Morgunblaðið - 21.07.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ1994 23
AÐSENDAR GREINAR
Betri skóli — bætt memitun
Ólafur G. Einarsson
NÝ STEFNA í mál-
efnum grunnskóla og
framhaldsskóla hefur
nú verið lögð fram, sú
fyrsta sem mótuð hef-
ur veríð hér á landi
fyrir bæði skólastigin
samtímis. Meginmark-
mið nýju skólastefn-
unnar er að efla skóla-
starf í grunnskóla og
framhaldsskóla og
stuðla þannig að bættri
menntun æskufólks.
Brýnt er að hver nem-
andi fái að takast á við
örvandi viðfangsefni
og hljóti nauðsynlega
hvatningu til náms.
Með því að opna skóla-
kerfið, auka umræðu um skólamál
og gera foreldra og aðila atvinnulífs
að virkum þátttakendum í starfi skól-
anna er unnt að efla menntun þjóðar-
innar og undirstrikað er að hún varð-
ar alla, ekki aðeins nemendur á hveij-
um tíma.
Nefnd um mótun menntastefnu,
sem ég skipaði vorið 1992, samdi
drög að frumvörpum til laga um
bæði skólastigin og yfirgripsmikla
skýrslu samhliða þeim. Starf nefnd-
arinnar hefur verið mikið og vanda-
samt, en hún hefur leyst það afburða
vel og kann ég henni bestu þakkir
fyrir.
Gagnrýni á skólakerfið
Könnun, sem gerð var á viðhorfum
almennings til ýmissa stofnana í
þjóðfélaginu árið 1989, leiddi í ljós
að aðeins 39% aðspurðra töldu að
grunnskólinn sinnti hlutverki sínu vel
og eingöngu 42% töldu að framhalds-
skólinn gerði það. Þá
leiddi rannsókn á náms-
gengi, árgangs nemenda
fæddra 1969, í ljós að
einungis 45,2% árgangs-
ins höfðu lokið námi úr
framhaldsskóla sex
árum eftir grunnskóla-
próf. Þar við bætist að
nálægt einn og hálfur
árgangur er að jafnaði
skráður á fyrsta námsár
í framhaldsskólanámi
miðað við námsgengi.
Þetta var sá raunveru-
leiki sem við blasti þegar
ég tók við embætti
menntamálaráðherra
vorið 1991. Gagnrýnis-
raddir á skólakerfið voru
háværar og beindust þær einkum að
framhaldsskólanum. Við þessu þurfti
að bregðast, enda ljóst að skólakerf-
ið átti undir högg að sækja og var
nauðsynlegt að efla það.
Aukin valddreifing
Helstu breytingarnar sem nýja
skólastefnan gerir ráð fyrir eru að
valddreifing í skólakerfinu verði auk-
in, bæði á grunn- og framhaldsskóla-
stigi. Það þýðir að ákvarðanataka
verði færð sem næst vettvangi og
ábyrgðarskylda sveitarfélaga og
skóla aukin. Samtímis er lögð áhersla
á markmiðssetningu frá hendi lög-
gjafans og samræmt mat á námsár-
angri nemenda á vissum stigum
námsferilsins, svo að fræðsluyfirvöld,
skólafólk og almenningur fái stöðugt
vitneskju um það hvort framkvæmd
skólastarfsins sé í samræmi við gild-
andi skólastefnu. Einkum er það
brýnt réttindamál fyrir nemendur að
mat sé samræmt á milli skóla. Loks
er lögð áhersla á reglubundið mat á
skólastarfi, einkum sjálfsmat stofn-
ana og gæðastjórnun, og aukna upp-
lýsingamiðlun til almennings um
árangur skólastarfs.
Bætt tengsl skóla og foreldra
Meðal annarra breytinga sem gert
er ráð fyrir í tillögunum má nefna
að öll ábyrgð á framkvæmd grunn-
skólahalds verði færð til sveitarfé-
laga. Samhliða tilfærsiunni er nauð-
synlegt að tryggja sveitarfélögum
tekjur til að standa straum af aukn-
um kostnaði.
Lagt er til að einsetnum skók'. með
samfelldum skóladegi verði komið á
um allt land og gerðar nauðsynlegar
ráðstafanir til að öll börn geti hafið
nám að morgni.
Ahrif foreldra verða aukin með því
að koma á sérstökum foreldraráðum
í grunnskóla, en gott samstarf við
foreldra er vissulega forsenda þess
að skólar geti sinnt hlutverki sínu sem
skyldi og dyggur stuðningur við böm-
in af hálfu aðstandenda skiptir sköp-
um fyrir skólann í fræðslustarfi hans.
Þegar heimili og skóli leggjast á eitt
og mynda trausta umgjörð um mennt-
un hvers einstaklings má búast við
betri líðan, auknu öryggi og bættum
námsárangri nemenda.
Brýnt er að hver nem-
andi fái að takast á við
örvandi viðfangsefni og
hljóti nauðsynlega
hvatningu til náms,
_
segir Olafur G.
Einarsson, sem ijallar
í þessari grein um
nýja menntastefnu.
Kjarnagreinar verði íslenska,
enska og stærðfræði
Tillögurnar gera ráð fyrir að við
endurskoðun aðalnámskrár verði
sett fram skýr markmið um kunn-
áttu og færni nemenda á einstökum
aldursstigum. Gert er ráð fyrir að
kjarnagreinar í grunnskóla verði ís-
lenska, stærðfræði og enska og verði
mótuð heildarstefna í kennslu þess-
ara greina. Þá verða læsi, tjáning,
vinnubrögð og samskiptahæfni
áhersluatriði í starfi grunnskóla,
samkvæmt tiilögunum. Samræmd-
um prófum í grunnskóla verður
fjölgað og þeim komið á víðar á
námsferli grunnskólanemenda.
Rannsóknir hafa sýnt að jákvætt
samband er á milli lengdar skólaárs
og nýtingu skólatíma annars vegar
og árangurs nemenda hins vegar.
Því er lagt til að árlegur starfstími
í grunn- og framhaldsskólum verði
lengdur úr níu mánuðum í tíu og
að nemendum verði tryggður ákveð-
inn lágmarksfjöldi kennsludaga á
ári. Þannig verði grunnskólanem-
endum tryggðir að minnsta kosti 180
kennsludagar og framhaldsskóla-
nemendum að minnsta kosti 160
kennsludagar á ári. Kennsludagar í
grunnskóla eru í dag á milli 144 og
155 að tölu og í framhaldsskóla 130
talsins.
Skólastefna þjóðinni til heilla
Tillögur nefndar um mótun
menntastefnu taka mið af veruleika
skólastarfs á íslandi en eru um leið
í anda skólamálaumræðu í ná-
grannalöndum að undanförnu. Slík
menntastefna, sem í senn tekur mið
að því sem gerst er vitað á vísinda-
og fræðilegum vettvangi hverju sinni
og þeirri reynslu sem fengin er af
skólastarfi hér á landi sem erlendis,
er líklegust til að varða íslensku
skólastarfi farsæla braut. Það er trú
mín að nýja skólastefnan verði ís-
lensku pjóðinni til heilla.
Höfundur er mennta-
málaráðherra.
BORGIN
sími 11440
SU5HI
MIOVIKUDAGS - SUNNUDAGSKVÖLD
- Borð fyrir þig -
BORGIN
sími 11440