Morgunblaðið - 21.07.1994, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGIJR 21. .IIJLÍ 1994 31
sóknaverkefni og þekkingu á stað-
arkostum og háttum, er afgerandi
um samkeppnishæfni fyrirtækj-
anna. Þetta á við hvort sem fyrir-
tækin eru í eigu innlendra aðila
eða ekki. Þegar íslendingar velja
sér iðnaðarkosti fyrir aðstæður hér
sýnir reynslan ótvírætt, að árang-
ursríkast er að íslendingar sjálfir
hafi mótað sér skoðun á hvaða
kostir koma til greina áður en val
fer fram og blásið er til samstarfs
við aðila frá öðrum löndum. Örygg-
ið um ákvarðanir eykst með þekk-
ingunni. Uppbygging heils at-
vinnuvegar krefst aðgangs að mik-
illi rannsóknargetu og sérþekk-
ingu. Á háskólastiginu þarf að
byggja upp námskosti á víðu sviði
orkunýtingar og í tengslum við þá,
aðstöðu til rannsókna, þar með
talið hæfni og íjármagn til vissra
grunnrannsókna. Rannsóknastofn-
anirnar þurfa sérstakrar stefnu-
mörkunar við þar sem stefnt er
að markvissri uppbyggingu á getu
þein-a til að stunda rannsóknir,
þróunar- og aðhæfingarverkefni
fyrir orkuiðnaðinn. Öflugir rann-
sóknaaðilar hér heima mundu eiga
auðveldara með að vinna sam-
starfsverkefni með erlendum vís-
inda- og tæknimönnum. Af slíkum
samstarfsrannsóknum og athug-
unum hljótast eigi sjaldan upp-
byggingarverkefni í iðnaði landa í
millum.
Það liggur beinast við að obbinn
af því fé sem íslendingar leggja
til rannsókna á næstu áratugum
verði til orkunýtingarrannsókna og
fiskgeiranna (veiða, vinnslu og eld-
is) auk ýmsra veigamikilla þátta
sem þeim tengjast, t.d. hvað varð-
ar markaði og umhverfismál auk
þeirra greina sem starfa í þjónustu
orku- og fiskgeiranna. Hér er um
að ræða bæði fé frá fyrirtækjum
í landinu, sem þurfa að taka sig á
í rannsóknum, og hinu opinbera,
styrktarsjóðum og fleirum. Allir
þessir aðilar þurfa að leggja sitt
fram. Opinberir aðilar þurfa að
leita farvegs fyrir rannsókna- og
þróunarfé hjá fyrirtækjum sem
aðstöðu hafa og getu til þess að
nýta innlenda orkugjafa.
Framtíðarsýn
Þegar afkomendur okkar halda
upp á 100 ára afmæli lýðveldisins
eftir 50 ár verður vonandi margt
að gleðjast yfir: óskert sjálfstæði,
öflugur orkuiðnaður, fiskiðnaður í
broddi fylkingar, íslensk tunga
aldrei auðugri, umhverfið fagurt
og ómengað, skógur klæðandi
landið o.s.frv. En vitjunartími okk-
ar nútímamanna er kominn ef við
ætlum að fleyta afkomendum okk-
ar fram á miðja næstu öld til sömu
velmegunar og við höfum notið,
við verðum að skilja stöðu okkar
nú: framtíðar vera okkar í þessu
landi byggir að verulegu leyti á
þeirri sérstöðu að þjóðin á tvær
megin náttúruauðlindir, orku og
fiskimið. Sjálfsbjörg okkar til
framtíðar byggist á hugvitsamlegri
nýtingu þessarar auðlinda. Afkom-
endur okkar geta vonandi glaðst á
100 ára afmælinu: á fyrstu 50
árunum náðum við valdi á fiskimið-
unum, á næstu 50 árunum náðum
við tökum á orkunni.
Höfundur er efnaverkfræðingur.
góður matur
GÆÐAFIÍSAR Á GÓÐU VERÐÍ
frní m
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 67 48 44
- kjarni málsins!
SUMARTILBOÐ
Kótilettur, franskar, sósa og salat
Píta m/ fiski, franskar og sósa
Hamborgari, franskar og sósa
Kr. 540.-
Kr. 480.-
Kr. 400.-
Gildir út júlí
afsláttarkort gilda ekki í
sambandi við tilboð.
Hvenær dettur
Gullpotturinn?
Nú er hann
illjónir!
Þeir sem spila í Gullnámunni þessa
dagana þurfa að vera viðbúnir að
vinna stórt, því nú er Gullpotturinn
kominn upp í tæpar 10 milljónir og
getur dottið hvenær sem er.
En þaö er fleira eftirsóknarvert, því
vinningar í hverri viku eru yfir 40 milljónir
króna. Þetta eru bæði smærri vinningar og
svo vinningar upp á tugi þúsunda aö
SILFURPOTTUNUM sem detta
jafnaöi annan hvern dag og eru aldrei lægri
50.000 krónur.
Haföu keppnisskapið með þér í
iullnámuna og láttu reyna á heppnina,
það er aldrei að vita.
Miðvikudaginn 20. júlí kl. 13.30 var Gullpotturinn 9,971,406 kr.
Happdrættisvélar Gullnámunnar eru staðsettar á 30 stöðum víðs vegar um landið.