Morgunblaðið - 21.07.1994, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994 25
Atvinnuleysisbætur
um Jónsmessu og jól
ORÐSKRÍPIÐ eftirágreiðslur
hefur þá merkingu í umræðum um
Lánasjóð íslenskra námsmanna að
námslán eru greidd eftir á, þegar
úrslit úr prófum liggja fyrir. Það
þýðir þó einnig að hluti námslána
sem eiga að vera til framfærslu
fara í vaxtagjöld í bönkum. Dýrum
millilið hefur verið bætt í námslána-
kerfið.
fullar fjörutíu milljónir fyrir þessum
vaxtagjöldum og dugði sú upphæð
þó hvergi til.
Réttlæti og skynsemi
Námlán eru framfærslulán. Þau
eiga að vera leið fýrir fólk til að
færa fram hluta af ævitekjum sín-
um, sér til framfærslu á námsárun-
um. Langflestir sem taka námslán
greiða þau til baka að fullu þvert
á það sem stundum hefur verið
haldið fram. Tvennt þarf þó að
hafa í huga. Afgreiðsla námslána
þarf að vera réttlát og skynsamleg
og endurgreiðslur mega ekki vera
hraðari en svo að
venjulegt fólk geti
staðið í skilum.
Afnám
eftirágreiðslna
er rökstudd krafa
Hér verður ekki farið
út í þá sálma hvort
heilbrigðara sé fyrir
þjóðfélag að lána fólki
til framfærslu í námi
eða hitt, að sjá því fyr-
ir bótum í atvinnuleysi.
Ekki verður rakið í
þaula hvert raunveru-
legt gildi menntunar er
fyrir þjóð sem horfir til
framtíðar. Ætlunin er
Dagur B.
Eggertsson
heldur ekki að
hneykslast á lágum
framlögum til mennta-
mála eða vöxtum á
námslán. Aðeins verð-
ur sett fram sú rök-
studda krafa náms-
manna að eftirá-
greiðslukerfi náms-
lána verði afnumið.
Eftirágreiðslur eru ós-
kynsamlegar í alla
staði og opið sár í
námslánakerfi ís-
lendinga. Krafan
krefst því svara.
Höfundur er formaður
Stúdentaráðs.
Eftirágreiðslukerfinu var komið
á í tengslum við breytt lög um LÍN
árið 1992 að tilhlutan menntamála-
ráðherra og meirihluta Alþingis.
Eflaust geta fjölmargir fallist á
að skynsamlegt er að gera kröfu
um eðlilega námsframvindu þegar
lánað er til framfærslu í námi. Til
þess að ná því markmiði eru hins
vegar fjölmargar leiðir færar og það
verður að segjast að stjórnvöld hafa
borið einstaka ógæfu til að velja
einn alversta kostinn, eftirágreiðsl-
ur.
Það er ekki skynsam-
legt að atvinnuleysis-
bætur fari í vaxtagjöld,
segir Dagur B. Egg-
ertsson, í stað þess að
framfæra atvinnulausa.
Eftirágreiðslur
eru óskynsamlegar
Hvað þýðir að námslán séu eft-
irágreidd? Tökum sambærilegt
dæmi af manni sem nýtur atvinnu-
leysisbóta. Námslán barnlauss ein-
staklings eru að svipaðri upphæð
og atvinnuleysisbætur. Hvort
tveggja er hugsað fólki til fram-
færslu. Háskólastúdentar og at-
vinnulausir eiga það þannig sameig-
inlegt að vera fullorðið fólk sem
hefur engar fastar tekjur yfir vetr-
artímann.
Bætur um Jónsmessu og jól
Hvað ætli mönnum fyndist ef
atvinnuleysisbætur væru_ aðeins
greiddar út tvisvar á ári? Útborgað
væri gegn vottorði um að viðkom-
andi hefði verið fullkomnlega at-
vinnulaus síðastliðna sex mánuði
eða svo. Annars fengjust engar
bætur.
Auðvitað væri þetta ótækt, jafn-
vel þótt fólki stæðu til boða yfir-
dráttarreikningar í bönkum til að
þreyja þorrann. Bankar eru nefni-
lega reknir fyrir vöxtum og það er
ekki skynsamlegt að atvinnuleysis-
bætur fari í vaxtagjöld í stað þess
að framfæra atvinnulausa. Ná-
kvæmiega þannig er þó hlutunum
fyrir komið þegar kemur að náms-
lánum.
Eftirágreiðslur námslána
- dýr miiliiiður
Blessunarlega þurfa ekki allir
stúdentar að taka námslán. Um
helmingur háskólastúdenta þarf þó
á þeim að halda, sér og sínum til
framfærslu. Þessi hópur fær hins
vegar ekki lán sín greidd mánaðar-
lega eins og búast mætti við heldur
aðeins tvisvar á ári, að loknum próf-
um. Gjalddagar stúdenta og útgjöld
eru þó auðvitað mánaðarlega og
dag frá degi, rétt einsog hjá öllum
öðrum þegnum þjóðfélagsins. Stór
hluti lánþega neyðist því til að brúa
bilið frá gjalddögum þar til úrslit
prófa liggja fyrir. Skuldum er safn-
að á sérstaka námsmannareikninga
í bönkum með tilheyrandi vaxta-
kostnaði. Með eftirágreiðslum er
því í raun aðeins verið að bæta i
námslánakerfið kostnaðarsömum
miililið. Á síðasta ári lánaði LÍN
SUNNYSR
sportlegur
og hlaðinn
aukahlutum
kostar
aðeins kr.
1.278.000.-
Aðeins örfáir bílar
seljast á þessu
tilboðsverði.
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2
síml 91-674000
Nissan Sunny SR
þriggja dyra er með
kraftmikilli 1600 vél og beinni
innspýtingu.fimm gíra vökva-og
veltistýri samlæsingu, rafdrifnum
rúðum, vindskeið og fjóra öfluga
Ijóskastara.
Auk þess fylgir bílnum frítt
þjónustueftirlit í eitt ár.
wm
Geislaspilari og útvarp
i