ríkisins fyrir kr. 494 milljónir, spari-
skíreini ríkissjóðs fyrir kr. 265 milljónir, skuldabréf bæj-
ar- og sveitarfélaga fyrir kr. 188 milljónir, skuldabréf
banka og sparisjóða fyrir kr. 143 milljónir og skuldabréf
fjárfestingalánasjóða fyrir kr. 99 milljónir. Önnur skulda-
bréfakaup námu samtals 57 milljónum króna.
Stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna.