Morgunblaðið - 21.07.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.07.1994, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ 4 JMtanguuMtöife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. I lausasölu 125 kr. eintakið. BREYTT OG BÆTT MENNTASTEFNA * YMSAR markverðar breytingar felast í drögum að nýrri skóla- stefnu, fyrir grunn- og framhaldsskóla, sem Ólafur G. Ein- arsson menntamálaráðherra kynnti í fyrradag. Drögin eru afrakst- ur mikils starfs nefndar um mótun menntastefnu, sem mennta- málaráðherra skipaði í mars 1992 og Sigríður Anna Þórðardóttir alþingismaður var formaður fyrir. Endurskoðun skólastefnu til framtíðar, á grunn- og framhalds- skólastiginu, er fyrir löngu tímabær og í þeirri skýrslu sem nefnd- in hefur nú lokið og frumvarpsdrögum sem hún hefur samið, kenn- ir nýrra áherslna, sem bætt geta menntunarstig grunn- og fram- haldsskólanema, samræmt og samhæft skólahaid í landinu og stuðlað að því að íslenskir nemendur standi jafnfætis jafnöldrum sínum á Norðurlöndum. Tillögur um sjálfstæða gæðastjórnun grunn- og framhalds- skóla, ásamt reglubundnu mati á árangri skólastarfs, ættu að stuðla að aukinni valddreifingu í skólakerfinu. Nefndin leggur til að öll ábyrgð á framkvæmd grunnskólahalds verði færð til sveitarfélaga, en menntamálaráðuneytið annist eftir- lit með skólahaldi. Þessi tillaga er í samræmi við breytt lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, þar sem var ákveðið að sveitarfélög kostuðu ein stofnun og rekstur grunnskóla og því sjálfsagt að ábyrgð skólahaldsins sé þeirra einnig. Kjarnagreinar í grunnskólum verða samkvæmt tillögunum þrjár, íslenska, stærðfræði og enska, sem verði fyrsta erlenda tungumál- ið sem börnin læra, í stað dönsku. Lagt er til að enskukennsla hefjist í grunnskólum við 10 ára aldur, í stað 12 ára nú. Sérstök áhersla verði lögð á læsi, tjáningu, góð vinnubrögð og samskipta- hætti í starfi grunnskóla. Það er visst áhyggjuefni að sérstaka áherslu þurfi að leggja á jafn sjálfsagðan hlut í skólastarfi og læsi, en kannanir á lestrarfærni barna og unglinga hafa sýnt fram á að nauðsyn þessa er brýn. Jafnframt er lagt til að samræmdum prófum á grunnskólastigi verði komið á víðar á námsferlinum, en við lok grunnskólanáms. Þessi tillaga er af hinu góða. Hún eykur möguleika á samræm- ingu og markvissu eftirliti með menntunarstigi sérhvers nemanda og þar af leiðandi gefur hún færi á því, að bregðast fyrr við því sem úrskeiðis hefur farið. Sérstakt fagnaðarefni er sú áhersla sem nefndin leggur á starfs- nám á framhaldsskólastigi, en gerð er tillaga um, að það verði forgangsverkefni í skólamálum og markvisst verði unnið að því að efla áhuga ungs fólks á starfsnámi. Náið samráð verði við aðila vinnumarkaðarins um stefnu og framkvæmd starfsnámsins. Þetta er sjálfsagt og rétt, því það eru aðilar vinnumarkaðarins, sem hafa gleggsta þekkingu á markaðnum, þróun og þörfum at- vinnulífsins. Starfsnám hefur löngum setið á hakanum í íslenska menntakerf- inu. Með breyttum þjóðfélagsháttum og stórauknum fjölda nem- enda á framhaldsskólastigi, frá því sem áður var, eigum við að kappkosta að laða sem flest ungmenni í starfsnám, í þeim greinum þar sem verðmætasköpunin fer fram. í þeim efnum má nefna svið eins og starfsnám í framhaldsskólum sem tengist undirstöðu- atvinnugreininni, sjávarútvegi, svo og starfsnám í matvælafram- leiðslu og ferðaþjónustu. Hagstofa íslands hefur upplýst að um 20% hvers árgangs hverfi frá námi fyrstu tvö árin í framhaldsskóla. Skýrslan „Námsferill í framhaldsskóla", þar sem námsgengi nemenda sem fæddir voru 1969 var kannað, sýndi fram á að sex árum eftir grunnskólapróf höfðu einungis 45% lokið námi úr framhaldsskóla, 30% höfðu horfið frá námi, án þess að ljúka prófum og 10% voru enn við nám í framhaldsskóla. Þessar niðurstöður segja raunar allt, sem segja þarf, um það hversu brýnt er að stokka upp og gjörbreyta uppbyggingu fram- haldsskólanáms hér á landi. Markmið menntastefnu hlýtur ávallt að vera, að koma sem flestum, til sem mests þroska. Breyttir tímar, kalla á breytt viðhorf, þar með talið, breytt viðhorf til stúdents- prófs, sem vissulega hefur lagt grunninn, að góðri, almennri mennt- un íslenskra ungmenna. En íslenskt atvinnulíf þarf ekki á þvi að halda að 80% til 90% grunnskólanemenda setjist á skólabekk á hausti hverju, með það að markmiði að ljúka stúdentspróf. Mark- viss undirbúningur fyrir lífsstarf íslenskra ungmenna þarf að hefj- ast fyrr, þar sem ekki á fyrir meirihluta þeirra að liggja, að stunda langskólanám á háskólastigi. Lagt er til að grunnskólar verði einsetnir og að skóiaár lengist úr 9 mánuðum í 10, grunnskólanemendum verði tryggðir árlega a.m.k. 180 kennsludagar í stað 155 eins og nú er og framhalds- skólanemum a.m.k. 160 í stað 130, samkvæmt núgildandi fyrir- komulagi. Ljóst er, að þessum tillögum fylgir umtalsverður kostnaðar- auki, a.m.k. þegar til skamms tíma er litið. Eridurskoða verður kjarasamninga kennara frá grunni, þar sem breytingar sem þess- ar verða ekki framkvæmdar innan ramma gildandi kjarasamn- inga. Horft til framtíðar, mun breytt og bætt menntastefna skila íslensku þjóðfélági þeim arði, sem að er stefnt - betur menntuðum og hæfari- einstaklingum. Skiptar skoðanir eru um lokaskýrslu nefndar um mótun menntastefnu KENNARAR VILJA NÝTA BETUR 9 MÁN- AÐA SKÓLAÁR í vikunni var kynnt lokaskýrsla nefndar um mótun menntastefnu, þar sem er að fínna ymsar tillögur um breytingar á skólakerfínu eins og það er nú. Kennarasamtök, foreldrar og dönskukennarar hafa sitthvað við tillögur nefndarinnar að athuga. Þórmundur Jóna- tansson kynnti sér viðbrögð hópanna við skýrslu menntastefnunefndar. Fyrr í þessari viku voru kynnt drög að frumvarpi til grunnskólalaga og loka- skýrsla nefndar um mótun menntastefnu sem skipuð var af Ólafi G. Einarssyni mennta- málaráðherra árið 1992. Þar er heildar- stefna mótuð í málefn- um grunnskóla og fram- haldsskóla. í henni er að finna nýlegar og rót- tækar hugmyndir s.s. um flutning grunnskóla til sveitarfélaga, leng- ingu skólaársins og uppstokkun framhaldsskólanáms. Þar má einnig finna hugmyndir og markmið sem lengi hafa verið á stefnuskrám stjórnmálaflokka og í lögum en undir þann flokk falla m.a. tillögur um einsetinn skóla með samfelldum skóladegi. Morgunblað- ið hefur fyrr á þessu ári fjallað um drög að frumvarpi til framhalds- skólalaga. Formaður Hins íslenska kennarafélags, Elna K. Jónsdóttir, sagði þá að drögin væru aðför að kjörum kennara sem kall- aði á grundvailarbreyt- ingu á launa- og starfs- kjörum stéttarinnar. Drög að frumvarpi til nýrra ___________ grunnskólalaga líta nú dagsins ljós í fyrsta sinn og af því tilefni leitaði Morgunblaðið álits fulltrúa kennara, foreldra og dönskukennara. Margt jákvætt Þegar Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands íslands var innt- ur eftir áliti sínu á tillögum mennta- stefnunefndar hafði hann haft lítinn tíma til að kynna sér lokaskýrsluna. „Fljótt á iitið er margt jákvætt að finna í skýrslu nefndarinnar,11 sagði Eiríkur og nefnir sem dæmi gamalt baráttumál um einsetinn skóia með samfelldum skóladegi, ýmsar áherslubreytingar í aðalnámskrá og markmið um bætt tengsl skóla og samfélags. „Það verður þó að hafa það í huga að í skýrslunni eru mál sem hafa verið á forgangslista í skólamálum hjá öllum stjórnmála- flokkum í mörg ár,“ sagði hann. „Úlfur, úlfur“ Eiríkur rifjar upp að í ráðherratíð Svavars Gestssonar var gefin út stefnuskrá í menntamálum undir Unnur Halldórsdóttir Eiríkur Jónsson var Foreldrar vilja ekki lengja skólaárið heitinu „Til nýrrar aldar“ en stungið ofan í skúffu þegar nýr ráðherra tók við. „I fyrra bar ég saman stefnuskrá Svavars og áfangaskýrslu menntastefnunefnd- ar og í mörgum atriðum er þar að finna sömu áherslur s.s. um sam- felldan skóladag," sagði hann. Formaðurinn segist hafa sínar efasemdir um efndir á loforðum og draumsýnum í skýrslunni. „Þessi skýrsla kemur fram á miðju ári og kosningar fara síðasta lagi næsta útskýrir Eiríkur. menntastefnan 1994 fram vor,“ „Nýja ________ mun því ekki koma til framkvæmda fyrir kosn- ingar. Því má spyija sig hvort arf- taki Ólafs muni sópa nýjustu menntastefnunni undir teppið og taka til við að semja nýja. Fyrir mér er þetta öfug útgáfa af „úlfur, úlfur“. Ráðherrar keppast við að lofa samfelidum skóladegi en þegar kemur að því að framkvæma verður ekkert úr verki,“ sagði hann. Skammur tími til stefnu Það kemur Eiríki ekkert á óvart að fyrirhugað sé að flytja rekstur grunnskólans til sveitarfélaganna. Hann telur þó að ekki megi flana að undirbúningi flutningsins og gagnrýnir harðlega að fast sé hald- ið í þá dagsetningu að framkvæma hann 1. ágúst 1995. „Það á eftir að undirbúa flutninginn að miklu leyti og því fylgir mikil vinna. Til að mynda er ijóst að stokka verður upp alla kjarasamninga við kennara og um það hefur ekkert verið rætt ennþá,“ sagði Eiríkur. Að sögn Eiríks buðust kennarar til þess eftir að hugmyndir um leng- ingu skólaársins komu fyrst fram í SKÓLAMÁL áfangaskýrslu nefndar um mótun menntastefnu að koma fjölgun kennsludaga fyrir í níu mánaða skólaárinu. Fulltrúar ríkisins hafi aftur á móti hafnað því. „Ég er á þeirri skoðun að við 'verðum fyrst að skoða núverandi skólaár og velta fyrir okkur hvernig nýta megi tím- ann betur,“ sagði Eiríkur. Hann bendir á að könnun á viðhorfi for- eldra til lengingar skólaársins sem ' fram fór í júní sl. hafi leitt í ljós að að mikill meirihluti þeirra, eða um 75%, vildi ekki lengja það. Eiríkur staðfestir að fjölgun skóladaga breyti forsendum vegna launakjara kennara. „Ef notast er við einfaldan útreikning eykst vinnuskylda kennara um 12% við fjölgun skóladaga. Af þessum sök- um verður annað hvort að gera breytingar á vinnutilhögun kennara eða greiða þeim fasta yfirvinnu. Við verðum að minnast þess að árlegur vinnutími okkar er hinn sami og annarra opinberra starfs- manna. Við teijum því óhjákvæmi- legt að taka upp kjarasamninga og höfum aldrei staðið gegn hugmynd- um um slíkt,“ sagði Eiríkur. Hann segir að KÍ og Hið ísienska kennara- félag muni skoða tiilögur ---------- menntastefnunefndar og Dansk skila sameiginlega at- áfram hugasemdum við skýrsl- una og frumvörpin tvö. * Foreldrar fá tækifæri til að hafa meiri áhrif á skólastarf í grunnskólum verði frumvarp um grunnskóla að lögum en þar er gert ráð fyrir að í hveijum skóla starfi þriggja manna foreldraráð. „Við fögnum því að ráðuneytið kalli á okkur til samstarfs,“ sagði Unnur Halldórsdóttir formaður Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra nem- enda í grunnskólum. „Við sem störf- um í foreldrafélögum í skólum um land allt áttum okkur á þeirri ábyrgð sem á okkur hvílir og viljum við styðja foreldra til þess að vinna vel. Okkur þykir einnig áhugavert hvernig reynt er í tillögunum að tengja nám í grunn- og framhalds- skólum þannig að það vinni sam- an,“ sagði hún. Vilja losna við „gatasigtið“ Unnur segir að málsvarar for- eldra hafi hrokkið í kút þegar fyrstu hugmyndir um lengra skólaár voru lagðar fram. „Við viljum ekki lengja núverandi skólaár sem er eins og „gatasigti". Eins og staðan er í dag eru yngstu börnin ekki í skólanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.